Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 6
$ SlÐA ÞIÖÐVILIINN Fimmtudagur 14. návemfoer 1963 USA frammi fyrir stórkostlegustu byltingu síðan á ðld veiðimannsins ■ Rafeindaheilar og sjálfvirkni eru að því komin að bola burt líkam- legri vinnu í Bandaríkjunum, og þetta hefur í för með sér ægileg- ustu vandræði, sem bandarískt auðvaldsþjóðfélag hefur komizt í hing- að til. ■ Bandaríkin stefna hröðum skrefum í áttina til sjálfvirkra framleiðslu- hátta og ekkert getur stöðvað þessa þróun. Mótsögnin, sem bandaríska þjóðin á við að etja er þessi: Hvemig getum við gert iðnaðinn sjálf- virkan og haldið jafnframt vikulaununum? Stundin virðlst vera að rcnna upp Þessari spurningu kastaöi bandaríski bílaviðgcrðamaður- inn og vcrkalýðslciðtogin n, James Boggs, fram í ritgerð, sem birtist nýlega eftir hann I tímaritinu „Monthly Rew- iew”. Boggs vinnur í Detroit, höfuðvirki bílaiðnaðarins og hefnr ferðazt um allt iandið. Boðskapur hans er sá, að sjálf- virknin hafi skapað gjörsam- Iega nýtt ástand I bandarísku þjóðfélagi. Sjálfvirkni kemur í stað mannsins Þetta er ekkert nýtt. En það sem er nýtt, miðað við Ðest önnur tímabill, er sú staðreynd, að sá, sem bolað er burtrj nú, heÆur ekki í önnur hús að venda. Ungu kyrislóðinni er ógnað af vaxandi atvinnuleysi. þar sem alls ekki er hægt að skapa herrni nsega atvinnu. Fólksíjölgunin og iðnþróimin komast í æ meiri mótsögn með hverju árinu sem líður. Eins og stendur vinna 12 milljónir verlkamanna í Banda- ríkjurwim beínlínis við iðnað- inn r(af þeim eru aðeins 4 miUjónir negrar). Iðnaðurinn blæs sundur en eftirspum eft- ir vinnu dregst saman. Ár- angurinn getur ekki orðið ann- ar en hann er: 5 miUjónir at- vinnuleysingja. Iðnaðurínn getur ekki tek- ið nema tafcmarkaðan hluta verkamannastéttarinnar í þjón- ustu sína. Hinir gerast það sem kallað er „displaced per- sons“, og orðið er algengast fyr- irbrigði í nýjasta hluta mann- kynssögunnar. Auðvaldsþjóðfé- lagið getur ekki veitt þessu fólki þátttöku í framleiðslunni — en það getur heldur ekki drepið það. Þjóðfélagið verður að standa undir þessu fólki í stað þess, að það standi undir þjóðfélagmu. Atvinnuleysingj- um fjtxLgar æ meir, og kostnað- ur þjóðfélagsins vex að sama sfcapi. Þerrnan kostnað ber auð- vitað vinnandi fólk í landinu, og með þessu skapast viss mót- sögn milli þeirra, sem hafa vinnu og atvinnuleysingjanna. Þessi andstæða innan þjóð- arinnar, milli þeirra, sem þarfn- ast hjálpar og hinna, sem eiga að hjálpa þeim, er óhjákvæmi- leg afleiðing framleiðsluhátt- anna, — afleiðing auðvalds- skipulagsins. Og þessi and- stæða blæs út eins og blaðra um leið og sjálfvirknin held- ur innreið sína. Mesta byltingin Menn verða að horfast i augu við staðreyndir. Sjálfvirknin er mesta bylting, sem orðið hef- ur á framleiðsluháttum mann- anna, síðan forfeður okkar hættu að stunða veiðar og snéru sér að akuryrkju. Sjálfvirknin, þessar stórkost- legu framfarir framleiðsluhátt- anna, eru einnig það þrep í þróunarstiga framleiðslunnar. sem espar andstæður auðvalds- þjóðfélagsins til hins ýtrasta. Stéttlaust þjóðfélag Boggs álítur blökkumenn og atvinnuleysingja vera þau bylt- ingaröfl, sem ráða úrslitum í Bandarikjunum nú i dag. Það sé af því að þeim hafi verið bolað út úr bandarísku þjóðfé- lagi, og vandamél þeirra sé ekki hægt að leysa innan þessa þjóðfélags. Staða þeirra í nú- tíma þjóðfélagi knýr þá til þess að heimta skjóta og rót- tæka lausn. Þessi skjóta lausn er undir þróunarstigi framleiðslutækj- anna komin. Tæknin í Banda- ríkjunum er komin á það hátt stig, eða kemst það innan stundar, að stritvinna er ðþörf og hlægileg. Mótsögnin miílli þessarar gtaðreyndar og hins. sem við Iköfum fyrir augunum í veru- leikanum (þjóðfélag, sem rek- ið er af einkaauðmagni í gróð- askyni), er það sem skapar og rekur áfram hina látlausu stéttabaráttu, sem á sér stað í Bandaríkjunum. Veruleikinn er þeirra megin Þeir sem stöðu sinnar vegna í þjóðfélaginu hljóta að finna sárast til þessa, eru blökku- mennimir og atvinnuleysingj- amir. Þeir þurfa ekki að vera sósíalistar af sannfæringu þótt staða þeirra í þessu rfka þjóð- félagi komi þeim til þess að gæla við hugmynd'ina um stétt- laust þjóðfélag. Og stéttlaust þjóðfélag er þjóðfélag sem ekki er rekið í gróðaskyni þ. e. a. s. sósfalískt þjóðfélag Og þetta fólk stendur and- spænis voldugasta auðvaldsafli heimsóns, bandaríska hernaðar- ríkinu, andspænis íhaildssömum verklýðssamtökum (einu verk- lýðssamtökunum, sem til eru), andspænis vddugri lögreglu, sem allt veit, stærsta her sem saga Bandaríkjanna þekkir og andspænis einræði auðvalds- ins. En það hefur hins vegar miskunnarl. raunveruleikann sán megin, þróunarlögmál þjóð- félagsins, sem stöðugt reka þjóðfélagið og fólk þess áfram. MOSKVU 12/11 — Utanríkisráð- herra Dana, Per Hækkerup, sem nú er gestur sovétstjómarinnar, ræddi í dag við Gromiko utan- ríkisráðherra. Gromiko hélt veizlu Hækkerup og konu hans og voru þar staddir m.a. Mikoj- an varaforsætisráðherra og sendimenn Norðurlanda. BHM vinnur ao öflun samningsrétt- ar fyrir bandalagiB Aðalfundur fulltrúaráðs Banda- Iags háskólamanna fyrir árið 1963 var haldinn 24. október sl. Formaður bandalagsins, Sveinn Björnsson, verkfræðingur, flrntti skýrslu stjómarinnar og kom fram f henni, að aðildarfélög bandalagsins eru 12 að tölu með um 1420 félagsmönnum. I full- trúaráði bandalagsins eru nú 20 fulltrúar. Formaður rædd'i í skýrslu sinni um kjaramál og kjaradóm og afskipti BHM af þessum málum, en BHM skortir enn sem kom- ið er viðunandi aðstöðu til að hafa áhrif á meðferð þeirra. Sagði formaður, að öflun samn- ingsréttar fyrir BHM væri nú meginverkefni bandalagsins, en það mál þyrfti vandlegan undir- búning. Liður í þeim undirþún- ingi væri heimiboð framkvæmda- stjóra SACO, Bertil östergren, foingað til lands í byrjun nóv- embermánaðar. SACO, en það er skammstöfiun á nafni heildar- samtaka háskólamanna í Svíþjóð, var ekki stofnað fyrr en 1947, en hefur fullan samningsrétt fyrir meðlimi sína og mjög sterka samningsaðstöðu. Hr. östergren mun kynna hér starfsemi og uppbyggingu SACO, og jafnframt verða stjórn BHM til ráðuneyt- is vegna fyrirhugaðrar öflunar stamningsréttar fyrir bandalagið. Mun hr. Östergren flytja erindi fyrir háskólamenn um SACO í I. kennslustofu háskólans n. k. miðvitoudag kL 20:30. Úr stjóm áttu að ganga tveir meðlimir. Gunnlaugur SnædaL læknir og Jón O. Edwald, lyfja- fræðingur. Báðust þeir eindregið undan endurkosningu, en þeir hafa verið í stjóminni frá stofn- un bandalagsins. Þafckaði for- maður þeim ánægjulegt samstari og alúð í störfum fyrir banda- lagið. 1 stað þeirra voru kosnir Arinbjöm Kolbeinsson, læknir og Ólafur W. Stefánsson, stjóm- arráðsfuiltrúi. Fyrir í stjóminni eru Sveinn Bjömsson, verkfræð- ingur. formaður, Stefán Aðal- steinsson, búfjárfræðingur, vara- formaður og Árni Böðvarsson cand.mag., ritari. Bandalagið hefur nú ráðið sér framkvæmdastjóra og hefur opnað skrifstofu í Brautarholti 20 á miðvikudögum kl. 17 — 19. Meðlimir bandalagsins eru Dýralæknafélag Islands, Félag B.A.-prófsmanna, Félag íslenzkra fræða, Félag íslenzkra náttúru- fræðinga, Félag íslenzkra sál- fræðinga, Hagfræðafélag Islands, Lyfjafræðingafélag Islands, Læfcnafélag Islands, Lögfræð- ingafélag íslands, Prestafélag Is- lands, Tannlæknafélag lslandsog Verkfræðingafélag Islands. Einstætt afrek kínverskra lækna Tókst að græða aftur afskorna hönd á mann Betri árangur en í USA Mönnum kom saman um það á þessu þingi, að þetta væri eintæður árangur, sem Kín- verjar náðu, og bandarískar tílraunir í þessa átt hefðu hvergi nærri heppnazt eins vél. Kínverjar nota þama ýmsar nýjungar, tengja m. a. taugar og sinar strax, í staðinn fyrir að bíða með það í nokkrar vikur, eins og Bandaríkjamenn hafa gert. Söguðu beinið Sjúklingurinn var 27 ára verkamaður sem hafði lent í slysi við vinnu sína. Komið var með hann í 6. sjúkrahúsiö í Shanghai 40 rrtínútum eftir að hann lenti í véLinni. Hönd- in hafði klippzt af, og var Skorið á bólguna HönóHhn grær við sárið tiltölulega hreint, og lít- ið rifið upp í það. Þetta kom sér mjög vel baeði fyrir sjúfcl- inginn og skurðlæknana. Þó þurfti að snyrta sárið ofurlítið, lagfæra æðar og taugar og sin- ar. Og til þess að létta sér þetta starf söguðu læfcnarnir ofurlitla sneið af báðum end- um beinsins. Þannig fengu þeir sléttari fleti, sem hægt var að tengja. Bandarískir læknar róma mjög þessa nýj- ung og segja, að m. a. hennar vegna hafi aðgerðin gengið svona vel. Æðarnar látnar gróa saman Beinasku rðlæknar tengdu sverara beinið í framlhand- leggnum með málmþjmnu, sem fest var við beinið með skrúf- um, Mjórra framhandleggs- beinið var látið gróa sjálft. Æðaskurðlæknar tengdu sam- an stærstu slagæðarnar með nýrri aðferð. 1 stað þess að sauma æðarnar sarnan, verk, sem jafhvel kfnverja skortir þolinmæði til að framkvæma, var annar endi æðarinnar strengdur utan um örsmáan plasthring og hinn endtnn dreg- inn yfir bunguna. sem hrig- urinn myndaði. Sjúklingurinn á batavcgi Blóðrennsli til hand- arinnar eftir 4 fíma Aðeins 4 tímum eftir slysið var búið að koma blóðrennsli til handarinnar í samt lag. Höndin varð rauð f stað þess að hanga gráhvít á úlnliðnum. Nú tók við öllu leiðinlegra starf, að tengja 3 aðaltaugamar og 18 sinar. Kínverjarnir gerðu þetta strax. í stað þess að bíða í nokkrar vikur eða mánuði eins og Bandaríkjamenn hafa gert. Því lengur sem líffæri og líkamshlutar almennt eru frá störfum, þrim mun ver geng- ur þeim að ná fullri starfs- orku. Öll aðgerðin tók aðeins 7 tíma. Þó mun verða unnt að stytta slíkar aðgerðir um a. m. k. 3 tíma, þegar vélar verða teknar í notkun tíl þess að tengja sinar og annað. Skorið í höndina Daginn eftir að höndin var tengd við, hafði hún þrútnað mjög og hitnað. Læknarnir óttuðust að hún kynni að springa þá og þegar. Þá var það tekið til bragðs að skera á bólguna milli fingranna og niður eftir handabakinu og síð- an lagðir sterkir saltvatns- bakstrar við sárið, til þess að draga vökvann út. Þetta var einnig nýjung á þessu sviði og ál'itu bandarískir læknar hana mjög mikilvæga. Skrifar og leikur borð- tennis Að viku liðinni var bólgan horfin, og eftir 2 mánuði var málmþynnan fj-arlægð. Vegna þess hve illa beinið gréri, varð að troða beinspónum milli endanna, sem eins konar steypu. Eftir það gréri beinið hratt og vel. HSftir 7 mánuði hafði sjúkl- ingurinn fengið það mikla til- finningu í fingurgómana, að hann gait greint hitamismun allnákvæmlega. Þar að auki gat hann skrifað, leikið borð- tennis, tekið upp 7 kg. lóð og slegið bylmings-högg með hamri. Fyrir rúmri viku komu bandarískir skurðlseknar saman í San Francisco á 49. þing skurðlækna og ræddu þær framfarir í skurðlækningum, sem orðið hafa frá því 1 fyrra. Efst á baugi á þessu þingi var afrek kínverskra skurðlækna, sem græddu afhöggna hönd á mann einn í Shanghai.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.