Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. nóvember 1963 ÞIÓÐVILIINN SlÐA g Heimsókn Sparfak Plzen SANNAÐI STYRK HAND- KNATTLEIKS Á ÍSLANDI Heimsókn tékkneska liðsins Spartak Plzen verður vafalaust einn merkasti viðburðurinn í handknattleiknum hér þetta keppnistímabil. — Vegna prentaraverkfallsins var ekki hægt að skýra eins frá því sem var að gerast og ástæða var til. Heimsókn tékkneska liðsins Spartak Plzen verður vafalaust einn merkasti viðburðurinn f handknattleiknum hér þetta keppnitímabil. Vegna prent- araverkfallsins var ekki hægt að skýra eins frá því sem var að gerast og ástæða var til. Spartak er vafalaust eitt með beztu handknattleiksliðum í Evrópu, enda standa hand- knattleiksmenn mjög framar- lega í Tékkóslóvakíu, eins og við höfum raunar séð hér í leik tékkneskra liða sem hing- að hafa komið. Áður en liðið kom hingað var frá því sagt að í æfingaleik hefði það unnið tékkneska landsliðið. og ef það er rétt, talar það sínu máli. Það eru því engir smákarlar sem hingað komu, og fyrir það er athyglisverð frammistaða handknattleiksmanna okkar í viðureign sinni við þessa á- gætu erlendu handknattleiks- menn. Reykjavíkurúrval sigrar Þó að gestimir sigruðu gest- gjafa sína IR í fyrsta leiknum með miklum yfirburðum, kom það ekki neitt á óvart. iR-liðið er ekki það sterkt að búast mætti við að það fengi ógnað Spartak. og þegar það bættist við að Gunnlaugur var „tek- inn úr umferð“ af Tékkum höfðu hinir ekki bolmagn til að hamla upp á móti hraða og leikni Tékkanna. Tékkar höfðu ekki gleymt Gunnlaugi úr síð- ustu H.M.-keppni í handknatt- leik og vildu enga áhættu taka. hvað hann snerti, og færðu hann í tékkneskan „frakka“! Það var ekki fyrr en í leikn- um við úrval Reykjavíkur, sem í alvöru var farið að ræða um jafnan leik. en þó naumast um þann möguleika að sigra liðið. Á pappímum var þetta sterkt lið, en spurningin var hvemig það mundi falla sam- an og einnig hvort þjálfun liðsmanna væri komin í það horf að þeir hefðu nægilegt út- hald gegn svo góðu liði sem hér var um að ræða. Úrvalið byrjaði mjög vel og tók for- ustuna, þannig að eftir 7 mín- útur stóðu leikar 4:1 fyrir það. Um miðjan fyrri hálfleikinn höfðu Tékkamir þó jafnað 8:8. en þá er eins og úrvalið falli saman og gefi verulega eftir. fremur en að Tékkarnir hafi sótt með meiri ákafa. Stóðu leikar í hálfleik 13:9 fyrir Tékka, og rétt eftir leikhléið bæta Tékkar fjórtánda mark- inu við, en þá er það sem Gunnlaugur skorar 3 mörk í röð. og er sem úrvalinu vaxi ásmegin. Það nær nú betur saman, leikur af meira öryggi og oft með miklum hraða og leikflétt- um sem ruglar hina ágætn Tékka og þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn höfðu úrvalsmenn jafnað, og komizt einu marki yfir 18:17! Og úrvalið kemst í 22:18, en þá taka Tékkar mjög skemmtileg- an endasprett og minnkuðu svo bilið að eitt mark vantaði til þess að þeir fengju jafnað. en leiknuth lauk með 24:23. Úrvalið hafði í þrjá stundar- féll liðið vel saman. og sýndi mikinn vilja til að jafna, og náði oft mjög góðum leik. Og að ná jafntefli eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálf- leik gegn svo góðu liði sem Spartak er, segir nokkuð til um getu liðsins. Það gerir frammistöðuna ennþá betri að nú léku Tékk- amir í stóru húsi. svipað og þeir eru vanir. FH nær því að sigra Einna fjörlegasti leikurinn í þessari heimsókn mun hafa verið leikurinn við F.H., en hann var mjög skemmtilegur og yfirleitt vel leikinn. Hafn- firðingar virðast í góðri æfingu Góð frammistaða ísl. handknattleiksmanna Ef við veltum fyrir okkur þessari frammistöðu íslenzkra handknattleiksmanna við þetta ágæta tékkneska lið, getum við verið ánægðir. Þama komu fram einstök fé- lög, sem ýmist veittu þeim jafnan leik meðan leikur stóð. eða eins og t.d. Víkingar sýndu sterkan leik í 50 mínútur af þessum 60 sem hann stóð. Við verðum að álíta að mark sé takandi á samanburði við þetta tékkneska lið, Það er ekki efa bundið að það er gott. Fyrir íslenzkan handknattleik Frá hinum jafna og spennandi Ieik ísl. landsliðsins og Spartak Plzen í Iþróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli. Sigurður áinarsson er að skora af línu Lengst til vinstri er Einar Sigurðsson. en varn- armenn Tékka eru Herman (til hægri) og Duda. íslandsmótið hefst 14. des. Islandsmótið í handknattleik - i 1 * ,3^-,-.»-^ v. 1r T.oib-rt- ar verða tvær umferðir í meistaraflokki karla eins og í fyrra. Þátttökutilkynningar fvrir alla flokka þurfa að hafa börizt til skrifstofu ÍBR fyrir -3. nóvember n.k. fjórðunga fallið mjög vel sam- an og það virtist einnig sem það hefði úthald með hraða sem var í síðari hálfleik. Því er ekki að neita að þessi frammistaða úrvalsins kom svolítið þægilega á óvart. Það leyndi sér ekki að Spart- ak var mjög gott lið, sem mað- ur áleit að mundi varla njóta sín í svo litlu húsi sem Há- logaland er. Tékkunum tókst ekki að ná því sem þeir ent kunnir fyrir og það er að brjótast í gegn með snöggum óvæntum áhlaupum. Hin tvö- falda vöm úrvalsliðsins hefur sett þá svolítið út af laginu. Stóra húsið breytti ekki miklu Það var því nokkur eftir- vænting að sjá hvemig til tæk- ist suður á Keflavíkurflugvelli. er þeir léku í hinu stóra húsi þar, en þar var það landsliðið sem þeir áttu í höggi við. Leikur landsliðsins var á ýmsan hátt svipaður og Úr- valsins kvöldið áður. Það átti ágætan fyrsta stundarfjórðung- inn. þar sem það hafði alltaf heldur forustuna, en næsti stundarfjórðungur var slappur og notuðu Tékkar sér það og höl'ðu 12:7 l háHMeik. En í ieik- hléinu tókst landsjiðinu að sameinast aftur og það snilld- arbragð að jafna leikinn á síð- ustu mín. leiksins, en hann endaði 19:19. I þessum hálfleik og betri en undanfarin ár um þetta leyti. Léku Hafnfirðingar með miklum hraða og þá sérstak- lega i síðari hálfleik, og var<í>. sem Tékkar áttuðu sig ekki á þessu óveðri. þvi að á fyrstu 10 mínútunum náðu þeir 5 marka forskoti. Stóðu leikar þá 19:14 fyrir FH. En er á leið tókst Tékkum oft með sérstaklega góðum leik, að jafna, og þó var einum bezta manni Tékka vísað af leikvelli þegar leikar stóðu 22:20. og sigur FH öruggur. En Tékkar tóku fram sittbezta og þótt 6 væru skoruðu þeir 3 mörk en FH aðeins 1 og lauk leiknum með jafntefli 23:23. Sannaði FH enn einu sinni að liðið leikur mjög góðan handknattleik, sem ógnar einu bezta liði Evrópu. 1 tveim síðustu leikjunum sem liðið lék að þessu sinni voru mótherjarnir Víkingur og Fram. Leikur Víkings var yf- irleitt góður, nema síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik. en þá stóðu leikar 11:11. en hálf- leiknum lauk með 17:11, en Víkingar komu tvíefldir eftir leikhlé og unnu síðari hálfleik- inn, og leiknum lauk með 70:21. Leikur brain og Tékka vai nokkuð harður. og var leik- mönnum úr Fram vísað af leikvelli. og komust Tékkar þá uppi 10:5. en leiknum lauk með 26:19 fyrir Spartak. er þessi samanburður því mjög hagstæður, og gefur til kynna að handknattleikurinn á Is- landi, miðað við það bezta. er orðin býsna sterkur, bæði hvað snertir tækni, skipulag, og hraða. Þó er eins og manni finnist að Tékkamir væru mýkri í leikni sinni og svo- lítið fjölbreytilegri. Samanburður sem þessi er okkur mjög hollur, og fyrir landsliðið sem þegar er byrjað að búa sig undir H.M. í hand- knattleik í vetur er mikils virði að fá að reyna krafta sína á þessu augnabliki. Sem sagt, handknattleikur sá sem þetta tékkneska lið sýndi er að kalla í sama flokki og stór hópur handknattleiks- manna hér sýnir. Það má því til sanns vegar færa það sem sagt hefur verið i gamni: Að eini verulega frambærilegi út- flutningurinn héðan væri: Handknattleikur og fegurðar- dísir! ÍR má hafa þakkir fyrir að hafa fengið þetta ágæta lið hingað á þessu augnabliki fyrir handknattleiksfólkið í heild og landsliðið sem á nú fyrir höndum að búa sig undir harða heimsmeistarakeppni síðar í vetur. Skuggi á góðri heimsókn Það er skuggi á þessari ágætu heimsókn að gestimir skyldu hafa í hótunum vegna dómara. Að sjálfsögðu áttu þeir, eins og góðum íþrótta- mönnum sæmir. að virða úr- skurði dómarans, og það þótt þeir séu að einhverju leyti öðruvisi og strangari en þeir eiga að venjast. Allt fram að þessu a.m.k. hafa Tékkar ekki leikið þennan harða hand- knattleik eins og t.d. Þjóðverj- ar, og því virt þá stefnu að fylgja anda laganna og leiks- ins I umræddum leik, þegar þeir reiddust Magnúsi Péturs- syni fyrir dóma hans í leiknum við Reykjavíkurúrvalið, var það einmitt þessi harka sem hann tók vægðarlaust, og frá því sjónarmiði voru dómar hans yfirleitt réttir. Hitt er svo annað mál, að látbragð Magnúsar og tilburðir voru á þann veg, að ókunnugir gátu misskilið manninn, og eru vægast sagt fyrir mann í dóm- arastöðu óheppilegir. I leikn- um suður í Keflavík lagði hann allt slíkt niður og dæmdi eins og „engill", og höfðu Tékkarnir ekkert við hann að athuga sem dómara þar. eftir að leikur hófst. Frímann. utan úr heimi Kusnetsov ★ Sovézki tugþrautarmeist- arinn Kusnetsov hefur á ell- eftu stundu keppnistímabils- ins komið á óvart með því að kasta 85.11 m. í spjótkasti. Þessum frábæra árangri náði Kustnetsov í keppni í fyrri viku. ★ Evrópumeistaraliðið f handknattleik, Dukla Prag, vann fyrir skömmu sigur yf- ir vestur-þýzku meisturunum, THW Kiel, með 18:7 (9:3). Leikurinn var háður í Kiel, en tékkneska liðið er á keppnisferðalagi í Vestur- Þýzkalandi um þessar mund- ir. LANDSLIÐ 0G PRESSU- LIÐ KEPPA Á M0RGUN Annað kvöld keppa bæði landslið karla og kvenna við pressuliðin í handknat'tleik. Leikirnir verða að Hálogalandi, og hefjast kl. 8.15. Leikirnir verða háðir til á- góða fyrir þau mörgu stórátök, sem eru framundan í hand- knattleik. Einnig verður þetta styrkleikaprófun fyrir lands- liðin, sem eiga ærin verkefni framundan. I landsliðsnefnd HSI eiga þessir menn sæti: Fyrir lands- lið karla: Frímann Gunnlaugs- son, Bjami Bjömsson og Sig- urður Jónsson. Landsliðið. sem nefndin hefur valið til keppni annað kvöld, er þannig skipað: Hjalti Wnarsrr*' r":. ?"nTr> Gústafsson (Þrótti), Birgir Bjömsson (FH), Einar Sigurðs- son (FH), öm Hallsteinsson (FH). Gunnlaugur Hiálmarsson (ÍR), Sigurður Einarsson (Fram) Hörður Kristinsson (Á), Sigurður Óskarsson (KR). Karl Jóhannsson (KR) og Ámi Samúelsson (Á). Þess má geta að þeir Ragn- ar Jónsson (FH) og Ingólfur verið með vegna lasleika. Óskarsson (Fram) geta ekki Landsliðsnefndin sem velur kvennaliðið er þannig skipuð: Pétur Bjarnason Sigurður Bjamason og Birgir Björnsson. Kvennalandsliðið annað kvöld verður skipað þessum stúlkum: Jónína Guðmundsdóttir (FH), Sigurlína Björgvinsdóttir (FH), Sylvía Hallsteinsdóttir (FH), Díana Óskarsdóttir (Á), Sigrún Guðmundsdóttir (Val) Hrefna Pétursdóttir (Val) og Sigrún Ingólfsdóttir (Breiðablik). Skipan pressuliðanna verður væntanlega tilkynnt í blöðun- um á morgun. Skrífstofur vorar verða lokaðar kl. 13—15 i dag vegna jaroaríarar. SKIPAÖTGERÐ RÍXISINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.