Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. nóvember 1963 HðÐVILIINN SlÐA 7 SÓSÍALISTAFLOKKURINN í 25 AR PÚNKTAR ÚR MENNINGARBARÁTTU SÓSÍAUSMANS Á ÍSLANDI Halldór Laxness 1 f grein sinni Veruleiki og yfirskin í 2. hefti Tímarits Máls og menníngar á þessu ári vitnar Sigfús Daríason til þessara skýru orða Francis Jeanson, sem ég leyfi mér a*' taka upp hér: „Menningin hefur ekki ein- ungis félagslegt inntak; hún hefur byltingarkennt inntak. Sú félagsheild hlýtur mjög að vera komin til ára sinna sem er farin að líta á sína eigin menningu sem „höfuðstól". „eign“, er þurfi að verja gegn einhverri „byltingar“ógnun: f rauninni er menning liðin und- ir lok þegar svo er komið að hún heldur aðeins áunnum hraða, þegar hún er hætt að vera annað en orð, þjóðsaga. fyrirsláttur, þegar hún gerir sér að góðu að vera í vamar- stöðu, þegar hún opinberar að hún er ófær um allt frum- kvæði til að frjóvga þjóðfé- lagið, að vera hvati þess, og loks: að móta nýja menn . . . — Menningin er sameiginlegt starf að verkefnum sem varða samfélagið. Þessvegna eru menningin og pólitíkin ósund- urgreinanlegar: ekki aðeins er öll menning byltingarkennd. heldur er byltingarstarf for- senda allrar menningar sem nær til samfélagsins“. Þegar við tölum um menn- íngu sem þ.ióðmenníngu ger- um við okkur grein fyrir að það sem ræður tilveru henn- ar sem slíkrar sé uppruni hennar í lífi þjóðarinnar. starfi og sérkennum: og það ætti að liggja í augum uppi með okkur fslendíngum hve sú þjóðmenníng er við þykjumst af reis ævinlega hvað hæst einmitt þegar hún var í félagslegri sókn og skynj- aði bezt raunverulegan styrk sinn gagnvart aðsteðjandi vanda eða vágesti. Enginn synjar fyrir háa og sérkenni- lega reisn þjóðmenníngar fyr- ir þann tíma er Hákoni gamia var svsrið land og skattur, en mun ljósari er þó sú er hófst á dögum endurreisnar- innar á 19. öld með frönsku byltíngamar að baki sér og stóð út hana alla samtímis sjálfstæðisbaráttunni, við minnumst Fjölnismanna, Jóns Sigurðssonar og þeirra fröm- uða annarra er héldu uppi sama merki djörfúngar og þjóðemisvakníngar, þótt það risi raunar aldrei eins hátt og skyldi i svo niðurbrotnu landi sem ísland þá var. Við þetta tækifæri vekst góðu heilli upp með manni sú staðreynd að laungum hafa íslenzk skáld og menníngarfrömuðir smærri og stærri sprottið uppúr alþýð- legum jarðvegi og erfðavenj- um hans, hversu mikið sem bau svo kunnu að drekka í sig af nægtabrunnum eirihrvterra heimsmennta síðar. Leingst- um hefur verið tómt mál að tala um yfirstéttarbókmenntir eða yfirstéttarmenníngu á ís- landi. Skáldskapurinn lifði í þjóðinni og þjóðin i skáld- skapnum, svo eingin mörk verða með nokkrum sanni dregin milli landssögunnar og bókmenntasögunnar. Einmitt á þvi stigi málsins sem við erum vanir að líta á sem lokastig þessa þáttar bar- áttunnar einsog hún til dæm- is lýsir sér í skáldskap fyrir aldamótin siðustu, verður bylt- íng þjóðhátta með fslendíng- um fyrir tilstyrk vélaaldar uppúr 1889; en þá eru skáld- in sem óðast að kynnast real- ismanum, Brandesi, sósíalisma, og fer af þeim mikill súgur; en reynist máttvana með þjóð sem i svipinn nýtur nýjabragðs kapitalismans. Nokkrir menn rísa öndverðir gegn þess». fyr- irbæri sem er þeim í senn nýtt og óhugnanlegt; og þeir eru glöggir á það, fóma hönd- um og búast jafnvel til at- lögu, Matthías. Gestur, Einar Hjörleifsson, Stephan, Þor- steinn. Einna mest umrót varð kríngum Þorstein Erlíngsson og Gest og hin róttæku verk þeirra. En Hannes Hafstein reyndist vera sá er næst því koimst að túlka þá tíma er framundan voru næsta kastið — ásamt með Einari Bene- diktssyni sem á margan hátt er samnefnari þessara hreyf- ínga og spegill þeirra um- byltínga er skeðu framanaf öldinni. Einna fyrst verður hann gagntekinn af sósíalism- Kristinn E. Andrésson anum; Sjá hin úngborna tíð . . . Um aldamótin er það þó hinn aðfarandi kapítalismi og kraftur auðmagns er vakir fyrir Einarl sem aflvaki fram- fara og sjálfstæðis, jafnframt því sem náttúra landsins í allri sinni fegurð og furðu er einkennandi fyrir kvæði hans Og margt af boðskap Einars rættist næstu áratugi i þjóð- lífinu á fslandi: En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur: að hér er ei stoð að staf- karlsins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjall« . . . Einari vex enn ásmegin eft- ir sigurinn í sjálfstæðisbarátt- unni 1918: Vort land er í dögun af annarri öld. Nú rís eldíng þess tíma sem fáliðann virðir. . Hversu umdeildur sem Einar er og kann að verða er hann svo samofinn hinum risandi veruleik kapítalismans á fs- FYRRI HLUTI landi og sannur spegill hans þá, að við kynni af verkum hans verður margt ljósara sem á eftir fór, og verður að segj- ast að til þessa skilníngs er ritgerð Kristins E. Andrésson- ar um Einar fróðlegt dæmi og notadrjúgt. 2 Allt þjóðfélagið hafði nú orðið fyrir því umróti að hin- ar gömlu rætur þjóðlífsins áttu í vök að verjast í mögn- uðum leik nýrrar fjölbreytni og andstæðna; hin gamla tíð og hin nýja ýmist sameinast eða rekast harkalega á; stétta- röskunar verður átakanlega vart og teingsl hinnar gömlu bændaþjóðar við umhverfi sitt og fyrri háttu rofna; komn- ir eru fram á sjónarsvið- ið borgarar og allrahanda embættamenn, en félagsleg- ur áhugi einkar magnað- ur orðinn um alla lands- byggðina. Afspringi þessa hreyfíngartíma, áhrifa heims- stríðsins fyrra og jafnvægis- leysisins uppúr því eru skáld sem lítt sinna þjóðfélagsmál- um, nefna ekki stéttabaráttu en fara hamförum í túlkun tilfinnínga, geðhrifa. Samt er bað einmitt í sama mund, að vart verður þeirrar sömu þjóð- félags- og menníngarrýni. mannúðarkröfu og sannleiks- Ieitar er vísar til brautarinn- ar og sækir styrk sinn til aukinna kynna af sósíalisma og verklýðsbaráttu. Það er upphaf þess auðsæja vaxtar- skeiðs þjóðmenníngar er næst okkur stendur i liðnum tíma. Til skilníngs á því væri hvorki rökrétt né á neinn hátt nauðsynlegt að draga höfunda timabilsins í flokkspólitíska dilka; hitt nægir að benda á að allt sem lífvænlegast hefur verið gert á bókmenningar- sviðinu á umræddum tima os hlotið mikinn byr með þjóð- inni er fyrst og fremst að bakka sósíaliskum hugmynd- um um réttlæti og mannreisn. svo og baráttu þeirri allri er sósíalistar hafa háð fyrir aukn- um mannréttindum og islenzku sjálfstæði Breytir þar eingu um þótt einstakir menn taki uppá þeim skrípisskap, þegar beir standa óumdeilanlega vlð ós afreka sinna. að afneita uppsprettu hans. Beinast liggur fyrir að Bréf Þórbergs Þórðarsonar til Láru 1924 flytur hvað fyrst og djarfast hinn þrúngna boð- skap þessa tímabils um sósíal- ismann og reisir um leið auð- valdsskipulaginu níðstaung. Þar var komin til sögunnar rót- tæk gagnrýni sett fram af fá- gætlegri stílsnilld, sem ein- kennt hefur verk Þórbergs alla tíð síðan: og það lá { hlutarins eðli að höfundur var rekinn frá tveim skólum fyrir vikið. auk þeirrar heiftar allrar er bókin vakti meðal „máttar- stólpa þjóðfélagsins"; en fylgi Þórbergs meðal alþýðu leyndi sér ekki. Mjög svipuðu hlut- verki gegndi Alþýðubðk Lax- ness 1929. en hann var þá orðinn marxisti; eftir það er bað eingin tilviljun að flest beztu verk Laxness benda á reisn mannsins undir oki sínu: Salka Valka, Bjartur, Ólafur Kárason, Jón Hreggviðsson, oe þessi verk eru svo samofin sögu landsins, náttúru og raun- sönnnm aldarblæ sem kunnuet er. Á bók geta ísland og ís- lendíngurinn vart orðið sann- ari. f líkum svifum _ komu og fram menn einsog Örn Amar- son og Magnús Ásgeirsson slegnir hinum sama eldi; — og Tómas. Gunnar Benediktsson gerðist þá sár svipa á borg- aralegt þjóðfélag og hélt þeirri iðju til streitu jafnt sem prestur og unogjafaprestur. 3 Þegar hér er komið sögu er heimskreppan, sem báðir beir Þórbergur og Laxness höfðu sagt fyrir um, á næsta leiti, og kríngum alþíngishátíðarárið 1930 verður mörgum fslend- íngi Ijóst hve válega þjóð hans er vafin öfgum hins al- þjóðlega auðvaldsskipulags Hagir þjóðarinnar höfðu breingzt síðan í stríðinu og átök stéttanna harðnað: verkalýðurinn efldist að sam- takamætti. Það vill svo til að einmitt á hátíðarárinu koma út tvær Ijóðabækur nokkuð sérstæðar: Kvæðakver Lax- ness og Hamar og sigð Sigurð- ar Einarssonar, sem Kr. E. A hefur kallað nokkurskonar „stefnuskrá krepputímaskáld- anna“ Sigurð muna margir sem harla kraftmikinn fyrir- lesara: allt er i heimirtum hverfult Þessir tímar leiddu margan fslendíng í einn sannleika Landið varð á næstu árum örsnautt: fregnir bárust af fasisma og uppreisnum erlend- is. en verkalýðnum varð æ Ijðsara gildi gagnrýninnar á bjóðskipulagið og reyndist auðvelt að líta á sig sem hlekk i alþjóðlegu stéttastrfði: enda voru til samanburðar sigrar sósfalismans. Allt þetta ásamt atvinnuleysinu Qg ðrbireðinni hafði og djúp áhrif á rithöf- unda og menntamenn. Auk þeirra sem að framan eru Þórbergur Þórðarson „ Jóhannes úr Kötlum ýmsir jafnaldrar þeirra, sem fyrr bryddu sjaldan á þjóð- félagslegum málefnum, gripn- ir róttækum áhrifum í svip, nefndir og margra fleiri, urðu svo sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hinir róttæku áttu um skeið vettváng sinn í Iðunni hjá Áma Hallgrimssyni, og einn- ig er vert að minna á tímaritið Rétt sem upphaflega var stofnað af róttækum samvinnu- mönnum; en kommúnistar keyptu það á þriðja tug aldar- innar, og hefur Einar Olgeirs- son m.fl. stýrt ritinu sfðan. Á hundrað ára afmæli Fjöln- is 1935 efndu byltíngarsinnað- ir rithöfundar undir forystu Kristins E. Andréssonar til ársritsins Rauðir pennar, sem næstu fjögur árin flutti rót- tækt efni innlent og erlent, bókmenntir og fræðigreinar. Þar geingur fram Jóhannes úr Kötlum er á þessum ald- artug hafði gerzt kommúnlsti, þegar að fór heimskreppa og fasismi. Forystu efnis Rauðra penna hefur kvæði Jóhannes- ar, Frelsi; Ó, írelsi, frelsi! Hugsjðn alls, sem á i eðli sínu lffsins vaxtar- þrá. . . Á sama tfma kom Steinn fram og heilsaði öreigaæsk- unni; Guðmundur Böðvarsson: Jón úr Vör; Halldór Stefáns- son; Ólafur Jóhann; Stefán Jónsson o.fl. o.fl. Þess er og ekki að dyljast er i hlutarins eðli lá, að margt sem kveðið var og skrifað i þann tíð hlaut að einkennast af áróðurshita; og ekki var allt af setningi slegið. Rauðir pennar voru vel heppnað fyrirtæki sem hlaut að hvetja til frekari fram- kvæmda; og í Rétti 1936 grein- ir Kristinn E. Andrésson frá stofnun nýs bókmenntafélags. Máls og menníngar; drepur hann þar fyrst á stofnun Rauðra penna og útgáfunnar Heimskringlu svo og það hve vel þessi fyrirtæki rithöfund- anna hafi heppnazt. ,.En þeir ætla sér ekki að láta hér við sitja. Þeir hugsa til ennþá víðtækari starfsemi. f raun- inni verður hið allra fyrsta að koma nýju skipulaei á allt mennfngarstarf þjóðarinnar. veita fræðslu til almennings, og það fræðslu. sem vekur skilning á biððfélaesháttunum. lífskjörum fólksins. orsökum örbirgðar og annarra þjóðfé- lagsmeinsemda. sem er glæpur að vilja ekki útrýma Það verður að hefjast ný og mátt- ug gagnrýni á menningarstarf- semi landsmanna, svo sem skóla, styrktarsjóði, Ríkisút- varp. Öll þessi tæki, sem al- menningur leggur fé til, verða að vera í hans þjónustu, en ekki í þjónustu óvina hans, eða notuð með yfirskini hlut- leysis til að fimbulfamba um hluti, sem engum koma við, og er eingöngu til að gera á- heyrendurna menn að heimsk- ari. Öll menningarmál þjóð- arinnar í heild verður að taka hið bráðasta fyrir til ítarlegr- ar rannsóknar, og það verður að hefja baráttu fyrir nýrri og heilbrigðari skipun þeirra. Hin- um róttæku skáldum og menntamönnum er þegar orðið fullljóst hlutverk sitt á þessu sviði. — Þó mun enn verða nokkur bið á þvi, að hinir rót- tæku kraftar njóti sín í op- inberu menningarlífi þjóðar- innar. Aftur á mðti þolir starf- semin fyrir uppfræðslu al- mennings enga bið. Hinir rót- tæku kraftar geta þar hert sóknina Þeim liggur á hjarta menntun fólksins. Það er krafa þeirra að menntunin nái til allrar alþýðu, eins hinna fá- tæku. Það stendur likt á fyrir alþýðunni og hinum róttæku rithöfundum: hún er útilokuð frá menntastofnunum, hún hefir ekki ráð á að notfæra sér skólana, hún verður að gera sér að góðu að hlusta á þrugl og vaðal dauðsljórra manna í útvarpinu kvöld eft- ir kvöld. þó hún eigi brenn- andi löngun til að heyra lif- andi rödd. Jafnvel bækur em alþýðunni forboðnar, vegna þess hvað dýrar þær eru, eða hvað fátæk hún er, og hefir þó verið aðalmark íslenzkrar alþýðu að nema fræði af bók- um, og verða gáfuð af og glöggskyggn á hlutina. En nú í flóði bókanna, er henni til- finnanlega meinað að njóta beirra. — Þennan ís verður að brjóta, og til þess treysta sér strax hin róttæku skáld og menntamenn, með hjálp al- býðunnar sjálfrar .... Nú færir Réttur lesendum sínum bau tfðindi að stofnað hefur verið nýtt bókmenntafélag, „Mál og menning“. til að við- halda ogefla alþýðumenntun ís- lendinga og gefa almenningí kost á að eignast ágætustu bækur með miklu lægra verði en áður . . Hin rðttæku skáld og menntamenn hafa tekið að sér forustuna á sviði bók- menntanna. Nýtt og glæsilegt tímabil er að rísa i sögu fs- lenzkra bókmennta, stærri skáld koma nú fram en þjóð- in hefir átt um Iangt skeið. En skáldin eru fyrir fólkið, bókmenntimar eru fyrir fólk- ið Þetta skilja hin rðttæku skáld og þess vegna helga þau starf sitt alþýðunni . . . .“ Og ætlan Kristins varð sér hvergi til skammar. Félagið hlaut frábærar móttökur með- al alþýðu: skyldleiki þess við hana var auðsær. Sjaldan munu rithöfundar og alþýða hafa verið jafn samtaka sem hérlendis f þennan tfma, hvor aðilinn styrktur af krafti hins, glæddum bfóðfélagslegri bar- áttu og þjóðemisstyrk. Enda hófust nú þær æsíngar af hálfu ríkisvaldsins gegn lista- mönnum að leingi verður f minnum haft. ®------------------------------- Píanótónleikar Flíers á sunnudag Svonefndum kynningar- mánuði Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, sem hófst 27. október sl„ lýk- ur með tónleikum sovézka pí- anósnillingsins Jakovs Flíer i Háskólabíói n. k. sunnudag, 17. nóvember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.