Þjóðviljinn - 04.12.1963, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Qupperneq 6
ÞlðÐVIUINN Miðvikudagur 4. desember 1963 g SlÐA Hver hlekkurinn af öðrum finnst í keðju samsærisins OHUGSANDIER AD OSWALD HAF EINN MYRT KENNEDY FORSETA Á hverjum degi sem liðið hefur síðan Kennedy forseti var skotinn til bana í Dallas hefur eitthvað orðið uppvíst sem varpar Ijósi á málið, en þó er enn langt frá því að menn geti sagt með nokkurri vissu með hvaða hætti morðið átti sér stað, né hverjir stóðu að því. Allt sem á daginn hefur komið bendir þó eindregið til þess að annaðhvort hafi Oswald sá sem ákærður var fyrir glæpinn engan þátt átt í honum eða þá að hann hafi verið í vitorði með öðrum og sér voldugri mönnum, sem hafi síðan rutt honum úr vegi, svo að hann kæmi ekki upp um þá. ÍBifrcið I Húsið sem íalið er að skotin .þrjú ‘hafi PCeimedvj komið úit LlH *44jnT0j3SJr PACIFIC AVE. llllPIPII 7~1 ! ~1 1 | 1 Ltífixeglu-i . [ .stöðln I i 1 i □ I COMMERCE ST. ■ ' JACKSON ST. : ' r-'.b-í'V.'.i-í — l’ ' ? . Kitstjóm „Pallas Momituý NéwsK „Carousel“, uœturklúbburinn. . M '-----v\ vi rLiiaÍÍEl---J j \^\| Kortin hér að ofan ættu að skýra sig sjálf, þegar þau eru skoðuð í ljósi þess sem segir annars hér á síðunni. Það verður augljóst af þeim að fjarstæða er að ímynda sér, eftir allt sem gerzt hefur, að engin tengsl hafi verið milli þeirra Oswalds, Ruby og Tippits; að fundur þeirra Tippits og Oswalds hafi verið tilviljun ein; að hending hafi því ráðið að strax eftir morð Kennedys hélt Oswald beinustu leiðina til Ruby. Hér fara á eftir meginatriðin í frásögn fréttamanns ítalska blaðsins ,,l’Unitá“ i Washing- ton. Hún hefst á þessari spum- ingu: — Lfður senn að því að miklir hlutir gerist í rannsókn- inni á morði Kennedys for- seta? Þrennt nýtt sem komið hefur á daginn virðist benda til þess: INú er leitað að „öðrum « manni“, sem sagður er vera kunnur svertingjahat- arl, þótt nafn hans hafi ekki verlð látið uppi. 2Frá því hefur nú verið . skýrt að það hafi ekki verið ákveðið fyrr en á allra sxðustu stundu hvaða leið bíialest forsetans skyldi fara inn í Dallas og aðeins örfáir menn í lögreglunni þar og öryggisþjónustunni hafi vitað um hana fyrir- fram. O Fyrir því er nú fengin 0« nær alger vissa að eftir morðið var Oswald á ferð heim til Rubys, sem siðar skaut hann til bana og ekki hafi það verið nein tilviljun að Tippit Iögreglumaður varð fyrir honum á þeirri leið. Að vísu er þvf haldið fram líka, segir fréttamaðurinn, að sambandslögreglan FBI hafi við athugun sína á gangi máls- ins komizt að sömu niðurstöðu og lögreglan í Dallas, en fáir trúa lengur þeirri staðhæfingu lögreglumanna í Dallas að Os- wald hafi verið einn um morð- ið, ef hann átti þá nokkum hlut í því. Allt það sem komið hafi fram við eftirgrennslan blaðamanna og þeir hafa ekki látið á sér standa við rannsókn þessa flókna máls og heldur ekki þagað yfir niðurstöðum sínum — allt gangi það í ber- hðgg við fullyrðingar lögregl- unnar í Dallas. Félagi úr flotanum Blaðið „New York Post“ segir að lögreglan leiti nú manns, kunns svertingjahata.ra, sem hún gruni um að hafa verið í vitorði méð Oswald. Hann er sagður hafa komizt í kast við lögregluna í Green- wich VUlage í New York þeg- ar óspektir urðu vegna illinda hans í garð svertingja. Blaðlð fullyrðir að þeir Oswald hafi sézt í slagtogi saman þar í hverfinu. og hafi þeir kynnz' þegar þeir voru samtímis í landgönguliði flotans. Yfirheyrður af FBI Nokkra athygli hefur vakið sú frásögn blaðsins „Dallas Moming News“ að sambands- lögreglan FBI hafi undanfarið fylgzt vel með ferðum Os- walds. Það hefur eftir móður hans og hún eftir honum að menn úr FBI hafi þrívegis yf- irheyrt hann nú nýlega. Fyrst f Fort Worth í fyrra, sköm-^u eftir að hann sneri heim á Sovétrikjunum, í annað sinn i New Orleans í fyrrasumar og í þriðja siinn í september, þegar hann fluttist með fjölskyldu sína til Irving. Örfáir vissu leiðina Á það er þá um leið bent að allar frásagnir af áhuga FBI á Oswald og ferðum hans séu komnar frá Dallas, en fulltrúar sambandslögreglunn- ar hafi borið á móti þeim. Miklu athyglisverðari eru þær upplýsingar stórblaðsins „New York Herald Tribune'* að leið sú sem bílalest for- setans skyldi fara. frá flugvell- inum inn í Dallas hafi ekki verið ákveðin í aðalatriðum fyrr en tveimur dögrum fyrir morðdaginn og þó ekkl endan- Iega fyrr en þá um morguninn, og hafi þá aðeins 10—12 menn vitað hana. Þetta var ekki beinasta leiðin inn í borgina heldur var ekið í nokkum sveig svo að hann gæti séð meira af henni. Af þessu er augljóst að úti- lokað var að Oswald hefði hugboð um hvaða leið forset- inn myndi fara, nema hann hefði fengið vitneskjuna frá einhverjum háttsettum manni i lögreglunni eða öðrum sem baðan hefði fengið hana. Það vaknar jafnvel sú spurning hvort leita bera þess eða þeirra sem lögðu á ráðin um morðið á forsetanum á æðri stöðum f Washington. meðal þeirra sem þar ákváðu leið forsetans inn í Dallas. Ætlaði heim til Ruby En hvað sem því líður enx þessar upplýsingar ,,New York Herald Tríbune" þær merkileg- ustu sem komið hafa á dag- •nn og em einar sér nær óræk sönnun þess að óhugsandi er að Oswald hafi verið einn um morðið. En 4>að er fleira sem bendir f þá áttina. Það er fullyrt að Oswald hafi ekki einungis þekkt Ruby, heldur að öll-, um líkindum einnig lögreglu- manninn Tippit sem hann var sakaður um að hafa skotið til bana. Og það hafa verið leidd- ar Hkur að því að Oswald hafi verið á leið heim tíl Rubv þegar hann hitti Tippit. Fréttamaður frönsku frétta- stofunnar AFP í Dallas hefur reynt að rekja slóð Oswalds eftir morð Kennedys, frá hús- inu sem skotið var á forset- ann úr, „Texas School Book Depository“ til kvikmyndahúss- ins ,.Texas Theatre", þar sem Oswald var handtekinn. Dallasborg með úhverfum er talin vera 28—38 ferkílómetrar að flatarmáli, en tvær helztu nersónur morðmálsins. Oswald og Ruby- áttu heima f sama 'ítla borgarhverfinu. Oak Cliff sem ekki er nema lítill depill á korti yfir alla borgina. Og hetta hverfi er í námunda vi* morðstaðinn. Athugun AFP-mannsins á ferðum Oswalds leiðir í ljós að hann var aðeins 12 mín- útna gang að helrnan frá sér (nr. 1124 við North Beckley) þegar á vegi hans varð Tippit lögreglumaður, og var það ein- mitt á skemmstu leiðinni frá Oswald heim til Ruby (nr. 23 við South Ewing). Af þessu gætu vaknað ýmsar grun- semdir. Leið Oswalds Auðvelt er að rekja slóð Os- walds fyrst eftir morðið. Kl. 12.29 riðu af skotin sem urðu Kennedy að bana. Kl. 12.33 fékk Oswald að fara úr hús- ihu sem skotin eru taHn hafa komið úr. Aðeins tvelmur mín- útum síðar, kl. 12.35. sendir lögreglan út lýsingu á honum, og fjórum mínútum eftir það. kl. 12,39, fer Oswald upp 1 strætisvagn við biðstöð 400 metra frá „Texas School Book Depository“. öll umferðin er í lamasessi. Kl. 12.42 fer Oswald úr strætisvagninum og gengur í þrjár mínútur, þar til hann tekur sér leigubíl kl. 12.45 og biður vagnstjórann að aka sér að nr. 500 viö North Beckley. Það er nokkum spöl frá heim- ili hans, en hins vegar alveg við Tenth Avenue sem liggur svo til beint heim til Ruby. Kl. 12.53 fer Oswald úr leigubíln- um sem þá hefur eklð um 500 metra fram hjá heimili hans. Hann gengur til baka. líklega vegna þess að hann hefur ætl- að að hafa fataskipti. Heim er hann kominn nálægt fimm mínútum síðar. um 12.58. Eig- andi íbúðarinnar, sem hann leigði, sér hann koma og fara aftur skömmu síðar. Oswald bíður nokkra stund eftir stræt- isvagnl við biðstöð fyrir fram- an húsið, en gefst upp á bið- inni og fer af stað fótgang- andi. Klukkan er þá sem næst 13.03. Hvað gerðist? Lengra verður slóð hans ekki rakin með vissu. Fréttamaður AFP hefur hins vegar reynt að rekja hana með því að fara fótgangandi skemmstu leið á milli heimila Oswalds og Ruby. og kemst hann á tólf mínútum á gatnamótin Patton Street, Den- ver Street og Tenth Avenue, einmitt þar sem lík T'ppits lög- reglumanns fannst, en að sögn lögreglunnar sjálfrar bar and- lát Tippits að kl. 13.15, eða tólf mínút/um eftir að Oswald fór að heiman. Allsterkar lík- ur benda þvi til þess að þetta hafi verið leiðin sem Oswaid fór, þar eð enga aðra leið er hægt að ganga á tólf mínút- um til þessara vegamóta frá þeim stað, þar sem Oswald bjó Ýmsar spurningar En þótt það megi heita all- víst, er ýmsum spumingum ósvarað. Hvemig stóð t.d. á því að Tippit lögreglumaður var í vagni sínum einmitt á þessum stað, á fáfömu götuhorn*, þeg- ar allir lögreglubílar borgarinn- ar höfðu verið kvaddir til ná- erennis morðstaðarins? Hvem'g mátti það vera að hann var einn í vagninum þvert ofan í skýr fyrirmæli um að tveir lögreglumenn skuli jafnan vera í hverjum vagni? Hvemig stóð á því að þeii Oswald ræddust við lengi vel eins og gamlir kunningjar að sögn vitnislns Helene Mark- ham þótt þær viðræður tækju snöggan enda? Kona þessi segist hafa horft á Oswald halla sér upp að bíl Tippits meðan sá síðar- nefndi sat við stýrið. Þeir hafi talazt við nokkra stund. Allt í einu hafi Tippit rokió úr sæti sínu og út úr bílnum Oswald hafi hörfað nokkur skref, hinum megin við bíl- inn, og skotið á lögreglumann- inn yfir bílinn í um þriggia metra fjarlægð og hæft hann bremur skammbyssukúlum t höfuðið. Helene Markham segir að Oswald hafi síðan komið auga á sig, en hann hafi afráðið að hlífa henni. Hún sá hann flýta sér í áttina heim til Ruby — þaðan var aðeins sjö míCi. útna gangur — en hann sneri allt í einu við og stefndi í átt til West Jefferson Avenue. Oswald staldraði við andar- tak við fomsölu nokkra, gekk síðan Inn á milli tveggja bygg- inga og þar í húsagarði fyrir aftan verzlun eina (,,(3rug store“) losaði hann að sögn sjónarvottar tóm kúluhylki úr byssu sinni og fyllti hana nýj- um skotum. Hann fór einnig úr hvítum baðmullarjakka sfnum. Hann fór aftur f jakkann begar hann kom af Tenth ávenue vfir á West Jefferson Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.