Þjóðviljinn - 03.01.1964, Qupperneq 7
Föstudagur 3. Sa«s6ar'3
ÞIÓÐVILIINN
SIBA 7
FIDEL CASTRO LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI í FYRSTA SINN:
Hvernig stóð á því að Sovétríkin komu
fyrir flugskeytum á Kúbu í fyrrahaust
hins írjálsa heims. Ég veit að
Castro brást þeim fyrirheitum
sem hann gaf í Sierra Maestra
og að hann hefur látið sér
lynda að gerast útsendari Sov-
étríkjanna í rómðnsku Amer-
íku. Ég veit að það var hans
sök, hvort sem ástæðan var
sjálfstæðisvilji, vitfirring eða
kommúnismi, að heimurinn
rambaði á barmi kjarnorku-
stríðs í október 1962.
Rússarnir gerðu sér grein
fyrir þessu, að minnsta kQsti
eftir viðbrögð okkar, en mér
er ekki unnt að vita hvort
Fidel Castro gerir sér þetta
ljóst eða hvort hann lætur
sér bara standa á sama“.
Siðan bætti hann við bros-
andi: „Þér látið mig vita þeg-
ar þér komið aftur frá Kúbu.
Það er allavegana ekki á þenn-
an hátt, með kommúnistískum
undirróðri, sem þjóðir róm-
önsku Ameríku munu höndla
réttlætið og framfarirnar. Ekki
með því að skipta á efnahags-
kúgun og marxistískri harð-
stjóm sem Castro fordæmdi
sjálfur fyrir örfáum árum.
Bandaríkin eiga kost á að
virma jafnmikið gagn í róm-
önsku Ameríku og þau hafa
íramið þar mistök; ég myndi
jafnvel vilja segja að við ein-
ir séum færir um það. En þó
aðeins með því eina algera
skilyrði, að kommúnisminn
íesti þar ekki rætur“.
Kennedy forseti reis á fæt-
ur til að gefa mér til kynna
að viðtalinu væri lokið. Ég
bað hann þá að afsaka að ég
vildi leggja fyrir hann tvær
stuttar spurningar. Sú fyrri:
Geta Bandaríkin látið sér
lynda sameignarþjóðfélag? —
Hann svaraði mér: „Hvað með
Sekou Touré? Hvað með Tító?
Ég tók á móti Tító marskálki
fyrir þremur dögum og viðræð-
ur okkar voru mjög jákvæð-
ar“.
Síðari spurningin: Hvers
væntir Bandaríkjastjórn sér af
viðskiptabanninu á Kúbu? —
Á að skilja viðskiptaeinangrun
Kúbu sem refsiaðgerð eða
þjónar hún pólitískum til-
gangi?
Svar Kennedys: „Þér hafið
ekki trú á gagnsemi viðskipta-
bannsins? Jæja þá. Mér þætti
vænt um að þér kynntuð yð-
ur afleiðingar þess og segðuð
mér svo niðurstöður yðar þeg-
ar þér komið aftur. Hvað sem
öðru liður munum við aldrei
þola að hinn kommúnistíski
undirróður berist til annarra
landa rómönsku Ameriku. Við
verðum að hafa flóðgarða til
að halda aftur af Sovétríkj-
unum: annars vegar viðskipta-
bannið, hins vegar mikið á-
tak í framfaraátt. Það er
vandamálið í hnotskurn. Hvort
tveggja er erfitt viðfamgs“.
Síðan bætti forsetinn við að
lokum eftir stutta þögn; „Við
afléttum ekki viðskiptabann-
inu, meðan undirróðursstarf-
semin heldur áfram".
Að viðtalinu loknu hélt ég
rakleiðis til Havana.
ama á „perlu Karíbahafs,
ilmandi af rommi og bað-
andi í lostakenndri sæluvimu",
eins og lesa má í bandarískum
túristaáróðri, sem enn liggur
frammi í gistihúsunum í Hav-
ana, dvaldist ég í þrjár eril-
samar vikur. Ég hitti að máli
verkamenn og bændur, rithöf-
unda og málara, byltingarfor-
ingja og gagnbyltingarmenn,
ráðtherra og sendiherra — en
Fidel komst ég ekki í tæri við.
Það kom mér ekki á óvart.
Mér hafði verið sagt að hann
væri önnum kafinn. Búsifjarn-
ar af völdum felJ.ibylsins mikla
höfðu neytt Kúbustjóm til að
endurskoða allar áætlunargerð-
ir, — og auk þess var Castro
ekkert áíjáður að ræða við
blaðamenn, sízt af öllu frá
vesturlöndum. Ég hafði í raun-
inni gefið upp alla von um
að hitta hann, þegar hann kom
sjálfur á hótel mitt. Við fór-
um upp á hótelherbergi mitt
kl. tíu um kvöldið og fórum
ekki þaðan aftur fyrr en kl.
4 um morguninn. Hér segi ég
ekki frá öðru sem á milli okk-
ar fór á þessum eftirminnilega
næturfundi en því sem er svar
við ummælum Kennedys.
Fidel hlýddi á mig, eða öllu
heldur á Kennedy tala með
minni röddu, af einbeitni og
áfergju. Andartak fannst mér
ég vera í hlutverki þessa and-
stæðings, sem hann vildi engu
síður deila við með orðum en
berjast við með vopn í hönd;
að ég væri orðinn þessi ná-
komni fjandmaður, þessi Kenn-
edy sem Krústjoff sagði Fidel
um að við hann „gæti maður
talað". Þrívegis bað hann mig
að endurtaka vissar setningar,
sérílagi þau ummæli Kenned-
ys sem lýstu andstyggð hans
á stjórn Batista, en einnig
ummæli hans um de Gaulle
og að lokum þau þegar Kenn-
edy sakaði Fidel um að hafa
nærri því orðið valdur að
styrjöld sem tortimt hefði öllu
mannkyni.
Fidel hafði hvað eftir ann-
að baðað út höndunum, meðan
hann hlýddi á mig, og gefið
þannig til kynna að honum
væri mikið niðri fyrir. Ég átti
von á að upp úr myndi sjóða,
þegar ég hafði lokið máli mínu.
En það var öðru nær. Það tók
við löng þögn og að henni
lokinni róleg, slillileg útlist-
un, oft blönduð gamansemi,
en ævinlega þrauthugsuð. Ekki
veit ég hvort Fidel hefur
breytzt, eða hvort skrípamynd-
ir þær sem gerðar hafa verið
af honum á vesturlöndum upp-
fullum af belgingi hafa nokk-
urn tíma haft við rök að styðj-
ast. Ég veit það eitt að þá tvo
sólarhringa sem ég vék ekki
frá honum og ófátt bar á dag-
inn skipti hann aldrei skapi
og komst aldrei úr jafnvægi.
Ég gef honum sjálfum, eins og
Kennedy forseta, orðið:
„Ég héld að Kennedy sé ein-
lægur“, tók Castro til máls.
,,Ég held einnig að þessi ein-
lægni hans geti nú verið mik-
ilvæg pólitískt. Ég skal skýra
þetta fyrir yður. Ég hef ekki
gleymt því, að í kosningabar-
áttu sinni við Nixon Iagði Ken-
nedy höfuðáherzlu á að sýna
ætti hörku í Kúbumálinu. En
ég held að Kennedy hafi erft
vandasamt ástand eftir fyrir-
rennaj-a sinn.
Foi-seti Bandaríkjanna er
aldrei írjéls gerða sinna. Hann
cr farinn að gera sér það Ijóst
að hendur hans eru bundnar
og að honum hafi verið skýrt
rangt frá viðbrögðum Kúbu-
manna við innrásinni í Svína-
flóa. Ég held hann ré raun-
sæismaður. Hann skilur að nú
sem stendur er engin leið að
ryðja okkur úr vegi og hann
veit að upp úr getur soðið hvar
sem er í rómönsku Ameríku".
Það kom mér á óvart að
Castro far hlynntur Framfara-
bandaiíLgi Kennedys, sem hann
kallaði „góða hugmynd" og
,,spor í rétta átt“. Hann sagði
að Bandaríkjamönnum væri nú
að lærast að hætta einstrengings-
legri andstöðu sinni við hvers
konar félagslegar framfarir. En
þótt Castro léti sér vel líka
fordæmingu Kennedys á ein-
valdsherrum á borð við Bat-
ista, þá bætti hanp við að
unnið væri gegn stefnu Kenne-
dys af ,,bandarísku auðhring-
unum, herstjórninni og hinum
voldugu auðklíkum í öllum
rómönsku lýðveldunum í Am-
eríku”. Kennedy hefur alla á
móti sér“, sagði Castro.
„Nú ætla ég að segja yður
nokkuð sem ég hef ekki skýrt
neinum frá áður. En nú þeg-
ar reynt er að hræða allt
mannkyn með þeirri sögu að
Kúba og þá einkum ég sjálf-
ur, Fidel Castro, kunni að
hleypa af stað kjarnorkustríði,
þá eiga menn heimtingu á að
fá að vita allan sannlcikann
um flugskeytin.
Sex mánuðum áður en þess-
um flugskeytum var komið fyr-
ir á Kúbu höfðum við fengið
ærna vitneskju um að hafinn
væri undirbúningur að nýrri
innrás á eyna að tilhlutan
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA, sem vildi hefna óíaranna
í Svínaflóa, scm höfðu gcrt
hana að athlægi um víða ver-
öld og kallað yfir hana ávítur
Bandaríkjastjórnar.
Við vissum einnig að CIA
hafði fullan stuðning handa-
rísku herstjór:\arinnar í Penta-
gon, en vissum ekki um viðhorf
Bandaríkjaforseta. Sumir töldu,
að hægt væri að koma í veg
fyrir þessi áform ef forsetan-
um yrði gert kunnugt hvað
væri á seyði.
Og þá var það dag einn,
að Adsjúbei, tengdasonur
Krústjoffs. kom að héimsækja
okkur áður en hann þægi heim-
boð frá samverkamönnum
Kennedys. Hann var ekki fyrr
kominn tiil Washington að
Kennedy íorseti veitti honum
viðtöku og var Kúbumálið efst
á baugi í viðræðum þeirra.
Viku eftir fund þeirra fengum
við í Havana afrit af skýrslu
þeirri sem Adsjúbei gaf Krúst-
joff. Það var þetta afrit sem
kom öllu af stað.
Hvað sagði Kennedy við Ad-
sjúbei? Takið nú vel eftir, þetta
skiptir mcginmáli: Hann sagði
að Bandaríkin gætu alls ekki
liolað það ástand sem ríkti á
Kúbu, að Bandaríkjastjórn væri
staðráðin í að binda enda á
það. Hann sagði að hin frið-
samlega sambúð hefði orðið
fyrir miklu áfalli vegna þess að
ítök Sovétríkjanna á Kúbu
hefðu breytt valdahlutföllunum,
komið hinu umsamda valda-
jafnvægi úr skorðum, og“ —
hér lagði Castro þunga áherzlu
á hvert atkvæði — „KENNEDY
MINNTI RÚSSA A AÐ
BANDARÍKIN HEFÐlU EKKI
SKORIZT í LEIKINN f UNG-
VERJALANDI. A því Iék ekki
neinn vafi að með því var
hann að fara fram á að Rúss-
ar héldu að sér höndum þeg-
hin áformaða innrás yrði gerð.
Innrás var að vísu ekki nefnd
á nafn, og Adsjúbei, sem ekki
vissi það sem við vissurn, dró
ekki sömu ályktun af ummæl-
um Kennedys og við hlutum
að gera. En þegar við höfðum
látið Krústjoff fá þær upplýs-
Framhald á 8. síðu.
Viðtöl sem kunnur frunskur bluðumuður
* • . •
útti við þú Kennedy heitinn forsetu og
Fidel Custro og vukið hufu heimsuthygli