Þjóðviljinn - 04.01.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Side 4
4 8ÍÐA ÞlðÐVILJINN Laugardagur 4. janúar 1964 Enn um vönlu óðru munnu á fungu og öl- Litlu Hruuni Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundáson. Fréttarltstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Er þettu hugsýni? T^nn heldur ríkisstjórnin áfram að magna verð- bólguna; til að mynda fagnaði hún nýju ári með því að hækka benzín um meira en þriðjung. Er þetta mjög tilfinnanleg hækkun og mun víða draga slóða, því að bifreiðar eru meiri nauðsynja- jtæki á íslandi en í flestum löndum öðrum. Að nokkru leyti stafar hækkunin af því að olíufélög- in fá meira í sinn hlut en áður, en að meginhluta til er hækkuninni ætlað að tryggja aukið fjár- magn til vegaframkvæmda samkvæmt nýjum lög- um sem alþingismenn voru sammála um að væru til verulegra bóta. IT'n var nauðsynlegt að a’fla þessa fjár með ein- hliða hækkun á benzíni? Eins og kunnugt er annast ríkið öll innkaup á benzíni, en síðan er benzínið afhent þremur olíufélögum til dreifing- ar og ágóðasöfnunar. Þessi félög halda uppi þre- földu dreiíingarkerfi með þreföldu skrifstofubákni; bílar þeirra elta hver annan um landið þvert og endilangt, tankar þeirra standa hlið við hlið hvar- vetna. Ekki á sú iðja neitt skylt við þær kenning- ar um framleiðni og hagsýslu sem einatt eru boð- aðar í stjórnarblöðunum, og gefur auga leið að hægt væri að dreifa benzíni og olíu með miklu minni tilkostnaði. Ekki dylst gróðahlutur þessara félaga heldur nokkrum manni þótt forsprakkarn- ir séu vel þjálfaðir í þeirri búmannslist að berja sér; hin ofsalega fjárfesting þeirra að undanförnu talar sínu skýra máli. ¥Tin stórfellda hækkun á benzíni stafar þannig m.a. af því, að ekki má taka upp aukna fram- leiðni í benzíndreifingu á íslandi, heldur þarf að tryggja þremur gróðafélögum drjúgan ábata. Þó stendur þjóðfélagið sízt af öllu í þakkarskuld við þessi félög. Nýlega var hið stærsta þeirra dæmt í hæstarétti í stórfelldasta svikamáli sem upp hef- ur komizt á íslandi; reyndust ráðamenn þess hafa brotið öll þau lög sem tengd eru verzlun og við- skiptum í því skyni að tryggja sér ótaldar milj- ónafúlgur í viðbót við venjulegan gróða. Er þetta í annað skipti sem Olíufélagið h.f. er dæmt fyrir stórsvik. p'orustumenn Olíufélagsins h.f. voru dæmdir í fangelsi og sektir. en sumir raunar sýknað- ir vegna þess að sönnuð afbrot þeirra voru talin fyrnd, eins og höfuðpaurinn Vilhjálmur Þór seðla- bankastjóri. En að sjálfsögðu hefði átt að svipta 'félagið öllum rétti til starfrækslu eftir þá ömur- legu reynslu sem tvívegis var fengin. Hefði þá jafn- framt gefizt mjög þægilegt tækifæri til að hætta þeirri iðju að afhenda gróðafélögum með margföldu skriffinnskubákni olíur og benzín sem ríkið kaup- ir, en tryggja í staðinn fulla hagsýni við dreif- ingu og sölu á þessum nauðsynjum. Þá hefði ver- ið unnt að gera mikilvægar endurbætur á vega- málum án þess að því fylgdi einhliða hækkun á benzínverði, fargjöldum og öðrum hliðstæðum nauðsynjum. — m. JrióóvHjauum hefur borizt eftiríarandi bréf frá yfirfanga- verðinum á Litla-Hrauni: Hr. ritstjóri. f blaði yðar sunnud. 29/12 1963 á annarri blaðsíðu er grein með yfirskriftinni, „Níu fangaverðir gæta sex fanga“. Með því að fram kemur í greininni verulega rangfærð frásögn, tel ég mér skylt að leiðrétta það Qg bið yður þvi, hr. ritstjóri, að birta þetta greinarkorn í blaði jðar, þar sem ég tel, að þér viljið hafa það er sannara reynist. f greininni segir: „En nú hefur heyrzt að dómsmála- ráðuneytið hafi lagt bann við þvi, að starfsliði Litla-Hrauns sé bakað óhóflegt erfiði vegna næturgeymslu á ofurölva$> mönnum". Heimildarmaður blaðsins að þessari setningu og þeirri hug- mynd er í henni felst, er ann- að tveggja mjög ófróður um þetta mál, eða hann fer með vísvitandi ranga frásögn. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að fyrir nokkru skrif- aði ég dómsmálaráðuneytinu varðandi það ófremdarástand að koma með fulla menn hing- að til næturgeymslu. Ég er ekki búinn að fé svar við þeim atriðum, er ég ósk- aði eftir í nefndu bréfi mínu til ráðuneytisins. Þannig er það ekki dómsmálaráðuneytið sem stendur fyrir neinu banni eða hefur boðað neitt bann, og ef einhverjum þarf að álasa fyrir væntanlegt bann á geymslu fullra manna hér í fangelsinu, þá ber að snúa geiri sínum að mér en ekki öðrum. Undantekningarlítið er kom- ið með þessa fullu menn að næturlagi og fylgir þeim tíð- um hróp, köll og barsmíðar og veldur þetta að sjálfsögðu ónæði og óþægindum. En með því að banna þess- ar gistingar vil ég firra stofn- unina hvumleiðum árekstrum af þeim, þar að auki tel ég að þeir fangar, sem dæmdir eru til vistar í fangelsinu eigi rétt til að hafa frið fyrir utanaðkomandi aðfluttum ó- friði að næturlagi. Ég held að flestir, sem eitt- hvað fylgjast með fangelsis- og fangamálum, skynji það og viti, að ekki fer saman geymsla ölvaðra manna og refsifanga. Því tel ég mig sem for- svarsmann þessarar stofnunar geta iokað fangelsinu fyrir umræddri gistingu hinna ölv- uðu manna, þó ætlunin hafi verið að gera það í friði við þá aðila, sem hlut eiga að mál- inu og án allra blaðaskrifa. Annað í greininni er varla eitandi ólar við. Þó tel ég mig ekki geta skilið svo við þessar línur án þess að gera því örlítil skil, þar sem mest ber á rangfærzlum. Talað er um niu fangaverði er gæti sex fanga. Ekki er þetta sannleikanum samkvæmt. Hitt er sönnu nær, að hér við stofnunina eru og hafa verið níu fangaverðir, en þar sem sólarhringnum er skipt í þrjár vaktir eru ekki nema tveir til þrír við störf í senn hvort sem eru sex fangar eða tuttugu og níu. sem þeir einn- ig geta verið. Guðmundur Jóhannsson. Blaðið vill fúslega verða við beiðni fangelsisstjórans á Litla- Hrauni, og koma á framfæri þeim upplýsingum, að það sé hann sjálfur sem standi fyrir því að fangelsisrými á Litla- Hrauni sé heldur látið standa ónotað en að hýsa þar menn, sem teknir hafa verið úr um- ferð vegna ölvunar. Þjóðvilj- inn bditvr aldrei fullyrt að dómsmálaráðuneytið haíi bannað hýsingu drukkinna manna á Litla-Hrauni, en af texta forstjórans má ráða, að hann hafi leitað fulltingis ráðuneytisins við „væntanlegt bann“. Á forstjórinn heiður skilið íyrir að draga nú fram staðreyndirnar um þetta for- vitnilega atriði. Sjónarmið forstjórans varð- andi hýsingu ölvaðra manna á Litla-Hrauni er skiljanlegt, en það er ákaflega þröngt, og er hætt við að almenningur austanfjalls sé á annarri skoð- urx en hann Það er staðreynd, að stundum verður að taka ölvaða menn úr umíerð vegna þess að þeir skapa meðborg- urum sínum bæði leiðindi og hættu og vinna gjarnan spjöil á mannvirkjum, séu þeir látn- ir ganga lausir. Nú er það jafnkunn staðreynd, að i Ár- nessýslu eru ekki fanga- geymslur annarsstaðar en á Litla-Hrauni, og virðist þvi engin goðgá þó það rými sé notað til að vernda öryggi al- mennings fyrir ofurölva mönn- um, enda 23 fangarými laus á staðnum, að sögn forstjórans, og fangavarðastyrkur góður. Svo er það hitt atriðið í grein blaðsins „þar sem mest ber á rangfærslum“, að áliti fangabúðastjórans, en það er reyndar atriði, sem skýrt hef- ur verið fró í blöðum áður, sem sé að á Litla-Hrauni eru 6 fangar og 9 fangaverðir, að forstjóranum ekki meðtöldum. Nú segir forstjórinn í texta sínum hér að framan, að við stofnun sína séu og hafi ver- ið níu fangaverðir, og ekki er annað að sjá á textanum en að fangamir séu einmitt sex. Það fer aldrei vel fyrir þeim mönnum, sem þykjast hafa fundið niðurstöðuna áður en þeir byrja að leita að for- sendunum. — Málflutningur þeirra verður gjarnan eins og moldrok í logni. Forstjórinn , tekur semsagt á sig það ó- mak að hnekkja eigin brigzl- yrðum, og er það vel. Úr þessu ætti það ekki að vera álitamál, að fangaverð- irnir níu eru á Litla-Hrauni til að gæta fanganna sex, hvernig svo sem þeir skipta vinnutíma sínum. Frá Dansskóla Hermanns, Reykjavík : - v.v ; ■ Endurnýjun skírteina fyrir seinna tímabil skólaársins fer fram í Skáta- heimilinu í dag, laugardaginn 4. janú- ar og á mánudag 6. jan. kl. 3—6 e.H. báða dagana. ■ Kennsla hefst í öllum flokkum á mánudag 6. janúar á sama stað og tíma eins og var fyrir áramót. ■ Nýir nemendur, byrjendur og framhald verða teknir í næstu viku og verður innritun auglýst nánar þá. ■ Þó geta þeir sem verið hafa áður og vilja koma með í framhalds'flokka strax haft samband við okkur dag- lega í síma 33222 frá kl. 10—12 f.h. og kl. 1—3 e.h. SÓSÍALISTAFÉLÖGIN í REYKJAVÍK halda JÓLATRÉSSKEMMTUN fyrir börn félagsmanna sinna í Silf- urtunglinu sunnudaginn 5. jan n.k. kl. 3 síðdegis. — Jólasveinninn kemur í heimsókn og skemmtir börnunum. — Veitingar, sælgæti. — Tekið á móti miðapöntunum í símum 17510, 17512 og 17513. — Miðar afhentir í skrifstofu félaganna, Tjarnargötu 20. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR KVENFÉLAG SÓSÍALISTA Æ. F. R.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.