Þjóðviljinn - 14.01.1964, Side 4
4 SlÐA
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.»,
Siguröur Guðmundsson.
Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 1S.
Bimi 17-500 (5 Unur). Askriftarverð kr. 80 á tnánuði.
Kauptrygging
jpRC Heimskulegasta a’triði viðre'isnarsteínunnar
var sú framkvæmd að félla niður og banna
með lögum vísitölugreiðslur á kaup. Því var hald-
ið fram að þessi ráðstöfun ætti að hamla gegn
verðbólgunni; helzta undirróf hennar væru víxl-
Kækkanir kaupgjalds og verðlags, og þegar búið
væri að banna það kapphlaup með lögum ekki
síður en hne'faleika, myndi verðbólgan hjaðna 'ta'f-
arlaust og allt 'falla í ljúfa löð. Hins vegar lagði
ríkiss’tjómin mikla áherzlu á aðra vísitölu, sem-
sé þá að allt verðlagskerfið í landinu skyldi mið-
ast við kaup Dagsbrúnarmanna. Hvarvetna er að
finná ákvæði um sjálfkra’fa hækkun ef almennt
kaupgjald verkamanna hækkar, í kjarasamning-
um opinberra starfsmanna og annarra launþega-
samfaka, í reglunum um verðlag landbúnaðara'f-
urða, í ákvæðunum um fiskverð o.s.frv. Effir
þetfá faldi ríkisstjórnin vanda sinn þann einn að
haldá kaupi verkamanna sem lægstu — hinni
raunverulegu vísitölu.
G’jaldþrof þessarar sfe'fnu er ekki lengur deilu-
afriði í landinu. Verðbólgan hefur magnazt
örar á síðustu fjórum árum en dæmi eru um áð-
ur hér á landi, og alþjóðlegar hliðstæður eru
raunar svo vandfundnar að háskólinn í Osló hef-
ur nú boðið Gylfa Þ. Gíslasyni verðlagsmálaráð-
Herra að halda fyrirlestur um það makalausa fyr-
írbærí, verðbólguna á íslandi. Vísitala framfærslu-
kosfnaðar hefur á þessu tímabili hækkað um sem
næs’t 50%, hversdagslegustu lífsnauðsynjar vísi-
tölu'fjölskyldunnar um fvo þriðju og matvælin ein
saman um 'fjóra fimmtu. Ekki hafa tilraunir ríkis-
stjómarinnar til að nota kaup Dagsbrúnarmanna
sem vísitölu og halda því í ske'f jum heldur reynzt
a'ffarsælar. Afleiðingin hefur orðið stöðugar við-
sjár í launamálum; verklýðsfélögin hafa yfirleitt
falið óhjákvæmilegt að hafa samninga sína sem
lausasta og eru nú komin upp í það að semja
þrisvar sinnum á ári eins og gert var í fyrra. Það
kerfi sem átti að binda endi á kapphlaupið milli
launa og verðlags og fryggja stóraukna festu í
þjóðfélagsmálum hefur í staðinn ha'ft í för með
sér hamslausara kapphlaup en nokkru sinni
fyrr og algeran glundroða í efnahagskerfinu.
Ríkísstjórninni var benf á það í upphafi að slík-
ar hlytu afleiðingar stefnu hennar að verða,
en sérfræðingar hennar þóttust vita betur. Nú
hefur hin harða reynsla fært henni heim sanninn
um þær staðreyndir sem aður voru utan seiling-
arlengdar frá dómgreind sérfræðinganna. Það var
stórpólitískur atburður þegar ríkisstjórnin lýsti
yfir því í á'tökunum við verklýðssamtökin nokkru
fyrir áramót að hún væri fallin frá banni sínu
við kauptryggingu og vildi semja um það atriði.
Þeir samningar tókust að vísu ekki í desember,
en ríkisstjórnin lofaði áframhaldandi viðræðum
um málið. Er þess að vænta að verklýðshrey'fing-
in gangi ríkt eftir efndum á því fyrirHelti, og
raunar mun ríkisstjórninni sjálfri hollast að frana
sem mest fram þessari stefnubreytingu sinni. — m.
ÞJðÐVILIINN
Þriðjudagur 14. janúar 1964
á Isafirði
Aðfaranótt laugardags tók
brezki togarinn Port Vale niðri
í Isafjarðarhöfn í aftaka fár-
viðri og skemmdi stýrið.
Togarinn Port Vale haföi
komið inn vegna smávegis bil-
unar og lá við hafnarbakkann
meðan viðgerð fór fram. Gleð-
skapur var um borð í togaran-
um og drukku þar dús Islend-
ingar og Bretar.
Klukkan fjögur um nóttina á-
kvað skipstjórinn Norman
Townsend að sigla skipinu út og
það þótt mikið rok væri á ísa-
firði. Fékk hann Pétur Bjarnas.,
hafnsögumann til þess að sigla
togaranum út. Þegar átti að
leggja af stað voru þrír Islend-
ingar um borð og voru þeir
beðnir um að fara frá skipi og
hlýddu tveir þegar ábendingu
þessari og gengu brott.
Þriðji Islendingurinn tregðað-
ist við um borð og settu nokkr-
ir skipsmenn hann með valdi
upp á bryggjuna. Þaðan var
kallast á skammaryrðum milli
bakkans og skipsins og fóru
fram á heldur ókennilegu tungu-
máli. Allt í einu stökkva fimm
skipverjar frá borði og hlaupa
upp á bakkann og ráðast að
þessum Islendingi og berja hann
sundur og saman og féll hann á
bryggjuna og virtist illa leikinn.
Þegar hafnsögumaður sá þenn-
an ljóta leik hvarf hann frá
borði til þess að hjálpa mannin-
um og láta vita af honum.
A meðan sigldi togarinn frá
bryggju samkvæmt skipun frá
skipstjóra án hafnsögumanns og
hraktist fljótlega upp á grynn-
ingar þar 1 höfninni með þeim
afleiðingum að skuturinn varð
fyrir hnjaski. Hællinn bognaði
mikið og sat stýrið fast í borði.
Þannig rak nú skipið stjóm-
laust og bjargarlaust út á poll-
inn og sigldi alltaf í hringi.
Varðskipið Albert dró þó Port
Vale um síðir upp að bakkanum
á sama stað. Verður sennilega
að draga skipið til Reykjavíkur.
Tveir bátar
Framhald af 1. síðu.
hliðina og tókst að rétta hann
af á síðustu stundu.
Tíu manna áhöfn var á Hring-
ver og heitir skipstjórinn Ric-
hard Sighvatsson. Voru þeir
hressir, þegar þeir náðu höfn
í Eyjum í gærdag um fjögur
leytið. Skipstjórinn á Áma Þor-
kelssyni heitir Isleifur Guðleifs-
son og óskum við honum og
skipshöfn hans til hamingju
með björgunina.
ÁGÚSTA VE 350 sökk í gær-
morgun um kl. hálf sjö að síld-
veiðum á Skeiðarárdýpi og varð
mannbjörg.
A fimmta tímanum voru skip-
verjar allir á dekki og voru þeir
að háfa nema matsveinninn er
svaf neðan þilja. Hann vaknar
við mikinn leka og fór upp á
þilfar og sagði tíðindin.
Vélstjórinn fór á vettvang og
komst að þeirri niðurstöðu, að
ekki þýddi að stöðva lekann eða
daela úr skipinu.
Neyðarkall barst Vestmanna-
eyjaradíó kl. 5,25 og náðu skip-
verjar að setja út gúmmfbjörg-
unarbát og sluppu þeir við skip-
ið án þess að blotna einu sinni
í lappimar. Elliði frá Sand-
gerði kom á vettvang skömmu
siðar og bjargað áhöfninni um
borð. Skipstjórinn á Elliða er
Ámi Gíslason bróðir Eggerts
Gíslasonar og hefur Ámi nýlega
tekið við Elliða sem er nýtt
skip og er þetta ein af fyrstu
ferðum þess.
Ástæða er til þess að óska hin-
um unga skipstjóra til hamingju.
Agústa VE 350 hét áður Am-
arnes. Þetta er gamall eikarbát-
ur og smíðaður í Nyborg í Dan-
mörku árið 1930. Báturinn var
65 tonn að stærð og er eigandi
hans Óskar Gíslason og fleiri í
Vestmannaeyjum.
Einar Sigurðsson hafði bátinn
á leigu.
Tíu manna áhðfn var á skip-
inu og hét skipstjórinn Guðjón
Ólafsson. Kópur tók við skip-
verjum af Ágústu og kom inn
til Eyja um sjö leytið í gær.
ekkert
heimili
án
húsbúnaðar
litið á
húsbúnaðinn
hjá húsbúnaði
laugraveg;i 26 simi 209 70
SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA
ÚTSALA - ÚTSALA
Karlmannaföt
verð frá kr. 500.00
Kvenkápur
Dragtir
Poplinkápur
Drengjapeysur
Karlmannapeysur
Náttföt
Nærfatnaður allskonar
Skyrtur úr poplin og nylon
Skyrtur úr terylene
og margt fleira.
— — 500.00
— — 500.00
— — 995.00
— — 105.00
— — 195.00
frá — 95.00
— — 14.00
— — 95.00
— — 225.00
L A U G A .V E G I 3.
(norpÍHempeP)
Sjónvarpstæki
Nú geta allir eignazt hin heimsþekktu
NORDMENDE sjónvarpstæki
NORDMENDE sjónvarpstækin eru fáanleg með liinum hag-
kvæmustu greiðsluskilmálum.
NORDMENDE sjónvarpstækin cru fáanleg í mörgum gerðum
og við allra hæfi.
NORDMENDE sjónvarpstækin cru gerð fyrir bæði ameríska- og
evrópska- sjónvarpskerfið, svo að þegar íslenzka
sjónvarpið kemur þarf engu að breyta.
NORDMENDE sjónvarpstækin eru heimsþekkt fyrir skýrar
myndjr, góðan hljóm og vandaðan frágang.
Fullkomin varahiuta- og viðgerðarþjónusta. — Send-
☆ um og sækjum tækin. — Setjum upp og stillum
☆ tækin. Aðeins beztu fáanleg sjónvarpsloftnet notuð.
Komið og skoðið NORDMENDE sjónvarpstækin
Kynnið yður verðið og gæðin
Kynnið yður hina hagkvæmu greiðsluskilmála.
rNono(HiNoe)
-------Arabelia-ötereo
KLAPT»Al?STÍG 26
SÍMl 19800.