Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. janúar 1964
ÞlðÐVIUINN
SdfcíA J
Fiskveiðiráðstefnunni í London enn skotið á frest
Bretar og EBE-löndin samþylckja frumdrög
að sáttmála um skerðingu landhelginnar
LONDON 17/1 — Mikill meirihluti þeirra sextán ríkja sem eiga fulltrúa
á fiskveiðiráðstefnunni í London hefur samþykkt þau frumdrög að sátt-
mála um landhelgi og fiskveiðar á Norður-Atlanzhafi sem Bretar og ríki
Efnahagsbandalagsins höfðu komið sér saman um. ísland og Noregur voru
algerlega andvíg frumdrögunum, en Danmörk að nokkru leyti. Ætlun
Breta og EBE-ríkjanna hefur verið sú að knýja fram skerðingu á tólf
tnílna landhelginni við ísland, Nore?, Færeyjar og Grænland, þannig að
fcogarar þeirra fái um alla framtíð rétt til fiskveiða inn að sex mílum.
Saxnkvæmt þessum frumdrög-
um á strandríki aðeins að hafa
óskoraðan rétt til veiða út að
sex mílum frá grunnlínum, en á
ytra sex mílna svæðinu fái fiski-
skip þeirra ríkja sem undirrita
sáttmálann og þar hafa áður
stundað veiðar fullan veiðirétt
um alla framtíð.
Allir séu sammála
Þá er það ákvæði haft með til
málamynda að strandríkið skuli
hafa rétt til að takmarka fisk-
veiðar á ytra sex mílna svæðinu,
svo fremi sem það geti fært rök
fyrir því að landsmenn eigi alla
afkomu sína undir fiskveiðum.
En til þess að strandríkinu (og
þar mun fyrst og fremst átt við
Island) sé veitt slík undanþága
verða allir samningsaðilar að
vera sammála um það.
Ef öðrum í hag
Og svo að enginn geti verið
í vafa um í hvers þágu sáttmál-
inn er ætlaður er sérstakt á-
kvæði í frumdrögunum þess
efnis að strandríki megi halda
fiskveiðimörkum sínum óbreytt-
um þar sem þau eru nú hag-
stæðari fiskveiðum annarra ríkja
en þau mörk sem sáttmálinn
gerir ráð fyrir.
Fulltrúar þrettán af sex-
tán aðildarríkjum ráðstefnunn-
ar voru sammála að mæla með
samþykkt frumdraganna við rík-
isstjómir sínar ásamt viðbótar-
ákvæðum um að þau taki þegar
gildi til bráðabirgða fram að
formlegri gildistöku sáttmálans.
Þau ríki sem þetta samþykktu
voru: Bretland, Frakkland, Vest-
ur-Þýzkaland, Belgía, Holland,
Lúxemborg, ítalía, Spánn, Portú-
gal, Austurríki, Sviss, írland og
Svíþjóð.
ísland á móti
Fulltrúar Islands og Noregs
voru hins vegar eindregið á móti
og mun íslenzki fulltrúinn hafa
lýst yfir að Islendingar gætu á
engan hátt fallizt á sáttmálann,
þar sem þeir áskildu sér rétt til
að færa landhelgina enn út fyr-
ir tólf mílur.
Rýmingarsala — Bútasala!
□ Mikil verðlækkun Varalitir frá kr. 5,00
□ Naglalakk — — 5,00
□ Baðsalt — — 38,00
□ Clairol litur á — 40,00
□ Loving Care — — 40,00
□ Spray Tint — — 30,00
□ Nælonsokkar m'/saum — — 10,00
□ Nælonsokkar (sauml.) — — 25,00
□ Herrasokkar frá — 29,00
□ Barnasokkar — — 10,00
□ Kvenblússur á — 20,00
□ Drengjaföt og barnapeysur á — 50,00
og margt fleira. H O F , Laugavegi 4.
Reykiavík - Hafnarfiörður
Laugardaginn 18. jan. verður reynt að halda uppi
ferðum sem hér segir:
MORfUNFERÐIR:
Frá kl. 7 til rúmlega 9, 3 ferðir úr Lækjargötu.
MIÐDEGISFERÐIR:
Frá kl. 12 til rúmlega 14, 3 ferðir úr Lækjargötu.
KVÖLDFERÐIR:
Frá kl. 18 til rúmlega 20, 3 ferðir úr Lækjargötu.
KL. 23, 1 ferð úr Lækjargötu.
Ferðir úr Hafnarfirði verða rúmlega hálfri
klukkustund eftir bro'ttför úr Lækjargötu.
LANDLEIÐIR h.f.
Norðmenn munu hafa verið
fúsir til að fallast á að biðtím-
inn sem veitir erlendum fiski-
skipum rétt til veiða að sex
mílna mörkunum yrði fram-
lengdur um stutt árabil (í Nor-
egi rennur hann út 31. október
1970), en sú tilslökun þeirra var
ekki tekin til greina.
Danski fulltrúinn taldi ekkert
því til fyrirstöðu að Danir
gengju að ákvæðum sáttmálans
varðandi veiðar við strendur
Danmerkur, en gat ekki fallizt á ^
skerðingu landhelginnar við
Færeyjar og Grænland.
Ný frestun.
Fiskveiðiráðstefnunni hefur nú
enn verið frestað, en hún mun
aftur koma saman í London 26.
febrúar og er þá ætlunin að
ganga formlega frá sáttmálan-
um og undirritun hans. Gert er
ráð fyrir að sáttmálinn taki
gildi í júnílok i sumar. Að sjálf-
sögðu hefur hann ekkert gildi
nema milli þeirra ríkja sem
hann undirrita og einu áhrif
hans verða þá þau, ef Islending-
ar, Norðmenn og Danir halda
fast við andstöðu sína, að fisk-
veiðilögsagan við strendur aðild-
arríkjanna, sem flest hafa hing-
að til aðeins haft þriggja mílna
landhelgi, verður færð út, og
mun það bitna harðast á fisk-
veiðum ríkja Austur-Evrópu í
Norðursjó.
Sættir takast miili
leiðtoga Arabaríkja
KAÍRÖ 17/1 — Ráðstefnu leið-
toga allra ríkja Arababanda-
Iagsins sem haldin var í Kaíró
lyktaði svo að sættir tókust með
þeim um að jafna allan ágrein-
ing sín á milli og lcggjast á eitt
til þess að sporna við þeirri
hættu sem þeir telja sér stafa
af Israel.
Þeir hafa áður gefið slík fyr-
irheit, en jafnan hefur orðið
minna úr efndum og aldrei lið-
ið á löngu þar til upp úr vin-
skapnum slitnaði.
Tilgangur ráðstefnunnar var
að finna leiðir til mótaðgerða
gegn Israelsmönnum vegna fyr-
irætlunar þeirra um virkjun
Jórdans í áveituskyni. Var á-
kveðið sameiginlegt átak til að
veita vatni úr fljótum í Sýr-
landi, Jórdan og Líbanon í
aðra farvegi.
En leiðtogar Araba komu sér
einnig saman um stofnun sam-
eiginlegrar herstjómar. Það hafa
þeir gert áður þótt minna yrði
úr framkvæmdum. Þeir heit-
strengdu að hætta öllum haturs-
áróðri sín á milli og er nú ætl-
unin að þeir hittist a.m.k. einu
sinni á ári úr þessu.
De Gaulle viðurkennir Kína
Framhald af 1. síðu.
í hött, þar sem það lægi alls
ekki fyrir að alþýðustjórnin
hefði verið viðurkennd en tals-
maðurinn sagðist engu hafa við
orð sín að bæta.
Ekki á óvart
Eins og áður segir kemur þessi
ákvörðun de Gaulle forseta ekki
á óvart. Hann hefur gert sér
mikið far um það undanfarið að
vingast við kínvgrsku stjómina
og hefur sent sérstaka trúnað-
armenn sína til Peking.
Fyrir skömmu fór Edgar Faure
fyrrv. forsætisráðherra þang-
að í erindum forsetans og gaf í
skyn við heimkomuna að þess
myndi ekki langt að bíða að
stjómmálasamband yrði tekið
upp milili landanna. Hann gat
þess um leið að kínverskir ráða-
menn teldu að það myndi ekki
vera slíku stjómmálasambandi
til neinnar fyrirstöðu, þótt
Frakkar héldu áfram sambandi
sínu við stjórn Sjang Kajséks á
Formósu. Faure er talin líkleg-
astur tíl að taka við embætti
sendiherra í Peking.
Ásteytingarsteinn
Viðurkenning Frakklands á
kfnversku stjóminni verður enn
einn ásteytingarsteinn í sambúð-
inni við Bandaríkin. Frakkar
hafa fært sig mjög upp á skaft-
ið í seinni tíð í Indókína, bæði
í Kambodja og Laos, en bæði
þau uágrannalönd Kína hafa
vinsamleg samskipti við það.
Franska stjómin hefur marg-
sinnis látið í það skína að hún
telji að sameina beri Norður-
og Suður-Víetnam, eins og ætl-
azt var til í Genfarsáttmálanum
um Indókina 1954. og tryggt
Mutleysi hins sameinaða ríkis.
Þessar aðgerðir Frakka ganga i
berhögg við stefnu Bandaríkja-
manna og bætist þessi alvarlegi
ágreiningur um málefni Suð-
austur-Asíu ofan á þá misklið
sem fyrir er milli Frakklands
og Bandaríkjanna um málefni
Vestur-Evrópu og Atlanzhafs-
bandalagsins.
Það fer vcl á með Castro og Krústjoff í Moskvu.
Uppljóstranir um baktjaldamakk Macs
Brezkir íhaiJsmenn
komnir í hár saman
LONDON 17/1 — Það blæs
ekki byrlega fyrir brczka íhalds-
flokknum í upphafi þessa kosn-
ingaárs. Ofan á fylgistap hans
bætist að mikil misklíð er inn-
an hans og kom hún síðast í Ijós
í grein sem Iain Macleod, fyrr-
verandi ráðhcrra, birti í gær í
blaði sínu „Spectator”.
Þar segir Macleod frá hinum
hörðu átökum sem urðu innan
flokksins í haust sem leið þeg-
ar velja skyldi eftirmann Mac-
millans. Macleod er harðorður
í garð hins gamla leiðtoga og
sakar hann um að hafa beitt
sér af alefli gegn því að lang-
hæfasti maður flokksins, Ric-
hard Butler, tæki við af honum.
Hann hafi verið andvígur Butl-
er alveg frá upphafi og hafi
beitt aillskyns baktjaldamakki til
að koma í veg fyrir valdatöku
hans.
Fyrir nokkrum dögum kom út
bók eftir Randolph Ghurchill,
þar sem átökunum var lýst
nokkuð á annan veg og því
haldið fram að Mavmillan hefði
aðeins farið að ótvíræðum vilja
flokksins þegar hann valdi Home
lávarð eftirmann sinn.
Ihaldsblaðið „Daily Mail” við-
urkennir í dag að grein Macle-
ods muni enn torvelda Ihalds-
flokknum að vinna upp það
mikla fylgistap sem hann varð
fyrir á síðasta ári vegna Pro-
fumohneykslisins og af öðrum
ástæðum.
Dipiómatar frá USA
sakaðir um íhlutun
ZANZIBAR 17/1 — Byltingar-
stjórnin á Zanzibar hefur sakað
tvo bandaríska diplómata á
eynni um íhlutun í innanríkis-
LEÐURSTÍGVÉL KARLMANNA
fóðruð úr ekía gæru, verð frá kr. 297,00.
Nýkomin leðurstígvél drengja, ódýr og góð.
Skóverzlun
Péturs Andréssonar - Skóverzlunin
Laugavegi 17. Framnesvegi 2.
mál og vísað öðrum úr landi.
Þeir voru liandteknir í gær-
kvöld, en aftur látnir lausir í
dag. Allt er nú með kyrrum
kjörum á eynni.
Samkvæmt útvarpsfrétt frá
Zanzibar hefur nýr maður tek-
ið við byltingarstjórninni og
nefnist sá John Okello, en fyrri
forsetinn Karume verður vara-
forseti.
Bandaríkjamennirnir sem
handteknir voru heita Fredrick
Picard, og var hann bandarísk-
ur ræðismaður, en hinn Donald
Petterson, ritari við sendiráðið.
Picard var vísað úr landi, en
Petterson er þar enn.
Kína og Ghana bætust í dag
í tölu þeirra ríkja sem viður-
kennt hafa byltingarstjórnina,