Þjóðviljinn - 18.01.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Síða 12
KEFL AVIKUR FLUGVOLLUR VILL LEGGJA NIÐUR REYKiA- VÍKURFLUCVÖLL í ÁFÖNGUM □ Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri Kefla- víkurflugrvallar átti fund með fréttamönnum sl. miðvikudag og skýrði þar frá sjónarmiðum sín- um í sambandi við væntanlega flugvallagerð við Faxaflóa. Ök á Ijósastaur, hús og lögreglu I fyrrinótt var tekinn drukk- inn ökufantur í Reykjavík. Áður en af því yrði, að hann stigi út úr bílnum, guði og lögreglunni á vald, hafði hann tvívegis ekið á Ijósastaur, einníg tvisvar utan í lögreglubíl og á hús við Mela- torg. Maður þessi kynntist fjórum Portúgölum á Röðli, og með því hann hefur verið á Spáni gat hann rætt við mennina. Bauð hann þeim til gleðskapar i heimahúsi, en um þrjú leytið ók inn til þess bifreið kunningja hann þeim heim. Notaði maður- síns er tók þátt í samkvæminu, en var ofurölfi þegar hér var komið sögu. Voru i bílnum sex manns, þrír Islendingar og þrír Portúgalar, en hinn fjórði þeirra var farinn til síns heima. Portúgalamir búa á Hótel Sögu, og var ætlunin að aka þeim þangað. Lögreglubíll, sem | var á eftirlitsferð, varð var við ferðir bílsins, og sáu lögreglu- i menn þegar hvers kyns var. Héldu þeir eftir bílnum, en ekki var þó um eltingarleik að ræða, þar sem ökufanturinn vissi ekki að hann væri eltur. I Suðurgötu rennir svo lögreglubíllinn upp að fólksbifreiðinni. Þegar öku- fanturinn sá hver kominn var, steig hann benzínið í botn og reyndi að sleppa, með þeim af- leiðingum, er fyrr greinir. Þegar ökumaðurinn náðist harmaði hann það helzt, að hafa ekki verið á betri bíl, til þess að honum hefði auðnast að kom- ast undan. Þegar farið var með hann í blóðrannsókn í Síðumúla tókst manninum að slíta sig lausan og hvarf í náttmyrkrið. Hann náðist svo um níu-leytið um morguninn og var tekinn til yfirheyrslu í gærdag. 25 ára afmæli LÍÚ 1 gær voru 25 ár liðin frá stofn- un Landsambands ísl. útvegs- manna. Var það stofnað í Rvík 17. janúar 1939. Fyrsti formaður þess var Kjartan Thors og var hann formaður fyrstu 6 árin. Síðan var Sverrir Júlíusson kos- inn formaður sambandsins og hefur síðan ætíð verið endur- kjörinn 1 tilefni afmælisins hefur stjórn L.I.Ú. móttöku í skrif- stofum samtakanna í Hafnar- hvoli við Tryggvagötu í dag, laugardag ki. 5 til 7 síddegis. Til tals hefur komið að endur- byggja Reykjavíkurflugvöll eða hefja gerð á nýjum flugvelli á Álftanesi og hafa þar verið nefndar hundruð milljónir króna í byggingarkostnað. Þetta þykja Pétri bollalegging- ar út í hött með einn fullkomn- asta flugvöll heimsins við bæj- ardymar, þar sem sé Keflavík- urflugvöllur. Flugvallargerðin á Miðnesheiði kostaði fjögur þúsund milljónir króna og er þar aðeins átt við flugvöllinn. Herstöðin sjálf mun hinsvegar hafa kostað um 1 milljarð og þrjú hundruð milljónir. Telur Pétur að flytja beri inn- anlandsflugið frá Reykjavíkur- flugvelli til Keflavíkurflugvallar og leggja fyrrnefndan flugvöll niður í áföngum næstu tíu til fimmtán árin. Hinsvegar beri að verja fyrirhuguðum milljóna- fúlgum til flugvallagerða úti á landsbyggðinni í staðinn fyrir að henda þessum peningum í ó- fullkominn flugvöll hér við Faxaflóa. Flugvallarstjórinn sagði að nú muni flestir komnir að þeirri niðurstöðu, að Reykjavíkurflug- völlur hafi lokið hlutverki sínu sem aðalflugvöllur landsins og þéttbýlisins við Faxaflóa. Sam- kvæmt umsögn heimsþekktra sérfræðinga munu undirstöður flugvallarins vera að gefa sig, byggingar í nágrenni flugvallar- ins kreppa að og er útilokað að leyfa lendingar í minna en 400 feta skýjahæð. Þá er ekki hægt að lengja flugbrautir svo að ný- tízku millilandaflugvélar geti lent og hafið sig til flugs og ó- gerlegt að koma fyrir nauðsyn- legum blindlendingartækjum. Helztu kröfur um framtíðar- mannvirki, sem taki við að R- víkurflugvelli eru þessar: 1. Flugbrautir þurfa að vera tvær. önnur 2100 metra löng með lendingarmöguleika í 3600 metra. Hin 2000 metra með lend- ingarmöguleika í 2700 metra. 2. Aðflug og brottflug þarf að vera hindrunarlaust. 3. Við aðal- og blindlendingar- braut skal vera blindlendingar- kerfi t.d. ILS og aðflugsljós, sem leyfir lendingar í allt að 200 metra skýjahæð. 4. Veðurfar þarf að vera gott miðað við staðhætti. 5. Flugvöllurinn þarf að vera í góðu vegarsambandi við þétt- býlið. Keflavíkurflugvöllur fullnæg- ir ölkim þessum skilyrðum, sagði Pétur. Þannig eru aðal- flugbrautir brjár. Brautarlengd- ir 3000 metra, 2100 metra og 2000 metra. Blindflugskerfi flug- vallarins eru sambærileg við það bezta sem þekkist í dag og leyf- ir lendingar í allt að 200 feta skýjahæð. Keflavíkurflugvöllur er um 47 km. frá núverandi miðborg Reykjavíkur. Verði steyptur vegur fullgerður innan tólf mánaða. Þá er til s.taðar afkastamikið og fullkomið af- greiðslukerfi fyrir flugvélaelds- neyti. Leiðslur kerfisins erj neðanjarðar og er bruna- og á- rekstrahætta miklu minni en þar sem tankbílar eru á ferðinni. Þannig er hægt að fylla 20 flugvélar samtímis og tók það til dæmis 20 mínútur að fylla Pan American flugvél umrætt kvöld. Geymar kerfisins taka Framhald á 2. síðu. Laugardagur 18. janúar 1964 29. árgangur 14. tölublað. Gligoric og Tal mætast í dag I Reykjavíkurmótinu voru í gær tefldar biðskákir úr um- ferðunum sem lokið er og auk þess skák Guðmundar og Inga sem ckki var hægt að tefla i 1. umferð. Þessi urðu úrslit bið- skákanna. Friðrik og Gaprindasjvili sömdu um jafntefli. Gaprindasjvili vann Trausta. Gligoric vann Wade. Svein vann Freystein. Jafntefli varð mi'lli Wade og Jóns. Skák Jóns og Trausta fór aft- ur í bið og á Jón peð yfir, og skák Guðmundar og Inga einnig í bið og héfur Ingi peð yfir. Fjórða umferð verður tefld í dag og hefst hún kl. 1 e.h. í Lídó. Þá tefla þessir saman: Gabrindasjvíli og Johannessen, Friðrik og Ingvar, Jón og Guð- mundur, Gligoric og Tal, Magn- ús og Arinbjörn, Ingi og Frey- steinn, Wade og Trausti. ERINDAFLOKKUR UM ELD- FJÖLL OG HVERASVÆÐI Fyrri hluta vetrar var fluttur i Ríkisútvarpinu erindaflokkur um Árna Magnússon, ævi hans og störf. Síðari flokkur sunnu- dagseríndanna, sem hófust á sunnudaginn var, er um hvera- svæði og eldfjöll. Verða það 11 crindi og lýkur síðast í marz. Dr. Sigurður Þórarinsson hefur skipulagt flokkinn. Erindi og flytjendur þeirra eru þessir: : Trausti Einarsson: Geysissvæð- ið — 12.1 1964. Jón Eyþórsson: Kerlingáfjöll — 19.1 1964. Guðmundur Kjartansson: Eld- stöðvar á Kili — 26.1 1964. Hallgrímur Jónasson: Hveravell- ir — 2.2. 1964. Ölafur Jónsson: Brennisteins- hverasvæði í Þingeyjarcýslu — 9.2. 1964. Jón Jónsson: Hverasvæði á Reykjanesi — 16.2 1964. Kristján Sæmundsson: Hengils- svæði — 23.2 1964. Sigurður Þórarinsson: Gríms- vötn — 1.3. 1964. Magnús Jóhannsson: Kverkfjöll — 8.3. 1964. Jón Jónsson: Hverasvæði í Borgarfirði — 15.3. 1964. Sigurður Þórarinsson: Eldstöðv- ar í sjó og Surtur — 23.3 1964. Þessi sunnudagserindi útvarps- ins eru orðin mjög vinsæl. Er reynt að láta skiptast nokkuð á verkefni úr hugvísindum og raunvísindum 'og hefur margt nýtt og skemmtilegt komið fram í þeim og merk og erfið við- fangsefni sett fram á lipran og aðgengilegan hátt. Sum erindin hafa eftir á verið gefin út í bók- um, s.s. Vísindi nútímans cxg Náttúra Islands. (Frá Ríkisútvarpinu). Borgin doH í það Mikill fjöldi borgarbúa lagði leið sína í gærdag um borð í GuIIfoss og var veitt þar af mikilli rausn. Allt fór þó frið- samlega fram á veizlustað. En margir fóru reikulir í spori frá borði. Við höfðum samband við lög- reglu borgarinnar skömmu fyrir miðnætti í nótt og kvörtuðu þeir yfir óvenjulega mikilli ölv- un í bænum. Voru allar fanga- geymslur yfirfullar og höfðu þeir marghroðið fangelsin um kvöldið. Margir af þessum mönnum höfðu byrjað gleðskap- sinn hjá Eimskip og hafði þessi hátíðadrykkja breiðst eins og eldur í sinu um allan bæinn. Þá höfðu smurbrauðsstofur mikið að gera og hefur ekki lengi verið svona mikil sala á smurðu brauði. Virtist veizla vera í hverju húsi víða um bæinn. Borgin virðist sem sagt hafa dottið í það. Fundur í Sósiolistafélaginu Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur félagsfund á mánudags- kvöld kl. 8.30 að Tjamargötu 20. Rætt verður um verkalýðs- mál og sagt frá flokksstjórnar- fundi Sósíalistaflokksins. DA CSBRUNA RKOSNINGA R VERÐA UM AÐRA HELCI ■ Framboðsfrestur til stjórnarkosninga í Verkamanna- félaginu Dagsbrún rann út í gær. Listi stjórnar og trún- aðarmannaráðs félagsins var lagður fram í fyrradag og eru á honum sömu menn í aðalstjórn og varastjórn og voru sl. ár en í 120 manna trúnaðarráð félagsins hafa bætzt nýir trúnaðarmenn á vinnustöðvum. B-listamenn í félaginu hafa verið á ferli undanfarna daga að safna undirskriftum fyrir fram- boð sitt. Er listinn mjög líkt skipaður og undanfarin ár. Höfuðkapp er nú lagt á það af þeim B-listamönnum að tvístra þeirri einingu sem skap- azt hefur í félaginu, en þar hef- ur sjaldan ríkt meiri einhugur en sl. ár, samanber afstöðu fé- lagsmanna til bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar og einingu þá er fram kom í verkfallinu í des- ember og við samningana þá, en hún var slík að Dagsbrún var helzta andstöðuaflið gegn áform- um ríkisstjórnarinnar og at- vinnurekenda. Ekki er að efa að kosningam- ar verða sóttar af miklum ofsa af þeim B-listamönnum og að ekkert verður til sparað, hvorki fjármagn né bflar í kosn- ingabaráttunni. uNánar verður sagt frá listunum og kosningunum hér í blaðinu *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.