Þjóðviljinn - 19.01.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Síða 12
Aukatónleikar Musica nova n.k. sunnudag Mus'ca nova efnir til fyrstu aukatónleika sinna á þessu starfsári sunnudaginn 19. þ.m. kl. 3.30 í Þjóðleikhússkjallaran- um. Einar Sveinbjörnsson fiðlu- leikari op Þorkell S gurbjörnsson tónskáld flytja á þessum tónle'k- um rómönzu eftir dr. Hallgrím Helgason. sónötu í G-dúr eftir Beethoven, sónötu eftir Jón S. Jónsson. Síðan koma tvö ný verk, Bagatellur eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Mosaik eftir Leif Þórarinsson. Þeir félagar eru nýkomnir úr ferðalagi' til höfuðborga allra Norðurlanda þar sem þeir hafa get upptökur á ofangreindum íslenzkum verkum fyrir útvarpsstöðvar þessara landa. Þessi ferð var mjög á- angursrík til kynningar is- íenzkrar tónlistar og hvarvetna ríkjandi mikill áhugi fyrir nýrri íslenzkri tónlist meðal frænd- þjóða okkar. Styrktarfélagar Musica nova fá helmings afslátt af aðgöngumiðum að aukatón- leikum félagsins. Skúli Magnússon formaður Alþýðu- bandal.fél. V-Hún. Aðalfundur Alþýðubandalags- félags Vestur-Húnavatnssýslu var haldinn á Hvammstanga 10. janúar síðast liðinn. Ragnar Amalds, alþmgismaður, sagði fréttir af Alþingi og rætt var um atvinnumál og önnur hags- munamál kjördæmisins. 1 stjóm félagsins voru kjöra- ir: Formaður Skúli Magnússon, verkstjóri á Hvammstanga, rit- ari Ragnar Þorsteinsson, kenn- ari á Reykjaskóla. gjaldkeri Eyj- ólfur Eyjólfsson, bóndi á Geita- felli og meðstjómendur Valgeir Agústsson, bílstjóri á Hvamms- tanga og Bjami Jónsson frá Svertingjastöðum í Miðfirði. Bíll veltur í Mosfellssveit 1 gærmorgun varð árekstur á mótum Kaplaskjólsvegar og Nes- vegar og skemmdust bílamir mikið. Þrír menn meiddust nokkuð við áreksturinn. Þá var ekið á lítinn dreng á móts við Rauðarárstíg 1 skömmu fyrir hádegi í gær og meiddist hann nokkuð. Litli drengurinn heitir Júlíus Jóns- son til heimilis að Otrateig 16. Tvö umferðaslys urðu í gærmorgun 1 fyrrinótt valt bíll með fjór- um mönnum út af þjóðveginum við Hlégarð og skemmdist nokkuð. Hér votu á ferðinni Banda- ríkjamenn og að minnsta kosti ein íslenzk stúlka og meiddist hún nokkuð. Lézt í fyrrinótt Ekið var á gamlan mann i fyrradag á Suðurgötunni er hann var að vinna við að sópa götuna. Hann hét Magnús Ja- kobsson. Magnús var fluttur á Landakot og þar lézt hann af meiðslum sínum í fyrrióntt. Magnús var 68 ára gamall. Þá varð Karl Laxdal fyrir bíl við Miklatorg sama dag. Hann var líka fluttur á Landakot og var mjög þungt haldinn í gærdag. Kópavogur Rabbfundur í Þinghól mánu- dagskvöld kl. 8.30. Félag óháðra kjósenda. I I I í t I 5 I I I í k U I . m® 'ýý.yyýý •• « ■ fí □ Eitt stærstsi rerkefni, sem Reykjavíkurborg hefur boðio út er gerð Fossvogsræsisins. Kópavogskaupstaður tekur raun- ar líka þátt í verkinu að rúmlega sextán hundraðshlutum. □ Véltækni h.f. hlaut þetta verkefni; reyndist tilboð fyrir- tækisins þrjátíu og átta milljónir og á verkið að taka tvö ár. □ Þeir hófu framkvæmdir fimmtánda október síðastliðið haust og töfðust nokkuð í verkfallinu. — En nú er unnið af kappi dag hvern. □ Ræsið mun ná frá Neðri Elliðaárstíflu og allt vestur fyrir Shellbryggju í Skerjafirði. Þetta er sjö kílómetra spotti. 15. tolublaö. Sunnudagur 19. janúar 1964 — 29. árgangur Miklar framkvæmd- ir í Fossvogi Hvaða íbúðarhverfi eiga að njóta þessa mikla mann- virkis ? Fyrst er að telja væntan- legt íbúðarhverfi á Foss- vogssvæðinu. Það er verið að skipu- leggja það svæði núna, og kannski viðkvæmt mál að drepa á væntanlegt íbúðar- hverfi á Reykjavíkurflug- velli, en íbúðarhverfi þar myndi njóta góðs af ræsinu. Þá er Borgarsjúkrahúsið og núverandi Bústaðahverfi og Réttarholtshverfi og Ár- bæjarblettir og jafnvel Sel- ás. Þekkir Parkinson- lögmálið Við heimsóttum þetta at- hafnasvæði á dögunum, en verkið er stærra í snið- um en við eigum að venjast hér á landi. Þama vinna þó aðeins tuttugu menn með stórvirk- um véium. Við ætluðum fyrst að leita uppi skrifstofubákn þessa stórtæka verktakafélags og fundum eftir mikla leit lit- inn timburskúr við Reykja- nesbraut með einum skrif- stofumanni. Þar ekki langt frá hittum við framkvæmdastjóra Vél- tækni h.f., en hann heitir Pétur Jónsson og spurðum hann að þvi, hvort fyri'rtæk- ið hefði ekki ráð á veglegra skrifstofubákni. Hann hló og sagðist hafa lesið um Parkinson-lögmál- ið. Sagðst hann kunna bet- ur við að hafa mannskap- inn í skurðinum. Þarna er fyrirtækið að reisa steypustöð til þess að steypa pípur í ræsin. og tek- ur stöðin senn til starfa. Ætlunin er að leggja veg meðfram skurðinum og verður uppgröfturinn notað- ur í vegarlagninguna. Hin skelíilegu verkfæri Pétur ók með okkur að gamla filugvallarhótelinu og sýndi okkur skruðgröftinn á því svæði. Við komum sára- Ljósmyndir: Ari Kárason saklausir fram á skurðbakk- en, litum niður og hopuðum eiginlega til baka við fyrstu sýn. Þverhníptur hamra- veggur blasti við sjónum eina átta metra niður, og hafa þeir þurft að grafa um sex metra niður klöppina. Þei'r notuðu fyrstu vikurnar loftpressubora af gömlu gerðinni, tóku fyrir þrjár borholur með tveggja metra millibili og boruðu sex metra niður klöppina, og þurftu þá að sprengja á botninum fyrir nægilega stórri holu til þess að koma fyrir aðalsprengibirgðum. 1 aðalsprengingum hefur þeim tekizt að iosa allt að þrjú hundruð teningsmetra. Er það tólf metra spölur af slkurðinum. Siðan hafa þeir gengið á grjótið með stór- virkum jarðýtum og skurð- gröfum og mokað upp á bakkana. Loftpressuborar eru skelfi- leg verkfæri og eru ma'rgir landar búnir að skakast á þessum borum undanfarna áuatugi. Hávaðinn og hrist- ingurinn eyðileggur tauga- kerfið með tímanum og end- ast menn heldur statt á þessum borum. Magavöðvar bormannsins verða illa leiknir og ryk gengur niður í lungun. Það hefur verið erfiðleikum bundið að vinna með svona borum í þessum skurði og hafa tveir menn verið settir á hvern bor og skakast þeir hálftíma í senn. Þá taka við óþreyttir menn annan hálftíma. Er þetta algengt veridag hér á landi. Sofandi umboð og tækninýjung Pétur Jónsson sá fyrir þessa erfiðleika og fór hann utan í sumar ásamt Hauki Guðjónssyni verkstjóra sín- um, og heimsóttu þeir hverja vélasýninguna á fæt- ur annarri. Þeir hlutu umb- un erfiðis síns á vélasýn- ingu í London og duttu þar niður á hagkvæman bor. Þama sáu þeir svokallað- an Holman loftpressubor og borar hann með þreföldum afköstum, borið saman við hina algengu tegund af bor- um hér á landi. Enginn maður kemur nálægt bom- um og þarf aðeins einn mann til að vakta hann og stendur hann í mátulegri fjarlægð frá honum. Svona bor hafa þeir svo keypt til landsins og er hann þegar kominn í gagnið hjá þeim félögum. Hefur Ræsir h.f. umboð fyrir Hol- mann fyrirtækið hér á landi. Hér er svo Holmanborinn. Er það fyrsti loftþrýstibor súmar! gcrð- ar hér á Iandí. Hann útheimtir aðdns ehm maan tfl gæzln og er Guðmnndur Oddsson starfandi yið þenaan boc. | Framhald á 9. síðu. I þessari vél vcrða rörin steypt í Fossvogsræsið. Þvermál þeirra verða a'It að 1.40 metra að innanmáli. Steypustöðin verður skammt frá Reyk.ianesbraut og tekur nú senn til starfa. I Fossvogsræsinu rís þverhníptur bergveggurinn átta metra upp séð frá botní. Víðast þarf að sprengja klöppina sex metra nlður, | en laus jarðvegur er um tvo mctra af hæðinni. ^ * »

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.