Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. marz 196 ÞlðSVILIINN SlÐA J Minnzt Davíðs skálds frá Fagraskógi Fáein æviatríði Davið Stefánsson skáld, s©m á morgun verður til mold- ar borinn, fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyja- fjörð og kenndi sig jafnanvið þann stað. Foreldrar hans voru Ragnheiður Davíðsdótt- ir, systir Ólafs Davíðssonar þjóðfræðasafnara og vísinda- manns, og Stefán Stefánsson bóndi og alþíngismaður í Fagraskógi. Davið tók stúd- entspróf 1919 eftir að hafa leingi verið frá námi sakir heilsubrests. Árið 1925 gerð- ist Davið bókavörður á Akur- eyri og gegndi þvi starfi leingi síðan. Davíð fór oft utan um ævina og ferðaðist víða um Skandinavíu, Austur- Evrópu og suður til Italíu. Fyrsta bók Davíðs Stefáns- sonar, Svartar fjaðrir, kom út 1919, en svo fljótt sé farið yfir sögu, komu síðan frá hans hendi tíu ljóðasöfn, fjögur leikrit, skáldsaga og ritgerðasafn; hafa verk hans margsinnis verið prentuð í heildarútgáfum. 1 samkeppni um hátíðarljóð 1930 féllu fyrstu verðlaun í hlut Davíðs, en þá þegar var hylli hans með þjóðinni svo almenn orð- in að verðlaunaveiting þessi kom engum á óvart. KVEÐJUORÐ Þegar fregnin barst um andlát Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, þá fund- um við það með trega, sem vorum hans samtimamenn, að nú var sleginn til þagnar sá strengur, sem við með hvað mestri eftirvæntingu höfðum hlerað til um skeið margra áratuga. Svo áhrifamikill var hinn fyrsti ásláttur þessa skálds, svo heitur og framandi þeim, sem vanizt höfðu ým- ist kaldrænni tjáningu lið- inna tíma eða þá tilgerð- arlegri, þvingaðri, að æ síð- an bjóst maður við að heyra þaðan hinn nakta sannleik svo í tilfinningu sem í hlutlægri skoðun. Nú er það einum lygi, sem er öðrum sannleikur, — og hafi okkur þótt sem við yrðum þar að einhverju leyti fyrir vonbrigðum sem árin liðu, þá má að minnsta kosti segja að það var ekki síður okkur að kenna en hörpuleikaranum Davíð Stefánssyni. Ekki veit ég hvort það þýðir nú að segja bömum ársins 1964 hvílík undur það voru sem gerðust þeg- ar Svartar fjaðrir komu út og lögðu undir sig lands- byggðina. Maður getur auð- vitað spurt sjálfan sig þess æ ofan í æ, hvort heidur það hafi verið lögmál tím„ ans og breytinganna sem þá ullu aldahvörfum, eða þeir menn. sem nefna má með nöfnum og þau verk þeirra. sem benda má á. — Það eitt er víst að heim- ur islenzkrar Ijóðmenntar var ekki samur frá þeirri stund er Davíð Stefánsson frá Fauraskógi fyrst kvaddi sér hijóðs. Ég nefndi lögmál tímans og breytinganna. Víst hafði bjóð bessa lands losna.'i úr álögum og var sem óðast að hrista af sér haminn á fyrstu áratumm aldarinn- ar. Víst höfðnm við eign- azt skáld sem töluðu til okkar úr mikilli hæð og fluttu okkur skynsamlegan og tímabæran boðskap sinn um ný lífsviðhorf og verk- efni vegna þeirra tímamóta, sem ýmist væru í vændum eða þegar upprunnin. Það var þungur barningsóður og þó riauðsynlegur, — en hversu óralangt frá hinni einstaklingsbundnu, skil- yrðislausu túlkun mann- legra kennda og tilfinninga, þar sem merkur laufgast um vetur og vötn frjósa um sumur, þar sem hjart- að ræður ríkjum og gleði þess og sorg birtist j áslætti strengsins, án þakkar eða klögunar til þess gamla guðs, sem gert hafði sig gildandi um aldir. Því var það að ljóð þeirra daga, sem helguðust Davíð Stef- ánssyni öllum skáldum fremur, voru slegin óút- skýranlegum töfrum og stemningum og dís þeirra ljóða var grimmari í hatri sínu, heitari í ást sinni, villtari í öllum atlotum og eftirsóknarverðari en menn áður vissu dæmi. Hún hét Abba labba lá. Það fellur í annarra hlut en minn að skrifa fræði_ lega og bókmenntalega minningargrein um Davíð frá Fagraskógi. Það munu þeir gera sem til þess hafa burði. Ég er aðeins einn af þeim mörgu sem muna morgun hans og sem nú kalla þakklæti sitt og sökn- uð á eftir honum, er hann hverfur okkur sjónum um farinn veg í hinum siðustu ljósaskiptum. Og þó okkur finnist það riú fjarlægast allra hluta að Ijóminn um nafn hans fölni eða spor hans máist, þá vitum við það að mat allra verðmæta er bundið við stund og stað. En þess heitari skal þökk okkar, þess hjartanlegri kveðja okkar, sem lifðum það ung að sjá hann stíga fram í sviðsljósið með hörpu sína og heyrðum hina fyrstu ógleymanlegu tóna. Eins og blóm sem við höld- um á í hendinni á göngu okkar, hvort sem við minn- umst þess hverja stund eð- ur ei, munu þeir fylgja okkur þann spöl sem eftir er. Guðm. Böðvarsson. í MÍNNÍNGU DA VÍÐS Þegar Davið Stefánsson kvaddi sér hljóðs með Svört- um fjöðrum rúmlega tvítug- ur var í skyndi hafinn sá fer- ill skálds sem hvað einstæð- astur hefur gerzt á þessu landi; svo Ijúf og sterk var snertíng hans við „brjóstum sem að geta fundið til“ að sú almenna hylli er Ijóð hans nutu þá strax og síðan, mun ekki eiga sér hliðstæðu á sama vettvángi. Því var lík- ast sem þjóðin fyndi í þessum ærslamanni einhverja þá fyll- íngu óska sinna er hana varð- aði mestu á stórbrotnum tímaskilum þessara ára. „Einginn hefur hærra stillt hörpustreinginn sinn.“ Sá nýi móður sem svall í ljóðum hans var innileg og þrótt- mikil túlkun á hugarhræríng- um kynslóðar hans, þjóðlíf, þjóðvísa, yljuð og uppi styrkt af lífsteiknum þjóðarinnar frá öndverðu í blíðu og stríðu. Þau tilbrigði tóna sem ljóð hans fluttu voru mörg og af mögn- uðum toga; Davíð sló ekki allt af setníngi, en varla mun nokkur ljóðlína hans sverja sig í ætt annarra eða villa á sér heimildir, svo persónulegt var túngutal? hans og innsæi í kenndir manneskjunnar. þrúngið gleðinni, ástinni, sorg- inni, samúðinni. Áhrif Daviðs urðu mikil og víðtæk í ís- lenzku þjóðlífi; en svo frjór sem blær og boðskapur verka hans hafa reynzt á menníng- arsviðinu, var tjáningarmáti hans fjarri því að hæfa nokkrum öðrum; hefur þó sægur manna lagt sig eftir Ijóðstíl Davíðs. Er þar stytzt frá að segja að það hefðu þeir ekki átt að gera, því þeir hafa fæstir haft erindi sem erfiði, nokkrir skapað mein- lausa flatneskju og margir leiðindi. Sannur uppreisnarmaður var Davíð leingi í verkum sínum, túnga hans heit og stríðandi; þó skipaði hann sér svo glöggt yrði greint hvergi í fylkíngu í því stéttastriði er háð var á hans dögum og var honum nokkuð jafnaldra. Sem málsvari smælingja var Davíð sem í öðru, einstæður, óháður. En það er hyggja mín, að fyrir ýmsum rísi minning Davíðs og skáldskap- ur hæst og skýrast í brekum og óstýrilæti þessa vígreifa öðlíngs — þegar góðborgar- arnir voru sem á náhim gagn- vart umsvifum hans. Eitt hið skýrasta einkenni á værkiim D"v'^ m.- trú hans á ISJid sitt og samstarf manns og moldar; laungum er alþýðan viðfángsefni hans og raunar aflvaki margs þess sem hann hefur bezt unnið. Einstaklíngshyggjan er þar hvarvetna ríkjandi; búhöldur — sem annað veifið er kannski farmaður, útilegumaður: Nú á ég skip og skjöld, himininn yfir höfði mér og höfin breið og köld, og strengina sem ég stilli undir stjörnunum í kvöld. Þessi sami voldugi einstæð- ingur „grætur með hryggum, sveltur með þeim soltna"; í eimlægni sinni og dreingskap talar túnga Davíðs í hvivetna máli þess sem hraktur er og misskilinn. I því sambandi minnumst við sögunnar um Sölva Helgason, kvæða um krumma, konuna sem kyndir ofninn, Hrærek á Kálfsskinni, Guðmund góða, og Gullna hliðsins, og er þarflaust að vitna nánar í verk sem nán- ast eru hverju barni kunn. Undir það síðasta þótti mörgum sem Davíð væri brugðið, en ævinlega sló fyrir nokkru af þeim andblæ sem mönnum var bnkknstur forð- um og r' ' - bó . Framhald á 8. síðu. • • HJORTURINN -í MINNINGU DAVÍÐS- Fjölkrýndi ljóðhjörtur Fagraskógar, sonur Sólarfjalla, sifji Kaldbaks: hníg heill að laufum til hindar þinnar. Komst þú með sönginn úr sönghellum landsins, komst þú með eldinn úr eldfjöllum landsins, söngst inn f sálirnar, brenndir inn í brjóstin tóna og gneista tíðar hinnar nýju. Ömaði fsland mjög: hátt léztu hjörtun loga, hjörtur Fagraskógar. Áttum við í inni þínu- örskotsstund síðustu samfunda: árnuðum hvor öðrum — í augu horfðumst — blessunar þeirrar, þá er boginn spenntur gylli, að falla fullum móði og fölskvalaust. Hniginn ertu tiginn — hjartað lostið öru — umleikinn ást þeirra er þig undruðust: sé ég svanaflug yfir Sólarfjöllum, kórónu geislandi á Kaldbaki, hind hvíta rísa og með hirti prúðum líða á skáldhörpu skærri inn í skógardrauminn, inn í eld fjallanna. inn í söng hellanna, inn í sál og brjóst þjóðarinnar, inn í sögu landsins. Lengi munu horn þín hljóma, hjörtur Fagraskógar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.