Þjóðviljinn - 08.03.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 08.03.1964, Síða 10
1Q SÍÐA ÞJÚÐVIUINN Sunnudagur 8. marz 1964 ARTHUR C. CLARKE í MÁNARYKI áhrif á fylgismennina. Þeir hofðu fyrir hinar himnesku ver- ur sínar og þeir létu ekki s..pta sig þeim. — Þú ert ekki enn búinn að útskýra, sagði herra Schuster, hvers vegna Diskafólkið er að elta þig. Hvað hefur þú gert þeim til bölvunar? — Ég var að verða of nákunn- ugur sumum leyndarmálum þeirra, svo að þeir notuðu þetta tækifæri til að gera mig óskað- legan. — Ég hefði haldið að þeir myndu beita einfaldari aðferð. — Það er fráleitt að hugsa sér að takmarkaður skilningur okk- ar geti fylgt hugsanagangi þeirra. En þetta leit út sem slys; engum dytti í hug að þetta væri með vilja gert. — Skynsamlega athugað. Og þar sem það skiptir ekki máli lengur, myndirðu þá ekki vilja segja okkur hvaða leyndarmál það var sem þú varst búmn að komast að? Ég er viss um að okkur þætti öllum fróðlegt að vita það. Hansteen gaut augunum í skyndi til Irving Schuster. Hon- um hafði fundizt hann vera fremur hátíðlegur og laus við allan galsa; þetta kom honum á óvart. — Ég skal fúslega skýra frá þvi, svaraði Radley. — Þetta byrjaði í rauninni árið 1953 þegar bandarískur stjö.mufræð- ingur að nafni O’Neill uppgötv- aði dálítið undarlegt hér á Tunglinu. Hann uppgötvaði dá- litla brú á austurströnd Crisium hafsins. — Aðrir stjömufræðingar hlógu auðvitað að honum — en ýmsir sem ekki voru eins for- dómafullir. staðfestu tilveru brúarinnar. En innan fárra ára var brúin horfin. Augljóst var að áhugi okkar hafði vakið grunsemdir Diskamannanna og þeir fjarlægt hana. — Augljóst, hugsaði Hansteen; þetta var gott dæmi um sann- anir Diskatrúarmanna — stað- hæfingar sem ekki voru annað en staðhæfingar. Hann hafði HARGREIÐSLAN Rárgreiðsln og snyrtistofa STEIND og DÖDÖ Langavegi 18 m. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla "ið allra hæfi. TJARNARSTOFAN. TJamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLCSTOFA ADSTDRBÆJAR. (Marfa Guðmundsdóttir) Laugaveg) 13 — SlMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. — aldrei heyrt talað um þessa brú O’Neills, en til voru mörg dæmi um rangar athuganir í skýrslum stjömufræðinga. Skurðimir á Mars voru sígilt dæmi; heiðar- legir athugunarmenn höfðu greint þá árum saman, en þeir voru beinlínis ekki til — að minnsta kosti í því reglulega köngulóai-vefsformi sem Lowell og fleiri höfðu teiknað upp. Á- leit Radley að einhver hefði fyllt upp f skurðina frá þvi að Lowell var uppi og þangað til fyrsta skýra ljósmyndin barst frá mars? Hansteen þótti það ekki ósennilegt. — Lfklega hafði brúin hans O’Neills verið leikur ljóssins eða hið eilífa skuggaspil á Tungl- inu — en svo einfaldar skýring- ar voru að sjálfsögðu ekki nógu 40 góðar handa Radley. Og hvað sem því leið. hvað var maður- inn að vilja hér. nokkur þús- und kílf--'ra frá Crisium- hafi? Einhve 1 i'Orj.m datt hið -ama í hi’- 03 bar fram þá spurningu. FOs og endranær Vlafði Radl-y r.i'i-'nfærandi svar á reiðum höncium. — Ég gerði mér vonir um, sagði hann, að eyða grunsemd- um þeirra með því að haga mér eins og venjulegur ferðamaður. Vegna þess að sannanimar sem ég leiðaði að voru á vesturhveli þá“ fór ég í austur. Ég ætlaöi mér að komast til Crisiumhafs með því að fara yfir ytri hlið; þar var líka sitt af hverju sem mig langaði til að líta á. En þeir voru of slungnir. Ég hefði átt að vita að þeir myndu hafa upp á mér — þeir geta tekið á sig mannlega mynd, skiljið þið. Sennilega hafa þeir verið á hæl- unum á mér síðan ég lenti á Tunglinu. — Mér þætti gaman að vita, sagði frú Schuster, sem virtist taka orð Radley æ alvarlegar, hvað þeir ætla nú að gera við okkur? — Ég vildi að ég gæti sagt yður það frú, svaraði Radley. Við vitum að þeir eiga hella langt inni í Tunglinu og senni- lega er ætlunin að fara með okkur þangað. Strax og þeir sáu að björgunannennirnir voru að nálgast, tóku þeir aftur til sinna ráða. Ég er hrædur um, að við séum komnir of djúpt til þess að þeir nái til okkar núna. Nú er nóg komið af þessari vitleysu, sagði Pat við sjálfan sig. Við erum búin að fá stund- arskemmtun, en nú ætlar þessi vitleysingur að eyðileggja von- ina fyrir fólki. Hvemig er hægt að þagga niður í honum? Geðveiki var sjaldgæf á Tungl- inu eins og í öllum nýjum þjóð- félögum. Pat vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við — einkum þar sem um var að ræða slíkt sjálfsöryggi og sannfæring- arkraft. Stundum fór hann næst- um að velta fyrir sér hvort eitt- hvað gæti verið til i þessum kenningum Radleys; undir venjulegum kringumstæðum hefði heilbrigð skynsemi hans og gagnrýni vemdað hann, en eftir þessa erfiðu daga andlegr- ar áreynslu, voru hugsanir hans ekki eins skýrar. Hann óskaði þess að til væri einhver snyrti- leg aðferð til að rjúfa töfrana sem þessi mælski brjálæðingur hafði sýnilega lagt yfir ýmsa af farþegunum. Með dálítilli blygðun minntist hann hins snögga höggs :em svæft hafði Hans Baldur með svo góðum árangri. Án þess að ætla sér það — óafvitandi að minnsta kosti — mætti hann augnaráði I-Tarrl-'n-js. Honum til : óróa fékk hann s-'n--''-nrIis svar; I Harding kinkaði kolli lítillega og ’-eis hægt á fætur. Nei! sagði ^at — en aðcins við sjálfan sig. Ég átti ekki við það — láttu •-•e-altþgs manninn vera — hvers fyrirbæri ert þú elginlega? Svo varð honum rórra. Hard- ing gerði ekkerrt til að nálgast : Rodley. Hann stóð aðeins við sæti sitt, horfði á Nýsjálend- inginn með óræðum svip. Ef til vill var meðaumkvun í svipn- um, en birtan var svo dauf að Pat gat ekki greint það. — Ég held það sé tími til kominn að ég komi með mitt framlag, sagði hann. — Að minnsta kosti eitt sem hann vin- ur okkar var að segja ykkur, var alveg rétt. Honum hefur verið veitt eftirför, en það eru engir Diskamenn sem það hafa gert. Heldur ég. — Af viðvaningi að vera, Wilfred George Radley, þá hef- urðu ekki verið neitt lamb að leika við. Þetta hefur verið mik- ill eltingaleikur — frá Christ- church til Astrograd til Clav- ius til Tycho til Ptolemy til Plato til Roris virkis — og loks hingað, sem ég býst við að séu leiðarlok að fleiri en einu leyti. Radley virtist ekkert miður sín. Hann kinkaði aðeins kolli með hátíðleik, eins og hann við- urkenndi tilveru Hardings, en hefði ekki áhuga á að stofna til kunningsskapar. — Eins og þið hafið ef til vill gizkað á, hélt Harding áfram, þá er ég leynilögreglumaður. Oftast nær fæst ég við fjár- svikamál. Þetta er mjög athygl- isverð atvinna, þótt mér gefist sjaldan tækifæri til að tala um störf mín. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. — Ég hef engan áhuga — tja, engan atvinnuáhuga — á hin- um sérstæðu trúarbrögðum herra Radleys. Hvort sem þau hafa við eitthvað að styðjast eða ekki, þreytir það engu um það. að hann er slyngur bókhaldari á góðum launum í Nýja Sjálandi. Að vi'su eru iaun hans ekki nógu há til að greiða fyrir mánaðar- dvöl á tunglinu. — Eln það var ekkert vanda- mál — vegna þess að heira Radley var yfirbókhaldari í Christchurch deild Alheims- ferðakorta. Kerfið á að vera fullkomlega öruggt og tryggt í alla enda og kanta, en með ein- hverju móti tókst honum að verða sér úti um kort — Q- tegund, sem gildir fyrir ferðalög af öUu tagi um Sólkerfið þvert og endilangt, gistingu og fæði, innlausn ávísana allt að fimm hundruð doUurum hvenær sem vera skal. Það eru ekki til mörg Q-kort og þau eru meðhöndluð eins og þau væru úr plutoníum. — Auðvitað hefur fólk reynt að bera þetta við áður; við- skiptavinir eru alltaf að týna kortunum sxnum og athafna- samir einstaklingar skemmta sér konunglega með þau f höndun- um, þar til í þá næst. En aðeins nokkra daga; eftirlitskerfið er mjög nákvæmt — það verður að vera. Ýmsar varúðarráðstaf- anir hafa verið gerðar til að fyr- irbyggja misnotkun af þessu tagi, og til þessa hefur enginn kom- izt undan lengur en viku. — Níu daga, skaut Radley ó- vænt inn í. — Ég bið afsökunar. Þú ættir að vita það. En Radley hafði verið á ferðinni næstum þrjár vikur áður en við fundum hann. Hann hafði tekið hið áriega leyfi og sagt skrifstofunni að hann myndi dveljast á norður eynni. Þess í stað fór hann til Astro- grad og þaðan áfram til Tungls- ins og ferð hans varð söguleg. Því að hann er fyrsti maðurinn og vonandi líka þá síðasti — sem kemst burt af jörðinni upp á krít. — Enn þurfum við að fá að vita hvemig hann fór að því. Hvernig slapp hann framhjá hinu vélræna eftirliti? Var ein- hver meðsekur honum? Og ýms- ar fleiri spumingar af þessu tagi. Ég vona, Radley, að þú leysir frá skjóðunni við mig, þótt ekki væri nema til að full- nægja forvitni minni. Mér finnst það næstum skylda þín undir þessum kringumstæðum. — En við vitum af hverju þú gerðir það — af hverju þú fórn- aðir ágætri stöðu til að fara í skemmtiferð, sem hlaut að enda með fangavist. Við gizkuðum auðvitað á ástæðuna um leið og við komumst að þvi að þú varst á Tunglinu. Alheimskort, h.f. vissu allt um tómstundaiðju þína, en hún hafði ekki dregið úr starfshæfni þinni. Þeir tefldu á tvær hættur og það varð býsna dýrt spaug. — Mér þykir þetta leitt, svar- aði Radley með nokkrum virðu- leik. — Fyrirtækið hefur alltaf komið vel fram við mig, og þetta var hálfsmánarlegt af mér. En málstaðurinn var góður, og ég hefði haft upp á sönnunar- gögnum — En þegar hér var komið misstu allir nema Harding leyni- iögregluþjónn allan áhuga á Radley og Diskunum hans. Hljóðið sem þau höfðu beðið eft- ir í ofvæni, heyrðist nú loksins aftur. Teinninn hans Lawrence klór- aði í þakið. TUTTUGASTI OG ATTUNDI KAFLI. Mér finnst ég hafa verið hér hálfa eilífð, hugsaði Maurice Spenser — samt er sólin ennþá lágt í vestri, þar sem hún kem- ur upp í þessum undarlega heimi, og ennþá eru þrfr dag- ar til hádegis. Hve lengi enn þarf ég að dúsa á þessu fjalli \ Nei, sko þarna er auglýst ný tegund af rafmagnsrakvél- um. Það er bezt að ég kaupi eina. Hvemig stendur á því að þú ert alltaf með strákum sem aldrei fá ætan bita heima hjá sér. / Vippu-bílskúrshurðir v/f//^/y/////y////y///////y////v/////////////////A Á \é\ s f I ^ f § 1 I-karmvur Lag’erstærðir: Hæð x Breidd Múrop:...... 210 x 240 cm Múrop:...... 210 x 270 cm ALLAR STÆRÐIR SMÍÐAÐAR EFTIR MÁLI. Trésmiðja Gissurar Símonarsonar við Miklatorg Reykjavík — Sími 14380. Sérverzlunin Bókubúð Kefíuvíkur Keflavík, er til sölu, e’f um semst við eig- andann, Kristin Reyr. VERZLUNIN ER í FULLUM GANGI. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.