Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 1
Fræðsluerindi um lundbúnuðurmálin Fræðsluerindi Sósíalistaflokksins verður flutt í dag í Tjarnargötu 20. — Þá talar Stefán Sigfússon um vanda- mál landbúnaðarins og svarar fyrirspurnum. Félagar eru eindregið hvattir til að hlýða á erindið. — Það hefst kl. 2 síðdegis. JarSskíálftakippir finnast á VestfjörSum: I gær var allt á huldu um upptök jarðhræringanna □ Frá því á miðvikudagskvöld hafa öðru hvoru fundizt jarðskjálfta- kippir á Vestfjörðum, greinilegast við norðanvert ísafjarðardjúp. Er þetta mjög óvenjulegt á þessum slóðum. í gær var ekki vitað um upptök þessara jarðhræringa en Bjöm Pálsson flaug síðdegis í gær vestur með nokkra vísindamenn og ætluðu þeir að fljúga yfir Drangajökul til þess að kanna hvort hræringar þessar stöfuðu af hlaupi í jöklinum. Þjóðviljinn átti síðdegis í gær tal við Sigurð Hannesson bónda á Ármúla í Nauteyrarhreppi, en mestar jarðhræringar hafa fundizt í Ármúla og næstu bæjum, Melgraseyri og Skjald- fönn. Sigurður sagði að fyrstu kipp- irnir hefðu fundizt á miðviku- dagskvöld og síðan hefðu fund- izt kippir alltaf öðru hvoru. Snarpasti kippurinn kom kl. 8.25 á föstudagskvöld Komu þá alls 4 kippir og stóðu hræring- amar jrfir í 10 mínútur. — Hreyfðust hlutir í húsum inni og búpeningur varð hræddur. Kippunum fylgir þytur í lofti og drunur. Síðustu kippimir komu í gær um kl. 1.5& tveir allsnarpir kippir. Það er mjög óvenjulegt að jarðskjálftakippir finnist á þessum slóðum, sagði Sigurður. Þó fundust tveir kippir í fyrra er jarðskjálftarnir komu íyrir norðan, en þeir vom miklu minni en þessir. í gær fór leiðangur þarna úr sveitinni inn að svonefndu Kaldalóni til þess að athuga hvort nokkuð óvanalegt væri þar að sjá, en tilgátur eru um það að hræringar þessar kunni að stafa af hlaupi í Dranga- jökli, þar eð hlaupinu í Brúar- árjökli fylgdu drunur og hrær- ingar líkar þessu. Ekki var sá leiðangur kominn aftur til byggða er blaðið hafði tal af Sigurði. Þá flaug Björn Pálsson vest- ur með vísinda- og fréttamenn til þess að kanna Drangajökul en fregnir höfðu ekki borizt af þeim leiðangri er blaðið fór i prentun. Samkvæmt upplýsingum Hlyns Sigtryggssonar Veðurstofustjóra, sýndu jarðskjálftamælar Veður- stofunnar jarðhræringar um kl. 8.30 i fyrrakvöld, en óvíst er hvar þær hafa átt upptök sín. Sagði hann að það gæti al- veg eins hafa verið norður á Strandagrunni. Hins vegar sagði hann að venjulega finndist ekki þytur eða hvinur með jarð- skjálftunum nema í námunda við upptök þeirra. Hræringanna hefur ekki orðið vart allsstaðar við ísafjarðardjúp, en þó hafa þær fundizt t.d. á ísafirði og ailt norður á Strandir. RANNSGKN BRIMNESMÁLS- INS STENDUR ENNÞÁ YfíR Af fjölbr. efni SUNNU- DAGS, fylgirits Þjóðvilj- ans í dag, má nefna þetta meðal annars: ★ Réri nær 30 vertíðir — Kristján Júlíus Kristj- ánsson bóndi í Efri- Tungu segir frá daglega iífinu í verinu. ★ Ræktun án moldar — grein í flokknum Vís- indi og tækni. ★ Huldumaðurinn með rauðu duluna — inn- lend sögn. ★ Ljóðaþýðingar eftir Erlu skáldkonu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur. ★ Jean Gabin — grehr um heimsfræga franska kvikmyndaleikara. ★ Kirkjur — sunnudags- pistill Á.B. ■ Þjóðviljinn átti í gær tal við umboðsdómarann og innti hann eftir því hvað rannsókn málsins liði og hve- nær dómur væri væntanlegur í því. Sagði dómarinn að hann væri nú að vinna að málinu. Þar sem Brimnesmáliö er orð- ið nokkuð gamalt í hettunni og langt síðan því hefur verið hreyft í blöðum er ekki úr vegi að rifja það nokkuð upp. Upp- haf þessa máls er það, að á ár- unum 1959 og 1960 gerði Axel Kristjánsson í Rafha út togar- ann Brimnes NS-14 í umboði fjármálaráðuneytisins. Fljótlega komst það orð á, að ekki myndi allt vera með felldu varðandi reksturinn á togaranum en lengi vel fékkst dómsmálaráðherra ekki til þess að sinna ítrekuð- um kröfum um rannsókn á við- Útvarpsumræður um utanríkisstefnuna ■ Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur krafizt útvarps- umræðu um þingsályktunartillögu um utanríkisstefnu ís- lenzka lýðveldisins, en flutningsmenn hennar eru þeir Gils Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Alfreð Gíslason og Ragn- ar Amalds. ■ Samkvæmt upplýsingum frá Lúðvík Jósepssyni, for- manni þingflokksins, hefur nú verið ákveðið að útvarps- umræður fari fram um málið en ekki endanlega frá því skiptum Axels við ríkissjóð í sambamdi við rekstur togarans. Loks gerðist það rétt fyrir bæjarstjórnarkosningamar vor- ið 1962 að dómsmálaráðherra fyrirskipaði rannsókn og var Logi Einarsson skipaður sebu- dómari í málinu. Vann hann að rannsókninni frá því í júní 1962 þar til í desember sama ár og fékk saksóknari ríkisins þá skýrslu setudómarans til athug- unar. 26. febrúar 1963 fyrirskipaði saksóknari svo að höfðað skyldi opinbert mál á hendur Axel Kristjánssyni, sem verið hafði forstjóri útgerðarinnar, og enn- fremur á hendur bókhaldara hennar Sigurði Eiríkssyni, ,,fyrir óreglusemi og vanrækslu í bók- haldi útgerðar togarans, og enn- íremur fyrir misnotkun á að- stöðu með fjárreiður útgerðar- innar að því er varðar kaup á skrúfu í skipið“, eins og komizt er að orði í fréttatilkynningu Væntanlega fer að styttast þar til dómur verður kveðinn upp í þessu máli enda senn fimm ár liðin frá því málsatvik gerð- ust. Á myndinní er fonnaður gæzluliðs SÞ á Kýpur í cftirlitsferð í Ktima, þar sem bardagarnir voru harðastir í vikunni sem leið. Indverjinn er til hægri á myndinni og í fylgd með l'.onum nokkrir brezkir hermenn. STRÍÐSHÆTTAN Á KÝPUR LIÐIN HJÁ ANKARA OG AÞENA 14/3 — í nótt sendi tyrkneska stjómin Kýpurstjórn orðsendingu þess efnis, að Tyrkir gerðu sig ánægða með tilraunir SÞ til þess að koma á fót alþjóðagæzluliði sem fyrst. Hættan, sem vofði yfir í gáer- kvöld er því liðin hjá, og Tyrkir munu ekki senda herlið til Kýpur. Það var í gær, sem Tyrkir sendu stjóm Kýpur orðsend- ingu um að tyrkneskt herlið yrði sent til eyjarinnar, ef bar- dagamir milli þjóðarbrotanna hættu ekki tafarlaust. Sagði í orðsendingunni, að griski meiri- hlutinn á Kýpur hefði í hyggju að útrýma tyrkneska minnihlut- anum áður en alþjóðagæzlulið- ið kæmi á vettvang. Þessi orðsending vakti ugg um allan heim, þar sem f kjöl- far hennar fylgdi neikvætt svar frá Kýpurstjóm, sem sagðist ekki geta gengið að þeim skil- málum. sem Tyrkir settu. Var þá tekið til óspilltra mál- anna í aðalbækistöðvum Sam- einuðu þjóðanna, og loksins komst nokkur skriður á stofnun alþjóðagæzluliðsins. 1 gær fóru Sviar, Kanadamenn og fleiri þjóðir að undirbúa liðssendingu, og er talið, að liðið frá Kan- ada sé væntanlegt þá og þeg- ar. Ekki er búizt við að liðið verði komið almennt fyrr en á mánudag. Hollendingar, Banda- ríkjamenrí, Bretar, Grikkir o.fl. lofuðu 1 gær að senda fé til þess að standa undir kostnað- inum. Og í dag lofuðu Tyrkir að leggja af rriörkum 100.000 dollara. Það var mikill léttir, þegar Tyrkir sendu Kýpurstjórn að Tyrkir gerðu sig ánægða með væntanlega liðssendingu frá Sameinuðu þjóðunum. og hyggi ekki á innrás, enda höfðu þeir komið vilja sínum fram — al- þjóðlegt gæzlulið er á leiðinni. Spilakvöld Sósíalisfa- félagsins rtr Spilakvöld Sósíalistafélagg Reykjavíkur í Tjamargötu 20 hefst kl. 8.30 í kvöld. sunnudag. Til fróðleiks og skemmtunar mun Páll Bergþórsson veð- urfræðingur fiytja erindi á spilakvöldinu, en að vanda verða veitingar á boðstól- um og verðlaun veitt að spilamennskunni Iokinni. if Sósíalistar eru hvattir til að fjölmenna á spilakvöld þetta. FloKkurinn DEILDAFUNDIR annað kvöld, mánudag. MUNIÐ SPILAKVÖLDIÐ — .conMjv i .Am-—- Morðið ú Kennedy Tilræðismennirnir hafa hæft Kennedy forseta og hann hefur hnigið niður í sæti sínu. Dökka örin bendir á höfuð hans, sú í : ■ hvíta á fót hans. í dag birtum við þriðja hluta hinnar athyglisverðu skýrslu Thom- asar Buchanans um morðið: „Jack Ruby hefði getað séð morðingjann sem skaut á Kennedy frá brúnni“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.