Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 7
Stmnudagur 15. mar?. 1964 ÞIÖÐVIUINN SIÐA 7 SANNLEIKURINN UM MORÐIÐ Á KENNEDY Jack Ruby hefði getað séð morðingj- ann sem skaut á Kennedy frá brúnni 17íð höfum nú kynnt okk- * ur „sönnunargögn“ lög- reglunnar, vegið þau og metið, en víkjum nú að okkar eigin tilgátum um atvik morðsins og met- um sjálf líkurnar. Við reynum á þennan hátt að gera okkur grein fyrir hvemig líklegast sé að morðið hafi verið framið. Við höfum þegar rekið okk- ur á að allt bendir til þess að annar maður hafi verið á morðstaðnum. Við munum kalla hann vitorðsmann núm- er 1. Hann hefur komizt inn í bókageymsluhúsið einhvem tíma frá lokun þess kvöldið áður þar til það var aftur opnað um morguninn þegar morðið var framið. Hann hef- ur haft með sér matarbita. Hann hefur falið Oswald að koma með riffilinn í húsið, því að það hefur verið miklu minni áhætta fyrir Oswald að koma með stóran pakka í vinnuna. Oswald var á verði allan morguninn og hélt vinnufélög- um sínum burtu frá herberg- inu þar sem vitorðsmaður nr. 1 faldi sig. Þegar félagar Os- walds fóru út á götu að horfa á bílalestina, aðstoðaði hann vitorðsmann nr. 1 að hlaða pappaöskjunum upp við glugg- ann. Síðan fór hann niður 3 matsalinn og var kominn þang- að nokkrum andartökum eftir morðið. Honum hefur e.t.v. ver- ið sagt að vitni sem kynnu að sjá hann þar, nær því á sömu stundu og skotin riðu af, myndu útiloka hann frá hlut- deild í morðinu. Um manninn sem varð eftir í herberginu á sjöttu hæð og okkur er nú óhætt að kalla morðingja nr. 1 vitum við að hann hafði þegar verið þar lengi; einnig að hann reykti ákveðna sígarettutegund og að hann var sennilega með hanzka á höndum og þaulvan- ur vegna atvinnu sinnar að fara með skotvopn. Meðan morðingi nr. 1 beið eftir bílalestinni, kom morð- ingi nr. 2 sér fyrir á iárn- brautarbrúnni sem liggur yf- ir leiðina sem bfli Kennedys átti að fara. Eins og sjá má á myndum er grindverk á þessari brú, sem auðvelt er að skýla sér á bak við. Göt eru á grindverkinu sem hægt hefði verið að skjóta gegn- Bílarnir stefndu beint í átt að brúnni og voru því ákjós- anlegt mark fyrir skotmann sem lá þar í leynum. Bæði vegna lítillar fjarlægðar og hæðar var þetta auðvelt skot- mark fyrir miðlungsskyttu. Morðingi nr. 2 skaut fyrsta skotinu. Kúlan hæfði í háls forsetans að framanverðu og sat föst í brjósti hans. Morð- ingi nr. 1 skaut öðru skotinu svo til samtímis. Hann hæfði ekki forsetann, en sœrði Connally ríkisstjóra. Morðingi nr. 2 sem sá að hann hafði hæft nákvæmlega í mark, tók nú annaðhvort til fótanna eða hleypti af öðru skoti, en missti algerlega marks. En morðingi nr. 1 sem vissi að honum hafði brugð- izt skotfimin hélt áfram að skjóta. önnur kúla hans hæfði hnakka forsetans. Þriðjihluti skýrs/u Buchununs Morðingi nr. 1 hafði þannig þreföldu hlutverki að gegna: A Þótt vitorðsmaður hans hefði af einhverjum ástæðum ekki komizt upp á brúna, hefði banatilræðiö samt ekki þurft að fara út um þúfur. A Skot hans ollu ringul- reið til að auðvelda skotmann- inum á brúnni undankomu. Menn myndu nefnilega beina athyglinni fyrst að þeim stað sem síðustu skotin komu frá. CU Skotin urðu fyrir hvern mun að koma úr húsinu þar sem sá vann sem síðar skyldi kennt um morðið. Það er leitt að aðeins skyldi sjást aftan á morðingja nr. 2, rétt áður en hann hvarf. Lögreglumaður sem klifraði upp á brúna strax eftir að síðasta skotið reið af sá á bak honum. En það er þó eitt vitni sem hefði getað séð framaní skotmanninn á brúnni. Ef til vill gæti það þekkt hann aftur. Þetta vitni er Jack Ruby. Ruby var staddur í bygg- ingu blaðsins „Dallas Morn- ing News“, þar sem hann var að útbúa auglýsingar fyrir nektarsýningarklúbb sinn. Það er ósköp leitt til þess að vita að honum skyldi liggja svo mjög á að koma þessu í verk. að hann gat ekki gefið sér neinn tíma til að horfa, á- samt nær öllum starfsmönn- um blaðsins, á bílalest forset- ans fara framhjá; og það þrátt fyrir aðdáun hans á Kennedy, sem var svo mikil að sögn lögmanna hans að hún jaðraði við geðbilun. Ruby var nefni- lega einn eftir í einu her- bergi blaðhússins, þaðan sem sjá mátti samtímis bæði brúna og bókageymsluhúsið. Síðar skýrðu fjórir starfs- menn blaðsins frá því að þar sem þeir voru staddir hefði greinilega heyrzt hvaðan fyrsta skotið kom: Það kom frá brúnni. Ef Ruby hefði litið út um gluggann, á þessari stundu, hefði hann áreiðanlega séð skotmanninn á brúnni. En ef skotmennimir voru tveir, þá hljóta rifflamir einnig að hafa verið tveir. Hvemig gat annar riffillinn gersamlega horfið? Staðreynd- in er að það eru veigamiklar sannanir fyrir tilvist hans. Skömmu eftir handtöku Os- walds afhenti lögreglan í Dall- as Wade héraðssaksóknara skotvopn, sem hann úrskurðaði að lokinni gaumgæfilegri rann- sókn, að væri „þýzkur Maus- er“. Hann skýrði blaðamönn- um frá því afdráttarlaust að þetta væri „morðvopnið". Hann var ekki að lýsa áliti sínu, heldur skýra frá stað- reynd. Wade hefur gegnt embætti sínu 1 þrettán ár. Áður hafði hann verið í fjögur ár lög- reglumaður í FBI. Honum ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að greina á milli þýzks Mauser-riffils og ítalsks Car- cano-riffils. Hann hefur líka í þjónustu sinni um fimmtíu starfsmenn sem allir eru fær- ir um að lesa úr áletrunum sem grafnar eru á skotvopn. Wade gaf yfirlýsingu sína um morðvopnið daginn eftir tilræðið. En næsta dag var það uppgötvað í spjaldskrá FBI að Oswald hefði { marz 1963 keypt riffil undir fölsku nafni og hefði riffiilinn verið send- ur í pósthólf í Dailas. Wade tók þá strax aftur yfirlýs- ingu sína og sagði að morð- vopnið hefði reyndar verið það sem Oswald hafði pant- að. Mauserinn gleymdist. Allir rannsóknarmennirnir voru á einu máli um að ,.morð- vopnið“ hefði fundizt í bóka- geymsluhúsinu; en þeir voru á hinn bóginn ekki sammála um hvar 1 húsinu það hefði fundizt: bað var ýmist á sjöttu hæð eða fimmtu. En sagan er ekki öll sögð með því. Það er sannað mál að tveir Carcano-rifflar frek- ar en einn komu við sögu. Skotvopnasali í íþróttavöruverzl- un Irvings rétt hjá heimili Os- walds skýrði frá því eftir til- ræðið að þremur vikum áður hefði viðskiptavinur fengið sett sjónaukamið á ít.alskan riffil sinn. Hann fann m.a.s. pönt- unarseðilinn, sem hafði núm- erið 13 374. Og á seðlinum stóð nafn viðskiptavinarins: „Os- Wald“. T-ögreglan taldi að eftir 'mtta þyrfti ekki frekar vitn- anna við: Oswald var morð- inginn. En skömmu síðar sagði skot- vopnasalinn, að þótt hann gæti ekki munað eftir viðskipta- manninum, myndi hann eftir öðru: Hann hefði fest sjón- aukamiðið með þremur skrúf- um. Á moi’ðvopni iögreglunn- ar voru hins vegar aðeins tvær skrúfur. Lögreglan í Dallas sneri þegar við blaðinu. sagði nú að þessi „Oswald“ sem komið hefði til Irvings hefði vafalaust verið nafni morðingjans, sem einnig hefði átt riffil af ít- alskri gerð. Hin „óvéfengjan- lega sönnun" fyrir sök Os- walds var ekki nefnd framar. En erlendir blaðamenn voru orðnir tortryggnir. Bi'ezka blaðakonan Jean Campell fann annan skotvopnasala { nágrenni við heimili Oswalds. Ilún spurði eiganda verzlunarinnar, frú Edith Whitworth. spjörun- um úr og konjst að því að sama daginn og .,Oswald“, nafninn, kom til Irvings, hefði ungur maður komið í verzlun frú Whitworth til þess að panta hjá henni sjónaukamið. Að sögn frúarinnar voru i fylgd með þessum unga manni — sem lögreglan vill ekki að hafi verið Oswald — ung kona og tvö böm; konan hélt á öðru barninu, hvítvoðungi, en hitt barnið var tveggja ára. Frú Whitworth sem benti unga manninum á að fara til Irvings segir að kona hans hafi ekki svarað spumingum og hún hafi virzt e:ga bágt með að skilja ensku. Lýsing frú Whitworth á al- gerlega við fjölskyldu Oswalds og hún er staðfest af öðrum viðskiptavini, frú Hunter, sem stödd var í verzluninni. Það eru þannig mjög sterk- ar líkur fyrir því að tvö vopn sömu tegundar hafi farið um hendur Oswalds; þessi vopn voru svo lík hvort öðru, að m.a.s. lögreglan í Dallas villt- ist á þeim um stundaxsakir. Þessi tvö ítölsku skotvopn, af mjög óvenjulegri gerð, voru sjálfsagt valin í ákveðnum til- gangi: Hægt var að villast á kúlum úr þeim, a.m.k. ef rann- sókn kúlnanna væri yfirborðs- leg. Það væri því hægt á þennan hátt að leyna rann- sóknarmennina því, að tvð skotvonn hefðu verið notuð við tilræðið: tækist það ekki, myndi hægt að láta annað vopn sömu gerðar í staðinn fyrir bað sem morðið var framið með. um. Ruby með tveiniur neklardansmeyjum sínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.