Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 3
Sunxiudagur 15. marz 1964 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 Á HVÍLDAR- DAGINN ER ÞETTA RÆKTARSEMI? I minningu Hallgríms Biskupinn yfir Islandi, séra Sigurbjöm Einarsson, hefur mælt svo fyrir aö í dag skuli þess minnzt í öllum kirkjum landsins, að hálf fjórða öld sé liðin frá feeðingu Hallgríms Péturssonar. Raunar veit eng- inn hvaða dag Hallgrímur fæddist, og fæðingarárið er ekki öldungis ótvirætt heldur, en það skiptir ekki meginmáli, allir dagar eru vel til þess fallnir að minnast manns sem átti svo öfluga skáldgáfu að hún brúar bilið milli ólíkustu kynslóða sem lifað hafa í þessu landi. I hirðisbréfi sinu til presta býður biskup þeim að halda messu í dag „er sér- staklega sé helguð þakkargjörð til Guðs fyrir hinn blessaða boðbera, Hallgrím Pétursson, og fyrir ómetanlega leiðsögn hans um þriggja alda skeið. Sjálfsagt er að þá verði ein- göngu sungnir sálmar eftir hann. Prédikunin ætti að vekja til umhugsunar um þann vitn- isburð og andlega arf, sem hann hefur eftir sig látið meö verkum sínum.” En jafnframt varar biskup klerka sína við: ,,En ekki væri það í anda hans að aðdáun á honum sjálfum, gáfu hans og skáldlegri íþrótt, yrði aðalatriðið”, heldur eiga prestar í staðinn „mínum Drottni til þakklætis” að minna söfnuðinn á Hallgrímskirkju ,,og veita viðtöku bæði þá og endranær huésanlegum fram- lögum til þeirrar kirkju. sem rísa á í hjarta höfuðborgar ls- lendinga.” Og biskupinn heldur áfram með undarlegu sam- blandi af kristilegu málfari og peningjahyggju: „Stærð fram- laga skiptir ekki máli i þessu sambandi, heldur hitt, að kristni landsins standi saman og votti einhug sinn, þakklæti og hollustu við helgustu verð- mæti sin.” Tákn um veraldarvald Biskupinn virðist þannig telja það næsta veraldlegt at- hæfi að dvelja um of við skáld- gáfu Hallgríms Péturssonar, þá innblásnu snilld sem gerði honum ekki aðeins kleift að ná eyrum sautjándualdar- manna, sem sáu í lútherstrú og pyndingarsögu Krists tákn- mynd örlaga sinna, heldur og að skírskota eins innilega til efnishyggjufólks sem gersam- lega hefur týnt niður öllum lútherskenningum. Minningar- dagurinn um Hallgrím á fyrst og fremst að vera kærkomið tilefni til fjársöfnunar, það á aðeins að nota skáldið til fram- dráttar hinu járnbenta stein- steypubákni á Skólavörðuholti. Þannig telur séra Sigurbjöm að Hallgríms Péturssonar verði bezt minnzt „Drottni til þakk- lætis”, enda þótt margir hinir dómbærustu menn hafi frem- ur flokkað þessa kirkjubygg- ingu undir guðlast. Einnig hefur biskup beitt sér mjög fyrir því að kirkjan verði reist með almennri skattheimtu, að svo sem hundrað miljónir króna verði teknar af lands- lýðnum í því skjmi, vantrúuð- um ekki síður en játningar- mönnum. Þannig á Hallgríms- kirkja fyrst og fremst að vera vottur um veraldarvald kirkj- unnar, og jafnt sýndarmennska oddborgaranna sem valdboð ríkisins eru taldir traustir homsteinar. Þá skortir mig gersamlega réttan skilning á hinni tæru og kröfuhörðu trú Hallgríms Péturssonar ef því- lík framkvæmd er í anda hans. Furðuleg staðreynd Þau ummæli biskupsins að ekki megi gera aðdáun á Hall- grími Péturssyni, gáfu hans og skáldlegri íþrótt að aðalatriði er mjög i samræmi við það ræktarleysi sem kirkjan hef- ur sýnt þeim trúarskáldskap sem rís ekki aðeins hæst hér á landi heldur er að sögn Halldórs Kiljans Laxness ,.tind- ur sérstakrar öldu í heims- bókmenntunum . . . Það er vafasamt, hvort Jesú-viðfangs- efninu hafa nokki-u sinni verið gerð þvílík skil í skáldskap sem í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, að guðspjöllunum fráskildum”. Það er furðuleg staðreynd að enn hafa skáld- verk Hallgríms Péturssonar ekki verið gefin út á viðhlít- andi, fræðilegan hátt,- Enda þótt sjálfir Passíusálmamir hafi komizt á prent meira en 60 sinnum, hafa þeir ekki enn verið gefnir út með nægilega vísindalegum vinnubrögðum. greitt úr samhengi textanna innbyrðis og rakinn orðamun- ur sem stundum skiptir veru- legu máli. Þjóðkirkjan íslenzka, sem hefur haft á að skipa herskara af ríkislaunuðum embættismönnum og sérstakri deild við æðstu menntastofn- un þjóðarinnar, hefur sneitt hjá þessu verkefni, og er það þó undirstaða allra rannsókna, ályktana og útlegginga í kirkj- um um Passíusálmana. Það er athyglisvert að langgagnleg- asta útgáfa Passíusálmanna var unnin af Finni Jónssyni prófessor, en hann. var svo gallharður heiðingi og and- stæðingur kirkjunnar að hon- um fannst hann verða að taka það fram að hann hefði ekki valið sér viðfangsefnið af nein- um trúfræðiáhuga; hann lýkur formálanum að Passíusálmaút- gáfu sinni 1924 með þessum orðum: „Að siðustu skal þess getið, að ég hef fengizt við passíusálma sjera Hallgríms — og annars önnur kvæði hans —, af því að þeir eru hið helzta ritverk vort frá þeim tímum, bæði fyrir skáldskapar og mál- færis sakir.” Það hefur reynzt Hallgrimi betur að eiga arf- inn sinn undir trúnaði heiðins manns en þ.ióðkirkjunnar ís- lenzku. Enginn áhugi Miklu verr er þó ástatt um útgáfu Hallgrímsljóða að öðru leyti. Handrit þeirra hafa aldrei verið rannsökuð á vísindaleg- an hátt, né gefin út fræðileg heildarútgáfa. Eru til fjölmörg handrit með ljóðum hans og kemur þar fljótt fram mjög mikill orðamunur, auk þess sem mikið af kveðskap er bæði eignað honum og ýmsum höf- undum öðrum. Veigamestu út- gáfuna af verkum Hallgríms annaðist Grímur Thomsen og kom hún út í tveimur bind- um 1887 og 1888, en þriðja bindi sem átti að geyma rím- ur Hallgríms og rit í óbundnu máli kom aldrei út. Þetta var mjög myndarleg útgáfa á sín- um tíma en því fer mjög fjarri að hún hafi verið unnin á vís- indalegan hátt eða að texti hennar sé óyggjandi. Segir Grímur í formála að hann hafi „sleppt sumu, sem minn- ingu hans væri enginn sómi að, þó hann kunni að hafa ort það”. Einnig segir hann um veraldlegan kveðskap Hall- gríms: „Að prenta allt af þeirri tegund sem honum er eignað, værí ógjömingur, þvi það er deginum Ijósara, að hann á ekki helminginn af því, enda er margt af því svo af- lagað í meðferðinni, að það er ekki prentandi. Ekki er heldur mögulegt, að byggja á heimildum, því þær komast víða í bága hver við aðra . . . er margt eignað til skiptis Hallgrími og Stefáni Ólafssyni. Höfum vér yfir höfuð fylgt þeirri reglu, að taka hér ekki það sem prentað er í útgáfu dr. Jóns Þorkelssonar yngra af kvæðum ens síðamefnda .. . Raunar er það álitsmál, hver þeirra höfundurinn er.” Skil- in milli Hallgríms og Stefáns eru óljós og fullvíst að Hall- grími er eignað margt sem Stefán orti og öfugt. En ef- laust væri hægt að leysa úr ýmsum þeim vandkvæðum sem Grímur Thomsen bendir á með vísindalegum vinnubrögðum og sannreyna hversu ömggri vitn- eskju er hægt að ná, en þjóð- kirkjan sem ætti þó að telja sér málið skyldast hefur ekki sýnt þvf verkefni neinn áhuga. Þess vegna er ógn hætt við því að þegar Hallgríms Péturs- Málverk eftlr séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði, geymt í Þjóð- minjasafni. Hjalti var aðeins níu ára þegar Hallgrímur lézt og hefur trúlega aldrei séð hann, en hugsanlegt er að hann hafi farið eftir annarri mynd. p ■ - — V-*-l HiÍTOIÍi ^ittm nmnz COZrnPg. ij. Titilblað eiginhandarrits Hallgríms Péturssonar af Passíusáimunum. Handritið var gefið út Ijósprent- að af Lithoprent 1946. sonar verður minnzt í kirkjum landsins í dag kunni af þess- um ástæðum að vera farið rangt með kveðskap hans og honum jafnvel eignaður skáld- skapur sem öðrum ber. Að skilyrði Grimur Thomsen segir svo í formála um tildrögin að út- gáfu sinni á Sálmum og kvæð- um Hallgríms Péturssonar: „Þegar við Snorri heitinn Páls- son 1879 byrjuðum að safna til samskota til minnisvarða yfir Hallgrím Pétursson. varð það, eptir áskorun frá ýmsum þeirra, er fé gáfu í þessu skyni, ofaná, að kostað væri, auk varðans sjálfs og svo sem á- bætir á hann, vönduð út- gáfa af sálmum skáldsins og kvæðum. Gjörðu sumir gef- endur, og það þeir sem mest gáfu. þetta jafnvel að skilyrði fyrir tillögum sínum. Þannig er þessi útgáfa í fjrrstu undir komin.” Minnisvarði sá sem reistur var 1885 var eins og örsmá arða í samanburði við Hallgrímskirkju; samt þótti mönnum ekki sæma að ráðast í þvílíkt verkefni án þess að tryggt væri að skáldskapur Hallgríms væri gefinn út um leið á eins vandaðan hátt og tök voru á um þær mundir; þá skildu menn að verk Hall- gríms eru það minnismerki sem öllu varðar og að hann lifir í skáldskap sínum en engum hégómaskap. Gagnger vísinda- leg könnun á þeim heimildum sem til eru um skáldskap Hallgríms Péturssonar og ná- kvæm fræðileg útgáfa á verk- um hans myndi kosta innan við einn hundraðshluta af þeim verðmætum sem ætlunin er að festa í jámbentri stein- steypu á Skólavörðuholti. Hvemig væri að setja nú það skilyrði að þjóðkirkjunni væri bannað að byggja nokkra kirkju á Islandi, fyrr en hún hefur sannað í verki að ræktarsemi hennar við minningu Hall- gríms Péturssonar sé annað og meira en orðaskvaldur og hé- gómleiki? Ekki kirkja Hallgríms Sú ógnarlega kirkjubygginga- ástríða sem tröllríður Reyk- víkingum um þessar mundir er ekki til marks um sókn þeirra kenninga sem Hallgrímur Pét- ursson aðhylltist; öll þjóðfé- lagsþróunin að undanfömu sýnir öllu heldur að siðgæðis- reglur hans eru á stöðugu und- anhaldi hjá valdhöfum og odd- borgurum. Sífellt fleiri tómar kirkjur eru einskonar tákn- mynd af tómleik sálarlífsins, og það er auðvitað engin til- viljun að áhuginn fyrir bákn- inu á Skólavörðuholti magn- ast í réttu hlutfalli við fjár- svik og annan óheiðarleik í efnahagsmálum og stjómmál- um. Þegar einn æðsti embætt- ismaður þjóðarinnar var dæmd- ur í hæstarétti fyrir nokkrum árum gaf hann kirkju nokkurri úti á landi veglegar klukkur, og margir stjómmálamenn og fjármálamenn þurfa á þvi að halda um þessar mundir að kaupa sér syndkvittun á hlið- stæðan hátt. Það er engin ný- ung að musteri séu reist fyrir þess háttar lausnargjald. en þannig kirkju á sízt af öllu að kenna við Hallgrím Pétursson sem vissi manna bezt að guð býr „ekki í musterum sem með höndum eru gjörð”. Bygg- inguna á Skólavörðuholti ber að kenna við einhvem mann sem er ímynd þjóðfélagssið- gæðisins á okkar tímum, og þar er um marga að velja. — Austri. Innilequstu þakkir flyt ég öllum þeim, sem á margvíslegan hátt hafa sýnt mér vinsemd og virðingu í tilefni áttræðisafmælis míns hinn 21. febrúar síðastliðinn. Jörundur Brynjólfsson. Aðstoðarlæknisstaða Staða 1. aðstoðarlæknis við lyflækningadeild Borgarspft- jalans er laus frá 1. júlí 1964. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, sendist Sjúkrahúsneínd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöð- inni, fyrir 20. apríl n.k. Reykjavík, 13. marz 1964. SJÚKRAHÚSNEFND reykjavíkur. Staða byggingarfulltrúans ' í Reykjavík er laus til umsóknar. Samkv. 3. gr. byggingarsam- þykktar er áskilið, að byggingarfulltrúi sé húsa- meistari (arkitekt). Laun eru samkvæmt 26. flokki kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra ekki síðar en 31. marz n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 15. marz 1964.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.