Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA Otgefandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Vansæmandi fyrir sfá/fstæða menningarþjóð það hefur tæpast farið fram hjá neinum að undanfar- in ár hefur orðið vart 1 sívaxandi mæli breytingar á afstöðu herstöðvaflokkanna íslenzku, eða a.m.k. á því hvernig afstaða þeirra flokka til herstöðva á íslandi er túlkuð. Sú var tíðin að um þann verknað þeirra að kalla erlendan her inn í landið á friðartímum var talað í afsök- unartón, herstöðvar á íslandi á friðartímum væri böl sem ekki yrði þó undan vikizt af illri nauðsyn. Nú gerist það æ oftar að forvígismenn herstöðvaflokkanna þriggja og aðalmálgögn þeirra, að maður ekki tali um hina heila- þvegnu Varðbergsmenn, telji það vel farið að hér skuli vera erlendur her og herstöðvar, það sé æskilegt að hafa herstöðvarnar, íslendingar eigi ekki að telja eftir sér það framlag til hernaðarmála „lýðræðisþjóðanna“ og helzt leggja meira fram. Finna Iengst hefur þessi áróður þó gengið í sambandi við bandaríska hermannasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli. Útvarp hersins þar og sjónvarp eru í trássi við íslenzk lög. ísTenzk stjórnarvöld'hafa leyft lívörtr tveggja undir því yfirskyni að það ætti að vera til dægradvalar her- mönnum í herstöðinni. Hitt dylst engum að bæði útvarpi og sjónvarpi Bandaríkjahersins er að langmestu leyti beint til íslendinga, beinlínis haft sem áróðurstæki. hinna er- lendu hernámsyfirvalda gagnvart íslendingum, það er vísvitandi tilraun að brjóta niður íslenzkt viðnám, vísvit- andi reynt að gera íslenzka æsku gegnsósa af dreggjum bandarískrar ómenningar. Blöð hemámsflokkanna, eink- um þó Vísir, Alþýðublaðið og Morgunblaðið, hafa nú um skeið flutt blygðunarlausan áróður fyrir því að íslend- ingar tækju þetta hermannasjónvarp inn á heimili sín, eitt þeirra, Vísir, t.d, tekið að birta dag hvern dagskrá stöðvarinnar eins og um íslenzka stöð væri að ræða, Þessi áróður herstöðvaflokkanna, ásamt leyfi til stór- felldrar stækkunar stöðvarinnar, hefur þegar haft veru- leg áhrif í þá átt að leggja íslenzk heimili undir þetta bandaríska afsiðunartæki, sjónvarpsloftnetunum fjölgar daglega um Suðvesturland, og áhrif hermannasjónvarps- ins em orðin uppeldisvandamál íslenzkra barnafjöl- skyldna. • Pkki er kunnugt um dæmi þess að stjórnarvöld nokkurs ^ sjálfstæðs ríkis hafi lagzt jafnlágt í hliðstæðum mál- um og íslenzkir ráðherrar og stjórnmálaflokkar í þessu sjónvarpsmáli. Ástandið í sjónvarpsmálunum hér mun einsdæmi í heiminum. Mótmæli á Alþingi og blöðum hafa verið kölluð þjónusta við Rússa. Tillöguflutningur á Al- þingi um að sóma þjóðarinnar sé gætt og stöðvarnar bannaðar hefur verið talin andstaða við lýðræðishugsjón- ina. Svo virðist þó, að í þessu máli hafi herstöðvamenn gengið feti framar en þeim var óhætt. í áskorun til Al- þingis, sem birt var í gær, segja hinir sextíu undirritend- ur að þeir telji það á ýmsan hátt varhugavert, „auk þess sem það er vansæmandi fyrir fslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta lands- manna“, og skora á Alþingi að hlutast til um „að heimild til rekstrar erlendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkurflug- velli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina“. Með áskorun þess- ari og væntanlegri baráttu hinna sextíu áskorenda, sem margir hverjir eru hinir mikilhæfustu, hefur málstað íslenzku þjóðarinnar bætzt dýrmætur liðsauki í þessari grein baráttunnar gegn spillingaráhrifum erlendra her- stöðva á íslandi. — s. MÖÐVIUINN Surmudagur 15. marz 1951 ÞINCSJA Þ|ÓDVIL|ANS ■ Frumvarp Einars Olgeirssonar um áætlunarráð rík- isins kom til annarrar umræðu í sameinuðu Alþingi á fimmtudag. Að þessu sinni fór frumvarpið ekki til nefnd- ar eftir fyrstu umræðu en hingað til hefur þetta brýna mál oftast verið svæft í nefnd. ■ Einar flutti alllanga ræðu við upphaf þessarar um- ræðu og fékk ekki lokið henni og var umræðunni frest- að. Hér verður drepið á það helzta, sem Einar vék að í máli sínu. Hann hóf mól sitt á því að fagna því að nú gæfist kostur á að fá úr því skorið hver er afstaða þingmanna til þessa móls; hvort þeir vilja sam- þykkja það breyta þvl eða fella. Þá drap hann á allar þær tillögur sem liggja fyrir þessu þingi sem miða að því að skipa nefndir til að athuga allskyns sérsvið og nefndi til dæmis tillögu um nefnd til að atfruga, hve marga tækni- menntaða menn við þurfum, nefnd til að athuga hvaða iðn- að við þyrftum, tillögur um að útbúa aflskonar áætlanir um tiltekin svið þjóðarbú- skaparins; jafnvel er til 10 ára áætlun um túnrækt og áætl- anir um allskonar framkvæmd- ir, vegagerð t.d. o.fl. o.fl. Kák En það er óhugsandi, sagði Einar, að þessar áætlanir standist því til þess þarf á- ætiun um þjóðarbúskapinn í heild, allt annað er kók. Sama sagan endurtekur sig oftast: sett er niður einhver óska- nefnd frá Alþingi til að út- búa einhvem óskalista um óskaiðnað í einhverjum þorp- um. Nefndin starfar í tvö til þrjú ár, leggur svo niðurstöð- ur sínar fyrir ríkisstjórnina, og síðan ekki söguna meir. Það sem þarf, hélt Einar á- fram er nefnd er hafi ákveðið vald og taki tillit til allra sviða þjóðfélagsins, leggi álit sitt fyrir ríkisstjómina, en síðan séu það lög að fjárfestingarstofn- anir og Seðlabankinn fram- kvæmi þá áætlun. sem gerð hefur verið. Mark auðvaldsskipulagsins Einar rakti síðan í stuttu málj þá gerbyltingu sem orð- :ð hefur í landinu síðan auð- valdsskipulag tók að myndast hér og orsakað hefur þá ó- hemju miklu , fólksflutninga er átt. hafa hér stað frá alda- mótum fram á þennan dag. Nefndi hann tölur, sem sýna, að veruleg fækkun. bæði tölu- lega og hlutfallsiega, hefur orðið sumstaðar f dreifbýlinu (Vestfirðir), en annars staðar staðið i stað tölulega eða lít- ið aukizt, og í heild fækkað allsstaðar hlutfallslega nema í þéttbýlinu við Faxaflóa. Er nú svo komið að á svæðinu Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður að meðtöldum Garða- og Seltjamameshreppum, býr nú helmingur íslendinga eða rúmlega 90 þúsundir. Það er ákveðið þjóðfélagslegt fyrir- brigði sem þama hefur gerzt, auðvaldsskipulag hefur skapazt. Það þýðir, að fjármagnið í þjóðfélaginu ræður því fyrst og fremst hvar atvinnutækin eru sett niður. Og miðstöð fjár- magnsins í landinu hefur Reykjávík verið en fyrsti vísir að borgarastétt myndaðist þar og hefur vaxið upp við gull- kistu Faxaflóa. Við hana eru flestir möguleikar hennar til að græða tengdir, gróðinn verð- ur fyrst og fremst hér. Blint lögmál peninganna Þeir menn sem ráða í hvaða fyrirtæki lagt er fé eru hér og þeir leggja einkum fé í fyr- irtæki í kringum sig en það þýðir að atvinnulífið þjappast saman á þessu litla svæði út frá sjónarmiði þeirra sem ráða fjármagninu. Það er blint lög- Einar Olgeirsson mál peninganna, sem veldur því að atvinnutækin eru reist hér og þar sem atvinnutækin eru þangað flytur fólkið. Einar minnti á að fyrstu 30—40 tog- aramir sem Islendingar eign- uðust voru staðsettir í Reykja- vík og Hafnarfirði og drap á tilraun Nýsköpunarstjórnarinn- ar til að hamla gegn þessari þróun með fyrstu tilraun til að ýta undir stórútgerð ann- arsstaðar á landinu. Þjóðfélagið verður að ráða Og það er einmitt þjóðfé- lagið sem verður að ráða hvert fjármagninu er beint og taka yfirráðin á því úr höndum ein- staklinga. Með því er ekki ver- ið að taka neitt eignamám hjá þeim, þeir eiga sín fyrirtæki Framhald á 8. síðu. S>- CONSULCORTINA Fjórum sinnum sterkari en venju- legt er. Áætlunarráð ríkísins til annarar umræðu í sþ.: SVEINN EGILSSON H.F. S'M'L252 Verða að taka afstöðu Það er mjög nauðsynlegt, sagði Einar, að einstakir þing- menn og flokkar taki endan- lega afstöðu til þessa máls. Þetta er það mál í íslenzkum stjórnmálum sem ekki er leng- ur hægt að ganga fram hjá. Stjórnmál á íslandi eru fyrst og fremst efnahagsmál og stjómin á íslandi er fyrst og fremst stióm á efnahag lands- ins. Val um gírskiptingu í gólfi eöa á stýri. i .1. FORD tryggir gæðin. 100 ára gamlar kennisetningar Einar minnti á yfirlýsingar viðreisnarstjómarinnar þegar hún tók við völdum um það að hún ætlaði að láta afskipta- laust hvað gerðist í íslenzk- um efnahagsmálum þ.e. í samningum milli verkamanna og atvinnurekenda og ekki skipta sér af því þótt allt atvinnulff stöðvaðist I landinu. Það hefur sýnt sig, sagði hann, að stjórnin treystir sér ekki til að framfylgja slíkri stefnu enda er hún byggð á hundrað ára gömlum kennisetningum sem í heila öld hafa verið for- dæmdar í reynd. Það er því kominn tími til að draga rétt- ar ályktanir af staðreyndum sem nú blasa við að ríkið verð- ur að taka að sér stjórn á atvinnulífinu, en ekki skipta sér aðeins af þv1 ":n- hverju smákáki. nann er metsölubíll á Norðurlöndum Stílhreint, fóðrað mælaborð. Vegna hins glæsilega útlits og mörgu góðu eig- inleika, hefur CONSUL CORTINA verið met- sölublll á Norðurlöndum. Hann er stærsti bíllinn í bessum verðflokki — rúmgóður og þægilegur, með góðu bili milli sæta, sem gefur gott rými fyrir fæturna. Hann er gæddur dæmafáum styrkleika í bygg- ingu, eins og ótal akstursprófanir hafa sýnt — og því vel valinn fyrir íslenzkar aðstæður. Hann er ótrúlega sparneytinn, hefur rúmgóða farangursgeymslu, og er búinn margs konar þægindum, sem aðeins fæst í dýrari bílum. Kynnið yður álit hinna f jöl- mörgu CONSUL CORTINA- eigenda. Heildaráætlun um fjárfest inguna er óhjákvæmileg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.