Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 12
 \ \ \ \ \ \ \ i MEXÍKANSKAR VEGGMYNDIR Það hefur verið mikill sið- ur í Mexíkó að prýða hús miklum veggmálverkum ut- an sem innan. Og flestar meiriháttar opinberar bygg- ingar njóta góðs af þeirri list. 1 þessari viku gefst okk- ur eimnitt tækifæri til að kynnast nokk'rum slíkra mynda a£ eftirprentunum sem sýndar eru í húsakynn- um arkitektafélagsins að Laugavegi 26. Þar eru sýndir hlutar af veggmyndum hinna þriggja miklu meistara þesarar list- greinar — þeirra Rivera, Oroszos og Siq,ueirosar. Þessr menn sköpuðu sér- kennilegan, þróttmikinn og ramman stíl og leituðu víða fang13 honum íil stuðnings — bæði í evrópsku nútima- málverki og fornri þjóðlegri mexíkanskri hefð. Viðfangs- efni sín sóttu þeir til grimmrar og blóðugrar sögu lands síns og höfðu óspart í frammi áróður fyrir bylt- ingarsinnuðum viðhorfum sínum. Þannig hefur Rivera oftar en einu sinni valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkj- unum. 1933 sýndi hann í Detroit veggmynd sem hét „Andi Detroit" og var köll- uð stórfengleg lýsing á stóriðju nútúnans og innri andstæðum auðvaldþjóðfé- lagsins. Kirkjunnar menn þóttust finna í einum reit myndarinnar dár og spé um guðdóminn og börðust kaþ- ólskir stúdentar af miklum móði fyrir því að myndin vrði niður rifin hvað þeim tókst. 1933 pantaði Rocke- feller hjá Rivera veggmynd í forsal Radio City í New York. Það lýsti sigri manns- andans yfir náttúruöflunum og baráttu alþýðu fyrir völdum í þjóðfélaginu. Len- ín birtist í þessari mynd og það þótti Rockefeller afleitt og heimtaði hann fjarlægð- an, og er listamaðurinn vildi ekki fallast á það var myndin öll eyðilögð og fóru verkamenn í kröfugöngur miklar í New York vegna þessa máls. Og ekki sakar heldur að minnast á það mikla hneyksli sem mynd Rivera vakti í Bandaríkjun- um er hann lýsti valdaráni United Fruit í Guatemala 1954. Ekki skulum við heldur gleyma þvi að hinn yngsti þessara manna og sá eini sem enn er á lífi — David Alfaro Siqueiros hefur um langa hríð setið í fangelsi fyrir aðild sína að pólitísk- run átökum, og kemur það sannarlega ekki oft fyrir að tukthúsfangi er eitthvert helzta stolt þjóðar sinnar. Þær myndir sem hér eru birtar eru einmitt eftir þessa tvo menn — önnur er hluti stórrar myndar eftir £ Rivera sem lýsir fornri || menningu landsins, á hinni h sýnir Siqueiros skuggalega ® fylkingu, gráa fyrir jámum, | þramma fram í stríð fyrir | guð og föðurland .... FJÖLBREYTT FINNA VAKA Sunnudaginn 8. þ.m. hélt Norrænafélagið í Kópavogi Finnavöku í Félagsheimilinu í Kópavogi. Formaður félagsins, Hjálmar Ölafsson, bæjarstjóri setti sam- komuna og gat þess, að form- lega hefði verið gengið frá vina- bæjasambandi við Tampere í Finnlandi, Þrándheim í Noregi, Odense í Danmörku og Norr- köping í Svíþjóð með samþykkt á fundi bæjarstjómar Kópavogs- kaupstaðar 21. febr. sl. Bæjarstjórinn rakti í stórum dráttum menningarsögu Finna og taldi margar hliðstæður vera i sjálfstæðisbaráttu þeirra og íslendinga. Þá nefndi hann ýmsa jákvæða eðlisþætti í fari beggja þjóðanna, sem væru svo svipaðar, að með ólíkindum mætti telja um óskyldar þjóðir. Hann bar mikið lof á finnsku þjóðna og ávarpaði að lokum þá Finna. sem komnir voru til samkomunnar sérstaklega á finnsku og þakkaði þeim fram- lag þeirra til vökunnar. Næst flutti ungfrú Rut Söde- stáhl, finnskur norrænunemi hér við Háskólann erindi um Finna og finnska tungu á íslenzku og var gerður góður rómur að því. Þá kynntu þau frú Barbro Þórarinsson og Taisto Suominen finnsk ljóð og lög — og tóku samkomugestir undir sönginn og sungu finnsku textana. Kom þar skýrt í ljós, hve íslenzkum er létt um framburð á finnsku. Að loknu kaffihlé léku þeir Ingvar Jónasson, fiðluleikari og Þorkell Sigurbjömsson, slag- hörpuleikari finnsk lög við m k- inn fögnuð áheyrenda. Andrés Kristjánsson ritstjóri varaformaður félagsins — flutti spjall um Tampere, vinabæ Kópa- vogs, en hann var þar á ferð á liðnu hausti. Taldi hann það helzta sameiginlegt með þess- um tveimur bæjum. hve hratt þeir yxu. Þá var sýnd fögur finnsk litkvikmynd. Og að lok- um sungnir finnskir söngvar og endað á þjóðsögnum. Aðsókn var góð. Henrik Aunio skreyingamaður hafði gert fagra skreytingu á endavegg salarins með finnskum fánum og fána- litum. (Frá Norræna félaginu). Nýtt skip Reykjavík 14/3 — I dag af- | henti Brattvaag skipasmíðastöðin j í Álasundi Hraðfrystistöðinni í Reykjavík h/f 240 tonna fiskiskip sem hún hefur átt þar í smíðum. Því hefur verið gefið nafnið Viðey. Viðey er 111 feta iöng, rúmar fjórtán manna áhöfn og kostar fullhúin 1,8 milj. norskra. Báturinn er útbúinn fullkomn- ustu tækjum og útbúinn til tog- veiða, síldveiða og fyrir net og Afli Akranesbáta Akranesi, 14/3 — Afli hjá Akranesbátum var misjafn í gær eöa frá 2% tonni til 43 tonna. Anna var aflahæst af netabátum og fékk 43 tonn. Afli hjá þorskanótabátum var lé- legri. Var Skímir aflahæstur með 14% tonn. Alls bárust hingað á land 125 tonn í gær. HALLGRÍMS- MESSUR Hallgríms Péturssonar verður minnzt við guðsþjónustur og minningarsamkomur í flestum kirkjum Iandsins í dag. 1 Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti verður guðsþjónusta kl. 10.30. Þar flytur forseti Is- lands, herra Asgeir Ásgeirsson, ræðu, en þjónustu fyrir altari annast biskupinn, hr. Sigur- bjöm Einarsson, og annar áf sóknarprestunum, sr. Sigurjón Þ. Ámason. Minningarsamkoma veröur í kvöld í kirkjunni og hefst kl. 8.30. Þar talar dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar um Passíusálmasöng að fornu og nýju, en tóndæmi flytja stúdentar úr guðfræði- deild Háskóla íslands. Þá flyt- ur sr. Jakob Jónsson erindi, sem hann nefnir „Píslarsagan á líðandi stund“ og Hallgríms- kórinn og Ámi Jónsson söngv- ari syngja nokkra passíusálma við lög eftir Steingrim Hall, Þórarin Guðmundsson og Björg- vin Guðmundsson. — Viðey línu. Hann er gerður eftir svip- uðum teikningum og Hannes Hafstein. Yngsti skipstjóri flotans, Sæ- var Brynjólfsson úr Keflavík, verður skipstjóri á bátnum. Hann er aðeins tuttugu og eins árs að aldri, bróðir Halldórs, sem er með Lóminn, og Sigurð- ar er var skipstjóri á Jóni Garð- ar, allt fræknir menn og fisknir með afbrigðum. Skúlagarði, 14/3 — Bóndinn að Leifsstöðum í Axarfirði var orðinn lítt birgur að heyjum á dögunum og skrapp að næsta bæ til þess að fá hey að láni. Það var að Hafrafellstungu og er um þriggja kílómetra spölur þangað. Bóndi fór gangandi með tík sína og slóst í för þeirra hálfvaxinn hvolpur henn- ar. Tíkin heitir Freyja en hvolpur hefur eigi hlotið skemmriskírn ennþá. Þegar bóndi hélt heimleiðis frá Hafra- fellstungu akandi á bifreið með heyforða sinn, þá var tík hans eigi til staðar eða hvolpur henn- ar. Klukkan sjö um kvöldið er tíkin ókomin heim með hvolp sinn og fer nú Leifsstaðabóndi að verða uggandi um hunda sína. Hringir hann að Hafra- fellstungu og spyr um fylgifé sitt. Hafði þá tíkin lokazt inni í bænum ásamt hvutta sínum við brottför húsbónda síns og lá nú framan dyra og viM sig hvergi hreyfa. Biður þá Leifs- staðabóndi um tík sína í sím- ann og er heyrnartólið lagt að eyra hennar. Skipar bóndl henni að koma hcim og nefn- ir nafn hennar í símann og hefur yfir margvísleg hljóð um að hennar sé þörf. Bregður tikinni við að heyra rödd hús- bónda síns og þýtur af stað. Hikar þó við í hlaðvarpanum og berst nú um hjá henni hlýðn- in við húsbónda sinn og móður- ást til hvolpsins. En Hafrafells- bóndi var skilningsríkur og sótti hvolpinn og Iét hana hafa afkvæmi sitt. Hálftíma síðar opnar Leifsstaðabóndi bæjardyr sínar og er þá tíkin komin með hvolp sinn. Urðu þar fagnað- arfundir, og mikið var snúizt og hoppað eftir að klappað var á kolla og strokið mjúklega um bök. — A.E. Ætla þeir að sleppa kúnum? Vatnsdal, 14/3 — Bóndinn að Marðamúpi heitir Guðjón Hall- grímsson og náðum við ör- litlu spjalli við hann áður en hann gekk út til gegninga. Eig- inlega er kominn vorhugur í bændur hér um slóðir sagði Guðjón og eru orðin nokkur brögð hjá bændum hér að þeir sleppa fénu frá sér á fjall. Svo er til dæmis um bænduma að Grímstungu og að Hnúki. Þá er algengt að vanti ær í hús að kvöldi og rása þær ólmár hér um alla hálsa. Tún eru víða orðin græn og sérstaklega hef- ur nýræktin tekið við sér. Hef- ur borizt í tal, að óhætt væri að sleppa kúnum út einhvem tíma dags. En bændur eru vana- fastir menn og nálgast það bylt- ir.garkenndan hugsunarhátt að brjóta svo aldagamla hefð. Hér eru söngæfingar og leikæfingar á hverju kvöldi og menn eru famir að búa sig undir Húna- vöku. Snæfuglinn í Reyðarfirði, 14/3 — Sæmileg- ur og stöðugur afli hefur yfir- Ieitt verið hjá bátum sunnan til á Austfjörðum á þessari ver- tíð. Eru margir af þeim útilegu- bátar með allt að viku útihald á miðunum. Gæftir voru þó slæmar í janúar, en einmuna tíð hefur verið undanfarnar vik- ur. Hafa þessir bátar róið allt suður á Meðallandsbugt. Héðan róa tveir bátar. Það eru Gunn- ar og Snæfuglinn. Eru þeir báð- ir með n?t. Gunnar skipti yfir á net fyrir þremur vikum og Stjórnlist hreppstj Djúpavogi, 14/3 — Héðan róa tveir útilegubátar og er raunar annar í fyrstu útilegu sinni. Það em Sunnutindur og Mánatindur. Sunnutindur tók net fyrir hálf- um mánuði og hefur komið með fimmtíu tonn eftir vikuna. Mána- tindur var á síldveiðum og er nú í fyrstu útilegu sinni á net- um. Jöfn vinna er hér í frysti- húsinu og dansleikir nokkuð tíð- ir hér í þorpinu. Hafa berserkir brugðið á leik og klappað hverj- Aldrei er ball Breiðdalsvík — Héðan rær einn útilegubátur og heitir Sigurður Jónsson. Hefur hann komið með þrjátíu til fjörutíu tonn eftir fimm til sex daga útivist. Jöfn vinna er í Hraðfrystihúsi Breið- dalsvíkur og gengur lífið sinn vanagang. Ekki hefur verið hald- fyrstu útilegu hefur aflað dável. Hafði hann eftir síðustu útilegu fimmtíu og fimm tonn. Snæfuglinn er hins- vegar nýr bátur og er í fyrsta róðri sínum. Þegar Snæfuglinn lagðist hér að bryggju, þá var kominn bóndi norðan úr Mý- vatnssveit hingað á jcppa sín- um til þess að fagna skipskomu. Var það Bóas í Vogum að heilsa upp á frændur sína og gamla skipsfélaga. Sagði hann bílfærð góða um HóIsfjöII og bílvegir eins og að sumarlagi. — H.S. Srans á Djúpavogi um öðrum fullfast á vanga enda frískt fólk hér um slóðir. Oddvitinn og hreppstjórinn í sömu persónu hefur þó lögreglu- liði á að skipa og hefur tvo fasta lögregluþjóna. Hann hefur þótt sýna stjómlist hér í vetur með því að halda þriðju lögreglu- þjónsstöðunni lausri og skipar berserkjunum á víxl til embætta og eru allir orðnir Ijúfir sem. lömb á dansleikjum hér. Á.B. á Breiðdalsvík ið ball síðan um hátíðir eða önnur samkoma. Ætlunin er að byggja fimm til sex íbúðarhús næsta sumar. Hefur tíðin verið með eindæmum góð undanfarið og hyggja menn nú kannski fyrr til byggingarvinnu en ætlað var sncmma í vetur. B. F. Líf í tuskunum á Eskifirði Eskifirði, 14/3 — Svo mikið er að gera hér í frystihúsinu undanf. vikur, að fólk hefur leitað hingað úr nærliggjandi sveitum og jafn- vel ofan af Héraði til þess að vinna úr aflanum. Er vinnudag- ur yfirleitt tíu stundir daglega og fjör í atvinnulífi og skemmt- analífi eins og að sumarlagi á síld. Tuttugasta og fimmta febrúar skiptu þrír bátar yfir á Til dæmis kom Vattarnesið með sextíu og fimm tonn úr síðustu útilegu. Guðrún Þorkelsdóttir með fimmtíu tonn og Steingr. trölli með fimmtíu tonn. Tveir bátar héðan eru með þorskanót og hafa aflað jafnvel betur en netabátarnir. Þannig kom Seley með áttatíu tonn eftir þrjá sól- arhringa og Jón ICjartansson með siötíu taun. — Klausen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.