Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA PJÖÐVILÍIMM Sunnudagur 15. marz 1964 NÝKOMIÐ Steypustyrktarjárn 10 mm. og 19 mm. Mótavír — Bindivír — Þakjárn. Vinsamlegast vitjið pantana sem fyrst. VERZLANASAMBANDIÐ h.f. Skipholti 37. — Sími 18560. Skúíi Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána AD FINNA FRELSID Kvöldvökur útvarpsins hafa oft verið betri en þær hafa reynzt á þessum vetri. Ýmis- legt gott og skemmtilegt hefur þó komið fram. Helgi Hjörvar les fornsögur og hann stendur alltaf vel fyrir sinu. Þá hefur Vigni Guðmundssyni tekizt á- gætlega að fletta þjóðsagna- blöðum, en þó bezt þegar hann hafði upp á Vellygna Bjarna, því að Bjarni hefur verið lyg- ari af guðs náð og væri ís- lenzk þjóð hamingjusamari en hún nú i er, þó hún ætti ekki nema einn slíkan stórlygara, í stað þess að eiga þúsundir smálygara, hvern öðrum leið- inlegri, vegna þess að þeir eru alltaf að telja fólki trú um að þeir segi satt. Nú er svo komið, að eigin- lega stendur ekkert eftir af kvöldvöku miðvikudaganna annað en Helgi Hjörvar. Nokk- uð fer í föstumessur. Heimilisandinn Hitt er þó verra, að í stað Vignis Guðmundssonar og samverkamanna hans, er kom- inn einhver sá fáránlegasti út- varpsþáttur, sem hlustendum hefur verið upp á hoðið og er þá langt til jafnað. Heitir sá Heimilisandinn og er sagður vera á snærum Æskulýðsráðs. Þetta er áróðursþáttur, flutt- ur í þeim fróma tilgangi, að hæna unga fólkið að heimilum sínum, í stað þess að vera að slæpast út um hvippinn og hvappinn, eftir að kvölda tek- ur. Góð meining enga gjörir stoð, kvað Hallgrímur íorð- um. Forráðamenn þessa fyrir- tækis, hverjir sem þeir eru, mættu telja sig vel sleppa frá þessu æfintýri, ef það yrði árangurslaust. Hitt gæti ekki talizt með ólíkindum, þótt Heimilisandinn orkaði á ung- lingana líkt og hrossaskella á stóðhryssi og þeir hljrpu út á götu, þegar þeir heyrðu, að Heimilisandinn væri kominn í útvarpið. Það vill stundum svo' fara, þegar okkur finnst einhver skemmtan eða fræðsla sé í té látin í þeim tilgangi, að efla okkur til afturhvarfs eða líf- ernisbetrunar, þá ris strákur- inn í okkur öndverður gegn skemmtaranum, eða fræðaran- um. Okkur finnst sem við höf- um fengið steina fyrir brauð, prédikun í staðinn fyrir skemmtan . eða fræðslu. Heim- ilisandinn er prédikari af ó- dýrustu tegund, en hvorki skemmtari né fræðari. Hallgrímskirkja Enn stendur orustan um Hallgrímskirkju og eru nú hersveitir Hallgríms sýnilega í sókn og staðráðnar í því að brjótast í gegn. Þeir eru Hka svo heppnir, að Hallgrímur sálugi er látinn eiga 350 ára afmæli núna um miðjan mán- uðinn. Af því tilefni ætla þeir Hall-grímsmenn að gefa út nokkurskonar aflátsbréf, svo- sem páfinn gjörði forðum, er hann var að reisa Péturskirkj- una í Róm og frægt er orðið. Þetta heita reyndar gjafa- hlutabréf í Hallgrímskirkju, nýtt orð í málinu. Kannske verður hægt að gjöra þetta að alvöruhlutabréfum síðár meir, ef henta þykir. Þótt margt hafi verið sagt um þetta fyrirbæri í útvarp- inu síðustu vikurnar, minnist ég þess ekki, að fyrirsvars- menn þess hafi birt nokkrar tölur um stærð þess, t.d. hve grunnfiötur allrar kirkjubygg- ingarinnar sé stór og hve hún sé margir rúmmetrar. Það hafa verið birtar tölur um ýmsa hluta kirkjunnar, þannig að hægt er að gera sér hug- mynd um stærð þeirra. T.d. sagði séra Jakob að hliðar- vængir turnsins, líklega það sem Pétur Benediktsson kall- aði skötubörð, væru ætlaðir fyrir skrifstofur og ýmiskonar kirkjuleg störf, það er að segja annar þeirra, en hinn á að verða samkomusalur, sem tekur 500 manns í sæti. Og virðast vængir þessir vera ær- ið stórvaxnir og sennilega hinir stærstu sinnar tegundar, eins og þeir segja í útvarp- inu. Blaðamannafundurinn um Hallgrímskirkju var raunar hinn skemmtilegasti, því að séra Jakob er alltaf skemmti- le-gur, einnig þegar hann kemst í mótsögn við sjálfan sig, eins og hann gerði við þetta tæki- færi. Hann lýsti því yfir, að allar tillögur um breytingar á kirkjunni myndu vel þegnar og yrðu teknar til vinsamlegr- ar athugunar, en síðar kom það svo upp úr kafinu, að allt væri þegar ákveðið og engu hægt að breyta. Var hið síð- amefnda svo staðfest í frétt- um af formanni byggingar- nefndar. Og er víst mál, að orðræður falli niður um hús þetta. Vonandi er, að það verði einhverjum til góðs og þá helzt á þann veg, að það megi standa sem viðvörun ver- aldlegum og andlegum húsa- gerðarmönnum um að ákveða ekki stærð húsa langt um þarfir fram. Utvarpssagan Vel hefur tekizt um val á útvarpssögum fram að þessu. Það er mikil framför frá því er áður var, meðan erlendar glæpasögur voru lesnar á síð- kvöldum, að heyra sagnir af Eyjólfi á Dröngum og nú um þessar mundir Óla frá Skuld. Þá hefur verið mikill feng- ur að Brekkukotsannál, sem var snilldarlega-. vel lesinn af höfundinum Halldóri Kiljan, og þegar hann þraut las Har- aldur Björnssoin Kærleiksheim- ilið, og hefði tæpast verið hægt að finna lesara, er gerði því verkefni betri skil. En nú er að hefjast ný saga dönsk að uppruna, Á efsta degi, eða Den yderste dag, eins og Gunnar M. Magnúss hún mun heita á írummálinu, og er eftir Jóhannes Jörgensen. Mér segir svo hugur um, eftir þá tvo lestra er ég hef á hlýtt, að saga þessi sé ekki heppileg sem útvarpssaga, enda þótt hér sé um gott verk að ræða. Ef til vill geta einhverjir sem telja sig aðeins eygja dauðann í mikilli fjarlægð. notið óhugn- aðarins. En fyrir hina, sem bíða „liggjandi fyrir dauðans porti, horfandi fram á veg allr- ar veraldar", verður þessi lesn- ing vægast sagt til lítillar sálu- bótar. Hefðu þeir er völdu þessa sögu til flutnings í útvarp mátt minn- Herra Sigurbjörn Einarsson Helgi Hjörvar ast þess, sem skrifað stendur: Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. Það bætir að vísu allmjög úr skák, að flutningur sögunnar er svo slæmur, að hin kyngi- mögnuðu áhrif frá höfundinum útvatnast að verulegu leyti í munni lesarans. 1 Múrnum Ég héfi orðið þess var, að leikþættir Gunnars M. Magn- úss, hafa vakið mikla athygli hlustenda og mér er nær að halda, að ekkert útvarpsefni þessa vetrar hafi orðið svo vin- sælt sem þeir. Eflaust veldur það miklu um vinsældir þessa verks, að það er innlent, því að svo er guði fyrir þakkandi, að fólk kýs að öðru jöfnu hið innlenda. En hér kemur annað og meir til greina. Gunnari hefur tekizt að gera þessu ömulega viðfangs- efni slík skil. að það snertir okkur einhverstaðar innst inni og skírskotar til hinz skársta í okkur sjálfum, til dæmis hinna fornu dyggða, mannúðar, rétt- lætiskenndar og föðurlandsást- ar. Ekkert þori ég að segja um, hve stórt þetta verk sé í snið- um, frá listrænu sjónarmiði séð. Ég hefi ekkert vit á sliku. En hitt þori ég að fullyrða að það verður mönnum minnis- stæðara en margt það sem kölluð eru mikil listaverk. En boðskapur höfundarins stendur æ og ævinlega ofar allri list: Krafa einstaklingsins um fé- lagslegt réttlæti og þrá hans eftir fegurra lífi. En Gunnar hefur verið svo lánsamur að fá verk sitt í hendur góðum mönnum. Það var auðheyrt, að leikaramir. sem fluttu verkið tóku hlut- verk sín alvarlega og skiluðu þeim með miklum ágætum. Ég held að Þorsteini ö. Stephen- sen hafi aldrei tekizt jafnvel upp síðan hann lék í „Mýs og menn“ og honum tókst nú í hlutverki Vigfúsar tréfóts. En ógleymanlegust verður manni Kristbjörg Kjeld í hlut- verki Mettu af Skaganum, bæði f örvæntingu hennar og kröm meðan hún er enn í Múmum, sem í bamslegri gleði hennar og hrifningu, þegar hún er komin í vist og hefur verið konfirmemð og kemur í Múr- inn þeirra erinda að biðja Vig- fús leyfis. að láta drenginn heita í höfuð honum. Svo mætti kannski skjóta því að forráðamönnum útvarpsins, hvort ekki myndi fara vel á því, að endurtaka lokakaflana I Múmum einhvem sunnudag- inn, áður en veturinn er allur. 5. mfs. Frelsistal Það var sunnudaginn 1. marz. Ég opnaði viðtækið eins og af rælni síðari hluta dagsins, og án þess að gera mér grein fyr- ir, hvað væri í útvarpinu, ein3 og við segjum. Mér brá. Bisk- upinn var að tala. Raunar fer þvi víðs fjarri að það setji að manni hroll. að heyra rödd biskupsins. Ég átti bara ekki von á því, að hann væri á ferðinni í útvarpinu á þessum tíma sólarhrings. En svo rank- aði ég við mér. Þetta var víst æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Og biskupinn myndi vera að tala til æskunnar í tilefni dags- ins. Ég fór að hlusta. Maður lokar ekki fyrir biskupinn, þeg- ar hann berst manni til eyma, svona upp úr þurru og fyrir- varalaust. Biskupinn var að tala um frelsið, þennan óskadraum mannsins, frá örófi alda. Hið eina sanna frelsi var aðeins að finna hjá kirkju Krists. Þeir sem fundu frelsi kirkjunnar voru frelsaðir og þurftu að því er manni skildist einskis ann- ars frelsis að leita. Maður fór nú að hugleiða þetta svolítið nánar. eftir að biskupinn hafði lokið máli sínu, því að ræður biskupsins vekja mann alltaf til umhugs- unar. Það er óneitanlega dálítið erfitt að átta sig á þessu með frelsið. Biskupinn segir, að það sé hjá kirkjunni, sem mað- ur geti fundið það. Svo koma aðrir og segja manni, að frels- ið sé þar, Sennilega myndi prófessor Dungal segja, að frelsi það, sem biskupinn hefur upp á að bjóða, sé hrein blekk- ing. Hið eina sanna frelsi sé að finna f heimi raunvísind- anna. Eða með öðrum orðum: Dungal mun staðhæfa að hann sé frelsaður, nákvæmlega á sama hátt og biskupinn vitpar um sína frelsun. Postular frelsisins koma til okkar frá austri og vestri, norðri og suðri og hver og einn segir okkur að hann sé hinn eini og rétti. Auk kristilegs frelsis, heyrum við talað um frjálsan heim, frjálsa menn- ingu, frjálsa verzlun, frjálst framtak einstaklingsins og margt fleira, sem við frelsi er kennt og of langt yrði upp að telja. Það mætti ef til vill orða for- múlu frelsisins eitthvað á þessa leið: Sá sem trúir því, að hans leið til frelsisins sé hin eina rétta, er frelsaður. Sem betur fer frelsast fáir með slík- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.