Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA HðÐVILJINN Fimmtudagur 23. apríl 1984 OGMUNDUR HANSSON STEPHENSEN NÍRÆÐUR Opinberar heimildir skýra svo frá, að ögmundur Hans- son í Hólabrekku verði ní- ræður á morgun. Það er erfitt fyrir þá sem þekkja ögmund að trúa þessu. Ekki er mjög langt síðan að ég sá hann hlaupa léttilega til þess að ná í strætisvagn og slíkar íþrótt- ir gæti hann daglega sýnt ef sjónin væri ekki farin að láta sig. Andlegt atgervi hans er ekki siður unglegt. ögmundur er fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Hurðarbaki í Kjós. Árið 1905 fluttist hann hingað til Reykjavíkur og reisti bú sitt að Hólabrekku, og þar hef- ur hann búið alla tíð síðan. Hús sitt Hólabrekku byggði ögmundur af miklum myndar- skap á þeirra tíma mælikvarða, eins og það ber enn glöggt vitni um. Töluverðan búrekst- ur hafði Ögmundur á jörð sinni lengi fram eftir árum, en stundaði jafnframt flutn- ingastörf, fyrst með hestvögn- um, en síðan með vörubílum. ögmundur í Hólabrekku hef- ir ávallt verið frjálslyndur og fylgzt vel með nýjungum bæði á sviði tækni og félagsmála. Hann hefur aldrei skipað sér í sveit þeirra, sem bezt una kyrrstöðu, heídur þvert á móti var hann að finna í hópi þeirra. sem viidu reyna nýjar leiðir og nýja tækni. Þess vegna var að finna hjá honum og á hans heimili ýmislegt sem ekki var almennt hjá öðrum. Ögmundur Hansson Stephensen ÁVARP um stofnun samtaka um baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma " „Við undirritaðir leyfum ■ okkur hér með að skora á j almenning að taka þátt í ■ stofnun samtaka um baráttu J við hjarta- og æðasjúkdóma I og eflingu varna gegn þeim. ^ Meginástæða þessa er sú I staðreynd. að þessir sjúk- w dómar eru nú mannskæðast- ■ ir allra sjúkdóma hérlendis. J Samkvæmt íslenzkum heil- | brigðisskýrslum hafa dauðs- J föll af völtjum þeirra auk- I izt meira á síðari árum hér- k lendis en af völdum annarra I sjúkdóma. ef miðað er við k greind dánarmein. Dánar- 9 tíðni af þessum sökum er þó | enn, miðað við skýrslur, R lægri en í nágrannalöndun- b um, en líklegt er, að bætt 9 skilyrði til athugana, rann- U sókna og greininga þessara " sjúkdóma mundi leiða í ljós, _ að dánartíðni sé engu minni 9 hér. Algengasti hjartasjúkdóm- k urinn stafar af kransæða- 9 kölkun og kransæðastíflu. k Þessi tegund hjartasjúkdóma " tekur að herja á fólk á m fimmtugsaldri og stundum J fyrr. Auðsætt er, að þjóðfé- 1 lagið geldur mikið afhroð af J völdum þessa sjúkdóms. Má | þar til nefna langvinnt at- 7 vinnutap, sem bæði kemur ■ hart niður á þjóðfélagi og ^ einstaklingum og veldur 9 margs konar erfiðleikum fyr- k ir fjölskyldur. sem þetta bitn- 9 ar á Því má heldur ekki I gleyma. að dauðsföll af þess- um sökum eru ekki fátíð meðal fólks á milli fertugs og fimmtugs. Hér er, sem sé um að ræða fólk á bezta aldri með margþætta lífs- reynslu að baki og oftlega langan undirbúning undir lífsstarf sitt. Komið hefur í Ijós, að mikið gagn er að því, að fylgzt sé eftir á með fólki, sem fengið hefur sjúkdóm þenrian og stuðlar slíkt að bættri líðan og auknu starfs- þreki þess. Hér er ekki sízt mikilvægt, að náið sé sam- starf sjúklings og lækna. 1 flestum menningarlönd- um heims hafa verið stofnuð samtök, sem hafa á stefnu- skrá sinni baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma, vamir gegn þeim. afleiðingum þeirra og útbreiðslu, Hafa samtök þessi með starfsemi sinni stuðlað stórlega að auknum rann- sóknum á þessum sjúkdóm- um og eðli þeirra og vöm- um gegn þeim. Við væntum þess fastlega. að árangur af starfsemi sam- taka af þessu tagi verði ekki minni hér en reynsla hefur sýnt, að orðið hefur með öðr- um þjóðum. Styðst þessi skoðun okkar m.a. við það, að félagssamtök með líku sniði hafa síðustu áratugina verið ómetanleg stoð í bar- áttunni við berklaveikina hér á landi. Með hliðsjón af staðháttum os bióðfélagsað- stæðum hérlendis má vænta t -þess, að vissir þættir í rann- 9 sóknum á þessum sjúk- k dómum, svo og varúðarráð- 9 stafanir gegn þeim, beri ekki k minni árangur hér á landi en " annars staðar. ■ Við höfum hugsað okkur, J að stofnuð verði í bæjum og I sveitum landsins félög, sem J starfi að þessu mikilvæga | málefni, en síðan sameinist w þau innan vébanda eins 9 landssambands. Félögin og k landssambandið myndu síðan R skipuleggja almennings- k fræðslu um eðli og gang 9 þessara sjúklóma. svo og um k varúðarráðstafanir. sem hægt ™ er að beita gegn þeim. u Framti'ðarmarkmið þessara J samtaka hlýtur að vera það I að reyna að hrinda í fram- k kvæmd hóprannsóknum á B fólki á tilteknum aldurs- " skeiðum. Gæfist þá færi á að ■ greina sjúkdóma þessa, áð- v ur en verulegt tjón hefur I af hlotizt. þannig að hægt ? væri að grípa til ráðstafana, I sem komið gætu í veg fyrir, J að menn veiktust af þeim. | Slíkar hóprannsóknir eru nú k fyrirhugaðar í nágrannalönd- 9 um okkar. k Við höfum því ákveðið að 9 boða til fundar í Tjarnarbæ, k laugardag þ. 25. apríl n.k. kl. ' 14.00. þar sem stofnað verði || í Reykjavík félag til vamar k hjarta- og æðasjúkdómum. Því er fastlega skorað á 9 almenning að f.iölmenna á k fund þennan til stuðnings 9 þessu mikilvæga málefni. k Reykjavík, 22. aprfl 1964. B.jarni Benediktsson, 9 Geir Hallgrímsson, U Davíð Davíðsson. Eðvarð Sigurðsson Eggert Kristjánsson .Tóhannes Elíasson, Sigtryggur Klemenzson, t Sigurður Samúelsson, Valdimar Stefánsson. k Ögmundur var með þeim fyrstu hér f bæ. sem hóf at- vinnurekstur með vörubíl. 1 þá daga voru bílarnir, vegirn- ir, já, allt, gerólíkt því sem nú er. Það var þá karlmmennsku starf að aka vörubíl og á- reiðanlega þurfti nokkurt á- ræði til að leggja út á það ævintýri að kaupa vörubíl. Mér er enn í fersku minni, þótt nú séu sjálfsagt um 45 ár liðin síðan, þegar ögmund- ur bauð okkur krökkunum í lystitúr upp f Mosfellssveit á nýja bílnum. Bíllinn var auð- vitað Gamli-Ford, óyfirbyggð- ur, aðeins bflstjórasætið og bekkir á pallinum. Fyrir okkur bömin var slík ferð mikið æv- intýri í þá daga og sá sem réði yfir þessu undratæki og gat stjórnað því var í okkar augum mikill maður. Það var ekki ætlunin með þessum línum — sem hripaðar eru í önn dagsins — að semja sögu ögmundar í Hólabrekku. heldur aðeins að koma á fram- færi ámaðaróskum á merkum afmælisdegi og þakka góðum nágranna langa og ágæta við- kynningu. Þeir eru ekki margir eftir búendurnirá Grímstaðaholtinu. sem settu svip sinn á það byggðarlag á fyrri hluta þess- arar aldar. Nokkrir þeirra voru eftirminnilegir athafna- menn, mótaðir i harðri lífs- baráttu við gerólíkar aðstæður þeim, er við nú þekkjum. ög- mundur í Hólabrekku er einn úr þeirra hópi. Og gamla Holt- ið okkar, þessi sérkennilega byggð i höfuðborginni, er einnig að hverfa í nýbyggðina. En ég veit, að ég mæli fyrir munn allra gömlu Holtsbú- anna þegar ég árna ögmundi allra heilla á þessum merkis- degi og bakka honum og öllu hans fólki góða samfylgd á liðnum árum. Ég gat þess í upphafi að hinn háa aldur væri ekki á ögmundi að sjá. Hann hefur alla tíð verið gleðimaður í vina hópi, söngmaður ágætur, gamansamur og glettinn. Enn heldur hann kæti sinni og spaugsyrðin erU t:ltæk og segja mpetti mér að níræður tæki hann lagið með gömlum vinum ’ og' söngbfáeðrum. Það er fáum sú gæfa léð að ná svo háum aldri en vera samt svo ungur. Eðvarð Sigurðsson. Dagskrá Alþingis Dagskrá saméinaðs Al- þingis föstudaginn 24. apríl 1964, kl. 2 miðdegis. 1. Fyrirspurnir a. Stóreignaskattur, 218. mál, Sþ, (þingskj. 486, tölul. 1). — Hvort Ieyfð skuli. b. Lánveitingar úr bygging- arsjóði ríkisins. 218 mál. Sþ. (þskj. 486, tölul. 2). — Hvort leyfð skuli. c. Byggingarlán. 218. mál, Sþ. (þskj. 486, tölul. 3). — Hvort leyfð skuli. 2. Tæknistofnun sjávarút- vegsins, þáltill. 167. mál, Sþ. (þskj. 310). Frh. einnar umr. (Atkvgr. um n.). 3. Sjómannatryggingar, þál- till., 184. mál. Sþ., (þskj. 344). — Frh. fyrri umr. (Atkvgr.). 4. Áfengisvandamálið, þáltill. 188. mál, Sþ. (þskj. 372). — Frh. fyrri umræðu. (Atkvgr.). AKIÐ SJÁLF NÝJUM bÍIi Almenna bifreiðaleigan h.f. Klapparst. 40. — Síml 13776. KEFLAVÍK Hringbraut 106 — Sími 1513. * AKRANES Suðurgafa 64. Sfmi 1170. Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í Neskaupstað býður vel- komna fyrstu flugvél Flugsýnar sem er að hefja reglu- bundnar flugferðir til Norðfjarðar. Það var nærri farið fram hjá Þjóðviljanum, að á morg- un, 24. apríl, er einn bezti og farsælasti baráttumaður Sósíalistaflokksins og íslenzkrar verkalýðshreyfingar fimmtugur: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í Neskaupstað. En þá var blaðið beðið fyrir afmæliskvæði til hans, sem hér er skilað. Þjóðviljinn vill nota tækifærið til að flytja Bjama beztu afmælisóskir og þakkir fyrir hans mikla starf og óbugandi trúmennsku við alþýðumálstaðinn, við æsku- hugsjónina úrn sösíalismann. Afmæliskveðja Bjarni þórðarson bæjarstjóri fimmtugur Háar öldur hníga og falla. Um heiminn allan byljir geisa. En ósa1<t talið ."uerður varla að vanda margan tókst að leysa. Þeir sem trú og traustið eiga og tapa ei krafti í mótgangsvindi, yfir land sitt líta mega löngum beint af hæsta tindi. Er í stríði hildir harðna hopar blauður þá af verði. Aldrei sá neinn ótta á Bjama, öðrum fastar hélt á sverði. Brugðið var á báðar hendur. Breiðan sumir mældu skára. í austurveg var ungur sendur, aðeins held ég fimmtán ára. Að Neskaupstað þá lágu leiðir. Þar lamað virtist flest og dofið. Engir vegir voru greiðir. Af vanans deyfð margt getur sofið. Segja mætti sögur margar um sára fátækt, jafnvel hungur, er ekkert virtist oft til bjargar, en erfiði um s'jó og klungur. Við Norðfjörð kaustu að vinna og vekja virða upp af alda svefni, undan lézt þig ekki hrekja þá aldan braut við keip og stefni. Við stjórnvöl hefur staðið lengi. Stormur blæs úr mörgum áttum. Fagnað hefur góðu gengi. Gæfan tengd er ýmsum þáttum. Sízt þú varzt af aurum api. Um það dæmi glögg má finna. Græddir ekki af annars tapi. Þér auð ei skópst úr blóði hinna. Ósk í lokin er svo þessi, að enn þú lengi megir þreyja. Þig alla daga ætíð blessi Óðinn, Njörður, Þór og Freyja. Aðalsteinn Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.