Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 1
Þjóðviljinn er 3 blöð í dag - 28 síður í dag koma út þrjú blöð af Þjóðviljanum, tvö átta síðna auka- blöð. Flytur annað sögu eftir bandaríska skáldið Edgar Allan Poe og nýtt kvæði eftir ungt íslenzkt skáld, Baldur Ragnarsson, en í hinu blaðinu er fjallað um sumarleyfisferðir. GLEÐILEGT SUMAR Eru síldarleitar- tæki Ægis ónýt? I framsögu með fyrirspurn sinni um síldarleit og fleira þar að lútandi, á fundi sameinaðs Al- þingis í gær, sagðist Gils Guðmundsson hafa það eftir góðum heimildum að öll fiskileitar- tæki varðskipsins Ægis væru nú stórskemmd, jafnvel gjörónýt. I Eins og menn muna féll Ægir á hliðina er ver- ið var að færa hann í slipp fyrir nokkrum vik- um og sagði Gils að þá hefðu tækin orðið fyrir þessu hnjaski. I Ekki gat sjávarútvegsmálaráðherra gefið nein- ar upplýsingar um þetta mál, en þess má geta, að um borð í Ægi voru saman komin einhver fullkomnustu og dýrustu tæki til fiskileitar sem til eru. Xarlakór Reykjavíkur ^eldur fímm samsöngva Karlakór Reykjavíkur heldur timm samsöngva fyrir styrktar- félaga sína í Austurhæjarbíói í næstu viku eða dagana 27.—30. apríl og 2. maí. Stjórnandi er Jón S. Jónsson og einsöngvarar þau Svala Nílsen, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guð- jónsson. Pianóundirleik annast Ásgeír Beinteinsson. Efnisskrá er fjölbréytt og efu á henni lög eftir innlenda og erlenda höfunda, svo sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sig- urð Þórðarson, Jón Ásgeirsson, Stefán Ólafsson, Kuula. Shapor- Gosfrétt gýs upp I gær bárust þær fréttir vestan af Snæfellsnesi að eld- goss hefði orðið vart í hafinu út af Rifi. Mögnuðust þessar fréttir mjög hér í borg og fór svo að Alþýðublaðið sendi flug- vél á vettvang og tók jarðfræð- ing með í förina. Þegar til kom, reyndist þó hér aðeins vera um sérkenni- legar skýjamyndanir að ræða, sem í fljótu bragði liktttst gos- mekki. Sneru leiðangursmenn aftur til Reykjavíkur við svo búið. Brýn nauðsyn að fá sér stök skip til síldarleitar in, Williams og einnig eru ensk, amerísk og rússnesk þjóðlög. Samsöngvarnir hefjast kl. 7.15 alla dagana nema laugardaginn 2. maí kl. 3,15. Aðgöngumiðar verða seldir að þeim samsöng. Nvtt sjúkrahús HÚSAVlK 22/4 — I dag hófst bygging á nýju sjúkrahúsi hér í Húsavik. Fyrstu rekustunguna stakk Daníel Daníelsson, héraðs- læknir. Húsbyggingin verður upp á tvær hæðir með kjallara og er það 620 ferm. að grunnfleti. Það á að rúma þrjátíu sjúkra- rúm. Áætlaður kostnaður er 15,5 miljónir króna. Áformað er að steypa upp kjallara og eina hæð á þessu ári. Sigvaldi Thordar- son. arkitekt teiknaði húsið og yfirmenn við bygginguna verða Sveinn Ásmundsson og Ásgeir Höskuldsson, — Á.K. Slökkvilið Reykjavkur var á sjöunda tímanum í gær kallað að Ljósheimum 14—16 en þar var kominn upp eldur í vinnu- skúr. Tók klu'kkustund að ráða niðurlögum eldsins og var skúrinn þá all mjög brunn- inn, segir í skýrslu slökkvi- liðsins. ■ Nokkrar umræður urðu^ í sameinuðu þingi í gær vegna fyrirspurnar Gils Guð- mundssonar til sjávarútvegs- málaráðherra um hvaða ráð- stafanir hafi verið gerðar til þess að hægt verði að fram- kvæma síldarleit á vorver- tíð fyrir Suður-og Vestur- landi og á sumarvertíð fyr- ir Norður- og Austurlandi svo og hvort gerðar hafi ver- ið ráðstafanir um öflun var- anlegs skipakosts til síldan- leitar. ■ í framsögu sinni lagði Gils höfuðáherzlu á nauðsyn þess að fengin verði sérstök skip til þessarar sí þýðinv- armeiri þjónustu við útgerð- ina. TillögUr Jakobs Jakobssonar Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra varð fyrir svörum og skýrði svo frá að Jt, kob Jak- obsson hefði gert tillögur að síldar. og fiskileitaráætlun og lagt fyrir ráðuneytið. Sam- kvæmt þeim hefðu nú verið le'gð fjögur skip til leitar á þessu ári. Þau eru: Fanney (frá 20. marz til 30. s.eptember). Pét- ur Thorsteinsson (frá 1. júní til ársloka), Ægir (frá 20. maí til 30. október) og botnvörpungur- inn Þorsteinn Þorskabítur til fiskileitar fyrir togaraflotann. Kostnaður 15,7 miljónir Ráðherran sagði að kostnaður við leitina á þessu ári væri á- ætlaður 15.7 miljónir en sam- tals væru veittar af Alþingi til þessara mála 13 miljónir króna. Þá gat hann þess að árið 1962 hefði kostnaðurinn verið 7 milj- ónir rúmar, 1963 rúmar 10 milj- ónir. Um endanlega lausn og framtíðarskipan fiski- leitar hafði ráðherran aft- ur á móti fátt að segja. Leitin falli aldrei niður í framsögu sinni benti Gils Guðmundsson á að nú mætti Framhald á 9. síðu. Gleðilegt sumarI I dag er sumardag- urinn fyrsti en sá dag- ur hefur á undanförn- um árum jafnan verið helgaður börnum og svo verður enn. Verð- ur að venju efnt til f jölbreyttra hátíðahalda fyrir börn hér í Reykjavík og víðar um land í tilefni dagsins. •fr Liðinn vetur hefur vcrið einn hinn bezti scm komið hefur í manna minnum og vonandi fáum við einn- ig gott vor og sumar. Myndin sem hér fylg- ir er tekin í góða veðr- inu nú í vikunni af uiigum veiðimönnum. Þeir eru raunar ekki að veiða golþorsk úti á miðum heldur bara hornsíli í Tjörninni en hver veit nema ein- hverjir þeirra eigi eft- ir að setja aflamet í ,.alvöruveiði”. Mynd- ina tók Ijósmyndari Þjóðviljans Ari Kára- son. -á Þessari fallegu mynd látum við fylgja beztu sumaróskir til allra lesenda Þjóðvilj- ans. Gleöilegt sumar BÆTT ÚR SALTSKORTINUM I VERSTÖÐ VUNUM SYÐRA ■ Saltskorturinn í verstöðvunum hér sunnanlands er nú líklega úr sögunni með tíðum skipakomum á næstunni og mega nú heimsmetin falla í gríð og erg, sagði Geir Borg, forstjóri í Kol & Salt í viðtali við Þjóðviljann í gær. 13 DACAR EFTIR 7 deildir skiluðu í gær og þó nokkuð kom utan af landi. Við þökkum þau vin- samlegu bréf sem við höfum fengið utan af landi. Margir hafa pantað hjá okkur sinn skammt í næstu flokkum og sumir heldur meira og auð- vitað erum við ekki sízt á- nægðir með það. Nú fer óðum að styttast tíminn fyrir þá sem eru úti á landi að senda okkur upp- gjör. Við minnum ykkur á að hægt er fyrir þá sem ekki hafa samband við um- boðsmenn okkar að póst- leggja skil til Happdrættis Þjóðviljans, Týsgötu 3, Reykjavík. Á morgun höf- um við opna skrifstofuna að Týsgötu 9 frá kl. 9—12 og 1—7 e.h. Við þökkum svo öllum góðan stuðning á þessum vetri og óskum ykkur gleði- legs sumars. Deilda og héraðasam- keppnin stendur nú þannig: 1. 15. deild, Selás 145% 2. 11. deild, Háaleiti 45 — 3. 6. deild, Hlíðar 27 — 4. 9. dcild, Kleppsh. 26 — 5. 8. A deild, eTigar 25 — 6. 1. deild, Vesturb. 24 — 7. 4. A deild Þingh. 24 — 8. 5. deild, Norðm. 23 — 9. 4.B d. Skuggaliv. 21 — 10. 10.B deild, Vogar 19 — 11. 7. d., Rauðarárh. 18 — 12. Kópavogur 18 — 13. 8. B deild, Lækir 16 — 14. Austurland 14 — 15. Suðurland 14 — 16. Vestfirðir 14 - 17. 2. deild, Skjól 12- 18. Hafnarf jörður 9 - 19. 12. deild, Sogamýri 8- 20. Norðurland vestra 7 - 21. 3. deild, Skerjafj. 5 - 22. Reykjanes 5- 23. Norðurland eystra 5 ■ 24. 10. A deild, Heimar 4 ■ 25. Vesturland 4 ■ 26. Vestmannaeyjar 2 ■ SKILADAGUR Á M0RGUN „Við eigum von á fjórum skipum frá Spáni á næstu sex dögum og losa þau aðallega í Vestmannaeyjum, Keflavík og ei-u 5400 tonn í þessum fjór- um skipum. Fyrsta skipið kemur á morgun til Vestmann- eyja með 1700 tonn. Þá kemur saltskip á vegum Ólafs Gísla- sonar til landsins á föstudaginn og losar f Reykjavík. Keflavík og á Akranesi. Er það með 2300 tonn til viðbótar þeim 5400 tonnum, sem við eigum von á á næstunni. Þetta skip átti að fara til Færeyja og fékkst hing- að á síðustu stundu. Við vorum með saltskip hér i lck marzmánaðar og fórum þá bónleiðir til búðar hjá fisk- vinnslustöðum á Suðurnesjum og var þá ekki reiknað með þessari sumarhrotu. Það er ekki að sjá að útgerðarmenn hafi gert sér grein fyrir þeirri tækni- byltingu í veiðum með hring- nótinni og þeim mikla afla, sem komið hefur á land síðustu daga. Afleiðingin varð saltskortur i tvo sólarhringa í verstöðvunum ! sunnanlands. sagði Geir Borg að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.