Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 10
2 Q SlÐA ÞIÚÐVILIINN Fimmtudagur 23. apríl 1964 RAYMOND POSTGATE: — Aðra lækna, sem ekki höfðu stundað piltinn Qg hefðu ekki tekið eftir neinu óvenju- legu hjá honum. Ég spyr, hvern- ig stóð á því að i>ér, sem þekkt- uð hann óvenju vel, skylduð ekki taka eftir því að ástand hans var óeðlilegt? Parkes læknir yppti öxlum og svaraði ekki- — Jæja, við látum það eiga sig í bili. Litið til baka til fyrsta dags veikinda Philips. Þegar þér komuð heim á lækningastofu yðar, íhuguðuð Þér þá málið nánar? — Auðvitað gerði ég það. Ég íhuga alltaf tilfelli mín á hverju kvöldi þegar ég kem heim. Það getur alltaf verið eitthvað ... — Einmitt. Jæja, kom yður þá eitrun í hug? Datt yður slíkt yfirleitt í hug þá? Það var eins og Parkes læknir hefði séð eiturslöngu. Sir Ikey ætlaðist ekki neitt sérstakt fyr- ir með þessari spurningu; hann var aðeins að þreifa fyrir sér. En allt í einu hafði Parkes læknir séð sjálfan sig vera að róta í bókum sínum og taka eina niður — bók sem fjalíaði um eitur. Hann mundi að hann hafði horft á hana. Hann sá 'fyrir sér fyrstu nöfnin— undir Aconitine — Arsenic. Hafði hann haldið áfram að lesa? Hafði hann verið truflaður? Hafði hann gleymt því? Og hvaða dag gerðist þetta? — Við erum að bíða, Parkes læknir. — Ég — ég, stamaði hann. — Ég er ekki viss um það. — Ekki viss! Ekki viss! Sir Ikey setti upp skelfingarsvip. hárgreiðslan HárareiðsTn og snyrtistofa ?TFWri oe nónrt Lanraveirl 18 m h. (lyftal SfMT 24616. P B R M A Garðsenda 21 SlMI 33968. Hárgrelðsln- oe snyrtistofa. Dðmnrl Hárgrelðsla ríð allra hæft. T.TARNARSTOFAN Tjarnargötn 10 Vonarstrætis- megin. — SlMl 14662. hArgretðshtstofa A0STTTRBÆJAR (Maria Gnðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656. “ Nnddstofa 4 sama stað — Hafið þér ekki reynt að leita í huganum? Álítið þér þetta ekki mikilvægt? — Auðvitað. En ég get ekki verið viss um það. — Daginn eftir dó sjúklingur yðar af eitrun. íhuguðuð þér þá ekki allt tilfellið undir eins, Parkes læknir? Datt yður ekki í hug að reyna að ganga úr skugga um hvar mistökin lægju? Spurðuð þér ekki sjálfan yður þá hvenær yður grunaði fyrst að um eitrun væri að ræða? 28 — Jú, það hlýt ég að hafa gert. — Ég skil. Þér hljótið að haía gert það. En nú eruð þér bún- ir að gleyma því. Ég vona að þér séuð ekki alltaf svona gleymnir. Það er slæmt fyrir lækni. Sir Ikey yggldi sig: hann gerði það á áhrifamikinn hátt. — Jæja, en yður datt þó ein- hvern tíma eitrun í hug, það er þó alltaf nokkuð. Við skul- um rifja upp næsta dag. Þér komuð til Philips um morgun- inn. Klukkan 9.15 eða svo? — Já. ......... ......... — Þér eruð vissir um það? — Auðvitað er ég það. — Já, já. Það var skrifað í bókina yðar. Og þér komuð til baka með Herrington lækni klukkan 12.15? — Ég held það. — Þrjár stundir! Þrjár klukkustundir, meðan barnið kastaði uop blóði og hjartað far- ið að gefa sig. Hvað í ósköpun- um voruð þér að gera? Hvers vegna voruð þér ekki við rúmið hans? — Það var mjög erfitt að ná sambandi við Herrington lækni. Hann var í vitjunum. — Nú? Gátuð þér ekki lát- ið liggja fyrir honum boð um að yður bráðlægi á að' finna hann? Hvernig gátuð þér skil- ið veslings drenginn eftir í hönd- um tveggja kvenna sem ekk- ert kunnu fyrir sér? Hvað gerð- uð þér eiginlega? Parkes læknir sagði ekkert. Hvað hafði hann gert? Þetta var þegar orðið dálitið óljóst í minningunni. Hann hélt hann hefði ekið um og leitað að Herr- ington lækni. Hann var viss um það eitt að hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu að hann réði ekki við þetta tilfelli; að það væri ekkert gagn að honum fyrr en yngri maður kæmi. Og það gat hann ekki sagt. Sir Ikey einblíndi á hann. — Með öðrum orðum, læknir, ef þér hefðuð sinnt þessu sjúk- dómtilfelli eins og vera bar, þá væri drengurinn lifandi í dag. Er þetta ekki rétt? — Það er öldungis ósatt. — Jæja, og hvers vegna, ef ég má spyrja? — Það varð engri lækningu við komið. — Ekki það! Hvernig getið þér sagt um það? Ég hélt þér hefðuð sagt réttinum, að þér vissuð mjög litið um áhrif hed- erins. — Ég á við — ég — — Þér eigið við, held ég, að þér hafið ekki vitað um neina lækningu. Hve langt er síðan þér lukuð læknisprófi, Parkes læknir? — Ekki nema það þó! Parkes læknir roðnaði. — Ég held, sir Isambard — sagði dómarinn og lauk ekki við setninguna. Sir Ikey hneigði sig; hann hneigði sig stífur eins og hann hefði hjarir á mjöðmun- um. — Eins og yðar tign þókn- ast, sagði hann. — Ég hef ekki fleiri spurningar fram að færa, bætti hann við. Herra Proudie endurspurði, og lagði aftur áherzlu á það at- riði, að hederineitrun væri sjald- gæf og vandþekkt. En Sir Ikey hafði náð tilgangi sínum. „Lækn- irinn fífl,“ skrifaði Dr. Holmes í blokk sína og lét þannig í ljós skoðun flestra kviðdóm- enda. Jafnvel herra Stannard andvarpaði og hristi höfuðið. n Næsta vitni sem hafði áhrif á kviðdómendur, var frú Rodd. Hún var svartklædd frá hvirfli til ilja, þrekvaxin og andlitið notalega ófrítt, og hún hafði hagstæð áhrif á kviðdómendur jafnvel áður en vitnisburður hennar hófst. Þeim fannst öll- um sem þarna færi heilbrigð, virðingarverð ráðskona; heiðar- leg, brjóstgóð kona sem hægt væri að reiða sig á. Jafnvel vartan með hárbrúskinum virt- ist auka á þessi áhrif. Hún tal- aði með einbeittri en lotningar- fullri röddu, rödd hjúsins sem þekkti stöðu sína og var í eft- irsóknarverðri stöðu. Herra Proudie, sem ekki var sérlega mikill refur, tókst samt sem áð- ur að draga upp mynd af henni sem hinu dygga hjúi, eins vel og sjálfur Sir Ikey hefði getað gert. — l»ér voruð víst ráðskona hjá Sir Henry sáluga Arkwright? sagði hann fremur lágri röddu, eins og honum væri þvert um geð að rifja upp fyrir frú Rodd hinn mikla missi hennar. — Já, herra minn, það er rétt. Frú Rodd talaði mildum rómi og kinkaði kolli — nei, það sem betra var, hún laut höfði. — Og hversu lengi gegnduð þér því starfi? Þetta var góð byrjun og frú Rodd hafði greind til þess að notfæra sér hana. Þegar hún hélt áfram og lýsti sambandi Philips og frænku hans og dauða kanínunnar, þá þurfti herra Proudie litlu við að bæta. Sagan sjálf hafði nægileg áhrif á kviðdómendur. Dr. Holmes einum þótti þetta tilfinninga- semi. Frú Morris, gyðingaekkjan, fann sér til undrunar að augu hennar flutu í tárum. Hún hafði aldrei grátið síðan Les dó. Hún gat ekki grátið, það vissi hún. Og samt voru tár í augum henn- ar og eitt lak niður með nef- inu og kitlaði hana. Veslings, veslings drengurinn litli, sem sat á hækjum og bablaði við kan- ínuna vegna þess að hann átti engan annan vin. Og þessi hræðilegu föt! Frú Rodd hafði lýst Norfolkbúningnum, ekki al- veg illgirnislaust; en frú Morris var eini kviðdómandinn sem lýs- ingin hafði áhrif á. Að gera veslings drenginn vísvitandi að viðundri! Frú Morris leit reiði- lega til Rósalíu, en hún var nið- urlút og það var ekki hægt að ráða svip hennar. Frú Rodd var að lýsa í smá- atriðum drápi kanínunnar í gas- ofninum. Hún dró ekkert úr hrottaskapnum í frásögn sinni. Þegar hún lýsti vanstillingu Philips eftir dauða hennar, fann frú Morris aftur til van- líðanar. Veslings einmana dreng- urinn, hugsaði hún. Ég hef aldrei átt barn. Ég hefði getað annazt hann. Ég hefði skilið hann. Þessi kvenmaður svipti hann því eina sem honum þótti vænt um. Ég veit hvað það táknar. Það er vel hægt að bera þetta tvennt saman. Barn getur elskað af ástríðu. Það hefur heitar tilfinn- ingar. Þær endast bara ekki eins lengi og hjá fullorðnu fólki. Þessi drengur hefði vel getað elskað þessa kanínu, þrátt fyrir allan aldursmun og annað, á sama hátt og ég elskaði —. Hættu þessu. Hlustaðu á mál verjandans. Sir Ikey virtist ekkert gera til þess að brjóta niður það sem herra Proudie var að byggja upp. Hann virtist meira að segja leggja aukna áherzlu á elsku Philips til kanínunnar. En hann dró fram eitt atriði, sem var hið eina til þessa, sem virtist hag- stætt skjólstæðingi hans. Hvern- ig stóð á því að frú van Beer drap kanínuna? Frú Rodd við- urkenndi með hálfgerðum sem- ingi, að henni hefði skilizt að það hefði verið gert að fyrir- mælum lækisins. Nei, hún hafði ekki heyrt hann segja það sjálfan. — Kannski getum við fengið Parkes lækni hingað aftur til að fá það staðfest? Sir Ikey beindi spurningu sinni til dóm- arans og herra Proudies jöfnum Dómarinn leit á herra Proud- ie. — Vissuiega, sagði hinn sið- arnefndi. — Mér er ljúft að verða við beiðni háttvirts verj- anda. — Ég þarf að spyrja þetta vitni nokkurra spurninga ennþá, sagði Sir Ikey. — Kannski má ég ljúka þeim af fyrst? Dómarinn kinkaði kolli. — Munið þér hvað kanínan hét, frú Rodd? — Já, herra minn. Hann var vanur að kalla hana Zog kon- ung, en hann var nýbúinn að breyta nafninu. Það var undar- legt nafn. — Reynið að hugsa yður um. Munið þér hvað það var? — Það var Shredny Vashti eða eitthvað í þá átt — Vashti eins og drottningin í biblíunni, þér vitið. Þess vegna man ég það. — Shredny Vashti eða eitt- hvað í þá átt. Ég vil ekki leggja yður orð í munn, frú Rodd, en segið mér þetta: Var nafnið Shredni Vashtar? — Já, herra minn, Það er einmitt rétta nafnið. Nákvæm- lega. — Þakka yður fyrir. Fleira var það ekki. Þegar Parkes læknir var aft- ur kallaður fyrir, var honum sýnilega mjög órótt þegar hann stóð aftur andspænis Sir Ikey. En í þetta sinn var gammurinn ekki í vígahug. Sir Ikey var mildur í rómi. 'Nei, hér er einn sem óskar eftir bréfaviðskiptum, við skulum skrifa. Það er box Kannski ég hafi nú fengið bréf aldrei slíku vant. 2478. SKOTTA „Þetta er útvarpið MITT, en ég varð að afhcnda honum bað sem tryggingu fyrir tuttugu og fimmkallinum sem ég skulda honum“. b\éá Ipjf ©fcLjSjíif jpér LþScLV elcglS' fcryc3q|íMc3a.fé!c\c3 oq cjðoLr* eTcjínT howg ! ÁEYRGÐ" TRYGGINGAFÉIAG EINDINDISMAHNA maxnwi- Imgmcql 133 . Sími 3745S 031794? SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsf32naverzlun Þérsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.