Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. apríl 1964 ÞlðÐVÍLJINN SlÐA ^ setja nánari ákvæði í reglu- gerð eftir því, sem þurfa þyki. Áttundi kaflinn er einung- is um gildistöku frv. og segir þar, að gildistakan sé miðuð við 1. janúar 1965 og skuli þá öll núgildandi lagaákvæði, sem brjóti í bág við ákvæði þessara laga og veiti starfs- manni naumari rétt en þau geri, úr gildi fallin. Mannréttinda- löggjöf Herra forseti! Eg hefi nú gert grein fyrir flestum ný- mælum þessa frumvarps, Eg tek það fram enn á ný, að hér er um mannréttindalög- gjöf að ræða. Hún snertír verkafólk almennt og raunar allt starfandi fólk í landinu. Hún snertir konur, unglinga og börn. Engin löggjöf hefur náð slíkri viðurkenninu né orðið jafn hjartfólgin þeim, sem hennar eiga að njóta, eins og vökulögin. Hún var sett, þegar nýr og stórbrot- inn þáttur hófst í atvinnulífi Islendinga. Hennar var brýn þörf, hún var sett á réttum tíma. Nú eru einnig nokkur tíma- mót í íslenzku atvinnulífi. Vinnurannsóknir eru hafnar. Allir eru sammála um að greiða götu hagræðingarmála og taka upp ákvæðisvinnu í einni eða annarri mynd, þar sem hún er taiin henta til betri nýtingar fjármagns, véla og vinnuafls, til aukinn- ar framleiðni og þjóðartekna og þetta á að geta gerzt, ef rétt og skynsamlega er að unnið, án þess að erfiði og slit og þrældómur erfismanns- ins aukist. Fi-amhald á 9. síðu VINNUVERND ER MANNRÉTTINDI Pjórði kafli frumvarpsins fjallar um vinnuvemd bama og unglinga Bam er sam- kvæmt skilgreiningu fmm- varpsins sérhver sá, sem ekki er fullra 14 ára að aldri, ung- lingur hver sá, sem er á aldr- inum 14—15 ára. Vinnuvernd barna Eins og ég vék að í upp- hafi ræðu minnar, mundu margir ófáanlegir til að eætta sig við nokkuð annað og minna en að barnavinna væri bönnuð með öllu. Sumir vitna jafnvel til alþjóðasamþykkta, sem Island hafi fullgilt og sé aðili að og sé okkur því ó- heimilt með öllu að leyfa nokkra þátttöku bama í at- vinnulífinu, því að barnavinna sé bönnuð í þessum alþjóða- samþykktum. En sé svo, hafa slíkar al- þjóðlegar skuldbindingar a.m. k. ekki verið teknar allt of hátiðlega til þessa og þannig í reynd ekki haft gildi. Það er sem sé öllum kunnugt, að bamavinna hér á íslandi á síðari ámm er komin langt út fyrir öll siðmenningarleg og skynsamleg takmörk. Þessu munu fáir neita, að ég hygg, enda væri vandalaust að sanna þá staðhæfingu með tugum dæma. Það er ástæðulaust að á- fellast atvinnurekendur sér- staklega fyrir þetta. Böm og unglingar em t.d. kappsfull og ætla sér oft ekki af, vilja jafnvel í lengstu lög halda sig til jafns við fullorðna fólkið og ógjarna vilja þau hætta fyrr en það hættir. Og til eru jafnvel svo forsjárlausir for- eldrar, að þeir ætlast bók- staflega til þess af bömum sínum, að þau notfæri sér hverja vinnustund, sem fáan- leg er, jafnt á nóttu sem degi og helgum degi sem virkum. En hér er um miklu alvar- legra mál að ræða en svo, að ráða megi ótakmörkuð- um vinnutíma bama og ung- linga mikil þörf atvinnurek- enda fyrir vinnuafl, blind keppni barna og unglinga inn- byrðis eða um það að gefast ekki upp, fyrr en þessi eða hinn jafnaldrinn, og ekki heldur forsjárlaus keppni bama og unglinga um vinnu- þol til jafns við fullorðið fólk. Og sizt af öllu má á- fergja óskynsamra foreldra eða forsjármanna barna unglinga í Því efni að hafa upp úr þeim, eins og það er kallað, ráða úrslitum um 12, 14 eða 16 stunda eða jafnvel lengri samfellda vinnu barna og unglinga, eins og dæmi em til frá seinni áram í ís- lenzku atvinnulífi. Bamaþrælkun .Vemd skólabama Þátttaka barna í atvinnu- lífi okkar með svo óskynsam- legum hætti er háskaleg frá öllum sjónarmiðum og hana verður a.m.k. að banna. Það er alls ekki ofmælt að neína þetta barnaþrælkun, enda er flestum ljóst, að þetta ástand er íslendingum orðið til van- það, sem aflaga eða miður fer hjá okkur í þjóðlífinu, enda hefur það komið fyrir og um það er mér kunnugt, að menn hafa blygðazt sín fyrir að sýna útlendingum jafnvel myndarlegustu hrað- frystihús okkar á sumrin, þegar heita má, að þau séu að yfirgnæfandi meirihluta rekin með bömum og ung- lingum. Slíkur óforsvaranlegur vinnutími bara er líka bann- aður með öllu í þessu frum- varpi. Við því er lagt bann í 19. gr. frumvarpsins að böm innan 12 ára aldurs megi vinna í vinnustofum, verk- stæðum og verksmiðjum, en hins vegar er heimilt að ráða 12—14 ára böm til sérhverr- ar þeirrar vinnu, sem að dómi lækna eða sérfræðinga í upp- eldis- og heilbrigðismálum sé öragglega óskaðleg heilsu barna og þroska. Það er yfirleitt lagt undir skóla- lækni og skólayfirlækni að hafa úrskurðarvald um þess konar mál samkvæmt fram- varpinu. Alger hámarksvinnutími barna samkvæmt frumvarp- inu er 6—7 stundir á dag, en jafnan skulu tveir vinnuhóp- ar barna annast 8 stunda vinnutímabil til móts við full- orðna, þ.e. 4 stundir hvor vinnuhópur og 10 stunda vinnutímabil fullorðinna einn- ig 2 vinnuhópar bama, þ.e. 5 stundir hvor þeirra o. s. frv. Það yrði 6 stunda vinnu- tími hjá börnum, ef um 12 stunda vinnutímabil væri að ræða hjá fullorðnu fólki. Það er bannað með öllu að fela bömum gæzlu gufukatla og véla, sem sérþekkingar eða sérstakrar aðgæzlu þarf og varúðar þarf til þess að um- gangast eða stjóraa. félagi, svo og heibrigðis- og s'kólayfirvöldum slíka skrá hvenær sem krafizt er. Greiðsla vinnulauna Þá er það V. kafli fram- varpsins. Hann fjallar um greiðslu vinnulauna og ýmis- legt það, sem ti-yggja skal rétt launþega, í þeim efnum umfram það, sem gert er í gildandi lögum frá 19. maí 1930 um greiðslu verkkaups. Þar segir, að vinnulaun skuli ávallt greiða í gjaldgengu reiðufé nema sarni-' ’iafi ver- ið um greiðslu i þeim efn- um umfiam það, sem gert er i gildandi lögum, þó eru bankatékkar bannaðir nema með samþykki, og einnig má fara fram hirogreiðsla. Greiðsla vinnulauna skal að sjálfsögðu alltaf fara fram á vinnustað, í vinnutímanum, svo sem fyrir löngu er orðin föst venja samkvæmt stéttar- félagssamningum. Það er tekið fram í fram- varpinu, að launagreiðsla sem greiðist í dagvinnu- eða vikukaupi skuli fara fram ekki sjaldnar en vikulega. Það er einnig nú í lögum. Launagreiðsla vegna á- kvæðisvinnu skal einnig fara fram vikulega hlutfallslega eftir því, sem verki vindur fram, en annars að verki loknu. Annan uppgjörstima má þó ákveða vegna ákvæðis- vinnu með sérstökum samn- ingi. Greiðslur til manna, sem eru á mánaðarkaupi eða árs- kaupi, skulu fara fram ekki sjaldnar en tvisvar á mán- uði, hálfsmánaðarlega nema um annað hafi verið samið skriflega. Um það era allstrengileg á- isvinnu eigi aldrei skemmri uppsagnarfrest en 14 daga. Lágmarksuppsagnarfrestur starfsmanns, sem tekur mán- aðar- eða árskaup, er aldrei skemmri en mánuður talið frá lokum almanaksmánaðar. Nú er starfsmanni, sem Síiarí hluti sonar um ræðu Hannibals Valdimars- vinnuverndarfrum varpið Alkunna er, að við eram tkvæmari oft gagnvart út- idingum varðandi ýmislegt Þá er það ennfremur ó- heimilt með öllu að ráða börn til nokkurrar þeirrar vinnu, sem að dómi skólayfirlæknis eða héraðslæknis getur á nokkura hátt talizt hættuleg heilsu bama eða þroska. Þá segir í framvarpinu að alger hámarksvinnutími unglinga skuli vera 8 klst. og öll vinna barna og unglinga á skóla- skyldualdri er bönnuð frá því, að skólaganga hefst og þar til skólagöngu lýkur að vori. En það hefur tíðkazt nokk- ur hin síðari ár að á börn og unglinga hefur verið lögð all yfirgripsmikil og erfið vinna, sem orðið hefur að framkvæma þannig, að gengið hefur á svefntíma þeirra og hvíldartíma, jafnvel meðan þau gengu í skóla. Samkvæmt þessum kafla frumvarpsins er atvinnurek- endum skylt að halda sér- staka skrá um tegund vinnu og vinnutima þeirra barna og unglinga, sem hjá þeim vinna og þeim er einnig skylt að afhenda viðkomandi stéttar- kvæði í þessum kafla fram- varpsins, að engan launafrá- drátt megi framkvæma við launagreiðslur án skriflegs samnings nema heimilað sé í lögum. Undanþágur frá þessu eru þá félagsgjöld stéttarfélaga, lögiegar út- svarsgreiðslur og innborgan- ir í tryggingasjóði og sjúkra- samlög með staðfestri reglu- gerð. Sérhver launþegi á rétt á greinilegu yfirliti yfir það, hvernig laun hans séu reikn- uð og hvers konar launafrá- dráttur hafi verið inntur af hendi og skulu fullnægjandi kvittanir fyrir sérhvern launafrádrátt ávallt fylgja uppgjörinu. Uppsagnarréttur Þá er ég kominn að VI. kafla frv. 1 þeim kafla tel ég vera allmörg nýmæli, sem öll hníga að því að tryggja verkafólki fyllri rétt en nú er í lögum gagnvart uppsögn af hendi atvinnurekenda. Þar segir, að þeir, sem vinna tíma-, dag-, viku- eða ákvæð- unnið hefur samfleytt í tvö ár eftir 1 árs aldur hjá sama atvinnurekanda sagt upp starfi, án þess að rétt- mætar ástæður séu fyrir upp- sögn og þær séu tilgreindar. Varðar það skaðabótaskyldu. Þessi skaðabótaskylda verður því rfkari, sem maðurinn hef- ur staðið lengur í þjónustu viðkomandi atvinnurekanda. Hafi starfsmaður látið af störfum vegna ólöglegrar uppsagnar, getur atvinnurek- andinn orðið dæmdur til þess að ráða hann aftur í sömu eða aðra hliðstæða stöðu þeirri, sem hann áður gegndi. Bætur geta einnig komið til álita fyrir þann tíma, sem starfsmaðurinn var sviptur starfi hjá fyrirtækinu. Slíkar bætur geta numið 6 mánaða- launum, ef starfsmaðurinn hefur verið 5 ár í þjónustu fyrirtækisins eða atvinnurek- anda. árslaunum eftir 10 ára þjónustu og 3 ára launum, ef starfsmaður hefur starfað hjá fyrirtækinu 20 ár eða lengur. Þá er í þessum kafla fram- íslenzk börn byrja ung að vinna. varpsins ákvæði um það, að ekki megi segja starfsmanni upp vegna slysfara eða sjúk- dóms. Starfsmanni, sem unn- ið hefur samfleytt tvö ár hjá sama atvinnurekenda, má ekki segja upp fyrstu þrjá mánuðina eftir að hann varð óvinnufær og hafi starfsmað- ur starfað 10 ár hjá sama atvinnurekanda, er uppsögn óheimil, þótt starfsmaður sé óvinnufær allt að einu ári. Og hafi dregið úr starfsgetu starfsmanns vegna slysa eða sjúkdóms við störfin, er at- vinnurekanda skylt að leitast við að finna honum starf hjá fyrirtækinu, sem hentar hæfni hans, jafnvel þótt hann verði til þess að sérþjálfa viðkom- andi starfsmann sinn nokkuð. Það skal tekið fram, af því að þessi ákvæði ýmis kunna að þykja nokkuð ströng, að þau ganga í engu atriði lengra en í norsku og dönsku vinnulöggjöfinni. Refsiákvæði og gildis- •taka Sjöundi kaflinn er örstutt- hann er einungis um refsi- ákvæði vegna brota á 1. og segir í honum, að brot varði sektum nema strangari refs- ingar liggi við samkv. al- mennum hegningarlögum. Það er tekið fram í 33. gr. frv., að foreldrar og aðstand- endur, sem láti böm fram- kvæma vinnu, sem brjóti í bág við vinnuverndarlögin, skuli vera ábyrg fyrir slíkum verknaði og skulu þau hæta sektum. Með brot gegn lög- um þessum skal fara að hætti opinberra mála. Það er svo tékið fram, að um alla nánari framkvæmd þessara laga skuli félagsmálaráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.