Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
ÞIÖÐVILIINN
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld
MEÐFERÐIN A
NÝJA FISKINUM
ÍWECTXAI'MÍJJ.'l!!.", J J111 Vn.F.'r............*
f aflahrotum eins og þeirri
sem staðið hefur yfir að und-
anförnu, hefur það sannazt
áþreifanlega hve meðferðin á
nýja fiskinum á sjónum og
geymslutaekni fiskvinnslustöðv-
anna í landi er mikið ábóta-
vant. Þó mönnum með ein-
hverja fagþekkingu ætti að
vera þetta ljóst, þó aflahrotur
berðu ekki að dyrum þeirra,
þá verður þetta mest áber-
andi og augljóst flestum þeg-
ar mikið veiðist,. eins og nú.
Viðvíkjandi geymslutækni
fiskvinnslustöðvanna er það
sorgleg staðreynd sem verð-
ur að segjast, að þrátt fyrir
mörg ný og glæsileg fisk-
vinnsluhús sem byggð hafa
verið síðustu 10 til 15 árin.
eiga þau það öll sameiginleet
að skort.a gevmslutækni á nú-
tímavísu. Stór og glæsileg
hraðfr.vstihús hafa verið
bvggð víðsvegar um land. en
fiskmóttökur þeirra allra
minna á nítiándu öldina en
ekki hina tuttugustu. Það má
þykja gott ef verkfræðingar
þeir. sem fyrir bessum bvgg-
ingum hafa st.aðið. hafa ekki
staðsett fiskmóttökurnar móti
suðri og sól. og þó hefur ekki
einu sinni þetta tekizt nema 4
fáum tilfellum. Þetta eru stór
orð. en bví miður sönn.
Fiskmóttökur fiestra frysti-
húsa eru t.d. hálf'pnar og
betta er jafnframt sú gevmsla
þar sem fiskurinn er geymd-
ur á meðan hann bíður vinnsl-
unnar, oft ísaður.
Það mun vera mjög siald-^.
gæft að gólf þessara fisk-
gevmsla. sem eru steinstevot.
hafi í upnhafi verið olíubor-
in, svo blóðvatn og slor sé
útilokað frá að síga niður í
ste.ypuna. En að sjálfsögðu
getur bað bætt geymshjskil-
yrðin sé viðhald gólfanna gott,
og þannig hafi verið gengið
frá þeim í unphafi. En þetta
er mjög sjaldgæft að þannig
hafi verið gengið frá gólfum,
um það sannfærðist ég árin
1958 og 1959 þegar ég hafði
tækifæri til að athuga þetta.
á vegum sjávarútvegsmála-
ráðuneytisins, ásamt ýmsu
fleiru sem fiskvinnslunni við
kom.
Síðan hefur engin bylting
orðið á þessu sviði. því mið-
ur. f þeim geymslnm. sem
blóðvatnið getur sigið niður í
steinsteypugólfin, myndast hin
ákjósanlegustu skilyrði fyrir
ýmsan miður hennilegan gerla-
gróður, sem verður til þess.
að stytta bann tima sem fisk-
urinn helzt í vinnsluhæfu !
standi Ýmis konar sétthreins-
andi efni. svo sem klór o.fl.
draga að siálfsögðu nokkuð úr
þessari hættu, séu þau notuð
að staðaldri begar fiskmóttök-
urnar eru þrifnar. en þau geta
áreiðanlega ekki útilokað bá
hættu sem þarna er boðið
heim.
Þegar svo þar við bætist að
nýi fiskurinn er oft ekki í
fyrsta flokks ástandi begar
hann kemur í fiskmóttökurn-
ar, sökum rangrar meðferðar
á siónum ns við uppskipun.
þá þarf engan að undra bó að
gevmsluþol hans sé oft harla
lítið.
Þetta gera fagmenn sér líka
vfirleitt lióst og þess vegna er
reynt að bjarga því sem bjarg-
að verður með þv! að láta
fólkið standa við vinnsluna
svo lengi sem stætt er. A*
sjálfsögðn hiargast mikil verð-
mæti með þessum frumstæðu
vinnubrögðum miðað við all-
ar aðstæður, en óneitanlega
verður líka vinnslan dýrari
en efni stæðu til. Og sann-
leikurinn er, að mikil verð-
mæti hafa oft runnið út í
sandinn, frá þvi fiskurinn
kom lifandi yfir borðstokkinn
þar til vinnslu hans var lok-
ið i fiskvinnsluhúsunum.
Bætt fi«kweðferð verð-
ur að byrja á sjónum
Það er aldrei hægt að bæta
þann fisk í landi. sem hefur
orðið gallaður við ranga með-
ferð á s.jónum. f hæsta la-ei
er hægt að koma ? veg fvrir
frekari galla, en þó aðeins
séu góð geymsluskilyrði f.vrir
hendi oe fiskurinn unninn
upn á skömmuin tíma.
Annars er sannleiVurinn sá.
að áunnir gallar fisksins á
sjónum eru þess eðlis. að
gevmsluhæfni bess fisks er
ekki nema brot af því. sem
vpimeðfpHnn ógallaður fisknr
hefur. ef rétt er að unnið
frá byriun.
Ég þekki það vel. að hæera
er um að tala þessa hluti
h.eidur en. í að kpmast. sér- .
staklega þegar aflahrotur ber
a.ð garði á vetrarvertíð eins
og nú, þó veltur sjálfsaet á
mestu. að þekking sé fyrir
hendi til að mæta aðsteðjandi
vanda En mikil bekking á
bessu sanði kemur ekki af
sjálfu sér, menn eru ekki
fæddir með hana, heldur kost-
ar hún margra ára lærdóm,
samfara mikilli réynslu.
Það er ætlazt til þess hér,
að sjómenn viti allt viðvíkj-
andi fiski og meðferð hans og
það ám allrar fræðslu um
þessa hluti Þetta er svo mik-
il fávizka að engu tali tekur.
Hins vegar tileinka margir
sjómenn sér talsverða reynslu
á þessu sviði á langri starfs-
ævi. en á meðan geta mörg
verðmæti hafa farið forgörð-
um, sökum þess að nauðsyn-
lega fræðslu vantaði.
Það mun líka vera eins-
dæmi í veröldinni að þ.ióð van-
ræki algjörlega alla fræðslu-
starfsemi í sambandi við það
hráefni sem notað er í aðal-
útflutningsvöru hennar, en
þannig er það hér viðvíkjandi
meðferðinni á nýja fiskinum.
Merm mega í þessu sambandi
ekki blanda saman ferskfis'k-
mati og fræðslu um meðferð
á nýjum fiski. Þetta eru tvær
greinar á sama st.ofni ef svo
má segja, oig sé önnur grein-
in vanrækt kemur það niður
á hinni. Ferskfiskmat er að
sjálfsögðu nauðsynlegt, en það
kemur bara ekki nema að
.hálfiu^gagni, svo-.lengi sem
fræðslustarfsemina vantar.
Þessi raunveruleiki yar Ijós
forustumönnum Farmanna- og
fiskimannasambandsins og
þess vegna lögðu þeir strax
ríka áherzlu á fræðslustarf-
semina þegar farið var að
hreyfa þessu má3i. Það er því
„Það er aldrei hægt að bæta þann fisk í landi, sem hefur orðið
gallaður fyrir ranga meðferð á sjónum ..
ekki þeirra sök, að þetta hef-
ur verið vanrækt. Sama máli
gegndi um skólastjóra Stýri-
mannaskólans, Friðrik heitinn
Ólafsson, hann var þess mjög
fýsandi að fræðsluerindi um
þetta efni væru haldin í skól-
anum.
Ég veit um enga aðra fisk-
veiðiþjóð en okkur íslendinga,
þar sem slíka starfsemi vantar
algiörlega.
Niðurstaða vísinda-
legra rannsókna
Það þarf þvi engan að
undra, þó niðurstaða vísinda-
legra rannsókna um meðferð-
ina á nýja fiskinum, sem
fengizt hefur í nágrannalönd-
um, fari framhjá fslendingum,
enda er það svo.
Norðmenn, sem eru stærsta
fiskveiðiþjóð í Vestur-Evrópu,
leggja árlega mikið fé og
mikla vinnu i fræðslustarf-
semi. Þar er útgefinn árlega
fjöldi fræðslurita um þessa
hluti, og eftir margvíslegum;
leiðum er reynt að koma
þekkingunni út á meðal al-
mennings á sjó og landi, þar
sem starfið við framleiðsluna
er leyst af hendi.
Nú á þessum vetri kom út í
Noregi alhliða fræðslubók um
allar greinar norskrar fisk-
Þriðjudagur 28. apríl 1964
framleiðslu eftir einn af fær-
ustu mönnum Noregs á þessu
sviði. Þannig er unnið þar.
Þá fyrst koma niðurstöður
visindalegra rannsókna að
gagni í fiskframleiðslunni sem
á öðrum sviðum, ef fólkið sem
störfin vinnur, getur tileink-
að sér það, sem gera þarf.
Ein af allra þýðingarmestu
niðurstöðum sem fengizt hefur
i meðferð á nýjum fiski yar
þegar það sannaðist, að hægt
er að auka geymsluþol fisks-
ins um nokkra daga, með því
aðeins að kæla hann niður í
0 gráður á Celsíus, strax og
honum hefur blætt út á þilfar-
inu.
Fiskur sem fengið hefur
þannig meðferð heldur líka
ferska bragðinu miklu leng-
ur en sá, sem ekki fær slíka
meðferð.
Norðmenn, sem nú leggja
á það mikla áherzlu að allur
fiskur sé ísaður í kassa strax
á miðunum, brýna það fj'Tir
sínum fiskimönnum að ausa ís
yfir fiskinn strax á þilfarinu
þegar honum hefur blætt út,
en láta það ekki dragast að
kæla hann þar til hann er
lagður i kassana.
Svona mikla þýðingu segia
þeirra fræðimenn að fljót kæl-
ing á fiskinum hafi. Þó kalt
sé í veðri er sú kæling of
seinvirk og kemur að litlu
gagni, segja þeir.
Þá segja norskar reglur í
dag um meðferðina á nýja
fiskinum á sjónum, að allyr
fiskur sem verði eldri en 6
klukkustunda þegar hann kem-
ur að landi, skuli slægjast á
sjónum, og leggjast þannig ís-
varinn í kassa. Með þannig
lagaðri meðferð er reynslan
sú, að hægt er að halda dauða-
stirðnuninni í fiskholdinu í
marga daga.
Kassamir eru siðan fluttir
í geymslur fiskvinnslustöðv-
anna, og séu þær orðnar í
samræmi við kröfur timans,
eins og nú er að unnið, sér
sjálfvirkni fyrir því að hita-
og rakastig loítsins sé ý sam-
ræmi við það sem bezt verð-
ur á kosið, meðan hráefnið
biður vinnslunnar.
Þetta er lítil svipmynd af
því sem nú er að unnið í
norskri fiskframleiðslu, þar
sem megináherzlan er lögð á
Framhald á 8. síðu.
VANTI YÐUR HÚSGÖGN ÞÁ VELJIÐ ÞAÐ BEZTA
húsgagnaverksmiSjan
Verzlun f Gleróroöfu 28 - Sími 2420
f Valbjarkarhúsgögnum sameinast: Nota-
gildi og fegurð. Enda útfærð í nýjustu
tízku úr völdu efni. Valbjarkarhúsgögnin
fara því sigurför um landið.
VANDIÐ VAEIÐ! Ef þér prýðið heimili
yðar með húsgögnum frá Valbjörk, þá
hafið þér valið rétt.