Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. apríl 1964 ÞTðÐVILIlNN SlÐA 3 Stöðugir bardagar eru háðir á Kýpur NIKOSÍU 27/4 — Harðir bar- dagar geisa enn á Kýpur milli manna af griskum og tyrknesk- um stofni og virðist sem gæzlu- lið SÞ fái ekki við neitt ráðið. Grikkir hófu í kvöld tangar- sókn að St. Hilarionvirkinu sem er á valdi Tyrkja, en þaðan ráða þeir yfir mikilvægasta skarðinu i Kyreniaf.iöllum og þarmeð yfir norðurströnd eyj- arinnar. Barizt hefur verið í nágrenni virkisins undanfarna þrjá sól- arhringa. Gæzlulið SÞ gat kom- ið á vopnahléi síðdegis í dag, en það var rofið aðeins þremur stundarfjórðungum síðar, þeg- ar Grikkir hófu aftur skothríð á stöðvar Tyrkja. Gæzluliðssveitirnar á þessum slóðum eru frá Kanada og for- ingjar þeirra segja að skot- hríðin úr þungum vétbyssum og sprengjuvörpum hafi magnazt og mörg skot hafi hæft virkið. Jafnframt hafa bardagar hald- ið áfram við þorpið Aitos Theo- doros á suðvesturströndinni. en þar eru Tyrkir umkringdir af allmiklu liði Grikkja, sem fengu liðsauka í dag. Gæzluliðið hafði undirbúið brottflutning þeirra 800 manna af tyrkneskum stofni sem búa í þorpinu, en ekkert varð úr honum, vegna þess að leiðtogar Tyrkja neituðu að fall- ast á hann. Ef Grikkir ná St. Hilarionvirk- inu á sitt vald, eins og nú eru allar horfur á, munu þeir ráða yfir þjóðveginum milli Nikósíu og Kyreníu og hefur vígstaða Tyrkja þá versnað um allan helming. Inönu forseti Tyrklands, sagði í dag að enda þótt Grikkir Framhald á 9. siðu. 430pólitískir fangar í Grikklandi látnir lausir AÞENU 27/4 — 430 pólitískir fangar sem verið hafa í fang- elsum og fangabúðum í Grikk- Iandi í 15-20 ár voru látnir laus- ir í dag. Meðal þeirra var verk- Iýðsleiðtoginn Tony Ambatielos. Refsitími 120 annarra fanga var styttur. Flestir þessara manna hafa setið í fangelsum síðan í borg- arastríðinu í Grikklandi á árun- um 1947-’49. Margir þeirra hafa aldrei verið leiddir fyrir dóm- ara og enginn dómur verið kveð- 9inn upp í málum þeirra. Engu að síður hefur þeim verið haldið í fangelsum hátt á annan áratug, og haft hörmulegan aðbúnað. Mál Tony Ambatielos er kunn- ugt um allan heim. Hann var forystumaður í samtökum grískra sjómanna. dvaldist stríðsárin og fyrstu árin eftir stríð í löndum Bandamanna, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann átti engan þátt í borgarastríðinu, kom ekki heim fyrr en því var lokið, en var samt sem áður handtekinn og fangelsaður. Kona hans, Betty, sem er brezk, hefur barizt af miklum hetjuskap og þrautseigju fyrir því að hann yrði látinn laus og vakti síðast alheimsat- hygli á máli hans þegar grísku konungshjónin komu til Bret- lands í fyrra. Fy!' ’ kosningar í V-Þýzkalandi Flokkur Erhards Samarkand er ein af elztu borgum heims, stofnuð af Alexander mikla, og þar er mikið af merkum og fögrum byggingum frá fyrri öldum. Ein helzt þeirra er Gur-Amir grafhýsið, sem hinn mikli herkóngur Tartara, Timur Lenk (Tamerlan), lét reisa til minningar um sonarson sinn og erfingja sem hann hafði mikið dálæti á. Byrjað var á byggingunni 1404 og sýnir myndin aðalinnganginn. Hætta er á að flóð skoii burt borginni fornfrægu Samarkand UnníS af kappi oð Jhvi oð sprengja sfiflu sem myndaSisf viS skriSufall i fljóf víð borgina vann stórsigur MOSKVU 27/4 — Yfirvofandi hætta hefur verið á því að ofsalegt flóð gengi yfir hina fornfrægu borg Samark- and í Úsbekistan í Sovétríkjunum. Skriða féll eftir margra vikna úrhellisrigningar í fl’jót fyrir ofan borgina á föstu- daginn og stíflaði það alveg. Geysilegt uppistöðulón hef- ur myndazt fyrir ofan stífluna og er hætta á að vatnið sprengi hana og flæði yfir borgina, en vonir standa þó til að hægt verði að veita vatninu burt áður en illa fer. Stuttgart 27/4 — í gær fóru fram kosningar til fylkisþings- ins í Baden-Wurttemberg í V.- Þýzkalandi og eru úrslit þeirra talin mikill sigur fyrir Erhard forsætisráðherra og flokk hans Kristilega demókrataflokkinn, enda þótt sósialdemókratar hafi einnig aukið fylgi sitt. Stóru flokkarnir tveir juku báðir fylgið á kostnað hinna minni. Kristilegir demókratar fengu nú 46,2 prósent atkvæða en höfðu 39,5 prósent í kosning- unum 1960. Sósíaldemókratar fengu 37,3 höfðu 35,3, en Frjáls- ir demókratar töpuðu fylgi, fengu 13,1, en höfðu 15,8 pró- sent. Litlu flokkarnir, svo sem Flóttamannaflokkurinn þurrkuð- ust að heita má út, og fengu nú enga fulltrúa á fylkisþinginu. Það verður þannig skipað nú: Kristilegir 59 (höfðu 51), sósíal- demókratar 47 (44), Frjálsir demókratar 14 (18), aðrir ekk- ert þingsæti (7). Fylkisstjórnin hefur verið samsteypustjórn Kristilegra, Frjálsra og Flóttamannaflokks- 120.000 gegn kjarnavopnum PARÍS 27/4 — Um 120 þúsund manns voru á þriggja klukkustunda úti- fundi sem haldinn var í einu af úthverfum Parísar á sunnudag til að fylgja eftir kröfunni um almenna afvopnun og mótmæla kjarnavígbúnaðinum. ins, og hinir tveir fyrrnefndu munu eflaust halda áfram stjórn- arsamvinnu. Þetta eru fyrstu fylkisþings- kosningarnar j Vestur-Þýzka- landi síðan Erhard tók við völd- um af Adenauer og þær síð- ustu sem haldnar verða fyrir næstu almennu þingkosningar í landinu. Úrslitanna var því beð- ið með allmikilli eftirvæntingu og þykja þau gefa til kynna auknar sigurhorfur Erhards og flokks hans í þeim. „Alþýðudagblaðið” í Peking birti í gær síðustu málsskjöl sovézku leiðtoganna í deilunni við Kínverja, en fylgdi þeim úr hlaði með hlífðarlausum árás- Það var um tvöleytið að stað- artíma á föstudag sem fjallið Dorivarz klofnaði bókstaflega eftir látlausar úrhellisrigningar sem staðið hafa vikum saman. Helmingur fjallsins seig um 250 metra og lagðist þvert yfir far- veg fljótsins Seravsjan og stífl- um á Krústjoff og aðra sovézka leiðtoga, sem sakaðir voru um lygar og hártoganir og líkt bæði við strúta sem stinga hausnum í sandinn og maura aði það gersamlega. Stíflan er hæst 400 metra yfir eðlilegu fljótsborði, en lægst 80 metra. En óðum hækkaði í fljótinu og myndaðist stórt uppistöðulón fyrir ofan stífluna. Hafði vatns- borðið hækkað um 26 metra fyrsta sólarhringinn, og leit um sem halda að þeir geti nagað sundur voldug tré. AFP-fréttastofan rekur þann- ig ummæli ,,Alþýðudagblaðsins“: Skýrsla Súsloffs um deiluna er ekkert annað en staðlausar fullyrðingar, hártoganir og af- bakanir. Það má teljast vel af sér vikið að setja saman plagg sem fyllir sjö síður í „Pravda" en hefur þó ekkert annað að geyma en lygar. Lygarnar og út- úrsnúningarnir eru samtals á að gizka á 140—150 stöðum i skýrsl- unni. Þó að sovézku leiðtogarnir Framhald á 9. siðu. skeið út fyrir að flæða myndi yfir stífluna fyrr en varði, eða hún bresta undan ofurþunga vatnsins. En úr vatnselgnum hefur dreg- ið, svo að ekki hækkaði í lón- inu nema um 4 metra frá sunnudegi til mánudags. Engu að síður er mikil hætta á ferð- um, að vatnið sprengi stífluna, en í lóninu eru nú taldir vera 16 miljón teningsmetrar af vatni. Strax í gær var lónið orð- ið um hálfur kílómetri á breidd og einn á lengd og það hefur stækkað síðan. Gizkað hefur verið á að um 10 miljón teningsmetrar af jarð- vegi og grjóti hafi fallið í fljót- ið og er stíflan það mikil að hún ætti að þola verulegan þrýsting, jafnvel allt að 500 miljón teningsmetra af vatni. Þó gæti hún brostið löngu fyrr, og þvi er nú unnið af kappi að því að veita vatninu burt. Stíflan sprengd í fyrstu mun hafa verið ætl- unin að reyna að veita fljótinu í nýjan farveg, en horfið var frá því ráði. f staðinn á að reyna að sprengja skarð í stífl- una, svo. að vatnið geti runnið burt smám saman. I dag var unn- ið að þvi að koma fyrir í stífl- unni mörg hundruð lestum af sprengiefni og átti að sprengja það í kvöld eða á morgun, þriðjudag. í dalnum fyrir neðan stífluna búa um 5Q.000 manna og _hafa þeir verið fluttir burt. íbúar Samarkand eru um 200.000 og var um tíma talið að flytja yrði allt fólk úr borginni, en hætt hefur verið við það þar sem allar vonir standa nú til að forða megi flóðinu. Ruby reyndi að svipta sig lífi í fangelsinu DALLAS 27/4 — Jack Ruby, sem dæmdur var til dauða fyrir morðið á Lee Harvey Oswald, meintum morðingja Kennedys forseta, reyndi í nótt að fremja sjálfsmorð í fangelsisklefa sínum í Dallas. Það var, að sögn, komið að honum þegar hann var að reyna að rota sig með þvi að lemja hausnum við steinvegginn. Hann var fluttur í sjúkrahús, en þaðan aftur í fangelsið, þar sem geðlæknir mun nú skoða hann. Eins og lesendur Þjóðviljans minnast gat Thomas Buch- anan þess til í greinaflokki sínum um morðið á Kennedy forseta, að þess myndi ekki langt að bíða að sú frétt bærist frá Dallas að Ruby hefði reynt að svipta sig lífi. Hann hefur reynzt sannspár. Friðsamlegri lausn landamæradeilna hafnað Nýjar heiftarlegar árásir á Krústjoff birtar í Peking PEKING og BÚKAREST 27/4 — Kínversk blöð birtu í gær enn eina heiftarlega árás á leiðtoga sovézkra komm- únista og Krústjoff persónulega. Jafnframt var birt ræða Sjú Enlæ forsætisráðherra þar sem hann hafnar algerlega tillögum sovétstjórnarinnar um að allar landamæradeilur beri að leysa með friðsamlegum hætti. Rúmenskir komm- únistar hafa hvatt alla bræðraflokka til að forða klofn- ingi í hinni alþjóðlegu hreyfingu og skorað á þá að hætta illdeilum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.