Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA
ÞlðÐVILIINN
Þriðjudagur 28. apríl 1964
RAYMOND POSTGATE:
fyndi hana? — Ég veit það ekki,
veit það ekki, veit það ekki —
það er allt og sumt sem hann
getur sagt; og allt sem við get-
um sagt.
Það sem við vitum er ná-
kvæmlega þetta. Einhver per-
sóna sem ekki er vitað hver er,
keypti eintak af East Essex
Monitor, og hloiti úr því fannst
af óútskýrðum orsökum í bók,
þar sem hann hafði verið all-
langan tima, en ekki vitað hve
lengi. Hvað táknar þetta, herr-
ar mínir og frúr? Það táknar
þetta og ekkert annað: að ein-
hver — hver sem vera skal —
sem kom í þetta hús, kann að
hafa vitað að nægilegt magn af
bergfléttudufti var hættulegt.
Það er ekki sannað að allir í
húsinu hafi vitað þetta. Það er
ekki sannað að annað fólk hafi
ekki vitað þetta fyrir. Til dæmis
Rodd, garðyrkjumaðurinn, sem
trúlega veit margt og mikið um
eiginleika jurta og plantna. Eða
konan hans, sem matbjó salatið.
Hvort þeirra sem var hefði get-
að vitað þetta alla vega.
— Og hvað vitum við um
þetta? spurði ég. Svarið virðist
einfaldlega vera, að við vitum
ekki nokkum skapaðan hlut.
— Ég gæti nú hætt við svo
búið og beðið ykkur að sýkna
skjólstæðing minn án frekari
málalenginga. En þótt það sé
ekki í mínum verkahring að
finna hinn seka fyrir ákæru-
valdið, þá þykir mér lausn
lejmdarmálsins svo augljós, að
ég tel það skyldu mína að fara
hargreiðslan
Hárgreiðslu og
snvrtistofa STFTNti oe DÖDÖ
Laneaveei 18 m h. (lyfta)
SfMI 24filfi.
P E R M A Garðsenða 81
SfMT 33968. Hárgreiðslu- oe
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla ríð
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu in. Vonarstrætis-
megin. — SfMI 14668.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SÍMi 1465o.
— Nuddstofa á sama stað —
nánar út í hana. Það er hugsan-
legt að ekki hafi verið framinn
neinn glæpur. Þrátt fyrir fram-
burð lögregluþjónsins get ég alls
ekki verið sannfærður um að
bergfléttuduftið sem talið er
hafa verið í salatinu, hafi ekki
lent þar af tilviljun. En setjum
nú svo að um glæp hafi verið
að ræða. 1 því tilfelli er ekki
mikill vafi á því að það er ekki
iengur á okkar valdi að ná til
hins seka.
30
— Við skulum nú athuga
kringumstæðumar í húsi þessu
um það leyti sem harmleikurinn
átti sér stað og athuga hvar
finna mátti þá reiði eða hatur
sem lá til grundvallar slíku
voðaverki. Við höfum Rodd-
hjónin, og ef til vill hefur fram-
koma þeirra verið tortryggileg,
en við skulum láta það liggja
milli hluta í bili. Við höfum
frænkuna, sem virðist hafa bor-
ið stöðugan kvíðboða fyrir
heilsu drengsins. Parkers læknir
mundi ekkt mjög- rnikið, en eitt
var hann öldungis viss um. Hann
var viss um það. að hún var
alltaf að gera honum boð að
koma og líta á drenginn. Ákæru-
valdið, ef mér leyfist að benda
á það, hefur ekki gefið neina
skýringu á því, að þessi kona
sem árum saman hafði áhyggjur
— já, meira en það, verið með
smámunasemi í sambandi við
heilsu Phillips Arkwrights,
skyldi allt í einu fara að tor-
tíma því lífi sem hún sjálf hafði
vakað yfir af svo mikilli kost-
gæfni. Og svo höfum við dreng-
inn sjálfan — heilsuveilan. und-
arlegan í háttum og hætt til
snöggra reiðikasta. Hann er nú
þar sem við getum ekki yfirheyrt
hann, og aðeins Parkes læknir,
sem þið getið sjálf dæmt um
sem lækni, annaðist hann og get-
ur gefið skýrslu um heilsu hans.
En ég mun leggja fyrir ykkur
álit sérfræðings á hugarástandi
hans, að svo miklu leyti sem
hægt er að dæma eftir framburði
lækna sem vitnuðu fyrir ákæru-
valdið. Ég mun ekki leggja fram
önnur sönnunargögn: ég hef ekki
í hyggju að nota annað en vitn-
isburð andstæðings míns.
Sir Ikey gat þess ekki að þetta
var engin fóm af hans hálfu,
þar sem læknavitni ákæruvalds-
ins voru ekki aðeins einu hugs-
anlegu vitnin, heldur hentaði
framburður þeirra einnig honum
mjög vel.
— Á þessu litla heimili gerist
dálítill harmleikur. Gæludýri
drengsins er lógað. Ég vona að
ekkert ykkar dæmi frú van Beer
hart vegna þess ama. Það má
kannski segja, að hún hafi ver-
ið samvizkusöm úr hófi fram.
Ef allir foreldrar eða uppalend-
ur sem eru samvizkusamir um
of ættu að teljast glæpamenn,
þá verða dómstólar okkar að
taka upp næturvinnu. Að
minnsta kosti hefur Parkes
læknir viðurkennt að hún kunni
að hafa túlkað orð hans sem á-
kveðnari fyrirmæli en hann ætl-
aðist í rauninni til. Hún hefur
kannski verið tillitslaus. en eitt
er víst — hún trúði því að hún
væri að tryggja heilsu drengs-
ins. Hún hefur kannski verið
grimm; ég held ekki. Hún hef-
ur kannski verið skammsýn; með
tilliti til þess sem síðar gerðist
og enginn gat séð fyrir, býst ég
við að hún myndi sjálf viður-
kenna það. En eitt er víst og það
er, að það var ekkert sem knúði
hana nema umhyggja fyrir
heilsu drengsins.
— Jæja, hvort sem það var
rétt eða ekki, þá tortímdi hún
gæludýrinu. Drengurinn sem er
taugaveiklaður og vansæll fyrir,
verður alveg miður sín við dauða
dýrsins sem hann hafði svo
miklar mætur á. Þið hafið
hlustað á Parkes lækni, frú
Rodd og kennarann sem öll hafa
viðurkennt hið ákafa, óheil-
brigða dálæti hans á dýrinu. Og
hvað gerist svo? Hann finnur
eins og hver annar hefði getað
gert. úrklippu í lesstofunni sem
bendir honum á leið til að hefna
sín. Hann ætlar að hefna sín á
þessari grimmu frænku sem hef-
ur tekið dálætið hans af hon-
um. Hugur hans er úr jafnvægi
af geðshræringunni, og hann
safnar saman bergfléttudufti og
dreifir því í laumi yfir matinn,
sennilega yfir salatið. Hann
borðar lítið sjálfur en honum til
mikillar ánægju borðar frænk-
an hraustlega eins og hún á
vanda til. Og hann verður
kannski dálítið lasinn en hún
mun deyja.
— En ellefu ára drengur hugs-
ar kannski ekki alltaf rökrétt!
Phillip hefur ekki tekið við-
brögð mannlegs líkama með í
reikninginn. Líkami frænku
hennar stóðst eitrið — hún hafði
borðað of hraustlega frá hans
sjónarmiði séð, og magi hennar
skilaði eitrinu aftur. Hann hafði
sjálfur borðað miklu minna, en
hann var veill fyrir og líkami
hans ekki fær um að greina gott
frá illu. Eitrið var kyrrt í lík-
ama hans. Böm hafa ekki sér-
lega öruggt minni. Það er ekki
ósennilegt, eins og þau ykkar
vita, sem eiga böm, að hann hafi
um kvöldið verið búinn að
steingleyma hinum vandlega
skipulögðu refsiaðgerðum gegn
frænkunni. Þegar hann fann
fyrstu verkina, kann hann að
hafa álitið að þetta væri aðeins
vanaleg magapína. Og þótt hann
hefði munað það, þá hefði hann
ekki getað sagt það neinum, því
að þótt ungur væri, hlýtur hann
að hafa gert sér Ijóst, að hann
hefði gert mjög rangt. Hann
kann að hafa haldið að læknir-
inn myndi að minnsta kosti vita
hvað gera skyldi. Sennilega hef-
ur hann haft hina bamslegu
tröllatrú á fjölskyldulækninum.
Enda er nokkum veginn víst, að
hann hefði haldið lífi, ef hann
SKOTTA
hefði fengið viðeigandi meðferft.
— Nú segið þið, að þetta sé
trúlegt, — já. jafnvel sennilegt.
En þetta eru líkur, ekki stað-
reyndir. Eru nokkrar öruggar
sannanir fyrir hendi? Herrar
mínir og frúr, þær eru fyrir
hendi. Phillip Arkwright sjálfur
skildi eftir sig vitnisburð um
óskir sínar og fyrirætlanir, jafn-
skýran og ákveðinn og það væri
skrifuð játning, fyrir þá sem
kunna að lesa hann.
— Sá vitnisburður, og það
finnst ykkur kannski undarlegt,
er fólginn í nafninu á kanínunni.
Ykkur kann að hafa furðað á því,
hvers vegna ég lagði svo mikla
áherzlu á að fá rétta mynd á
þessu kynlega nafni hjá hinum
óvinveittustu vitnum. Nú munuð
þið fá skýringu á því. Og í þeim
tilgangi mun ég leggja þessa
bók fram sem sönnunargagn.
Hann sýndi kviðdómendum !
litla, bláa bók sem þeir gátu
ekki lesið nafnið á.
— Þetta er ekki ónotuð bók
sem þaut með dularfullum hætti
í hendurnar á forvitnum gesti.
Þetta var mikið lesin bók úr
safni Sir Henrys heitins og hún
var á aðgengilegum stað neðar-
lega í skápnum. Það var lög- Getur þú ekki flýtt þér að skafa þetta af þér, mömmu vantar rak-
fræðingur verjanda, sem hana
fann, mikils metin maður að
nafni Archibald Henderson, í
viðurvist vitna sem þið munuð
hlýða á. Og hann fann hana
vegna þess að hann var að leita
að henni.
— En mál mitt er orðið nógu
langt. Þið þurfið að heyra vitn-
isburðinn og nú kemur hann.
V.
Sir Ikey, sem taldi réttilega að
enginn kviðdómenda hefði lesið
„Saki“, kaus að fresta skýring-
unni á nafni kanínunnar. meðan
hann lagði fram vitnisburð dr.
Richards Taylor úr Harley
stræti, sem hafði efnazt vel á
„venjulegum“ læknisstörfum og
farið síðan að stunda geðlækn-
ingar. Hann sameinaði kapp á-
hugamannsins (því að hann trúði
því í einlægni, að dr. Freud væri
mesti maður aldarinnar) og ró-
legan virðuleik hins hárvissa
læknis, sem náð hafði svo langt
í hinni upphaflegu starfsgrein
sinni. Bók hans, Sjálfspynding
og Alþjóðastjómmál, hafði feng-
ið nægilega góðar viðtökur til að
sannfæra hann um að hann gæti
ráðið við hvaða hóp sem væri,
hugsjónalegan eða stjómmálaleg-
an. Allen, ungi draumlyndi sósí-
alistinn í kviðdómnum. hafði les-
ið bókina, og trúði því sama,
Hvað svo sem dr. Taylor sagði,
þá var samþykki hans nokkum
veginn tryggt.
Sir Ikey malaði framaní lækn-
inn. Hann staðfesti að hann
hefði heyrt allan vitnisburð sem
fram hefði komið við réttar-
höldin um hugarástand Phillips.
Hann hefði einnig lesið allan
vitnisburðinn frá líkskoðuninni.
Hann hafði átt langar viðræður
við Parkes lækni. Hafði hann
myndað sér skoðun um andlegt
ástand hins látna bams? Það
hafði hann. Kom skoðun hans
heim við þann hugsanlega
möguleika að drengurinn hefði
gert áætlun um að eitra fyrir
frænku sína á þann hátt sem
lýst hafði verið hér að undan?
Hún gerði það. Ef til vill vildi
dr. Taylor gera svo vel að skýra
nánar fyrir kviðdómendum
hvemig andlegu ástandi drengs-
ins hefði verið háttað?
vélarblaðið til að tálga blýantinn sinrv!
D i
z ■
o
(/)
LU
*» ÉMj
Ætlið þið að hlaupa að
heiman? Hversvegna? Við er-
um þreyttir á að hlaupa í
búðir, slá blettinn, þvo upp
og. . . .
. . . og framar öllu öðru
Ieiðir á matreiðslu rni þinni.
Strákar, bíðið þið aðeins.
Cg er orðinn slæmur i
maganum líka . . . Hvert skal
halda?
HARÐTEX 120x270 cm........kr. 71,25
TRÉTEX 122x274 cm.........— 98,00
GIPS-PLÖTUR 120x260 cm. . . — 176,00
ÞAKPAPPI 40 ferm. ...... — 317,00
BAÐKER 170x75 cm......... —3125,00
WELLIT-EIN AN GRUN AREFNI
ASBESTPLÖTUR fyrir innan- og
utanhússklæðningu.
RÚÐUGLER 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 mr/m
A og B gæðaflokkar.
UNDIRBURÐUR og KÍTTI.
MARS IRADiNG C0 HF KLAPPARSTiG 20 SiM117373
NauSungaruppboð
annað og síðasta, fer fram á húseigninni nr. 119
við Ásgarð, hér í borg, talinn eigandi Guðni Theo-
dórsson, á eigninni sjálfri laugardaginn 2. maí
1964, kl. 2 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, fer fram á hluta í húseigninni
nr. 7 við Bugðulæk, hér í borg, þingl. eign Péturs
Kr. Árnasonar, á eigninni sjálfri laugardaginn 2.
maí 1964, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HNAthu Hústrspnaverzlim
hí
♦'» t.