Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 12
Fyrsta skófíustungan aS sjúkrahúsinu
í síðustu viku var hafizt handa um byggingu nýs sjúkrahúss á Húsavík eins og frá hefur verið
skýrt hér í blaðinu. Fyrstu skóflustunguna tók héraðslæknirinn, Daníel Daníelsson, en síðan
hófu jarðýtur að grafa grunninn. A myndinni s ést Daníel taka fyrstu skóflustunguna í grunn-
inum en hjá honum standa Sveinn Ásmundsson framkvæmdastjóri við bygginguna og Páll Krist-
jánsson bæjarfulltrúi. — (Ljósm. Pétur).
Öryrkjar fái 100
bifrei&um fleira
■ Við aðra umræðu um frumvarpið um tollskrá og fleira
í éfri deild Alþingis í gær talaði Björn Jónsson fyrir breyt-
ingartillögum sem hann, ásamt Alfreð Gíslasyni, ber fram
við frumvarpið.
■ Gera þeir að tillögu sinni, að eftirgefin verði aðflutn-
ingsgjöld af 250 bifreiðum á árinu í stað 150 eins og gert
er ráð fyrir í frumvarpinu, en í annan stað, að bifreiðar
þessar, sem úthlutað er til öryrkja, afskrifist á sex árum
og komi eigendur þeirra þá aftur til greina við úthlutun
nýrra bifreiða.
VETTVANCI
Drengur fyrir bíl
Sl. sunnudag varð það slys
á Leifsgötu að fjögurra ára
drengur, Jónas Bjarki Gunn-
arsson, Leifsgötu 26, varð
fyrir skellinöðru og meiddist
hann talsvert á fæti. Rann-
sóknarlögreglan biður sjónar-
votta að slysi þessu, ef ein-
hverjir hafa verið, að gefa
sig fram.
Sjómaður slasast
1 gærmorgun varð það slys
um borð i vélbátnum Pálma
frá Litla Árskógssandi, þegar
báturinn var að draga net á
Eyjafirði, að einn skip-
verja lenti með vinstri hand-
legg í vindu og brotnaði fram-
handleggur hans.
Skipverjinn heitir Anton
Gunnlaugsson. Pálmi hélt
þegar til Dalvíkur og gerði
héraðslæknir þar að sárum
Antons. Var hann síðan flutt-
ur með sjúkrabifreið til Ak-
ureyrar.
Aflahrotan tekin
að dvína
Heildarafli Vestmannaeyja-
báta í fyrradag, var samtals
542 lestir. Aflahæstir voru
Halkion með 44 lestir
Öfeigur II. með 40 lestir og
veiða báðir i þorskanót. Allir
bátar, sem veiða í nót eða
net voru á sjó i gær, en aðr-
ir bátar í höfn vegna veðurs.
Afli Hafnarfjarðarbáta um
helgina var heldur rýr eða
frá 6 til 17 lestir. Nótabátar
og allmargir netabátar réru
ekki um helgina. Annars hef-
ur veiði glæðst norðvestur af
Garðskaga og sækja nú neta-
bátar á þau mið frá verstöðv-
um á Suðumesjum.
Keflavíkurbátar öfluðu þar
sæmilega í fyrrinótt.
Afli Þorláks-
hafnarbáta
Þorlákshöfn, 27/4 — Afli
Þorlákshafnabáta fram að
21. apríl er sem hér segir:
Friðrik Sigurðsson með
1185 tonn, Klængur með
855 tonn, Guðbjörg með
850 tonn. Þorlákur II með
820 tonn. Þorbjörn með 79.
tonn, Páll Jónsson með 680
tonn, Þorlákur ÁR með 500
tonn. Aðrir bátar með 2030
tcmn.
Þessir bátar lögðu upp
hjá Meitlinum og hefur
hann nú tekið á móti 7850
tonnum. en á allri vertíð-
inni í fyrra var aflinn
6557 tonn.
Listmunaupp-
boð í dag
Sigurður Benediktsson
heldur listmunauppboð í
Þjóðleikhúskjallaranum kl.
5 í dag. Verða þar eink-
um á boðstólum silfumiun-
ir, innlendir og erlendir,
munir úr útskornu beini og
ýmsir aðrir sjaidséðir list-
munir. Hlutimir em til
sýnis i Þjóðleikhúskjallar-
anum kl. 10—4 í dag.
FloKkuririn
+ Sósíalistafélagið hvetur fé-
laga sína til að taka þátt í 1.
maí fagnaði ÆFR í Glaumbæ
fimmtudaginn 30. apríl n.k. kl.
9 að kvöldi. Aðgöngunu'ðar fást I
í skrifstofunj ÆFR og Sósíal-1
istafélagsins á morgun og |
fimmtudag.
■Jc Félagar, muiiið að nú er
ekki eftir nema vika þar til
dregið verður í Þjóðviljahapp-
drættinu. Sjáið uin, hver í sinni
deild. að markinu vcrði náð 5.
maí.
ic Skrifstofan er apin kl. 10—
12 og kl 5—7 nema á laugar-
dögurn frá kl. 10—12, sími
17510.
Björn sagði, að aðrar breyt-
ingartillögur ætlaði Alþýðu-
bandalagið sér ekki að að freista
Ben Bella sat hádegisverðar-
boð hjá Krústjoff, en í kvöld
tók hann á móti Krústjoff og
öðrum sovézkum leiðtogum í
sendiráði Alsirs í Moskvu.
Ben Bella kom til Moskvu á
laugardag og dvaldist í gær á
sveitasetri Krúsljoffs við Rúbl-
évo, skammt frá borginni. Auk
Krústjoffs voru þar Bresnéff
forseti, varaforsætisráðherram-
ir Mikojar, Qg Kosygin, Grom-
iko utanríkisráðherra og Alexei
Adsjúrbai, riistjóri „Isvestía"
og tengdásonur Krústjoffs.
Það vitnaðist i dag að Ben
Bella myndi Ijúka heimsókn
sinni í Sovétríkjunum einum
degi fyrr en ráð hafði verið
f.yrir gert og mun því ekki verða
úr ferð hans ti! Leníngrads.
Ástæðan er sú að hann hefur
sjálfur óskað eftir því að verða
viðstaddur hina hátíðlegu vígslu
raforkuversins mikla í Assúan
við Níl 14. maí, en Krústjoff
hefur verið boðið að koma
þangað, enda er raíorkuverið
og stíflan inikia i Nii byggð
fyrir sovézkt fé.
að koma fram við afgreiðslu
þessa frumvarps og bæri tvennt
til: í fyrsta lagi væri svo stutt
Ben Bella mun fara frá Sov-
étríkjunum 7. maí og koma við
i Tékkóslóvakíu og Búlgaríu á
leið sinni til Egyptalands.
Krústjoff var í sólskinsskapi
í veizlunni sem haldin var í
sendiráði Alsírs í Móskvu í
kvöld, segir fréttaritari Reut-
ers. Engar ræður voru haldnar
og ekkert vín veitt (það bannar
Kóraninn) en Krústjoff lék á
als oddi og sást í fjörugum við-
ræðum við Ben Bella.
Tassfréttastofan segir að þeir
hafi á hinum formlega fundi
sínum rætt ýms alþjóðleg vanda-
mál og haft alveg sömu við-
horf til þeirra. Krústjoff hafði
sagt að það væri ánægjulegt ef
Serkir færðu sér í nyt reynslu
sovétþjóðanna þar sem hún
gæti komið þeim að gagni, en
haft er eftir Ben Bella að Serk-
ir myndu, bæði sem Afríkumenn
og sósíalistar, ævinlega hafa í
huga að enginn raunverulegur
friður gæti komizt á í heim-
inum meðan í hornm væru kúg-
arar og kúgaðar þjóðir.
um liðið síðan stjórnarliðið kol-
felldi tillögur Alþýðubandalags-
ins er gengu í þá átt að fá
lækkaðan óheyrilegan toll á
helztu nauðsynjum almennings
og í öðru lagi væri þetta frum-
varp þannig úr garði gert. að
erfitt væri að bera fram við
það gagnlegar breytingartillög-
ur í þá átt; í því fælist engin
stefnubreyting í tollapólitík við-
reisnarinnar, né bólaði þar á
tilraun til að endurskoða þá
stefnu; Stjórnin ætlaði auðsæi-
lega að halda áfram að hátolla
brýnustu lífsnauðsynjar, halda
áfram að hygla ríkum á kostnað
hinna fátækari.
Rcttlætismál
En varðandi breytingartillög-
ur þeirra Alfreðs sagði Björn,
að þar væri um að ræða sann-
gimismál. sem þingmenn gætu
varla lagzt á móti.
Sagði hann að þær væru í
samræmi við kröfur samtaka
öryrkja um þessi mál en fælu
þó ekki í sér allt sem þau fara
fram á í þessu.
Brýnast væri þó að fjölga
bifreiðum sem öryrkjum eru
ætlaðar og í öðru lagi yrði að
setja föst ákvæði um afskriftir
slíkra þifreiða og endumýjun.
Fram til þessa hefur hver ör-!
yrki ekki komið til greina við
úthlutun nema einu sinni og
því þarf að breyta. Benti Björn
á. að hér væri í flestum til-
fellum, og af eðlilegum sökum,
um efnalítið fólk að ræða og
hlyti öllum að vera Ijóst, að
auk þess sem bifreiðar verða
því dýrari í rekstri sem þær
eldast þá hefur þetta fólk oft-
ast lítil tök á að halda þeim
við sjálft og þannig verður við-
haldskostnaðurinn enn meiri en
hjá öðrum.
Taldi Björn af þessum ástæð-
um eðlilegt og sjálfsagt, að ör-
yrkjum væri gefinn kostur á að
endurnýjq bifreiðar sínar á sex
ára fresti.
+
Tollafrumvarpið var afgreitt
til þriðju umræðu með smá-
vægilegum breytingum og drógu
Björn og Alfreð breytingartil-
lögur sínar til baka til þeirrar
umræðu.
Krústjoff og Ben
Bella ræðast við
MOSKVU 27/4 — Ben Bella, forseti Alsírs, sem nú er
staddur í Sovétríkjunum í boði sovétstjómarinnar hóf í
dag viðræður sínar við Krústjoff forsætisráðherra.
Þriðjudagur 28. apríl 1964 — 29. árgangur — 95. tölublað.
Stofnai Hjarta- og
æðasjúkdóma varaar
félag Reykjavíkur
■ Síðastliðinn laugardag var stofnað hér í Reykjavík
Hjarta- og æðasjúkdómavarnarfélag Reykjavíkur. Var
stofnfundurinn haldinn í Tjamarbæ og var húsið full-
skipað og nokkrir urðu frá að hverfa. í stjóm félagsins
voru kjörnir Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Ólafur
Jónsson fulltrúi, Pétur Benediktsson bankastjóri, Sigurð-
ur Samúelsson prófessor og Theódór Skúlason yfirlæknir.
Prófessor Sigurður Samúels-
son setti fundinn fyrir hönd
fundarboðenda og hélt aðal-
ræðuna. Skýrði hann m.a. svo
frá að dauðsföll hér á landi
af völdum hjarta- og æðasjúk-
dóma hefðu ellefufaldazt á
tímabilinu frá 1911 til 1955.
Hefur aðalaukningin verið frá
því um 1940 og fer dánartíðni
af völdum þessara sjúkdóma sí-
vaxandi. Eru þeir nú orðnir
mannskæðástir allra sjúkdóma
hér á landi. Skoraði prófessor-
inn að lokum á menn að taka
höndum saman til baráttu gegn
þessum skæðu sjúkdómum.
Að lokinni framsöguræðunni
tóku nokkrir fundarmenn til
máls en síðan var einróma sam-
þykkt að stofna félagið og sam-
þykkt lög fyrir það.
Eins og áður segir var félag-
inu valið nafnið Hjarta- og
æðasjúkdómavarnarfélag Reykja
víkur og er ætlunin að stofna
síðar sams konar féiög úti um
land og mynda landssamband.
1 lögum félagsins segir að til-
gangur þess sé að berjast við
hjarta- og æðasjúkdóma. út-
breiðslu þeirra og afleiðingar.
Hyggst félagið fræða almenning
um einkenni þessara sjúkdóma
BlaSamanna-
klúbburinn
Fundur verður í Blaðamanna-
klúbbnum í kvöld og hefst kl.
9.30. Gestur kvöldsins að þessu
sinni verður Ingólfur Jónsson,
ráðherra og talar hann um sam-
göngu- og landbúnaðarmál og
svarar spumingum um þau.
Blaðamannaréttur. Mætið stund-
víslega.
Verið að ryðja
Siglufjarðarskarð
Siglufirði í gær. — Loks hefur
nú verið hafizt handa um að
moka Siglufjarðarskarð og er
unnið að því báðum megin frá.
Sennilega verður lokið við að
ryðja skarðið á miðvikudag.
Þetta er víst síðasti þjóðvegurinn
á landinu sem opnaður er á
þessu vori.
svooghvernig skuli verjast þeim
og bregðast við þeim. Þá ætlar
félagið að stuðla að auknum
rannsóknum á þessum sjúkdóm-
um hér’endis og mun vinna að
aukinni sérmenntun lækna á
sviði þessara. sjúkdóma.
Ennfremur hyggst fél. vinna
að bættri sjúkdómagreiningu og
sjúkdómsmeðferð á þessu sviði
læknavísindanna og útvega full-
komnari lækningartæki. Loks
ætlar félagið að veita þeim
sjúklingum fjárhagsaðstoð sem
haldnir eru þessum sjúkdómum
og þurfa af þeim sökum að
leita til útlanda til aðgerða.
Flestir fundarmanna gengu i
félagið á fundinum og verða
látnir liggja frammi áskriftar-
listar á nokkrum stöðum næstu
daga þar sem menn geta inn-
ritazt í félagið. Verði þeir stað-
ir auglýstir síðar. í félaginu
geta gengið bæði einstaklingar
og félög og stofnanir.
Telpa slasast
I gærkvöld varð umferðaslys
á mótum Gunnarsbrautar og
Vífilsgötu. Lítill telpuhnokki
hentist utan í fólksbifreið og
slasaðist nokkuð. Var henni þeg-
ar ekið á Slysavarðstofuna.
Litla telpan heitir Herta Matt-
hildur Þorsteinsdóttir.
Skautá bróður
sinn með
loftbyssu
1 gærdag voru tveir bræður
að leik með loftbyssur í Laug-
ameskampinum og varð þá
öðrum á að skjóta í andlit hins
og hlauzt af slæmur áverki.
Var drengnum þegar ekið á
Slysavarðstofuna.
Pilturinn, sem varð fyrir á-
verkanum heitir Óskar Ómar
Ström og er til heimilis að
Laugarneskampi 65. Fyrir tveim-
ur kvöldum var s.kotið úr loft-
byssum inn um glugga í tveim-
ur húsum og virðast þetta vera
glapræðisverkfæri.
Nokkuð hefur færzt í vöxt
undanfarið að flytja þennan ó-
fögnuð inn í landið og eru sjó-
menn þar að verki.
Fundur i Sósíalistafélaginu
Fundur verður í Sósíalistafélagi Reykjavíkur annað kvöld að
Tjarnargötu 20 og hefst kl. 20.30.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál.
2. Kröfur um nýja stefnu ríkisvaldsins í kjaramálum
og efnahagsmálum.
Framsögumenn verða Ingi R. Hclgason og Tryggvi Emilsson.
STJÓRNIN.