Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÚÐVILIINN Þriðjudagur 28. apríl 1964 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja; Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Aðvörun Bjarna Qðaverðbólgan á íslandi er mjög alvarlegt sjúk- dómsfyrirbæri. Það þjóðfélag er illa á vegi statt þar sem verðlag hækkar um 20—3.0% á ári hverju, krónurnar verða sífellt smærri og smærri og gengi gjaldmiðilsins gagnvart' útlöndum er fellt beint eða óbeint að heita má árlega. Ríkisstjórn sem með stefnu sinni leiðir þvílíkt ástand yfir þjóð- ina hefur reynzt þess ómegnug að rækja skyldu- störf sín; hún er ekki stjóm heldur óstjórn. í ýmsum nágrannalöndum okkar telja ríkisstjórn- ir sig nauðbeygðar til að segja af sér, ef verðlag hækkar um örlítið brot af því sem hér gerist; en íslenzku ráðherrarnir hafa til skamms tíma lát- ið sér í léttu rúmi liggja þótt virðing þeirra rýrni jafn ört og gjaldmiðillinn. J£n þótf óðaverðbólgan sé sjúkdómseinkenni sta'f- ar hún auðvitað af hlutlægum ástæðum; til eru aðilar í þjóðfélaginu sem hagnast á þessari háska- legu þróun. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra játar þetta berum orðum í Reykjavíkurbréfi sínu í fyrradag: „Sumir ætla sér beinlínis að græða á þeim eignatilflutningi, sem af verðbólgunni leið- ir. Játa verður að þetta hefur tekizf of vel á und- anförnum áratugum“. Eignatilflutningur sá sem Bjarni Benediktsson talar um hefur á síðustu ár- um ekki numið hundruðum miljóna heldur milj- örðum króna. Það er þetta stanzlausa rán frá sparifjáreigendum og launþegum sem stendur undir allri fjárfestingu atvinnurekenda; verðbólg- an er sjálf gróðaaðferðin í íslenzku þjóðfélagi. Ýmsir fjársterkustu aðilarnir í landinu hafa af þessum ásfæðum áhuga á því að halda verðbólg- unni áfram og magna hana, og þeir hafa beitt Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni sem póli- tískum tækjum í þeim tilgangi. Jgn ýmsum ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins er að verða ljóst að þessi svikamylla verður ekki leikin til lengdar; það þjóðfélagskerfi sem hefur óðaverðbólguna sem hreyfiafl hlýtur að hrynja á skömmum tíma. Því er það að Bjarni Benedikts- son vék mjög alvarlegum orðum til helztu skjól- stæðinga sinna, verðbólgubraskaranna, í Morgun- blaðinu í fyrradag. Hann sagði: „Ef slíku fer fram, hlýtur afleiðingin að verða sú fyrr eða síðar, að nýtt eignamat fari fram, svo að metin verði jöfn- uð með álögum á þá, sem verðbólgugróða hafa hlotið. Vandkvæðin við slíkar ráðstafanir eru auð- sæ og ættu því allir að hafa vit á að hegða sér svo að hjá slíku verði komizt.“ Nýtt eignamat og skattur á hinn stórfellda óðaverðbólgugróða er sjálfsaeður þáttur í öllum heiðarlegum ráðstöf- unum til að stöðva dýrtíðarþróunina, en forsæt- isráðherra gróðamannanna' hefur auðvitað hug á bví að biá slíkum aðgerðum verði komizt. Hann býðst til ao hlífa verðbólgubröskurunum ef þeir falhst nú loksins á stöðvun, um leið og hann bend- ir þeim á að ijangi beir feti framar séu þeir óhjá- kvæmilega að leiða ófairiað yfir sjálfa sig. — m. j T ónEistar uppeldi æskunnar er of lítill gaumur gefinn Neskaupstað, 24/4 — Hér hef- ur verið starfandi Tónlistar- skóli um nokkurra ára bil, og er nú námsári hans í þann veginn að ljúka. 1 þessum mánuði hafa ncmendur ha-ns haldið tvenna hljómleika hina fyrri hér í Egilsbúð en hina síðari að Eiðum á Héraði þann 19. þ.m. Á hljómleikum þess- um komu fram allt að 25 nemendur á aldrinum 7-15 ára sem Iéku á píanó, orgel og hlokkflautur og auk þess lítil hljómsveit. — Skilaði þetta unga músikfólk verkcfnum sín- um yfirlcitt með mestu ágæt- um og var vel fagnað af á- heyrendum, ekki sízt á Eiðum, en þar sóttu hljómleikana á annað hundrað manns. 1 lok hljómleikanna þar efra þakkaði Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri Eiðaskóla tónlistarfólk- inu hjartanlega fyrir komuna. Skólastjóri Tónlistarskólans er Kristján Gissurarson, og hefur hann gegnt því starfi undanfarin þrjú ár. Kristján svaraði nokkrum spumingum okkar um skólann og starf sitt' við hann: — Já, Tónlistarskólinn 1 Neskaupstað hefur verið starf- Kristján Gissurarson, skólastj. ræktur í sex ár, að vísu ekki samfleytt, því að 1959-1961 lá starf hans niðri um 2ja vetra skeið. Á undan mér veittu skól- anum forstöðu Jón Ásgeirsson og Jakobína Axelsdóttir. — Skólinn er rekinn af Tón- listarfélagi Neskaupstaðar, en nýtur styrks frá riki og bæjar- félagi, og einnig hefur Norð- f jarðarsveit styrkt hann undan- fama tvo vetur. Það sem á vantar greiða nemendur sjálf- ir. — Skólaárið er sjö mánuðir. Nemendur geta valið um blokkflautu, orgel og píanó og einnig hefur Haraldur Guð- mundsson prentari kennt á blásturshljóðfæri. Þess utan er kenndur nótnalestur, tónfræði og svolítið í tónlistarsögu. — 1 vetur stunduðu 34 nem- endur nám við skólann, en 106 frá upphafi þessi sex ár sem hann hefur starfað. Húsnæðis- vandræði og hljóðfæraskortur hafa staðið skólanum talsvert fyrir þrifum, og þyrfti hið fyrsta að ráða bót á því. — Ég hætti störfum við skól- ann nú í vor. Þrátt fyrir held- ur erfið starfsskilyrði, hefur starfið hér verið ánægjulegt og ég er í heild ánægður með ár- angurinn. Tónlistaruppeldi æsk- unnar er almennt of lítiil gaumur gefinn. Jarðvegur er allsstaðar fyrir hendi, og ég vona að Norðfirðingar geti rek- ið þennan skóia áfram með vaxandi myndarbrag. — H. G. Fjórði fundur menntamála ráðherra Evrópuráðslanda Fjórði fundur mcnntamála- ráðherra aðildarrikja Evrópu- ráðsins var haldinn í London 14.—16. apríl 1964. Auk menntamálaráðherra Breta sóttu menntamálaráðherraar frá eftirgreindum löndum fundinn: Danmörku, Frakk- Iandi. Samhandslýðveldinu Þýzkalandi, Irlandi, lslandi, Norður-írlandi. Hollandi, Nor- egi, Spáni, Svíþjóð, Svisslandi og Tyrklandi, cn frá Austur- ríki, Belgíu, Grikklandi, Italíu og Luxemborg. mættu full- trúar ráðherranna. Ennfrem- ur sat framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) fundinn. Á fundinum var veitt yfir- lit um framkvæmdir í hinum ýmsu löndum í samræmi við ályktanir fyrri menntamálaráð- herrafunda, rætt um fram- kvæmdaáætlanir og fjárfram- lög til fræðslumála, visinda- legar rannsóknir á sviði kennslumála og skilyrði náms- manna til aðgangs að háskól- um, fjárhagsleg aðstoð til náms o.fl. Ráðherrarnir létu í Ijós á- nægju yfir þeirri framþróun, sem átt hefði sér stað á sviði menntamála í mörgum Evr- ópulöndum síðan þeir áttu síðast fund með sér í Róma- borg 1962. Einnig lýstu þeir ánægju sinni yfir starfi Evr- ópuráðsins til þess að veita yfirlit um kennslufræðilegar rannsóknir f ýmsum löndum og áherzlu þá, sem víða er nú lögð á aukna kennslu erlendra tungumála. Þá ræddu ráðherramir nauð- syn þess að auka skilyrði til asðri menntunar og jafnframt ýmis vandamál, sem samfara eru hinni miklu nemendafjölg- un í öllum löndum. 1 aðildar- ríkjum Evrópuráðsins hefur á síðari árum hlutfallslega meira fé verið varið til fræðslumála en áður. en ráðherramir töldu auðsætt, að vegna síaukinna þarfa fyrir nýja almenna skóla nýja háskóla og aðrar mennta- stofnanir, þyrftu þessi framlög að aukast enn til mikilla muna. Ráðherrarnir töldu hag- kvæmt að meira samstarf væri á sviði kennslufræðilegra rann- sókna og fóru fram á, að Evr- ópuráðið kveddi saman sér- fræðinganefnd til þess að skipuleggja sameiginlegar rannsóknir nokkurra landa á sameiginlegum vandamálum. 1 flestum Evrópulöndum er um að ræða svipuð eða sams konar vandamál, svo sem kennaraskort, vandakvæði á því að byggja skólahúsnæði nægilega ört vegna hraðvax- andi nemendafjölda og yfirleitt að fá nægilegt fjármagn til þess að standa straum af sívaxandi kostnaði við skólamál og önnur menn- ingarmál. Töldu ráðherr- arnir nauðsynlegt að skiptast á upplýsingum um þessi mál- efni, því að þótt vandamálin væru svipaðs eðlis í öllum löndunum. þá kynnu aðferð- imar við lausn þeirra að vera allmismunandi. Af Islands hálfu sat dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra. fundinn tvo fyrstu fundardagana, en síðan Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. (Frá mennta- málaráðuneytinu). ÞAKKARÁVÁRP Þakkir flyt ég öllum sem heiÖruðu mig á sjötugs- afmæli mínu 6. marz síðastliðinn, með heimsókn- um, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég stjórn Húnvetningafélagsins mér auðsýnda velvild. — Guð blessi ykkur öll. Björn K. Sigurbjörnsson. Loyndardómur PERSONNA *r %á, aS moS »165- ugum Iflraunum hefur rann»6knarli8i PERSONNA tekizt aS gera 4 fiugbeittar eggjar á hverju btaSi. BiSjið um PERSONNA blöðin. Hin fróbœru nýju PERSONNA rakblöS úr „itain- leti tteel" eru nú loktins fóanleg hér ó londi. Stcertta tkrefiS I þróun rokblaSa fró því oS fram- leiStlo þelrro Sóftt. PERSONNA rokblaSiS heldur flugbiti fró fyrtta til tiBatla = 15. raksturt. I MATINN MAYA cornflakes á hverjum morgni, Varuval KRON-búð. kínverskt liunang kínversk REKORD sykurvatn y Rómar búðingum Sparið tima, forðist verzlið fyrrihluta vikunnar. MM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.