Þjóðviljinn - 14.05.1964, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Qupperneq 12
Humarvertíðin er vaxandi útvegur Þorsteinn Þorvaldsson ■ Hann heitir Þor- steinn Þorvaldsson og er vélstjóri í frystihúsinu Fiskiver h.f. á Akranesi. Við náðum stuttu spjalli af Þorsteini í gær og spurðum tíðinda af Skaga. Þessa dagana eru Skaga- menn í óðaönn að búa sig undir humarveiðina í sumar og sækia bátarnir á miðin við Eldey. Þetta er fjórða humarver- tíðin á Akranesi og er þegar vitað um að minnsta kosti átta báta, sem ætla að stunda humarveiðina í sumar. Tveir af þessum bátum hafa ekki stundað þessarveið- ar áður. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir, hvað humarvertíðin er orðin mikil- vægur útvegur í verstöðvun- um hér sunnanlands. Er vaxandi þátttaka í þess- um veiðum ár frá ári og er þetta einstaklega heppilegur útvegur fyrir smærri báta að sumrinu. Þetta skapar líka atvinnu fyrir ungiinga og kvenfólk að sumrinu í þessum plássum og ganga til dæmis skólanemend- ur beint frá prófborðinu inn í þessa atvinnugrein. Er humarvertíðin frá fimmtánda maí til fimmtánda september og fellur einrr/tt inn í þann frítíma, sem þeir eru frá námi i skólunum. Mikil vinna er í kringum humarinn við að slíta hausinn og klærnar af honum og var í fyrra skortur á fólki í flestum þessum ver- stöðvum. Fyrir utan Akranes hafa þessi staðir sogazt inn í humarævintýrið: Vest- mannaeyjar, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki við suðurströndina og flestar verstöðvarnar á Suðurnesj- um. Stádentahljómsveit frá Osló heidur þrenna tónleika hér Stúdentahljómsveitin í Osló heldur hljómleika í Reykjavík á föstudag og eru á efnisskrá verk eftir fjögur norsk tónskáld og óperuaríur eftir Mozart. Hljómsveitin heldur einn- ig hljómleika í Keflavík og á Akureyri. 1 hljómsveitinni eru um 60 tónlistarmenn og allir áhuga- menn. Sumir þeirra eru stúd- entar f orðsins þrengri merk- ingu en aðrir háskólaborgarar á öllum aldri og af báðum kynj- um — þar eru verkfræðingar, kennarar, læknar og prófessor- ar. Sveitin hefur allan hljóð- færakost sinfóníuhljómsveitar. Stúdentahljómsveitin í Ösló er komin á virðdegan aldur. hún er talin stofnuð árið 1886. Framan af lék hún einkum létta skemmti-tónlist á fundum stúd- enta en árið 1923 kom nýr stjómandi. Trygve Lindeman, að hljómsveitinni og hefur síð- an verið sjálfstæð sinfóníuhljóm- sveit sem tekið hefur fyrir al- varleg verkefni. 1926 kom Har- ald Brager-Nielsen (þá 26 ára að aldri) að hljómsveitinni og hefur stjórnað henni lengst af síðan — og einnig nú f þessari fyrstu ferð hennar til Islands. Hljómsveitin hefur einnig átt veigamiklu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun fyrir verð- andi atvinnutónlistarmenn, og hafa margir þeirra sem nú leika í Fflharmóníuhljómsveitinni eða við Óperuna í Osló hafið feril sinn í stúdentahljómsveit- inni. Á dagskrá hljómleikanna á föstudaginn eru verk eftir fjög- ur norsk tónskáld sem myndu flest talin undir sterkum áhrif- um þjóðlegrar norskrar tónlist- arhefðar, þau eru Eivind Grov- en, Johan Svendsen, Geirr Tveit og Harald Sæverud. Verk Sæ- veruds, Kjempeviseslátten. er prógramverk og tileinkað norskri mótspyrnuhreyfingu strfðsáranna. Auk þess eru á dagskrá tvær ASV ræðir fjárhag fræðslumál og ákvæðisvinnuna Á fulitrúafundi Alþýðusam- bands Vestfjarða, sem haldinn var um sl. helgi var auk kaup- gjaldsmálanna og skipulagsmála verkalýðshreyfingarinnar rætt um mál er varða fræðslustarf- semi, fjárhag félaganna og á- kvæðisvinnu í frystihúsum. 1 tilkynningu er þannig skýrt frá þessum málum: Formaður fræðslunefndar Al- þýðusambands Vestfjarða, Pétur Sigurðsson, gerði grein fyrir fræðslu- og kynningarnámskeiði, Ritstjóri fyrir rétti í gær var enn réttarhald í meiðyrðamáli Kristmanns skálds Guðmundssonar gegn Thor Vil- hjálmssyni. Fyrir réttinn komu fyrst tveir skólastjórar, þeir Árni Þórðarson og Óskar Magn- ússon. Mesta athygli vakti þó fram- burður Geirs Gunnarssonar, rit- stjóra Nýrra vikutíðinda. Hefur Geir sem kunnugt er gefið Kristmanni vottorð þar sem „staðfest“ er að Steinn Steinarr hafi beðið skáldið í Hveragrr''; fyrirgefningar á frægum rit- dómi um bókina Félagi kona Verður sagt frá þessu fróðlega réttarhaldi í blaðinu á morg- sem ASV gengst fyrir og sem haldið verður í skíðaskálanum Skíðheimar í Seljalandsdal dag- ana 23. og 24. þ.m. Á fræðslu- námskeiði þessu verða m.a. flutt fimm erindi um mál, sem sérstaklega varða verkalýðshreyf- inguna, og verða frjálsar umræð- ur að afloknu hverju erindi. ★ Árgjald a.m.k. 500 kr. Fulltrúafundurinn vakti at- hygli sambandsfélaganna á nauð- syn þess að efla fjárhag félag- anna og skoraði því á þau að hækka ársgjald' meðlima sinna a.m.k. upp í 500 krónur. ★ Ákvæðisvinna Á fulltrúafundinum urðu umræður um ákvæðisvinnu í fiskiðnaðinum, „bónusgreiðslu- fyrirkomulagið" svonefnda. Pétur Pétursson, varaformaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði sem á sl. hausti sótti námskeið sem fulltrúi Baldurs er Sölumiðstöð hraðfrystihhús- anna gekkst fyrir í Reykjavík, gerði fundarmönnum grein fyrir þeim meginatriðum, sem ákvæð- isvinnufyrirkomulagið 1 hrað- frystihúsunum er byggt á, og gat um þá reynslu, sem fengizt hefur í þessum efnum á ísafirði, en einna mest reynsla er komin á þetta fyrirkomulag í isfirzku frystihúsunum. .. _ óperuaríur og Halleljúa úr ,,Lof- um, fögnum“ eftir Mozart og syngur Eva Prytz með hljóm- sveitinni. Þessi sópransöngkona er fædd í Osló en hefur verið fastráðin við óperuna í Stokk- hólmi síðan 1946. Hún hefur oft sungið sem gestur við Norsku óperuna. Á tónleikunum í Keflavík hinn 17. maí er breytt efnis- skrá og kemur þar fram með hljómsveitinni píanóleikarinn Ivar Johnsen. Hann er fæddur 1908 og lærði á sínum tíma Æskulýðsstarf á Norðfirði Neskaupstað, 8/5 — Á upp- stigningardag hélt Æskulýðsráð Neskaupstaðar sýningu á tóm- stundavinnu unglinga, sem er á- vöxtur vetrarstarfsins. Á vegum rÁSsin.s störfuðu fjórir klúbbar: i handavinnu fyrir stúlkur, sjóvinnu fyrir drengi svo og Ijósmyndun og frimerkjasöfnun. Þátttakendur í hinum ýmsu greinum voru sam- tals 138, flestir á sjóvinnunám- skeiðinu, eða 44 talsins. Leið- beinendur voru Eygló Gísla- dóttir, Ari Bergþórsson, Jóhann Zoéga og Karl Hjelm. Sýning- in var hin fjölbreytilegasta og vel sótt af bæjarbúum. Hljóta allir er hana sáu að hafa sann- færzt um gildi þessarar starf- semi fyrir uppeldi æskufólks. Formaður Æskulýðsráðs er Árni Sigurðsson sóknarprestur, og opnaði hann sýninguna. í framtíðinni á Æskulýðsráðið að fá inni með starfsemi sína í Egilsbúð, og standa vonir til að það húsnæði verði fullbúið fyrir næsta haust. Þess má og geta, að bæjarstjóm veitti 100 þús. kr. til æskulýðsstarfsemi á yfirstandandi f járhagsáætlun, og rennur það fé til starfsemi Æskulýðsráðs. — H.G. m.a. í Berlín hjá Conrad Han- sen og Edwin Fischer. Hann hefur haldið hljómleika víða um Evrópu. 1 Keflavík leikur hann a-moll píanókonsert Griegs. 19. maí heldur Stúdentahljóm- sveitin svo tónleika á Akureyri og syngur þar Eva Prytz aftur með hljómsveitinni . Fimmtudagur 14. maí 1964 29. árgangur — 107. tölublað. Ivar Johnsen Eva Prytz. Rej se uden löfte komin út Steinn á dönsku ■ Helgafell hefur gefið út úrval úr ljóðum Steins Steinarrs í dönskum þýðingum Poul P.M. Pedersens og er þetta fyrsta bindið í safni íslenzks nútímakveðskapar á dönsku sem forlagið gefur út í samvinnu við Gylden- dal í Kaupmannahöfn. Poul P. M. Pedersen er ljóð- skáld og ljóðaþýðari og hefur skrifað töluvert um bókmenntir í blöð og tímarit. Fyrir sex ár- um tók hann að þýða íslenzkan nútímakveðskap á dönsku og sem hann hafði starfað nokkra hríð kom Bodil Begtrup sendiherra honum í samband við Ragnar Jónsson er fékk áhuga á því að gefa þýðingamar út. Bauð Ragnar svo Pedersen til Islands fyrir fjórum árurn til skrafs og ráðagerða. Fyrst var ákveðið að gefa út eina sýnisbók íslenzkrar ljóða- gerðar en fljótlega hlóðst mjög utan á þessi áform og er bók sú sem nú kemur út talin fyrsta bindi í ísfenzku ljóðasafni — Moderne islandsk lyrikbibliotek. Bókin er nefnd Rejse uden lþfte. 1 henni eru rúmlega átta- tíu kvæði Steins Steinarrs. Sem sýnishorn skal hér tilfært loka- erindið úr mjög þekktu kvæði, Ný aðför að Snorra Sturlusyni: Men husk: den bþddelhánd som fþrer hugget, den rammer ej hans lyse dád som gror. En digters liv blev ingen sinde slukket i svig og had. Men stár mod 10gn og mord. Þýðandinn skrifar þar að auki greinargerð fyrir kveðskap Steins. Bókin er gefin út í 2500 ein- tökum og fara 1500 af þeim til Danmerkur. Ekki er enn ráðið með hverj- um hætti útgáfunni verður hald- ið áfram, en líklegt er að næstu bindi innihaldi þýðingar á kveð- skap Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonac- Poul P. M. Pedersen er nú staddur hér á landi. Á blaða- mannafundi i gær lét hann í Ijós ánægju sína með útkomu bókar- Steinn Steinarr innar og vonaði að slík útgáfu- starfsemi mætti blómgast og dafna, dansk-íslenzkri vináttu í hag. Þess má og geta, að Helgafell undirbýr nú heildarútgáfu á verkum Steins Steinarrs í þrem bindum og verður þar ýmislegt sem áður hefur ekki komið á bók, þ.á.m. Hlíðarjónsrímur. Kristján Karlsson ritstýrir þess- ari útgáfu og skrifar formála. Staðgengill fyrir Litlu hafmeyjuna KHÖFN 1375 — Mynd úr jámi var { nótt sett upp á steininn í flæðarmálinu við Löngulinu í Kaupmannahöfn, þar sem Litla hafmeyjan sat áður. Lög- reglan fjarlægði listaverkið. Höfundur myndarinnar, mynd- höggvarinn Jörgen Warring. segist hafa viljað að ferðamenn hefðu sér eitthvað til augnaynd- is þar til styttan af hafmeyj- unni verður aftur sett upp LÍKAMSÁRÁS Á STÚLKU Ráðizt var á stúlku í húsi hér í Reykjavík í fyrrakvöld og hún stungin með hnífi, svo hún liggur nú þungt hald- in á s’júkrahúsi. Árásarmaðurinn náðist og hefur játað á sig verknaðinn. Hann hefur verið úrskurðaður í gæzlu- varðhald og til geðheilsurannsóknar. Þjóðviljinn átti tal við Loga Einarsson yfirsakadómara í Mikiar framkvæmd* m ir í Neskaupstai Neskaupstað 8/5 — Hér er unnið að ýmsum framkvæmd- um á vegum bæjarins. Nokkuð var unnið að vega- og holræsa- gerð í vetur og nú er undirbún- ingur hafinn að varanlegri gatnagerð. þar sem frá var horf- ið s.l. haust. Skipt hefur verið um jarðveg á svæðinu fyrir framan Simstöðina og verður reynt að Ijúka við að steypa Egilsbraut fyrir júnílok. f félagsheimilinu Egilsbúð hef- ur verið unnið áfram að múr- húðun og einangrun hússins svo og innréttingu. Lokið var við húsnæði fyrir bókasafn bæjar- ins og nú er unnið að innrétt- ingu 6 herbergja, sem væntan- lega verða opnuð sem gisti- herbergi fyrir sumarið. Verður með þeim bætt úr brýnni þörf, þar eð ferðamenn hafa ekki átt hér í neitt hús að venda undan- farin ár. Undirbúningi er lokið fyrir byggingu barnaheimilis og ósk- að hefur verið eftir tilboðum í byggingu 6 íbúða, sem bærinn ætlar að reisa Fleira er á döf- inni, svo sem bv?air>P íþrótta- húss og snyrfine Ga-’-’fræða- skólans að utan. — H.G. gærkvöld og skýrði hann svo frá aðaldráttum málsins, að maðurinn hefði komið heim til stúlkunnar sem fyrir árásinni varð seint í fyrrakvöld. Var vinkona hennar stödd hjá henni, og dvöldust þau öll þrjú í her- Hergi góða stund. Fór vinkonan út og skiptust þau sem eftir urðu þá á nokkrum orðum og lauk svo að karlmaðurinn dró upp hnif og stakk stúlkuna, ekki veit hann hve mörgum sinnum. Hann hleypur þvi næst á brott en mætir vinkonu stúlk- unnar í gangi fyrir framan her- bergið og slær eitthvað til henn- ar. Nær hann sér svo í bíl og fer vestur að Grandahöfn, steyp- ir sér í höfnina, en syndir í land aftur. Hann hringir þá til lög- reglunnar og segir til sín og kom hún á vettvang og hand- tók hann. Rannsókn málsins er á byrj- unarstigi og réttarhaldið lokað í gær, eftir er m.a. að yfir- heyra vitni i málinu og kvaðst yfirsakadómari ekki telja rétt að birta nein nöfn málsaðila að sinni. «<P eifarvatn reyndist VERA 97 METRA DJOPT ■ í síðasta mánuði fór Q'gurjón Rist vatnamæl- mgamaður með leiðangur manna og gerði dýptarmæl- msar á þrem vötnum hér á Revkianesskaganum, Kleif- •'rvatni Hafravatni os Hlið- ■ -..o+ni í Relvosi. Hafa tvö bqn r.'^nrtöldu pkki verið mæld áður, en lauslegar mælingar höfðu verið gerð- ar á Kleifarvatni. Samkvæmt upplýsingum Sig- urjóns reyndist Kleifarvatn vera mjög misdjúpt og mældist mesta dýpi 97 metrar, Getur það orðið allt að 100 metra þeg- ar yfirborð vatnsins er hæst. Mesta dýpi í Hafravatni mæld- ist 28 metrar en í Hlíðarvatni 5 metrar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.