Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA HÖÐVILIINN Miðvikudagur 20. maí 1&64 Þið stúdentsárín æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG Thorsen og Riege hafa heilsað hvor öðrum kuldalega. Og þeir forðast að tala hvor við annan. Þeir hafa fyrirlitningu á starf- semi hvors annars. Hæðnisbros þeirra eiga að sýna álit þeirra hvors á öðrum. En það eru fleiri læknar þama. Möller iæknir og Nederby lækn- ir. Og þeir líta upp til Thorsens. sem er mestur þeirra og hefur komið sér bezt áfram. Og þeir tala í trúnaði um þau undar- legu fyrirbrigði sem kallast s.júk- lingar. — Þeir eru nú furðulegir. Já, þeir eru næstum eins og hálfvitar. Og maður segir við þá: Gerðu þetta og gerðu þetta. Og þeir glápa og gera hið gagn- stæða. Og maður reynir að segja þeim ögn um vítamín. En, nei, ónei, þeir vilja ekki éta annað en kartöflur og sósu. Og ef mað- ur gæti að minnsta kosti kennt þeim að bera dálítia virðingu fyrir tíma læknisins og starfi. En þeir koma pjakkandi með vitleysuna og röflið þegar verst gegnir. Og svo kemur einn grip- urinn til mín sem vill endilega að læknirinn skrifi vottorð upp á það að veggirnir í íbúðinni hans séu rakir. Það á að vera handa framfærsluskrifstofunni. — En ég er enginn múrari, góði maður! Ég get ekki skrifað vott- orð um veggina hjá yður. En hann var þeirrar skoðunar að íbúðin væri heilsuspinandi og hann átti svo og svo mörg böm og ég veit ekki hvað. Og ef læknirinn vildi skrifa yfirlýs- ingu, þá gæti hann kannski feng- ið skárri íbúð. En svo segi ég, að hvemig í fjandanum get ég vitað nema hann pusi sjálfur vatni á veggina. Það hljóta þó að vera einhver takmörk fyrir því sem HÁRGREIÐSLAN HárgreMsIu og snyrtlstofa STETNTJ og DðnO tangavegl 18 m h. (lyfta) StMT 24(11(1. P E R M A GarOsenda 21 SÍMT 339(58. Hárgrelðsln- og snyrtistofa. D3mnr* Hárgrelðsía mð allra hæfl. TJARNARSTOFAN TJamarg5tn 10. Vonarstrætls- megln. — STMT 14(5(52 hArgretðslostofa AUSTTJRB/EJAR (Maria Gnðmundsdóttir) Laugavvgi 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað — hægt er að kvabba á læknum. Og læknarnir skiptast á frá- sögnum um hina ótrúiegu fá- fræði og heimsku almúgans. Og þeir segja hver öðrum hvað þeir hafi gefið hnyttin svör við til- tekin tækifæri. En undirkennarinn getur líka sagt frá heimskum skólabömum sem hafa gert skemmtilegar vill- ur í þýðingum. Og hæstaréttarlögmennimir tveir geta sagt frá öilu því furðu- lega fólki sem þeir hafa komizt í kynni við í starfinu. Og liðsforingi getur líka sagt frá. Dátar eru ekki hótinu betri en sjúklingar. Það var einu sinni látið fara fram greindarpróf í 7 herbúðunum og árangurinn var furðulegur. Það var öldungis ó- trúlegt hvað hermenn eru heimskir og fáfróðir um ein- földustu hluti! Og dómarinn hefur líka staðið andspænis furðulegustu mann- verum. sem maður hefði ekki haldið, að gætu verið til. Mann- verum sem ríkið þarf að halda árum saman og stjana við í alla. enda og kanta-. Auðvitað er aldrei hægt að betrumbæta þetta fólk en það þarf þó að lifa. Og við, skattgreiðendumir, verðum að borga fyrir það. Það gerist margt undarlegt í þessum heimi. Og fólkið er nú ekki alltaf eins og það ætti að vera. Næstum allir viðstaddir hafa við einstök tækifæri átt ein- hver skipti við þennan sæg af óæðri verum. Lægri stéttirnar. Sauðsvartan almúgann. Fólk, sem vill nú einu sinni lifa þessu lífi. Og það er hægt að segja margar sögur af þessu kynlega fólki. Séra Nörregaard-Olsen er kominn upp að síðunni á Har- aldi Horn. — Og ég get ekki lýst því með orðum hve það gleður mig að lesa bókmenntagreinar þínar í Morgunblaðinu. Þær eru svo jákvæðar, svo frjóar, svo sann- danskar! — Þetta gleður mig mjög að heyra. Já, ég hef alltaf gert mér far um að vekja hljóm- grunn fyrir hinum dönsku sér- kennum. Dönskum anda. Öllu sem stendur djúpum rótum í sögu okkar og minningu og erfðavenjum. Það eru svo marg- ir sem vilja gera bókmenntir okkar flatar og alþjóðlegar. Ég hef sett mér það mark að berj- ast fyrir hinu þjóðlega, hinu uppbyggjandi, hinu sanna. Hinu sanndanska eins og þú segir. — — Ég er sannfærður um að þú hefur mikilsverðu hlutverki að gegna. Það eru fleiri í sókn- inni minni sem lesa kjallara- greinar þínar og gagnrýni. Annars skrifa ég svolítið sjálf- ur. 1 allri hógværð. I litla kirkjublaðið okkar í sókninni. Og konan mín skrifar líka. Lítil Ijóð — elskuleg og tilgerðarlaus Ijóð. Innlifuð og sönn. Henni þætti innilega vænt um, ef þú vildir einhvern tima blaða í þeim og segja álit þitt á þeim. Og Nielsen undirkennari vill líka uppvægur tala við Horn og ræða bókmenntir og segja frá stílum nemenda sinna og greininni um dönskukennslu sem hann skrifaði einu sinni í latínuskólablaðið. — Þú hefur kannski rekizt á hana af til- viljun? Það hafði Haraldur Horn ekki gert. En hann hefði gam- an af að líta á hana við tæki- færi, ef Axel Nielsen á hana ennþá. Og hann mun þá fúslega segja álit sitt á henni. Hann veit, að undirkennarann langaði á sínum tíma til að verða Ijóð- skáld Það langaði hann sjálfan líka. En hann var þó á sömu línunni. Og það er betra að skrifa um það sem aðrir hafa ort. Hann ies öll skáldrit sem út koma. Og_ hann veit hvað skáldin hafa * átt við og hvað þau hafa lifað. Það er næstum eins gott og að túlka reynslu sína sjálfur. Rold lögreglustjóri talar í trúnaði við Robert Riege. Og hann er blíður og rólegur og fjarri því að vera eins skap- bráður og venjulega. Hernild virðir þá fyrir sér með undrun. Þarna hefur ofsa- fengni lögreglustjórinn fundið ofjarl sinn. Hvílík lotning. Skyldi Riege kunna að dáleiða? Hernild talar um ættfræði við Amsted. Og þeir rekja enn einu sinni hvernig þeir séu tengdir, sem sé vegna þess að föðurbróð- ir frú Amsted, Masen herfor- ingi, er skyldur móðurbróður Hernilds, von Brackberg. Og faðir von Brackbergs var amt. maður og óðalsbóndi og faðir hans var aftur foringi brynju- liðsins í Holstein og faðir þessa var aðlaður af kónginum. Og sjálfur er ég að vissu leyti af aðli, — segir Hernild. — Ekki aðeins í gegnum von Brackberg ættina, heldur þýddi Hernild upprunalega herra Níels, — sem sé herramaðurinn Níels. — — Maður veit ekki hvað verður á borðum, — segir Mog- ensen. — En maður vekur at- hygli á því að maður er jurta- æta. Maður étur ekki lík. — Og Jörgensen sem er í hátiða- nefndinni, róar hann. — Það er heilmikið af alls konar græn- meti. Spergill og baunir og sveppir og svoleiðis. Og svo auðvitað kartöflur. Þú getur sjálfsagt orðið mettur af græn- metinu einu. — Þökk fyrir, — segir Mog- ensen. — Stórkostlegt, stórkostlegt! — segir séra Nörregaard-Olsen og stráir ösku í eina keramik- skálina með biblíumynd. — Þetta er list! Göfug dönsk list. Og menn eru stórhrifnir af þessu í útlöndum. — — Já, við getum sitt af hverju hérna heima, þegar við höldum tryggð við sérkenni okkar, — segir Horn Og nú er komið að því að hægt er að setjast að borðum. Skrifstoíustjórinn klappar sam- an lófunum: — Félagar! Þá setjumst við að borðum! Við setjumst þar sem okkur sýnist. Það er nú dálítið skrýtið, finnst Hernild. í Holstebro setj- ast menn að borðum eftir mann- virðingum. Þegar dómarafulltrúi er í níunda flokki, litur það ekki vel út að hann sitji ofar en lögreglustjóri sem er i áttunda. En þeir eru vist ekki eins ná- kvæmir hér i höfuðstaðnum. Það er ekki svo að skilja að það skipti neinu máli. En fyrst til eru flokkar, þá má eins fara eftir þeim. Mennirnir snúa sér að næsta sal, þar sem lagt hefur verið á borð og þjónarnir bíða með föt. Séra Nörregaard-Olsen stik- ar af stað í broddi fylkingar, þegar hann er búinn að leggja vindilinn frá sér í einn biblíu- öskubakkann. Og Mogensen tekur eftir því að prestur- inn hefur sett vindilstúfinn sinn beint í augað á Jesú. TÓLFTI KAFLI — Verið allir velkomnir! — hrópar Haraldur Hom með hárri og skýrri röddu. — VeJkomnir og þökk fyrir að þið komuð, gömlu félagar. Aldarfjórðungur er liðinn síðan við vorum saman síðast. Töluverður hluti af lífi okkar. Þá vorum við ungir og eins og óskrifuð blöð. en nú er- um við fullorðnir karlmenn sem höfum þroskazt í skóla lífsins. En við höfum ekki gleymt æskunni. Hinni glöðu, heillandi æsku, þegar allt lífið var fram- undan. Munið þið ekki eftir gamla söngnum. sem við vorum vanir að syngja við skólaupp- sagnir: Vor æskutíð er indælt vor, og ungar greinar teygja blöð sín blítt.... Nú höfum við teygt úr blöðum okkar. Nú skipum við sess okkar i dönsku þjóðfélagi. Og óskin i kvæðinu hefur rætzt: Heiðurinn og skyldan umfram allt á okkar fána letrað er. Kröfur heiðurs og skyldu — þær gerði skólinn okkar til okk- ar og í dag höfum við orðið við þeim. En á stund sem þessari leyfist okkur að líta sem snöggv- ast um öxl. Við megum rifja upp æskuárin — gleðja hugann við góðar og glaðar minningar frá þeim dögurrx og halda hér saman hátíð; Skál félagar og velkomnir! — Siðan komu þjónarnir með föt- in og byrjað var á því að borða brauðkollur með guUeitum jafn- ingi. Mogensen horfði nærsýnum augum á diskinn sinn og rótaði í brauðkollunni með gafflinum. — Er lík í þeasu? — spurði hann þjóninn. — Það held ég varla, herra minn. — — Nei, sagði Amsted. — Þetta er víst allt saman jurtaættar. Þú getur rólegur látið þetta ofan í þig. Það eru í hæsta lagi fáeinar rækjur í þessu. — Mogensen veiddi rækjuna upp úr og lagði hana á diskbrúnina. — Er það heilsu þinnar vegna sem þú ert jurtaæta? — spurði Thorsen. — Sumpart vegna heilsunnar. En líka af siðfræðilegum ástæð- um. Og fagurfræðilegum, — sagði Mogensen. — Þú varst ekki svona við- kvæmur þegar við vorum að éta búðing með rauðri sósu í sjopp- unni i Landamerkinu. — sagði Thorsen. — Hamingian má vita hvað var í þeim búðingi. — — Þetta var annars ágæt mynd og það er hreint ekki sem verst að sitja í ódýrustu sætunum. finust þér það Andrésína? — Huh Ég þakka þér fyr- ir pylsurnar og poppkornið Andréí’, þa?< var þa líka kvöidveröur. — Góða nótt, ég mun aldrei geía gleymt þws.su kvöldi Andrés.., . . en það mun ég þó reyna af frenista meg’ji. Raftækjavinnustofa Erum fluttir með vinnustofuna í Stigahlíð 37. Síminn er sá sami 3 51 5 8. Fastur viðtalstími kl. 11—12 og 13—14. Framkvæmum allskonar nýlagnir og viðgerðir. Raftækjavinnustofa Ástvaldar Jónssonar s. f. Stigahlíð 37 — Reykjavík. Ferbafólk Hótel Selfoss opnaði laugardaginn 16. maí. HEITIR OG KALDIR RÉTTIR ALLAN DAGINN Bjartur og vinalegur veitingastaður, opið frá kl. 8 f.h. til kl. 11,30 e.h. — Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Hótel Selfoss Sími 19 — Selfossi. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzfun FERÐABÍLAR 1* farþega Mercedes-Benz hópferðabíiar af nýjustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinnj i síma 24113, 4 kvöidin og um helgar. Súni 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.