Þjóðviljinn - 22.05.1964, Qupperneq 2
2 slb
MÓÐVILJINN
Föstudagur 22. maí 1964
Tekjuafgangur Seðlabankans var
1,3 miljón krónur á síðasta ári
Ársfundur Seðlabankans var haldinn í síðustu
viku og þar var lögð fram ársskýrsla bankans
með margrvíslegum tölulegum upplýsingum um
starfsemj Seðlabankans og þá þætti efnahagsþró-
unarinnar, einkum peninga- og gjaldeyrismál,
er hann varða sérstaklega.
I raeðu sem formaður banka-
stjómar Seðlabankans, Jó-
hannes Nordal, bankastjóri,
flutti í tilefni ársfundarins
rakti hann nokkuð höfuðatr ði
fyrrnefndrar skýrslu og verður
hér getið þess hluta ræðu hans
er snerti rekstur Seðlabankans
og almenna starfsemi hans.
Svipuð rekstrarafkoma
Rekstrarafkoma Seðlabank-
ans á árinu 1963 var mjög
svipuð og árið áður. Tekjuaf-
gangur reyndist 1,3 milj. kr.
á móti 1,1 milj. kr. árið 1962.
Er þá búið að reikna með 5
milj. kr. arðgreiðslu af stofn-
fé bankans í sérstakan sjóð,
en helmingi tekna hans árlega
er varið til starfsemi Vísinda-
sjóðs. Einnig hafa þá verið
reiknaðir 6% vextir af öðru
eigin fé bankans, samtals 7,9
milj. kr. Þessi afkoma er þó að
verulegu leyti því að þakka.
að bankinn hafði á árinu 4,3
milj. kr. hagnað af innleystum
erlendum verðbréfum, en án
þeirra tekna hefði lögum sam-
kvæmt ekki verið hægt að
greiða fullan arð af stofnfé
bankans.
Eftirlitssíörf bankans
Eitt af meginverkefnum
Seðlabankans hlýtur ætið að
vera að fylgjast með banka-
starfsemi í landinu og vinna að
því, að hún sé sem heilbrigð-
ust og innlánsstofnanir þjóni
sem bezt hagsmunum við-
skiptamanna sinna. sagði Jó-
hannes Nordal ennfremur. ís-
lenzk bankastarfsemi hefur
vaxið hröðum skrefum undan-
farin ár og er sizt að furða,
þó þar þurfi margt endurbóta
við. Sumt af því verður vafa-
laust ekki bætt til fulls, nema
með nýrri löggjöf, annað getur
færzt til betri vegar fyrir at-
beina Seðlabankans og sam-
vinnu hans við innlánsstofnan-
ir, en drýgst hlýtur ávallt að
vera viðleitni hverrar stofnun-
ar fyrir sig um að bæta rekst-
ur sinn og starfsaðferðir. Síð-
an Seðlabankinn tók til starfa
í núverandi mynd fyrir þrem-
ur árum. hefur bankaeftirlit
hans. auk almennra eftirlits-
Jóhannes Nordal
starfa, unnið mikið starf, eink-
um meðal hinna smærri stofn-
ana, í því skyni að leiðbeina
um bókhald og færa rekstur og
bókhald i betra og nýtízku-
legra form. Hefur reynslan ó-
tvírætt sýnt. að mikil þörf var
orðin fyrir slíka starfsemi.
Annað mál, sem vert er að
minnast á hér, er sú viðleitni
Seðlabankans að koma á
strangari reglum um meðferð
bankaávísana. Hefur því ver-
ið fylgt eftir með almennum á-
vísanauppgjörum, en auk þess
hefur Seðlabankinn tekið að
sér innheimtu innstæðulausra
ávísana í umboði innláns-
stofnana. Með lagabreytingu,
sem Alþingi hefur nú nýlega
samþykkt, hefur aðstaða
Seðlabankans til aðhalds í
þessum efnum verið styrkt
verulega frá því sem áður var.
I þessu máli hefur Seðlabank- <$>
inn haft hið ákjósanlegasta
samstarf við aðra banka og
innlánsstofnanir enda er það
forsenda þess, að takast megi
að koma á heilbrigðu aðhaldi
í þessum efnum. 1 framhaldi
af þessu hefur Seðlabankinn
hug á því að koma á samstarfi
milli banka og innlánsstofn-
ana innbyrðis á fleiri sviðum,
t.d. í því skyni að samræma
betur útlánareglur bankanna
og vanvirða samninga sína við
þá. Sú fjölgun banka og
bankaútibúa, sem átt hefur sér
stað að undanfömu hefur
vafalaust að verulegu leyti
átt rétt á sér og leitt til bættr-
ar þjónustu við viðskipta-
menn bankanna og allan al-
menning. Hins vegar krefst
þessi þróun nánari samvinnu
og samræmingar á milli starf-
semi einstakra banka og ann-
arra innlánsstofnana en áður
var, ef koma á í veg fyrir mis-
notkun bankanna. óheilbrigðar
samkeppnisaðferðir og óeðli-
legt misræmi í bankaþjón-
ustu.
Fyrirgreiðsla og þjónusta
Þá vil ég einnig geta fyrir-
greiðslu Seðlabankans og
margvíslegrar þjónustu hans
við ríkissjóð, hélt Jóhannes
Nordal enn áfram. Hefur
þetta verið vaxandi þáttur í
starfi bankans að undanförnu.
Umfangsmest í þessu efni hef-
ur verið starfræksla Ríkisá-
byrgðarsjóðs, en við henni tók
Seðlabankinn á árinu 1962
með sérstöku samkomulagi við
fjármálaráðuneytið. Greiðslur
sjóðsins vegna vanskila urðu
enn mjög miklar á árinu 1963,
eða 107 milj. kr., en veruleg-
ur hluti af þeim stafaði af
erfiðleikum togaraútgerðarinn-
ar og hallarekstri Rafmagns-
veitna ríkisins. Er allt kapp
lagt á að lækka þessar greiðsl-
ur með ötullegri innheimtu og
samningum við þá skuldu-
nauta. sem við sérstaka erfið-
leika eiga að etja. Auk inn-
heimtu ríkisábyrgðaskulda.
fjallaði Ríkisábyrgðasjóður
bæði um veitingu nýrra ríkis-
ábyrgða og endurlán lánsfjár
á vegum fjármálaráðuneytisins.
Var þar fyrst og fremst um að
ræða enska framkvæmdalánið,
sem tekið var seint á árinu
1962. en mikill hluti þess kom
til nota á árinu 1963.
Seðlabankinn tók einnig að
sér ýmiss konar fyrirgreiðslu
vegna framkvæmdaáætlunar-
innar 1963. Samdi ríkisstjóm-
in um það við viðskiptabanka
og stærstu sparisjóði, að þeir
legðu 15% af aukningu innlána
á árinu 1963 til framkvæmda
innan áætlunai'innar. Tók
Seðlabankinn að sér að ann-
ast innheimtu þessa fjár og
endurlána það til hinna ýmsu
þarfa í samráði við fjármála-
ráðuneytið. 1 heild námu þessi
framlög af innlánsaukningu
ársins 1963 80.9 milj. kr„ en
í árslok var búið að ráðstafa
samtals 58,7 milj. kr. af þessu
fé til framkvæmda og fjár-
festingasjóða.
Framhald á 9 síðu.
I sveitina
Drengjajakkar
Kuldaúlpur
Drengjabuxur
Gallabuxur
Drengjapeysur
Skyrtur
Telpupeysur
frá 10—16 ára
Orlon,
tækifærisverð
kr. 150.— 250,—
Drengjajakkaföt
frá 6—14 ára.
■
Ávallt fyrirliggjandi:
Æðardúnssængur
Vöggusængur
Koddar
Damask - sængur-
ver - lök
Koddafóður
Hálfdúnn
Drælon barna- og
Nýtt íslenzkt
umíerðarspil
Ekko er nafn á nýju
umferðarspili sem ný-
komið er á markaðinn.
Spil þetta er ekki að-
eins hugsað sem ieik-
fang til dægrastytting-
ar, — heldur og gagn-
legt kennslutæki, jafnt
fyrir unga sem gamla.
Það er íslenzkur maður, Jón
Sigurjónsson að nafni, sem
samið hefur þetta nýja spil og
ekki haft neinar útlendar fyr-
ii-myndir við að styðjast. Spil-
ið sjálft, borðið og umbúðirnar,
er teiknað í Kassagerð Reykja-
víkur og unnið að öllu leyti
öðru þar.
Sem fyrr var sagt er EKKO
umferðarspilið hugsað, auk
dægrastyttingar. sem þarfleg
kynning á hinum margvíslegu
umferðarmerkjum. Hefur spil-
ið verið unnið í samráði við
unferðarnefnd Reykjavíkur og
lögregluna, en Slysavarnafé-
lag Islands og tryggingafélög-
in hafa veitt nokkurn styrk til
að gefa spilið út. Söluumboð
hefur heildverzlun Davíðs S
Jónssonar.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar í Flókadeildina, Flókagötu
29. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í
síma 16630.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
SIM4R .13171 - 1114»
Leymdardómur PERSONNA cr s6, aB mcS S»ö8-
ugum tíIrDimum hefur rannsóknarlíSi PERSONNA
fekizt aS gora 4 fiugbtiHar eggjar á hverju bloBi.
BiSjiS um PERSONNA blöSin.
unglingasængur.
PÖSTSENDUM
■
Patonis-ullargarnið
fræga, til í öllum Iit-
um og grófleikum.
Prjónar og
hringprjónar.
PÓSTSENDUM
i Vesturgötu 12. Sími 13570.
AUCL ÝSING
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi
Kópavogs.
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hérmeð, að aðal-
skqðun bifreiða fer fram 25. maí til 12. júní n.k., að
báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir:
Mánudaginn 25. maí Y-1 til Y-100
Þriðjudaginn 26. maí Y-101 — Y-200
Miðvikudaginn 27. maí Y-201 — Y-300
Fimmtudaginn 28. maí Y-301 — Y-400
Föstudaginn 29. maí Y-401 — Y-500
Mánudaginn 1. júní Y-501 — Y-600
Þriðjudaginn 2. júní Y-601 — Y-700
Miðvikudaginn 3. júní Y-701 — Y-800
Fimmtudaginn 4. júní Y-801 — Y-900
Föstudaginn 5. júní Y-901 — Y-1000
Mánudaginn 8. júni Y-1001 — Y-1100
Þriðjudaginn 9. júní Y-1101 — Y-1200
Miðvikudaginn 10. júní Y-1201 — Y-1300
Fimmtudaginn 11. júní Y-1301 — Y-1400
Föstudaginn 12. júní Y-1400 og öll hærri nr.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að
Félagsheimili Kópavogs, og verður skoðun framkvæmd
þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—17.30.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full-
gild ökuskirteini.
Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá-
tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1964 séu greidd,
og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki
framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru
greidd. Gjöld af viðtækjum í bifreiðum skulu greidd
fyrir skoðun.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á
réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og
bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. maí 1964.
\
Sigrurgeir Jónsson.
Frá Kópavogskaupstað
Unglingavinna Kópavogs hefst um mánaðamót
maí — júní og starfar til mánaðamóta ágúst —
september. í vinnuna verða teknir 13 ára drengir.
Einnig geta sótt um vinnu drengir sem verða
13 ára fyrir n.k. áramót, svo og 14 ára drengir, en
þeir verða þó því aðeins teknir að ástæður leyfi.
Innritun fer fram að Skjólbraut 10 mánudaginn
25. maí kl. 5—8 e.h. og þriðjudaginn 26. maí kl.
5—7 e.h.
Bæjarstjóri.
Afgreiðslufólk
Afgreiðslumenn og afgreiðslustúlkur ósk-
ast til starfa í nokkrar verzlanir okkar. —
Æskilegt, að umsækjendur hafi einhverja
reynslu við slík störf.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar nú þegar í Flókadeildina,
Flókagötu 29, einnig stúlku til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma
16630
SKRIFSTOFA RÍKIS SPÍTALANNA.