Þjóðviljinn - 22.05.1964, Blaðsíða 10
20 SlÐA
HðÐVHJlNN
Þið
stúdentsárin
æskuglöð
EFTIR HANS SCHERFIG
sarrunála: — Blomme lektor
hefði aldrei stytt sér aldur. Rétt-
látur, samvizkusamur maður.
Hamingjusamur í starfi sínu. —
— Þrúgaður, vonsvikinn. ó-
hamingjusamur maður, — sagði
Riege. — Hann hafði allar hugs-
anlegar ástæður til að fremja
sjálfsmorð. Það varð bókstaflega
ekki umflúið. — Og Riege sann-
aði að það eitt að borða malt-
brjóstsykur í svo ríkum mæli
sem Blomme hafði gert, hlyti ó-
hjákvæmilega að leiða til sjálfs-
morðs. Þessi barnalegi löstur bar
vott um vanmetakennd, sem
ekki gat endað nema með morði
eða sjálfstortímingu. —
— Mjög athyglisvert, — sagði
Hemild.
— Þvættingur! — sagði Thor-
sen.
Og svo upphófust umræður um
dauða Blomme lektors, Umræður
færustu manna. Lækna, lögfræð-
inga, uppeldisfræðinga. sálfræð-
inga. Og morðinginn tók líka
þátt í umræðunum.
FJÓRTANDI kafli
Þeir. voru komnir að kaffinu
og sátu við smáborð og töluðu
U'm minningarnar. 1 smáhópum
og klíkum eins og í skólanum
hér áður fyrr.
■— Líkjör eða konjpk.|
spurði þjónninn.
— I guðs bænum ekki líkjör!
— sagði lögreglustjórinn. —
Konjak. Konjak er betra. —
— Maður kysi heldur genever,
ef hann væri til, — sagði Mogen-
sen. — Hann er langheilnæmast-
ur af öllum þessum brenndu
drykkjum. Og ef hægt væri að
fá köku með? Hélzt svo kallaða
medalíu. — Riege horfði á hann
með áhuga og brosti þýðingar-
miklu brosi.
Herrarnir voru heitir af víni
og mat. Þeir voru ekki lengur ó-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðsla oq
snyrtistofa STFTNT! oq DÖDÖ
Langaveart 18 171 h. ílyfta)
SfMT 2461 fi.
P B R !W A Garðsenda 21
SfMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur’ Hárgreiðsla <dð
alira hæfi.
TJARNARSTOFAN
T.lamargötu 10 Vonarstrætis-
meqin. — StMI 14fifi2
HARGRETÐSLUSTOFA
AUSTCRBÆJAR
fMaría Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SÍMi 14G56
— Nuddstofa á sama stað -
kunnugir hver öðrum. Nú vissu
þeir hver var hver og notuðu
skímamöfn og uppnefni. Það
var galsi í þeim og sprell og
þeir slógu á lærin hver á öðrum.
Það voru frímínútur og sumar-
leyfi og skógarferð.
Kaffibollamir eru bornir út og
sjússglösin koma í staðinn. Það
má reykja, Ellerström dómari og
Nielsen undirkennari mega líka
reykja. Vindlareykurinn er þétt-
ur. — Bara mamma verði nú
ekki hrædd um mig, þótt ég
komi seint, — hugsar dómar-
inn......
9
Það er bekkurinn sem er aftur
samankominn. Það eru drengim-
ir með skólatungutakið og sög-
urnar. — Það er hið liðna sem
ríkir, segir Haraldur Hom. með-
an nútíminn hverfur óséður í
móðu hins óverulega. — Oehlen-
schlager, — segir Nielsen undir-
kennari.
1 þessu andrúmslofti getur séra
Nörregaard-Olsen ekki á sér set-
ið að halda ræðu. Hann hefði
viljað tala meðan á borðhaldinu
stóð, en Jörgensen eyðilagði allt
fyrir hontmi með því áð notá
söguna um gömlu stúdentshúf-
una sem fannst við stórhrein-
gerningarnar. Það var einmitt
þetta með stúdentshúfuna, sem
mölurinn hafði grandað, sem
Nörregaard-Olsen ætlaði að
leggja útaf í ræðu sinni. Og
það var ekki tími til að finna
upp á neinu öðru.
En nú talar hann af innblæstri.
Frjálslega og af munni fram.
Hann rís á fætur, beinn og stælt-
ur og slær í whiskýglasið sitt.
Og hann talar um bamshug-
ann. Um hamingju og frelsi
æskuáranna. Bemskuárin, þessa
glötuðu paradís. Hina saklausu
sælu. Hið fyrsta fagra vor. Blóm
af paradísarvöllum. —
— Ingemann! — segir undir-
kennarinn.
— Hin sólbjarta, glaða og
góða bemska. Hið hreina og
beina. Hið einfalda. Hið sæla.
Ö, vinir! Vinir! Minnizt þið
þessara daga? Getið þið manað
þá fram í huganum? Getið þið
fundið hugblæ þeirra? Finnið þið
anda þeirra?
Þegar lífið var ungt. Þegar
heimurinn var bjartur og blár og
tær. Þegar himinninn var á
jörðinni! —
— Oehlenschlager, — hvislar
undirkennarinn. — Gullhomin.—
— Já, bernskan. Það var
himnaríki. Það var sælan. Það
var hamingjan. Hin djúpa. mikla
og eilífa hamingja, sem við
firmum aðeins í þetta eina sinn
á ævinni.
Ó, vinir! Gætum við aðeins
endurlifað þessa daga! Gætum
við aðeins orðið böm á ný! —
Rödd hans verður fagnandi.
Rjótt andlit hans er forklárað.
Augun eru glansandi og star-
andi. Hann teygir armana eins
og særingamaður út yfir við-
stadda, eins og hann vilji mana
eitthvað fram. Þetta er að verða
dálítið óþægilegt. Dr. Thorsen er
með áhyggjusvip. Robert Riege
brosir ónotalega. Amsted horfir
niður fyrir sig. Ellerström dóm-
ari nagar á sér neglumar, þrátt
fyrir bann móðurinnar.
En æsingur ræðumannsins fer
vaxandi. Hann hækkar röddina
og hrópar á óhugnanlegan hátt.
— Ö. gætum við aðeins end-
urheimt þessa daga! Gætum við
stöðvað rás tímans! Gætum við
fært hina mikiu klukku heims-
ins afturábak! Gætum við snúið
við tímans straumi! Gætum við
sært alheiminn: Gef oss æskuár-
in aftur! Leið oss aftur til sælu-
lands bamæskunnar! —
fimmtAndi kafli
Það hringir vekjaraklukka
einhvers staðar í myrkrinu.
Maður veit ekki strax hvað
er á seyði. Finnur aðeins til ó-
þæginda. Það er beinlínis sárt.
Og svo kemur allt í einu á
daginn að það er vekjaraklukk-
an. Maður er kominn aftur til
jarðarinnar. Var langt, langt í
burtu. Dreymdi eitthvað en mgn
nú ekki lengur hvað það var.
Og hringingin drynur þama úti
í myrkrinu og kuldanum. Það er
ný dagur að renna upp fyrir
böm jarðar.
Þeim er næstum óglatt af
syfju. Það væri svo dásamlegt
að mega snúa sér á hina hliðina
undir hlýrri sænginni og hverfa
aftur inn í draumalandið. Láta
sig sökkva niður í algleymið.
Kannski væri hægt að halda á-
fram með drauminn.
— Flýttu þér nú á fætur! —
hrópar rödd. — Klukkan er yfir
hálf. Þú kemur of seint. —
Og þá verður að einbeita hug-
anum að nútíðinni. Setjum nú
svo að það sé stærðfærði í fyrsta
tima og maður verði að rifja
þetta upp rétt einu sinni. Mað-
ur verður að taka á allri orku
sinni til að muna hvemig þessu
er háttað. Það er ekki hægt að
skílja það. En maður verður að
muna, að Leg þeirra punkta,
sem tiltekið strik sést frá undir
tilteknu horni, er tveir hring-
bogar, sem hafa hið tiltekna
strik fyrir streng og taka hið
tiltekna horn. Og einnig það að
Leg þeirra punkta, sem eru jafn-
langt frá tveimur tilteknum lfn-
um, sem skerast, er línukross-
inn, sem helmingar hornin milli
línanna ......
— Það á ekki að lesa meðan
verið er að borða! Þá verður
ekkert gagn að matnum. Það var
nógur tími í gær til að lesa lex-
íumar, en þá varstu alltaf á kafi
í einhverjum leik. Þú sagðist
kunna þetta allt saman. Svona
er þetta alltaf! —
Það stendur klukka á skápn-
um í borðstofunni, og vísamir
snúast meðan verið er að borða
hafragrautinn. Maður gleypir í
sig grautinn og brennir sig, en
það er enginn tími til að borða
hann rólega.
MSður gengur ekki í skólann.
Maður hleypur. Gegnum myrkrið
og regnvota þokuna. 200 litlir
karlar hlaupa í áttina að sama
marki. Ur öllum homum borgar-
innar er stefnt að gráu bygg-
ingunni við Frúartorg.
Það er litið á þær klukkur sem
fyrirfinnast á leiðinni. Þeir vita
nákvæmlega hvað klukkan á að
vera á hinum ýmsu áföngum
leiðarinnar, og á hverjum morgni
mæta þeir sama fólkinu á á-
kveðnum stöðum. Fólki sem fer
á skrifstofur. Bömum sem eru
á leið í aðra skóla. Á hverjum
degi er hægt að reikna út hvað
tímanum líður eftir þessum veg-
farendum.
Eftir blautum götum þramma
200 drengir. Þeir bera með sér
lærdóminnl í töskum og skjóðum
og bakpokum, svo að þeir eru
með slagsíðu af lærdómi. Rúm-
fræði og mannkynssaga og lat-
nesk málfræði og franskar les-
æfingar og ensk byrjendabók og
Gallastríð Gæsars og eðlisfræði
Sundorphs og efnafræði Weissog
lífeðlisfræði Kroghs og ritæfing-
ar Kapers og kver Lúthers. Þeir
stynja undir byrði menningar
og menntunar og pennastokka
og stílabóka og reikningshefta.
Af stað, af stað eftir götunum
þjóta þeir. Gegnum nóvember-
þokuna og myrkrið. 1 regnslám
og vatnsleðurstígvélum. Einn er
með brauðsneið í hendinni. sem
hann hafði ekki tíma til að
borða heima. Annar er með
kennslubók í stærðfræði og les
á hlaupunum. — Gáðu hvar þú
gengur, strákur! —
Sumir eiga heima svo langt
í burtu, að þeir verða að aka
með sporvagni og eru með mán-
aðarkort í snúru. Og þeir sitja
í troðfullum morgunvagninum
og lesa gallastríð og þýzku. Sum-
ir þjóta á reiðhjólum gegnum
umferðina. Á undan sporvögnum
og bílum á fitugu malbikinu.
Það skröltir í pennastokkunum
í baktöskum þeirra og nestis-
pakkinn flezt út milli bókanna.
Af stað, af stað.
Það stendur kennari úti og
fylgist með þeim sem koma of
seint. Á nákvæmlega réttum
tíma á að loka hliðinu, svo að
hinir siðbúnu neyðist til að
hringja háværri bjöllunni. Hlið-
vörðurinn situr í litla afkiman-
um sínum og opnar hliðið með
hugvitssamlegum tækniútbúnaði.
Og kennarinn sem bíður, kemur
þjótandi og löðrungar þá. Augu
hans skjóta gneistum bakvið
gleraugun. Fullorðni maðurinn er
gramur og fokvondur yfir af-
brotinu.
Allir safnast saman á sal í
morgunsöng. 1 þéttum hnapp
standa drengirnir öðrum megin.
Hinum megin standa kennaramir
og gæta þess, að enginn laumist
til að lesa lexíuna meðan á
morgunsöng stendur.
Inni er þefur af blautum föt-
um og vatnsleðri og gömlum
smjörpappír. Það stendur eimur
upp frá stóra, kringlótta kola-
ofninum. Rúðumar döggvast.
Og svo ómar söngurinn út yfir
Frúartorg og upp til Guðs.
Þann signaða dag vér sjáum enn
með sólunni af djúpi rísa;
oss alla það veki, auma menn.
að oss virðist drottinn lýsa;
því lýsi vor verk, oss, ljóssins
böm,
að lengur ei myrkrin hýsa.
Lassen, ungi undirkennarinn,
syngur hárri röddu og dregur
seiminn. Rödd hans yfirgnæfir
ailar aðrar raddir. Rektor horfir
niður í sálmabókina og hreyfir
agnarlítið munninn. rétt eins og
hann væri sjálfur að syngja.
Hinir kennaramir horfa bara
vökulum augum á drengina.
Uti á tómum göngunum. þar
sem votar yfirhafnir hanga og
taka sig, stendur umsjónarkenn-
arinn í skoti og bíður eftir bráð.
Og þegar dyrabjallan hringir og
opnunarútbúnaður hliðarvarðar-
ins er settur af stað, kemur
hann þjótandi og slær hinn síð-
búna syndasel utanundir.
Föstudagur 22. maí 1964
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HNOTAN húsgagnaverzlun
FERDABILAR
17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð,
til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á
Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar.
Simi 20969.
HARALDUR
EGGERTSSON,
Grettisgötu 52.
Útgerðarmenn
Viljum taka á leigu góðan 70—100 lesta bát, helzt
með kraftblökk, í sumar eða allt árið, til útgerð-
ar frá Keflavík.
ATLANTOR h.f,
Austurstræti lOa. Reykjavík.
Símar 17250 og 17440.
Frá barnaskólum
Hafnarfjarðar
Börn fædd 1957, mæti til innritunar í dag kl. 2—4
sem hér segir;
í LÆKJARSKÓLA komi böm búsett VESTAN
LÆKJAR og á HVALEYRARHOLTI.
í ÖLDUTÚNSSKÓLA komi börn búsett S-UNNAN
LÆKJAR.
Skólastjórar.
Mæðradagurinn
er á sunnudaginn
FORELDRAR, látið börnin ykkar selja litla fal-
lega mæðrablómið, sem afhent verður á sunnu-
daginn frá kl. 9.30 í eftirtöldum skólum:
ísaksskóla
Breiðagerðisskóla
Hamrahlíðarskóla
Vesturbæjarskóla (Stýri-
mannaskóli, Öldugötu)
Melaskóla
Langholtsskóla
Vogaskóla
Laugarnesskóla
Miðbæjarskóla
Austurbæjarskóla
og á skrifstofu mæðrastyrksnefndar Njálsgötu 3.
— Góð sölulaun —
Hjálpið öll til að gera dag móðurinnar sem ánægju-
legastan.
Mæðrastyrksnefnd.
Askriftarsiminn er 17500
ÞJÓÐVILJINN