Þjóðviljinn - 22.05.1964, Síða 3
Föstudagur 22. maí 1964
ÞIÖÐVILIHíN —
SlÐA 3
Bandarískar herþotur sendar
yfír Krukkusléttuna / Laos
Viðurkennt í Washington að Bandaríkiamenn íhugi að
fœra stríðið í S-Vietnam út fyrir landamœri þess
WASHINGTON 21/5 — Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því
í dag að bandarískar herþotur hefðu hafið könnunarflug yfir Krukku-
sléttu í Laos og væri það gert að tilmælum Súvanna Fúma, forsætisráð-
herra stjórnarinnar í yientiane. Jafnframt er haft eftir öðrum heimildum
í Washington að Bandaríkjastjórn íhugi að sýna Pathet Lao í tvo heim-
ana, ef til vill með beinum hernaðaraðgerðum í Laos og Fulbright, for-
maður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, viðurkenndi að íhugað
hefði verið að færa stríðið í Suður-Vietnam út fyrir landamæri þess.
Vitað er að Bandaríkjastjórn
hefur ýmsar ráðagerðir á prjón-
unum um hvernig hún geti ógn-
að Pathet Lao fyrir utan beina
hernaðaríhlutun í Laos. Meðal
þeirra ráðstafana sem koma til
greina eru sending bandarísks
herliðs til Thailands eins og gert
var þegar uggvænlega horfði í
Laos 1962, aukið framlag Banda-
ríkjanna til stríðsins í Suður-
Vietnam eða að senda sjöunda
bandaríska flotann upp að
ströndum Indókína. Sagt er að
enn hafi engin ákvörðun verið
tekin um hvað gert skuli.
Ekki vonlaus
Rusk utanríkisráðherra gaf ut-
anríkismálanefnd öldungadeildar-
innar skýrslu í dag um ástand-
ið í löndum Indókína og kvað
það vera alvarlegt. en þó ekki
með öllu vonlaust ennþá. Ráð-
herrann hafði verið kvaddur á
fund nefndarinnar vegna ákaeru
Kambodja í Öryggisráðinu á
hendur Bandaríkjunum og vegna
síðustu atburða í Laos og Suð-
ur-Vietnam.
„Heræfingar“
Rusk ræddi stutta stund við
blaðamenn eftir nefndarfundinn
og sagði að enn hefði engin á-
kvörðun verið tekin um breytta
stefnu Bandaríkjanna f Suðaust-
ur-Asíu. Fulbright, formaður ut-
anríkismálanefndarinnar, sagði
aðspurður að íhugað hefði verið
að færa stríðið í Suður-Vietnam
út fyrir landamæri þess, og átti
þar sjálfsagt fyrst og fremst við
fyrirætlanir um árásir á Norður-
Vietnam, en hann flýtti sér að
bæta við, að allt væri athugað
sem orðið gæti til að koma mál-
um í betra horf.
Haft er eftir stjómarerindrek-
um í Washington að Bandaríkin
og nokkrir bandamenn þeirra í
SEATO undirbúi nú sameigin-
legar heræfingar í Thailandi, sem
myndi verða úr ef ástandið í
Laos versnaði enn. Rusk og að-
stoðarmaður hans Bundy ræddu
f gær við fulltrúa SEATO-ríkja.
Óvopnaðar þotur
Sagt er að herþotur sem send-
ar hafa verið til njósna yfir
Krukkusléttu séu óvopnaðar. en
formælandi utanríkisráðuneytis-
Loftárásir /
Suður-Arabíu
ADEN 21'/5 — Brezkar orustu-
þotur af gerðinni Hunter héldu
í dag áfram eldflaugaskothríð
sinni á virki uppreisnarmanna
sem búið hafa um sig í fjöllun-
um í Radfan-héraði.
Þá voru aðrar flugvélar af
gerðinni Shackleton sendar með
vélbyssuskothríð gegn uppreisn-
armönnum, og skotið var á þá
úr fallbyssum og sprengjuvörp-
um. Uppreisnarmenn svöruðu
skothríðinni.
Enn i dag barst brezka her-
liðinu i Suður-Arabíu liðsauki
frá Bretlandi og meira lið er
væntanlegt þangað.
ins vildi ekkert um það segja
af hvaða gerð þær væru. Þær
myndu taka myndir af hersveit-
um Pathet Laos á Krukkuslétt.u.
birgðastöðvum þeirra og sam-
bandsleiðum við N-Vietnam.
Þær upplýsingar sem njósnaþot-
umar öfluðu myndu strax látn-
ar hinni alþjóðlegu eftirlitsnefnd
í té, sagði formælandinn.
Stevenson í ÖR
Stevenson. aðalfulltrúi Banda-
ríkjanna hjá SÞ, sem kvaddur
var heim úr ferðalagi í Evrópu
sérstaklega til þess að verja mál-
stað Bandarikjanna í Öryggisráð-
inu, þar sem þau liggja undir
kæru stjómar Kambodja fyrir
ofbeldisáráslr yfir landamæri S-
Vietnams, hélt varnarræðu sína
í ráðinu í dag. Mikið veður hafði
verið gert út af þeirri ræðu og
hafði hennar því verið beðið
með talsverðri eftirvætingu.
Þeir sem búizt höfðu við stór-
tíðindum urðu þó fyrir vonbrigð-
um. Stevenson hafði ekkert
markvert til málanna að leggja.
Kýpur-Tyrkir
skutuáFinna
NIKOSÍU 21/5 — Tyrkir á Kýpur
skutu í gærkvöld mörg hundruð
skotum á finnska sveit í gæzlu-
liði SÞ. Þetta gerðist skammt frá
þorpinu Jerolakkos og hæfði eitt
skotið finnska hermanninn Mati-
kainen og lét hann lífið. Finnar
svöruðu skothríðinni eftir nokkra
stund, en skutu aðeins fáum
skotum. Leiðtogi Tyrkja á Kýp-
ur, Kutchuk varaforseti, hefur
lofað að rannsaka málið.
Mao að semja
við Sjang?
HONGKONG 21/5 — Blöð í
Hongkong skýrðu frá því í dag
að einn af framámönnum Kín-
verja, prófessor Sjang Sjisjao,
væri staddur í borginni, senni-
lega í því skyni að reyna að
Ieita sátta við Sjang Kajsék ok
menn hans.
Brezka blaðið „China Mail”
og hið íhaldssama kínverska
blað „Mingnao“ kunna bæði að
segja frá því að prófessor
Sjang hafi komið til Hongkong
fyrir hálfum mánuði. Hann hafi
verið þar á ferð fyrir einu ári
eða svo og hafi þá reynt að
Koma á sáttafundum milli full-
trúa Sjang Kajséks ög ráða-
manna í Peking. Blöðin segja
að hann sé í sömu erindum í
Hongkong nú.
Á það er bent að skömmu áð-
ur en prófessor Sjang kom til
Hongkong hafi Sjú Enlæ for-
sætisráðherra sagt í viðtali við
iapanskan blaðamann að fylg-
ismenn Sjang Kajséks og
kommúnistar gætu ef til vill
tekið upp samvinnu sín á milli
í þriðja sinn.
Hann taldi að bezt myndi hægt
að komast hjá erjum á landa-
mærum Suður-Vietnams og
Kambodja, ef stjórnir beggja
landa kæmu sér saman um að
merkja þau vel og hafa varð-
lið beggja vegna þeirra, en til
mála gæti einnig komið að SÞ
sendu gæzlulið þangað. Hann
fjallaði um stríðið í Suður-Viet-
nam og lét sem Bandaríkjamenn
væru þar sárnauðugir og einung-
is fyrir þrábeiðni stjórnarvalda
landsins, en forðaðist vitaskuld
að nefna á nafn þann mann sem
kallaði á hernaðaraðstoð Banda-
ríkjanna, Ngo Dinh Diem.
Hann taldi að lausn Laosmáls-
ins væri harla einföld: Allt er-
lent herlið skyldi halda úr land-
ir.u, en hugkvæmdist að
sjálfsögðu ekki sú lausn varð-
andi Suður-Vietnam.
Kambodja hafnar
Fulltrúi Kambodja hafnaði
algerlega tillögum Stevensons og
ítrekaði tilmæli stjómar sinpar
um að kvödd yrði saman al-
þjóðaráðstefna, sem ætti að hafa
það höfuðverkefni að tryggja
hlutleysi og sjálfstæði landsins.
Hin alþjóðlega eftirlitsnefnd með
Genfarsamningnum um Indókína
frá 1954 ætti að hafa eftirlit með
landamærum Kambodja og Suð-
ur-Vietnams.
Alltaf annað slagið berast fréttir frá Caracas, höfuðborg Venezúela,
um að meiriháttar skemmdarverk hafi verið unnin þar eða annars
staðar og oftast nær verða fyrirtæki í eign Bandaríkjamanna fyrir
þcim, og cr þcss vegna talið að þar hafi verið að verki menn úr
þjóðfrelsishernum svonefnda, FALN, sem hefur búið um sig í fjöll-
um Iandsins, en lætur þó jafnan til sín taka í þéttbýlinu. Myndin
er af geysimiklu eldhafi í Caracas eftir sprengingu sem varð þar
í verksmiðju einni.
agnby'tingarmennuröu að
iáta í minni pokann á Kúbu
MIAMI 21/5 — Digurbarkalegar hótanir kúbanskra flótta-
manna um stórfelldar aðgerðir gegn stjórn Castros i til-
efni af fullveldisdegi Kúbu 20. maí reyndust innantóm
glamuryrði og hafa foringjar þeirra m.a.s. sjálfir viður-
kennt að þessar hótanir hafi verið í áróðusskyni.
-----—------------------------<*>
Lausn de GauEle í Laos og Viefnam:
Öll ríkin í Suðaustur-
Asíu verði hlu tlaus
PARÍS 21/5 — De Gaulle forseti lagði á það höfuðáherzlu
þegar haldinn var ráðuneytisfundur í París í dag til að
ræða ástandið í löndum Indókína að finna yrði leið út úr
ógöngunum sem miðaði að því að tryggja hlutleysi allra
nkja í Suðaustur-Asíu. Það væri eina trygging fyrir friði,
öryggi og sjálfstæði iandanna þar.
De Gaulle hafði lagt svo
mikla á'herzlu á þessi mál að
hann hafði skundað til Parísar
úr hvítasunnuorlofi sínu til að
vera í forsæti á ráðuneytisfund-
inum.
Peyrefitte upplýsingamálaráð-
herra skýrði blaðamönnum frá
sjónarmiðum forsetans eftir
fundinn. De Gaulle sagði ráð-
herrum sinum að engin önnur
lausn væri á Laosmálinu né
reyndar öðrum vandamálum í
Suðaustur-Asíu heldur en full-
komið hlutlevsi rikjanna þar
sem stórveldin vrðu öll að á-
byreiast Þau vrðu öll að skuld-
binda sig til að forðast hvers
ko.nar íhlutun um innanlands-
mál þessara ríkja.
Alþjóðaráðstefna
Tillögur frönsku stjórnarinn-
ar um nýja alþjóðaráðstefnu til
að fjalla um Laosmálið voru
birtar í dag. Samkvæmt þeim
skulu öll aðildarriki Laossátt-
málans frá 1962 eiga fulltrúa
á ráðstefnunni og henni hagað
á sama hátt og bá. þ.e. með
bátttöku utanrikisráðherra.
Stjórn Súvanna Fúma í Vi-
entiane er hins vegar andvíg
slíkri alþjóðaráðstefnu. vil! að-
eins óformlegar viðræður sem
fari fram í Vientiane milli stór-
Fréttaritari Reuters í Miami
segir að greinilegt sé að ekkert
hafi orðið úr hinum boðuðu að-
gerðum gegn stjóm Kúbu. Frétt-
ir sem borizt hafi til Miami um
útvarp og á annan hátt bendi til
þess að í stað hinna miklu að-
gerða sem foringjar flóttamanna
höfðu tönnlazt á lengi fyrir full-
veldisdaginn hafi ekki annað
gerzt en smámunir sem varla sé
orð á gerandi.
Otvarpið á Kúbu skýrði frá
því að kúbanskt varðskip hefði
orðið vart tveggja sprengjuflug-
véla af gerðinni B-26 undan
strönd Kúbu, en engar fréttir
hafa borizt af skot- eða sprengju-
árásum. í annarri frétt sem talið
er að hafi komið frá kúbanskri
útvarpsstöð var sagt að skotið
hafði verið úr tveimur bátum á
vita einn við ströndina.
Einn af formælendum samtaka
gagnbyltingarmanna sem höfðu
boðað hinar miklu aðgerðir
skýrði þá einnig frá því í Miami
í morgun að samtökin hefðu náð
markmiði sínu, sem hefði aðeins
verið það að gera stjóm Castros
erfitt fyrir, einkum með því sem
heitir „sálrænn hemaður“, þ.e.
áróðri og blekkingum.
MADRID 21/5 — Einn kunn-
asti nautabani Spánar, hinn 27
ára gamli Manuel Benitez. særð-
ist hættulega i nautaati í Madr-
id í gær.
veldafulltrúa. Þeir ræði aðeins
um hvað gera skuli eftir síð-
ustu atburði í Laos, en haggi
annars ekki við sáttmálanum
frá 1962. Það er hins vegar
greinilega vilji de Gaulle að
allar hliðar Laosmálsins verði
teknar til athugunar á nýjan
leik og þá í sambandi við til-
lögur hans um allsherjarhlut-
leysi landanna í Indókína.
Bretar andvígir
Brezka stjórnin sem skipaði
ásamt sovétstjórninni forsæti
ráðstefnunnar 1962 er andvíg
tillögum de Gaulle um nýja ráð-
stefnu, en líklegt má telja, að
sovétstjórnin taki betur í þær.
Gromiko utanríkisráðherra
sendi annars í dag Súvanna
Fúma bréf og lofaði honum að
hún myndi halda áfram að
leggja sig fram við að koma á
nýjum viðræðum til lausnar
Laosdeilunni.
Ný sending
AF HOLLENZKUM
sumarkápum
í fjölbreyttu úrvali.
— Nýir hattar um helgina —
BERNHARD LAXDAL
Kjörgarði.