Þjóðviljinn - 22.05.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.05.1964, Qupperneq 4
4 SIÐí ÞlðÐVILTINN Föstudagur 22. mai 1964 Otgefandi; Sósíalistaflokk- Sameinmgarflokkur alþýöu urinn. — Eitstjórar; [var H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðbjófsson. Ritstjóm afgreiðsla. auglýsingar Drentsmiðja. Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Skemmdarverk |Jm þessar mundir er undirbúningur sumarsíld- veiða að hefjast, en þó kann svo að fara að á því geti orðið nokkrar tafir. Ástæðan er sú, að enn á ný hefur LÍÚ gefið útgerðarmönnum ósvífin fyrirmæli um tilraunir til samningsrofa og virð- ist það orðin viðtekin regla hjá stjórn LÍÚ að neyta allra bragða til að rjúfa löglega og gildandi samninga á sjómönnum, einsog flestum mun í fersku minni frá undangengnum síldarvertíðum. Hér er raunar um að ræða einn anga af stefnu nú- verandi ríkisstjórnar, enda hefur hún stutt LIÚ með ráðum og dáð á þessu sviði með því að svipta sjómenn samningsrétti og fela gerðardómi að skammta þeim kaup eftir þeirri meginreglu við- reisnarinnar, að aukin framleiðsla eigi fyrst og fremst að færa milliliðum og atvinnurekendum meiri gróða en ekki þeim sem framleiðsluaukning- una skapa með vinnu sinni. Sjómenn eru seinþreytt- ir til vandræða, en engan þarf að undra þótt þeir reiðist margendurteknum tilraunum LÍÚ til að svíkja löglega samninga. Svo getur farið að þetta stórtefji fyrir endurskráningu á skipin og seinki þannig öllum undirbúningi sumarsíldveiðanna, eins og fram hefur komið í fjölmörgum samþykkt- um sjómannafélaganna undanfarið. Framkoma LÍÚ-forystunnar er því beinlínis skemmdarverk gagnvart útgerðarmönnum, og ekki þarf að gera því skóna, hvernig þessir herrar tækju því, ef sjó- menn beittu eitthvað svipuðum bolabrögðum gagnvart þeim. • • Ollu snúið öfugt jjað er haft eftir kunnum þýzkum stjórnmála- manni, sem dýrkaði valdið öðru fremur, að þeg- ar hann heyrði orðið „menning“ nefnt, drægi hann upp hanann á skammbyssunni sinni. Þessu virð- ist svipað farið með ritstjóra Morgunblaðsins, þeg- ar þeir taka sér í munn orðið „hlutleysi“. Þá er öllum staðreyndum snúið við og gripið til svo aug- ljósra falsana, að halda mætti, að ritstjórar Mbl. líti á lesendur sína sem „samsafn fífla einna“, — svo notuð séu alkunn orð þeirra. Þannig er því haldið blákalt fram í leiðara Morgunblaðsins í gær, að „kommúnistar“ hafi svikið samkomulagið um hlutleysi Laos, þótt ríkisútvarpið flytji lands- mönnum daglega fréttir af herforingjaklíku hægri manna, sem hrifsaði völdin í sínar hendur. En viðbrögðin við þessum griðrofum afturhaldsins í Laos voru hins vegar þau, að fjölmargar hersveit- ir bæði hlutlausra og hægri-sinna hlupust undan merkjum, og vopnin hafa þannig snúizt í höndum herforingjaklíkunnar. Þetta er það. sem á máli Morgunblaðsins kallast griðrof „kommúnista“, enda horfði bað tr'rlega með mikilli velþóknun á, þegar afturhaldið í Brasilíu steypti löglegri stjórn og hóf ofsóknír öQg;n öllum fríqlc;ivr^”m og fram- farasinnuðum öflum þar í landi. — b. Benedikt Gíslason frá Hofteigi Útvarpstal Jó . Jóhannes Nordal var helm- ingurinn af skessunni. sem boraði gat á fjallið sem rikis- stjórnin reyndi að smjúga um til að ná Búkollu hérna um árið. Jóhannes fékk mikil laun fyrir þetta gat og talar nú frá tróni peningavaldanna í landinu. Það var í útvarpinu í gærkvöld, 14. maí, sem þjóðin fékk að heyra Jóhannes á þessum háa tróni og það held ég að hvergi f heiminum nú geti þjóðir heyrt í myrkuralda bureaukrötum nema hér á ís- landi. Þarna komu orð úr sjúkdómafræði, ótti, flótti, þensla, ofþensla og ef til vill fleiri. sem eingöngu heyra til sjúkri peningagræðgi auð- manna. Hinsvegar heyrðust ekki orðin neyzla, neyzluþörf, verð (hugtak). markaðsverð o. fl. sem öll tilheyra lifandi auðmagns starfi og lífsviðmið- un. Nú hafði greiðsluhalli við útlönd orðið gjfurlegur, þrátt fyrir á 5. hundrað milj. kr. útflutningsauka, og svo hafði gjaldeyrisstaðan batnað við út- lönd, og innflutningur, neyzlu- varningur. vélar og skip orð- ið meira en gjaldeyrisöflunin gat borgað, og ekki gekk á gjaldeyrisforðann. Hvernig er þetta bókhald? Jú, lán höfðu verið tekin og skuldir ríkisins vaxið, og gat þá gjaldeyris- staðan farið að skýrast, en innflutningur ekki. Já. inn- flutningurinn var að hluta til á lánsfé erlendra vöruhúsa, en ekki má minnast á að það séu erlendar skuldir, eða eigi að draga frá gjaldeyrissjóðunum. Æðisgenginn skipainnflutn- ingur er að stórum hluta fyrir lán frá skipasmíðastöðvum er- lendis, en það eru vísf ekki ríkisskuldir! Allt er það ein- staklingsbundið sem er voðinn sjálfur. Þessar skuldir eru þó trygging fyrir því, að stjórnin leggur ekki í bili í skessuleik- inn frá 1960 að fella gengið. Svo kemur skrítið. Gjaldeyris- stöðuna erlendis þarf að tryggja með köldu sparifé þjóðarinnar í Seðlabankanum. sbr. nýjar útvarpsumræður. Þá hætta allir að skilja ósköpin, það er að segja, það skilja all- ir að allt er á hvínandi hausn- um og öll er þessi fjármála- stjóm einn Bakkabræðra- skrípaleikur, því sannarlega þyrfti ekki að tryggja gjald- eyrissjóðinn, ef hann væri af- gangur af framleiðslu þjóðar- innar til neyzlu. eins og allir gjaldeyrissjóðir em, sem ekki eru blekking. Gjaldeyrissjóð- ur, sem er gjaldeyrissjóður, yki seðlaveltuna og þar með lánsfé. Þessi gjaldeyr ssjóður virðist ætla að drepa þjóðina! Svo kom enn skrítið! Jó- hannes fór að tala um jafn- vægi. Það held ég að hafi verið einn skessuborinn 1960, en enginn hafði reynzt verr en hann. Það kom líka upp að Jóhannes hefur skrítnar hug- myndir um jafnvægi. Bezta myndin af jafnvægi kemur fram í lestaferðum og það vit- um við lestamenn. að jafnvæg- ið verður að vera það, sem látið er sitt hvona meginn á hesthrygginn, annars fer allt um hrygg. Ríkisstjómin er aft- ur á móti þannig lestreki, að hún vill hafa báðar klyfjarnar öðru meginn, eða þá bara pinkil móti drápsklyf. sbr. drápsklyfjar húsa- og vöru- 15. sýning á Jáningaást' Þjóðleikhúsið hefur sýnt ieikritið TÁNINGAÁST 14 sinnum við góða aðsókn. Herdís Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson hafa vakið mikla athygli í þessu lcikriti fyrir ágæta túlkun í hinum erfiðu að- alhlutverkum. Boðskapur leiksins er mjög tímabær og er hann hörð gagnrýni á sýndar- og sölumennsku. Hljómlistin, sem leikin er í þessu Ieikriti, er mjag nýíízkuleg, og á sinn þátt í að gera þessa sýningu að áhrifaríku og góðu leikhúsverki. — Næsta sýning verður í kvöld. Myndin er af Benedikt Árnasyni, Róbcrt Arnfinns- syni og Bryndísi Schram í hlutverkum sínum. verðs og skatta, en . aðeins launapinkill á móti. Við þessa lestaferð hefur hún stritazt, en aldrei komizt út af hlaðinu áður en allt fór um hrygg. Jafnvægi lífsafkomunnar. eru launin annars Vegar og lífs- þurftir, húsnæði'sverð, vöru- verð og skattar hinsvegar. Ef launklyfin á að vera það létt. verður lífsþurftaklyfin að vérá það líka. Séu lífsþurftirnar þungar, verða launin að vera það líka, annars fer allt um hrygg. Þetta er aðeins þyngd- arlögmálið sem hér verkar, og ætti stjórnin að skilja það. Nú er orðinn mikil áhalli og laun- in orðin langt of létt á móti lífsþurftunum. En í þessum baggahalla vill nú stjórnin hanga og sendir Jóhannes til að skipa fyrír um jafnvægi. Og þetta er stjórnin búin að reka sig á, að ekki dugir í neinu. síðan hún fór í skessu- gatið hjá Jóhannesi 1960, og nú kemst hún hvorki aftur né fram. Þessi mynd af lestaferðinni er algild fyrir öll lífsviðhorf, allt jafnvægi mannlegrar til- veru, allan náttúrulögmáls- bundinn búskap lífsins og hagfræði, þrátt fyrir Jóhann- es og fleiri slíka. Allt sem ein- hvern veginn er öðrum megin í þessu lífi verður að hafa jafngildi sitt hinum meginn. Nú stendur stjórnin föst í fjallinu. sem eðlilegt er, fyrst hún asnaðist í viðreisnargat skessunnar. Og nú mætti kannski smeygja einhverri glóru inn í kollinn á henni. Það gæti orðið : með því, aö launafólkið sýndi henni núna hvað þung launaklyfin þarf að vera til að vega upp á móti dýrtíðarbagganum hennar. Þá veit ég að stjórnin reynist ekki baggatæk, og hefur heldur ekki hest undir þann glæpa- burð sem hér yrði um að ræða, og ótrúlegt annað en hún mundi rata á ráðið og henda dýrtíðarglæpnum úr lífsþurftabagganum og skapa með því jafnvægi lífsafkom- unnar. sem um leið er jáfn- vægi framleiðslunnar og allt er undir komið. Jóhannes segir að launin megi ekki þyngjast, jafnvel þótt allt þyngist hinum megin. Hvað skyldi svona snjall lesta- maður komast langt áður en allt er komið undir kviðinn? Það er ekki ónýtt að senda hann til að hrópa jafnvægi Dýrtíðin verður að fara út úr efnahagskerfinu. Það hef ég sagt vesölum stjómum ís- lands æ foan í æ lengi und- anfarið. Án skilnings á því þýðir ekki að hrópa jafnvægi eða stöðvun. Sá sem ætlar að stöðva sig á stultunum fer beint á hausinn. Ríkisstjórnin á Islandi, þó einkum sú, sem nú situr, ættu að vera búnar að fá nó'g af þeirri frægð að hrekjast úr hverri yfirlætisvígstöðunni eft- ir aðra, þegar hún er sprung- in á sinni e:gin golu. Síðan spyr ég Jóhannes og er nákvæmlega sama hvort hann svarar eða ekki: Getur sú þjóð safnað gjaldeyrissjóð- um — það er sama og bóndinn safni inneignum — sem rekur atvinnuvegi sína með tapi upp í styrk úr ríkissjóði, sjávarút- vegur, landbúnaður, gjald- eyrir hennar hrökkvi ekki fyr- ir innflutningi, safnað sé er- lendum skuldum fyrir vörur. tæki, uppbyggingu o.fl. Og síðan sé lögmál þess gjaldeyr- 'ssjóðs þannig, að því stærri sem hanp verður, þeim . mun meira sparifé verði að hvílast frá þátttöku í starfsemi þjóð- arbúsins? Hitt. er svo annað mál. hvaða gátu sagan þarf að leysa um fólkið á Islandi, sem segir þessa sögu um og fyrir 1964. Jóhannes Nordal er liðlegur ungur maður, af Ásgarðsætt-. inni, meðalgreindur, en kann: að, álíta annað sjálfur; auð- heyrilega lundlítill, en sveigju- glaður í hálsliðaleik upphefð-, arinnar. Er það sorglegt að ungir menn gerast einhvers- k'onar Brúnka á Bakka handá þeim bræðrum til að bera grjót á. svo hún fjúki ekki í veður og vind, en geti síðan ekki hreyft sig. BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteigi. ALLTMEÐ IMSKIP Á NÆSTUNNI ferma skip . vor til íslands, sem hér . segir: NEW YORK Dettifoss 22.—25. maí Selfoss 11.—17. júní Brúarfoss 2.—8. júlí. KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 28.—29. maí Reykjafoss 6.—8. júní Gullfoss 11.—12. júní Gullfoss 25.—26. júní. LEITH Gullfoss 1. júiír ' • •* ■ ■■ Gullfoss 15. júní Gullfoss 29. júní. ROTTERDAM Brúarfoss 28.—29. maí Goðafoss 8. — 9. júní Dettifoss 18.—19. júní Mánafoss 29.—30. júní HAMBORG Brúarfoss 31. maí—3.júní Goðafoss 12.—13. júní Dettifoss 21.—24. júní Reykjafoss 3.-4. júli. ANTWERPEN ' Mánafoss 26. maí Goðafoss 6. júní Mána.foss 27. júní. HULL Mánafoss 28.—29. maí Goðafoss 14.—17. júní Reykjafoss 8. júli. GAUTABORG Tungufoss 2.—4. júní. KRISTIANSAND Reykjafoss 9. júní. ' VENTSPILS Fjallfoss 8,—10. júní. LENINGRAD , Fjallfoss 14. — 17. juni] GDYNIA Tröllafoss 22.-23. maí — foss um miðjan júní GDANSK Tröllafoss 27. . maí. Tröllafoss 25.—26. júní. . STETTIN Lagarfoss 21.—-23. maí , Fjailfoss 11.—>13. júní. VÉR áskiljum oss rétt tii að breyta auglýstri áætl- un, ef nauðsyn krefur. GÖÐFÚSLEGa', athugið að geyma auglýsinguna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.