Þjóðviljinn - 22.05.1964, Page 12
SJÓN ER SÖGU
RÍKARI í
RAMMA GERÐINNI
Undanfarna dag hefur
staðið yfir sýning á íslenzk-
um iðnaði og minjagripum í
Rammagerðinni Hafnarstræti
5. Miðar sýning þessi einkum
að því að vekja athygli ís-
lendinga á hinum fjölmörgu
skemmtilegu raunum sem i
verzluninni fást, en hingað til
virðist það hafa verið álit
Blaðamaður og ljósmyndari
Þjóðviljans brugðu sér I gær
í forvitnisferð niður í
Rammagerð til að skoða sýn-
inguna — og komu aftur all-
miklu fróðari en áður. Þeir
hittu fyrir í verzluninni af-
greiðslustúlkurnar, Betzy EI-
íasdóttur og Magneu Sigurð-
ardóttur, sem veittu greið-
Hér sjáum við hinn skemmtilega vefnað Geirlaugar Jónsdóttur.
Karólína Guðmundsdóttir hefur líka sitt til málanna að leggja
hvað vefnað snertir. Hér sjáum við muni er hún hefur ofið.
flestra að minjagripaverzlan-
ir væru eingöngu fyrir út-
lendinga og ættu Islendingar
ekkert erindi í þær. Má segja
að sýning þessi sé vel heppn-
uð, enda hefur hún verið mjög
vel sótt.
lega allar upplýsingar um
sýningarmuni. Þær voru
sammála um að ekki væri
vanþörf á að kynna íslenzka
minjagripi og iðnað einmitt
fyrir Islendingum og að það
væri skemmtilegt að sjá hve
sýningargestir væru yfirleitt
undrandi á fjölbreyttu og
vönduðu vöruvali verzlunar-
innar.
Mesta eftirspurn kváðu
þær vera eftir gærum, skinn-
um, lopapeysum og vefnaði,
allskonar. Sem dæmi tóku
þær skínandi fallegan vefnað
frú Geirlaugar Jónsdóttur og
sögðu að hann rynni út eins
og heitar lummur. Keramik-
munir virðast einnig eiga sí-
auknum vinsældum að fagna.
A sýningunni eru fallegir
útskornir munir. gerðir af
Guðvaldi Jónssyni, þar á
mcðal eru ýmsar stærðir af
hinum fornu matarílátum ls-
lendinga — öskum. Sögðust
stúlkurnar kunna því hálf-
illa þegar Iandar þeirra bentu
á askana og spyrðu hvað
þessar DÓSIR kostuðu.
Á einni hillunni tróna upp-
stoppaðir fuglar Kristjáns
Geirmundssonar og á annarri
má sjá litlar brúður á ís-
Ienzkum búningum. Þannig
mætti lengi telja. Við viljum
aðeins segja að sjón er sögu
ríkari.
Á sýningunni eru gripir
frá fyrirtækjum og fjölmörg-
um einstaklingum. Sýningar-
tími er frá 9 — 22 virka daga
og 14 — 22 á helgidögum, og
lýkur henni næstkomandi
sunnudagskvöld. Eigandi
rammagerðarinnar er Jó-
hanncs Bjarnason.
Fræðslumálin rædd í borgarstjórn
Rannsakaðar verði f jar-
vistir barna úr skólum
Eins og kunnugt er af fréttum hefur Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur lýst því í ársskýrslu
sinni, að mörg böm á fræðsluskyldualdri hætti
að sækja skóla án lögmætra ástæðna og án þess
að rönd verði við reist við núverandi aðstæður.
Séu sum þessara barna mjög fákunnandi og jafn-
vel ólæs. Mál þetta var rætt á fundi borgarstjórn-
ar í síðustu viku. Var þar samþykkt að fela Barna-
vemdarnefnd að gera skýrslu um mál þetta, hve
mikil brögð séu að slíku.
Sú er orsök til þess, að í árs-
skýrslu Barnaverndarnefndar
Skákkeppni
bankamanna og
Hreyfils
Miðvikudaginn 20. þ.m. fór
fram skákkeppni milli banka-
manna í Reykjavík og Taflfé-
lags Hreyfils og var teflt á 30
borðum. Keppnin fór fram í
húsakynnum Landsbankans.
Bankamenn unnu með 19 vinn-
ingum gegn 11. Þetta var 9.
skákkeppnin milli þessara aðila
og er keppt um veglegan bik-
ar sem Landsbankinn gaf f
þessu skyni. Bikar þessi vinnst
til eignar 3svar í röð eða 5 sinn-
um alls.
segir, orðrétt á bls. 3. „Samfara
brotunum eru oft ýms önnur
vandræði, sem ekki er að jafn-
aði getið í skýrslum nefndarinn-
ar. Má hér t.d. nefna fjarvistir
barna úr skólum. Mörg börn á
fræðsluskyldualdri hætta að
sækja skóla, án lögmætra á-
stæðna, og án þess að rönd
verði við reist við núverandi
aðstæður Flest eru börn þessi
á tveim síðustu árum fræðslu-
skyldunnar, en önnur hafa ekki
lokið barnaprófi, ér skólavist
þeirra lýkur. F.ru sum þeirra
mjög fákunnar.di. jafnvel ólæs.
Er hér um vanda að ræða, sem
nauðsyn ber til að taka föstum
tökum“.
Barnavemdarnefnd
Á fundi borgarstjórnar bar
fulltrúi Alþýðubandalagsins. Al-
freð Gíslason, fram tvær til-
lögur Er hin fyrri svo hljóð-
andi;
„Borgarstjórnin viðurkennir
nauðsyn þess að efla starfsemi
Barnaverndarnefndar Reykja-
víkur, svo sem á er bent í árs-
skýrslu nefndarinnar 1963, og
æskir tillagna hennar um aukn-
ingu starfsliðs og annað, er þurfa
þykir til bættra starfsskilyrða“.
Hin síðari tillaga Alfreðs var
svohljóðandi:
„I tilefni þeirra ummæla í
skýrslu Barnaverndamefndar
Reykjavíkur 1963, að „mörg
börn á fræðsluskyldualdri hætta
að sækja skóia án lögmætra á-
stæðna og án þess að rönd verði
við reist við núverandi aðstæð-
ur“, og að sum þessara barna
séu „mjög fákunnandi, jafnvel
ólæs“, óskar borgarstjórnin
nánari upplýsinga um tilgreind
atriði og fclur fræðsluráði ná-
kvæma rannsókn þessa vanda-
máls. Skal fræðsluráð að athug-
un lokinni. senda borgarstjórn
skýrslu um málið ásamt tillög-
um sínum til úrbóta".
Nokkrar umræður urðu um
þessar tillögur Hvað hinni fyrri
viðvíkur lagði Birgir Isl. Gunn-
arsson (f) á það áherzlu, að
Reykjavíkurborg vantaði nú
mjög hæfa starfskrafta í þess-
um málum, og bæri nauðsyn
til að nýta betur það starfslið,
sem fyrir væri. Lagði hann
fram breytingartillögu og var
hún á þá leið að skipuð skuli
fimm manna nefnd til þess að
eera t.illögur um það. hversu
megi betur búa að Barnavernd-
arnefnd og starfsemi hennar.
Var tillaga Alfreðs samþykkt
með þeirri breytingu.
Fjarvistir úr
skólum
Enn urðu nokkrar umræður
um hina síðari tillögu Alfreðs.
Reyndu frú Auður Auðuns og
Úlfar Þórðarson að hengja hatt
sinn á það, sem segir í skýrslu
Barnaverndarnefndar um ólæsi
barna, og töldu mjög vafasamt,
að brögð gætu verið að slíku.
Minntust þau minna á hitt, sern
þó er aðalatriðið í skýrslu
nefndarinnar, nefnilega það að
börn hætti að sækja skóla án
Framhald á 9. siðu.
Föstudagur 22. maí 1964 — 29. árgangur — 112. tölublað.
MæStablémið selt á
sunnudaginn kemur
N.k. sunnudag verður mæðra-
blómið selt hér í Reykjavik til
ágóða fyrir hvíldarheimili handa
mæðrum með börn sem Mæðra-
styrksnefnd rekur að Hlaðgerð-
arkoti í Mosfellssveit.
f fyrra kom inn fyrir sölu
mæðrablómsins 126 þúsund kr.
og rann það fé allt til hvíldar-
heimilisins. Sumardvalirnar að
Hlaðgerðarkoti hefjast upp úr
17. júní og voru dvalardagar í
fyrrasumar um 2270. Dvöldust
þar alls 45 mæður með 115
börn og skiptust þau niður í 4
hópa er hver dvald'st 15 daga á
heimilinu. Síðustu 8 dagana
var svonefnd sæluvika fyrir
aldraðar konur.
Mæðrastyrksnefnd hefur nú
rekið þessa starfsemi i 30 ár
og hafa frá upphafi dvalizt
1130 konur með 4000 börn á
vegum nefndarinnar og auk
þess 1400 til 1500 gamlar konur.
Heimilið að Hlaðgerðarkoti er
nú orðið of lítið og er ætlunin
að byggja við það þegar efni
leyfa. Er búið að teikna viðbygg-
ingu með 6—8 herbergjum og
stórri stofu.
Einu tekjumar sem Mæðra-
styrksnefnd hefur til þessarar
starfsemi er ágóði af sölu mæðra-
blómsins svo og gjafir. S.l.
vetur var þó húsnæðið að Hlað-
gerðarkoti leigt til skólahalds
og er það í fyrsta skipti sem það
er nýtt að vetrinum.
Mæðrablómið í ár er rós og
verður það selt á götum bæjar-
ins á sunnudaginn, ennfremur í
öllum barnaskólum, fsaksskóla
og Stýrimannaskólanum gamla,
Vesturbæjarskóla. svo og á
skrifstofu Mæðrastyrksnefndar
að Njálsgötu 3. Eru foreldrar
hvattir til að leyfa bömum sín-
um að selja mæðrablómið og
Reykvíkingar að taka sölubörn-
unum vel og styrkja þessa
starfsemi með því að kaupa
blómið. Kostar það 10 krónur.
Átta Hrevfilsbílstjórar
sækja skákmót í Malmö
25. þ.m. hefst í Malmö í Sví-
þjóð eínmenningskeppní NSU í
skák en NSU er skammstöfunin
á heiti skáksambands norrænna
sporvagnast.ióra. Heldur sam-
bandið skákmót árlcga, annað
árið fer fram sveitarkeppni en
hitt árið einmenningskeppni.
Taflfélag Hreyfils er aðili að
NSU og hafa skákmenn Hreyfils
jafnan reynzt sigursælir á mót-
um sambandsins. Síðasta ein-
menningskeppni var haldin hér
í Reykjavík árið 1962 og varð
Þórður Þórðarson þá sigurveg-
ari f 1. flokki og hlaut titilinn
skákmeistari NSU.
Að þessu sinni fara 8 skák-
menn frá Taflfélagi Hreyfils ut-
an til keppninnar. Þar af munu
þrír keppa í 1. flokki, þeir Ant-
on Sigurðsson, Guðlaugur Guð-
mundsson og Þorvaldur Magnús-
son, en Þórður Þórðarson verð-
ur ekki með að þessu sinni til
þess að verja titilinn. Þá munu
3 skákmenn keppa í 2. flokki og
2 í 3. flokki.
Skákmótið hefst eins og áður
segir 25. þ.m. og þvi lýkur 30.
þ.m. Síðasta flokkakeppni NSU
var háð í Helsinki í fyrrasumar
og var þá í fyrsta sinn keppt um
Loftleiðabikarinn og vann sveit
sporvagnastjóra frá Stokkhólmi
gripinn f það sinn.
Islenzku keppendumir fara
utan á sunnudaginn.
Sjú Enlæ heimsækir
arabaríki í haust
BAGDAD 20/5 — Haft er eft-
ir góðum heimildum í Bagdad,
höfuðborg Iraks, að Sjú Enlæ,
forsætisráðherra Kína, muni
koma þangað í opinþera heim-
sókn i haust og heimsækja þá í
leiðinni höfuðþorgir fleiri araba-
ríkja.
Einar Olgeirsson rifjar upp
„hin gömlu kynni" af Davíð
Jr 1 nýju hefti af tímaritinu
Rétti, 1. hefti 1964, ritar Einar
Olgeirsson grein er hann nefn-
ir „Hin gömlu kynni.”
ir Hann segir þar frá kynn-
um sínum og Davíðs Stefáns-
sonar á Akureyri svo ljóst og
fallega, að greinin má teljast
eitt það bezta sem skrifað hef-
ur verið um Davíð nú við and-
lát hans. Flestum mun fara
svo að þykja mynd Davíðs sem
manns og skálds skýrast við
lestur þessarar greinar.
ir Það er t.d. ekki hætt við
að myndin af þeim vinunum,
Einari og Davíð. gleymist, sem
Einar lýsir þannig:
★ „Við Davíð áttum margar
stundir saman. Hann þýddi fyr-
ir mig vísu Tarquato Tasscs í
„Rousseau” ... Og þegar ég
fékk blóðspýting einn morgun-
inn, líklega í febrúar—marz
1926, dæmdur berklaveikur til
Vífilstaða, þá hafði ég ekki lok-
ið niðurlaginu í „Rousseau”
þótt mestallt væri prentað. Þá
var það Davíð, sem sat hjá mér
uppi á kvistinum. þar sem ég
bjó í húsi Böðvars Bjarkan. —
og síðustu fjórar setningarnar í
„Rousseau” eru mótaðar f hans
fagra stíl, skrifaðar af honum,
þó hugsun þeirra sé mín. Davíð
þekkti það sjálfur hvað berkla-
veikin var. Hann hafði leng;
átt við hana að stríða. Hann
reyndist sami góði félaginn í
stríðu sem blíðu“,-
ir Grein sinni lýkur Einar með
því, að minna á. að nú vilji all-
ir eigna sér Davíð, líka þeir
sem sízt skyldi. og breiða yfir
ádeiluna í kvæðum hans.
ir „Sú íslenzk alþýða sem
Davíð unni, á að varðveita hann
frá því hlutskipti. Hann á skilið
að geymast í hjarta hennar
ekki aðeins vegna listarinnar
heldur vegna þess boðskapar, er
hann flutti. Ég óska gömlum
vini þess hlutskiptis, sem hann
sjálfur mótaði nokkurn veginn
með þessum orðum í niðurlagi
..Rousseaus” forðum:
ir Meðan eymd og undirokun
ríkja. meðan réttur lítilmagnans
er einskis virtur en auðurinn f
hávegum hafður. megi andi
hans og ljóð kveða kjark í hina
hrjáðu og smáu, en dauðadóm
yfir hverju því þjóðfélagi, sem
ójöfnuður og ofbeldi hafa mynd-
að og varðveitt.”