Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 6
g SfÐA ÞJÖÐVILIINN Föstudagur 12. júní 1964 Allt fram á vorn dag hefur ævisagan ve rið að heita má alls ráðandi í bókmennta- sögu og bókmenntarannsóknum. Þetta á við um ísland ekki hvað sízt, en hér hefur þó ekki komið til neinnar sérstakrar deilu um slík vandamál. f Noregi hefur hins- vegar oftlega slegið í brýnu, og eru fræg ummæli prófessorsins er því sló föstu í eitt skipti fyrir öll: „Bókmenntasaga, það er ævisaga". Nú er að sjá, sem slík sjónarmið eigi ekki upp á pallborðið lengur, eitt höfuðrit hinnar nýju gagnrýni, ,,Theory of Literature“ er orðið námsefni við háskó.lann í Osló. — f þessarí grein ræðir Per Kjell- ing bókina nokkuð. „Ákademísk stefnuskrá hinnar nýju gagnrýni" Þegar um er að ræða al- mennar kennisetningar hinnar nýju gagnrýni — svo sem það, að við þurfum að losna við málsögulegt sniámunarex eða æviatriði, sem ekkert koma málinu við, og snúa okkur að skáldverkinu sjálfu — þá rik- ir í dag einingin uppmáluð. Deilumar vakna þegar um er að ræða hin sérstöku sjónar- mið þeirra, er aðhyllast hina nýju gagnrýni. Nokkur slík sjónarmið er að finna í bók þeirri. sem nefnd hefur verið: ..akademisk stefnuskrá hinnar nýju gagnrýní”, en heitir ella Theory of Literature og er eft- ir þá Wellek og Warren. Rannsóknin Meðan eldri gagnrýnendur og bókmenntafrseðingar leituðu mikilvægustu upplýsinga sinna í ævisðgu skáldsins og hinu sögulega baksviði, heldur hin nýja gagnrýni 'fram sjálfstæðri trívéru skáldverksins og efast stórlega um orsakaskýringar ævisögunnar. 1 bók þeirra Wellek og Warrens kemur þessi andstæða greinilega fram í aðgreiningu þeirra á „intrins- ic” og ..extrinsic approach” — með öðrum orðum getur maður nálgazt skáldverkið utan frá eða innan. Hin innri (les: mik- ilvægasta) rannsókn snýr sér að verkinu sjálfu. „genre“ þess og með ýmiskonar formálum einnig, að sögu þess. Sem ytri rannsókn reiknast rannsókn á ævisögu og sálfræði skáldsins, eða þjóðemislegu og hug- myndafræðilegu umhverfi hans, Wellek og Warren vilja ekki ganga eins lagt og róttækustu fylgismenn hinnar nýju gagn- rýni og láta alveg fyrir róða hina ..ytri rannsókn”. en beita hana hvassri, nærgöngulli gagnrýni. Um ævisagnaraðferð- ina, alfaraveg og Almannagjá norskra bókmenntafræðinga, segja þeir, að ,,Sambandið milli einkalíf* og skáldverks er ekki venjulcgt samband milli orsakar og afleiðingar”. Og enn kvað hann: „Ævisagn- araðferðin lætur sér einnig sjást algjörlega yfir einfaldar, sálfræðilegar staðreyndir. Skáldverk getur jafn hæglega haft að geyma „draum” skálds- ins og raunverulegt líf hans, eða það getur verið ..gríma”, nokkurskonar ,,anti-ego” sem hinn raunverulegi persónuleiki leynist bak við. Niðurstaðan af þessu verður sú, að .,Ævi- söguleg túlkun og heimildar- notkun skáldverksin* útheimtir vandlega rannsókn í hverju einstðku dæmi, þar eð skáld- verkið er ekki ævisöguleg heimild”. Þjóðfélagið Álíka vafasamur virðist hinn gamli skilningur, að „bók- menntimar endurspegli þjóð- félagið”. Ef með þessu er átt við það, að bókmenntir gefi rétta mynd af ákveðnu þjóðfé- lagslegu ástandi, þá er fullyrð- ingin röng. Sé hinsvegar við það átt. að bókmenntir endur- spegli vissar hliðar hins þjóð- félagslega raunveruleika, þá er fullyrðingin harla óljós og seg- ir í rauninni ekki neitt. Bók- menntir byggjast ekki á né eru h.uti af félagsstofnunum, þær eru sjálfar ákveðin félagsstofn- um (sosial institusjon). Sem slíkar verða þær bæði fyrir áhrifum og hafa áhrif á aðrar félagsstofnanir, en sýnu mik- ilvægari eru þó þau sambönd er við finnum innan hins bók- menntalega sviðs: tengsl skáld- verksins við bókmenntalega og málssögulega hefð. Þegar um er að ræða um- mæli höfundar um þjóðfélags- legar aðstæður, leggja Wellek og Warren áherzlu , á það, að þeim megi ekki blanda saman við matið á skáldverkinu sjálfu. þau komi alls ekki skáldverkinu við. Með hlið- sjón af okkar eigin bókmennt- um getum við sagt: Skáldverk þarf ekki endilega að vera nazistískt enda þótt höfundur þess hafi verið félagi í Nasjon- al Samling. Við þekkjum jafn- vel dæmi þess, að rithöfund- ar, sem aðhylltust ákveðna stjómmálaskoðun hafa skrif- að bækur, sem taka mátti til tektar fyrir þveröfug sjónar- mið. Sálfræðin Þessi skilningur á skáldverk- inu og sjálfstæðri tilveru þess kemur einnig fram í viðhorf- inu til hinna nálægari visinda- greina sálfræði og heimspeki. Þannig er gagnrýnd krafan um hið „sálfræðilega rétta”. Enda þótt höfundi tækist að skapa persónur sínar „sálfræðilega réttar” er full ástæða til að spyrja hvort slíkt hafi nokk- urt listrænt gildi. Mörg frá- bær skáld”erk fremja sam- fellt ofbeldi gegn sálfræðileg- um sannindum. Wellek og Warren halda þvi fram. að sálfræði. sem meðvituð og kerfisbundin kenning, sé ó- nauðsynleg i listum og hafi ekki í sjálfu sér listrænt gildi. Heimspekin Leitin að hinu heimspekilega innihaldi hefur alltaf verið ein eftirlætisíþrótt bðkmennta- fræðinga, og maður freistast til að spyrja með Wellek og Warren, hvort þeir ýki ekki stórum samræmið, skírleikann og yfirtakið í heimspekisann- færingu skáldanna. Ef við les- um ofan í kjölinn kvæði, sem fræg eru fyrir heimspekilegt innihald sitt, komumst við oft að raun um að hér er um að ræða hversdagsleg ummæli um feigð mannsins og fallvaltleik heimsins dýrðar. Að draga saman í kenningu, eða það sem verra er að einangra ein- staka kafla þess, hefur hörmu- legar afleiðingar fyrir skiln- ing okkar á þvf. Með því móti eyðileggjum við byggingu verksins og þröngvum upp á það mælikvörðum, sem ekkert eiga við það skylt. Svonefnd- an hugmyndafræðilegan skáld- skap á að dæma eins og all- an annan skáldskap ekki út frá efninu heldur Iistrænu gildi. Tónlistin Og svo er það mikils virði, að landamærin séu greinileg milli bókmennta og annarra listgreina, Hvað skyldi t. d. vera átt við með því þegar sagt er um kvæði að það sé ..músíkalskt?” — Hjá skáldum eins og Tieck og Verlaine sjn- um við, að viðleitnin til að fá fram músíkölsk áhrif eru yfir- leitt tilraunir sem ganga í þá átt að þvinga meiningarmerk- ingu Ijóðsins, forðast rökrétt orðasambönd og draga fram aukamerkingu fremur en orða- bókarþýðingu. En hvað koma óljósar línur, óljós meining og rökleysa tónlist við? — Eftir- farandi athugasemd um tón- smíðar við kvæði er ekki síð- ur athyglisverð: „Kvæði með þéttriðinni og snjallri bygging hæfa illa tónsmíðum, en lé- legur meðalmannsskáldskap- ur .... hefur orðið textar fegurstu söngva eftir Schubert og Schumann. Ef kvæðið hef- ur mikið listrænt gildi, rang- túlkar tónlistin oftlega mynst- ur þess eða gerir það óljóst með öllu”^ Rímið Gagnrýnin á hinni vana- bundnu aðgreiningu milli inni- halds og forms er atriði, sem höfundar bókarinnar koma að hvað eftir annað. Meðferðin á rími sem listrænu vopni sýn- ir, hve óljós mörkin eru. Höf- undar benda á, að mikilvæg- asta hlutverk rímsins sé ekki „GÓRILLUR" Hvarvetna, í Suður- og Mið-Ameríkti styðja Bandaríkin tii valda afturhaldsseggi og heríoríngjaklíkur. Með alþýðu manna í þess- um löndum ganga slíkir valdhafar undir nafninu ,,górillur“ . . . skáldverk þarf ckki endi- lega að vera nazistiskt, cnda þótt höfundur þess hafi verið fclagi í Nazjonal Samling . . . . . . rithöfundar, sem aðhylltust ákveðna stjórnmálaskoðun, hafa skrifað bækur, scm taka máttl til tektar fyrir þveröfug sjó-n- armið ... hið ,,evfóníska” eða „metríska” heldur hið ,’,sé’rhantíska” (mein- ingarlega). Með rími tengjast orð saman eða lenda i and- stöðu hvort við annað. 1 kvæðinu „Til min Gyldenlak” ríma saman orðin „Guld” og ,,MuId”. Hvort fyrir sig; hafa þessi orð þýðingu, sem er til án tengsla við kvæðið. En sam- einuð með rími fá þau þriðju þýðinguna, sem hvergi er til nema í kvæðinu. Kímið er þannig ekki skrautið einbert, heldur falið djúpt í innihaldi kvæðisins. Það hefur þýðingu. Myndbeiting Með tilliti til myndbeitingar skáldsins er gerður greinar- munur á tveim skoðunum. Önnur skoðunin er sú, að myndbeitingin sé árangur hugsunarinnar einnar saman, ákveðinn útreikningur frá höf- undarins hendi. Fulltrúar vorrar tíðar elska það að tala um skáldverkið tæknilega eða jafnvel atvinnulega: Það er talað um hráefni, hálfunna vöru og fullunna, aðferðir og árangur. Hinir halda þvi fram, að skáldiö viti ekki hvað það ger- ir; vegir þess séu órannsakan- legir. Sérhver mynd, segja þeir, er tákn frá undirmeðvitund- inni. Eins og fram gengur af fjölmörgum ritum. eru engin takmörk fyrir þv£, hve langt má fara f leit að „táknum frá undirmeðvitund skáldsins”. Kvæðið Nokkrir gagnrýnendur njóta þesa að benda á það, að mynd- beitingin verki „sönn” eða ,,ó- sönn”. Um allt kvæðið er gjarnan komizt svo að orði, að það verki „einlægt” eða ,,satt”. Wellek og Warren spyrja, hvað sé átt við með þessum orðum. Þegar gagnrýnnndi á- Iítur. að kvæðið eigi að vera ósvikið. einlægt eða satt, hlýt- ur hann að meina miðað við eltthvað. En einlægt miðað við hvað? Tilfinningalegt og menntunarlegt upplag skálds- Framhald á 9. síðu Kúba leitar sátta við Bandaríkin? HAVANA 10/6 — Undanfarið hefur gengið um það orðróm- ur í ýmsum bandarískum blöð- um að Kúbustjórn væri á bak við tjöldin að leita sátta við Bandaríkin, RaúIRoa utanrfkis- ráðherra Kúbu, bar þetta tll baka f dag, en afneitun hans var þannig orðuð, að hún hef- ur fremur orðið til að magna orðróminn en draga úr honum, Roa neitaði því að vísu í yfirlýsingu sem lesin var er- lendum fréttamönnum í Hav- ana að Kúbustjóm hefði ekki gert neinar ráðstafanir til að fá aðra aðila til að miðla málum í deilu hennar og Bandaríkjastjómar og bæta sambúð þeirra. En síðan var tekið fram að frásagnir erlendra fréttastofn- ana af slíkri málaleitan Kúbu- stjómar væru ekki alveg sam- kvæmar sannleikanum. Það eru þau ummæli hans sem þykja benda til þess að eitthvað sé hæft í orðróminum þrátt fyrir allt. Romney neit- ar að keppa við Goldwater CLEVELAND 10/6 — Nú má telja nær víst að Barry Gold- water verði frambjóðandi Repú- blikana við forsetakosningarn- ar í haust. George Rommey fylkisstjóri í Michigan, sem reynt hafði verið að fá til að hafa forystu fyrir þeim öflum í flokki Repúblikana sem komá vilja í veg fyrir framboð Gold- waters, hafnaði þeim tilmælum. Áður hafði verið leitað til Scrantons, fylkisstjóra í Penns- ylvaníu, en þegar hann tók lík- lega í þau tilmæli. reyndist hann hafa harla fáa fylgis- menn meðal framámanna flokksins. Romney skýrði frá því að það hefði verið Nixon, fyrrum varaforseti, sem hefði leitað til sín að reyna að stöðva Gold- water. Nixon neitaði því hins vegar að hann hefði beitt sér fyrir samtökum um að koma í veg fyrir framboð Goldwat- Harðstjórnin vex i Brasilíu RIO DE JANEIRO 10/6 — Fyik- isstjórinn í Pará-fylki í norður- hluta Brasilíu, Aurelio de Car- mo, var í gær settur úr emhætti ásamt varafylkisstjóranum, borg- arstjóranum í höfuðborginni Bel- em og fjórum öðrum æðrl emb- ættismönnum i fyikinu. Sambandsstjórnin hafði svipt þá öllum stjómmálaréttindum og þá embættunum um leið. Þetta var gert með tilskipun frá for- seta afturhaldsaflanna sem steyptu Goulart og stjóm hans af stóli. Þegar tilskipunin var kunngerð sátu þingmenn hins svonefnda sósíaldemókrataflokks sem upp- haflega studdi valdaránið á fundi' til að fjalla um hvort flokkurinn sem er sá stærsti á þingi ætti að hætta stuðningi við hina nýju valdamenn vegna sívaxandi harð- stjómar. Fundurinn hafði verið kvaddur saman eftir að Castello forseti hafði svipt Kubitschek, fyrrver- andl forseta. kjörgengi, en flokk- urinn hafði ákveðið að bjóða hann fram í næstu forsetakosn- ingum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.