Þjóðviljinn - 12.06.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Page 7
PSstudagur 12. júní 1964 -------------------- ---------------------------------------HöÐviLmm------------------------------------------------------ ---------------------------—------ SÍÐA 'J Flotinn endurnýjaður skipasmíðar hafnar Sjósókn er hverjum Færey- ingi í blóð borin, sjómennsk- an partur af lífi hvers full- tíða manns. Ekki bara af því að báturinn hefur löngum ver- ið helzta samgöngutækið í Fær- eyjum, heldur hinu, fyrst og fremst, að afkoma íbúanna er háð sjávarfangi meir en við- ast gerist annarstaðar. Fisk- veiðar mynda þann grunn sem allt annað er reist á, og Fær- eyingar leita viða fanga, á heimamiðum jafnt og fjarlæg- ari slóðum: við fslandsstrend- ur, Grænland og Nýfundna- land, í' hafinu norður af Nor- egi og við Svalbarða og í Bar- entshafi. Sjö af tíu Láta mun nærri að áttundi hver Færeyingur stundi sjó- sókn — og stundum er líka sagt að sjö af hverjum tíu stayfhæfum mönnum á eyjun- um séu fiskimenn. Fiskveiði- saga Færeyja er þó ekki ýkja gömul, tæp öld síðan hún er talin hefjast — þegar fyrstu meiriháttar veiðitilraunirnar voru gerðar. Frá þeim tíma og fram á síðustu áratugi keyptu Færeyingar fiskiskip sín langflest frá Bretlandi, mest gömul skiþ sem brezkir útgerðármenn voru að losa sig við vegna endurnýjunar eigin veiðiflota. Þetta voru löngum á fyrstu áratugum aldarinnar seglsklp, gömlu hæggengu skút- urnar sem sáust svo oft á íslandsmiðum og í íslenzkum höfnum fram á síðustu ár. Eft- ir 1930 keyptu Færeyingar svo marga gamla togara af Bret- um, kolakynt gufuskip, en síð- asta áratuginn, frá 1955, hefur færeyski skipaflotinn verið að heita má algerlega endurnýjað- ur. Færeyingar eru hættir að kaupa gömul skip, nú eru ekki flutt inn nema nýsmíðuð skip, og fáein hafa þeir smiðað í eigin skipasmíðastöðvum. „Tíðarhvarv" Endurnýjun fiskiskipaflqt- ans er eitt af meginstefnu- skráratriðum landsstjórnarinn- ar sem nú situr i Færeyjum, samstjórn þeirra flokka sem stefna að algerum skilnaði við Dani, — og að þeim málum hefur verið unnið af kappi. Nú á þessu sumri eiga Færey- ingar um það bil 60 ný fiski- skip, stálskip 100—300 lesta, og allmarga nýja togara, 800 til 1100 lesta skip. \ Erlendur Patursson, sá ráð- herrann sem fer með sjávar- útvegs- og fjármál í færeysku landsstjórninni, hefur nýlega gert grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu árum í sambandi við fiskiflota Færeyinga og fram- tiðarviðhorfum. Erlendi fórust svo orð á færeysku: — Tað er sjónligt, at vit í fiskiveiði, har í millum skipa- og bátabygging, eru komnir inn f nýtt tíðarhvarv. Orsök- imar finna vit millum annað í nýggjum skipa- og báta- typum, í útflyting fiskimarks- ins og í uppbygging fiska- ídnaðarins. Áhugin í dag snarar seg um hesar stöddir og typur; 1. Frystiskip o.u, 140—150 fötur, yvirbygd. Hesi skip eru ætlað til veiði á fjarleiðunum — í Vesturgrönlahdi, New Foundlandi og aðrar staðir, og eisini til sildveiði við kraft- blokki. 2. Skip upp á o.u. 100—110 fötur, yvirbygd ella ikki yvlr- bygd. Hesi skip eru ætlað til línuveiðl á nærmiðunum og landing av ráfiski í flaka- og FÆREYJAR II önnur tilik virki og til sildarveiði við kraftblokki til landing av ferskari sild til konservesvirki og mjölvirki. Hesi skip skuldu eisini kunnað rikið trolveiði eftir upsa, sumarveiði við ís- land og í Eystur-Grönlandi. 3. Útróðrarbátar upp á 15 til 20 br. r. t. við 4—5 monn- um og egning á landi. Og Erlendur heldur áfram: — Byggiprísirnir kunna leys- liga setast soleiðis: Stór frystiskip 3 milj. kr„ linuskip 1,3 milj. kr„ útróðr- árbátar 150 tús. kr. í Skálafirði Þetta voru ummæli ráðherr- ans, og þeim til viðbótar lét hann þess getið að líklega yrðu hinir minni bátar allir smíðaðir í nánustu framtíð í skipasmíðastöðvum i Færeyj- um. Á hitt minntist hann ekki sérstaklega, að nú þegar er hafin smíði stærri fiskiskipa úr stáli í Færeyjum — 'og verður nú pinulítið sagt frá því. Þegar við íslenzku blaða- mennirnir vorum í Færeyjum á dögunum nutum við ein- stakrar fýrirgreiðslu færeyskra starfsbræðra. Við sátum veg- legar veidur þeirra og alltaf voru þeir boðnir og búnir til að greiða götu okkar. Einn daginn sögðust þeir vilja sýna okkur fyrirtæki sem ekki ætti sinn líka á íslandi, skipasmíða- stöðina í Skála. Við stigum síðan um borð í bát við bryggju í Tórshavn og sigldum i norður frá bæn- um, inn í Skálafjörð á Eyst- uroy, framhjá Flesjunum, skerjum þeim sem Norðfjarðar- togarinn Goðanes strandaði á fyrir allmörgum árum. Skáli er að vestanverðu við fjörðinn miðjan og þangað er hálfsann- ars tíma sigling frá Tórshavn á skriðgóðum báti. Og þegar skipasmíðastöðin á Skála var skoðuð nánar, geng- ið um aðalsmíðasalinn, lager- pláss og önnur húsakynni, varð öllum okkar sem frá íslandi komum ljóst að hliðstæða finnst ekki hér. Þama hefur sem sagt risið fullkomin skipa- smíðastöð, þar sem unnt er að smíða samtímis undir þaki tvö stálskip, allt að 1000 brúttólesta hvort. Starfsmenn- irnir eru á þriðja hundrað tals- ins, langflestir færeyskir, en skipa- og vélaverkfræðingar norskir. Þegar við litum inn í smíða- skálann stóðu tvö, nær full- gerð stálskip hlið við hlið á sleðabrautunum. Þetta voru fiskiskip, búin fullkomnustu frystitækjum, annað 300 brúttó- lestir að stærð, hitt um 400 tonn. Þegar þessar linur eru ritaðar mun vera búið að hleypa öðru skipinu af stokk- unum, hitt verður sett á sjó mjög bráðlega. En næsta verk- efni skipasmíðastöðvarinnar verður 600—700, lesta flutn- ingaskip, frystiskip. Það verð- ur jafnframt fimmta skipið sem smíðað er í Skála. Forstöðumenn skipasmíða- stöðvarinnar í Skála töldu að þeir væru fyllilega samkeppn- isfærir við erlendar skipa- smíðastöðvar, t.d. í Noregi, hvað verð snertir, og kváðust Framhald á 9. síðu. Mörg hinna nyju fiskiskipa Færeyinga eru smíðuð í Austur- Þýzkalandi. Á myndinni, sem tckin var f Kaupmannahöfn fyrir fáum dögum, sjást tvö hinna nýjustu, 272 brúttólesta stálsldp, smíðuð í skipasmíðastöðinni VEB Elbwerft, Boizenburg. Mnn skipasmíðastöðin afgreiða þrjú samskonar skip til viðbótar tfl Færeyja í þossum mánuði. Sinfóníu-og píanótónleikar tónlist Síðustu tónleikar Sinfóníu- sveitarinnar voru óvenjulegir að því leyti, að tveir píanó- konsertar komu þar til flutn- ings auk einnar sinfóníu. Það var hinn ungi rússneski píanó- leikari Vladímír Ashkenasí, sem parna var að verki. Eftir að hljómsveitin hafði undir stjóm ígors Bíiketoffs flutt „Haffners-sinfóníu” Moz- arts með reglulegum glæsibrag, settist Ashkenazí við hljóðfær- ið og lék fyrsta píanókonsert Beethqvens. Um þetta verk er stundum talað í þvílíkum tóni sem ekki væri sérstakt orð á þvi gerandi hjá síðari verkum Beethovens, en það er naum- ast rétt Verkið geldur himin- gnæfandi hæðar fjórða og fimmta píanókonserts meistar- ans og hætfir til að hverfa i skugga þeirra, svo að mönn- um sést einatt yfir dásemdir þess. — Viðfangsefni tækninn- ar virðast ekki vera Ashkenazí neitt vandamál. Hann fer á kostum yfir hvert það torleiði, sem á vegi hans verður f þvi efni. En það, sem gerir leik hans sérstaklega heillandi, er þó umfram allt sá skarpi skiln- ingur, sem þar kemur fram í hverju atriði, ásamt óbrigðulli tónskapargáfu („musikalitet"). Um það varð þessi Beethov- ens-konsert fagur vitnisburður, og þó í raun og veru ékki síð- ur þriðji píanókonsert Raehm- aninovs, sem Ashkenazí lék eftir hlé, fagurt tónverk, svip- mikið og verðugt viðfangsefni hverjum píanósnillingi. Það var sannarlega ánægjulegt að heyra Ashkenazí flytja þetta verk hins ágæta landa síns, svo stórvel sem það tókst í alla staði. Hljómsveitin átti að vísu lofsverðan þátt í þessum mjög góða árangri. — fgor Búketoff hefur stjórn- að allmörgum tónleikum hér á liðnum vetri og unnið þar Vl idimír Ashkenazí hið ágætasta starf, sem skylt er að meta og þakka, er hann hverfur nú af voru landi. Er þess að æskja, að vér megum eiga hans von aftur síðar meir og að framhald megi verða á samstarfi hans og hljómsveit- arinnar, B. F. Ljóðasöngur Kristins HaHssonar Kristinn Hallsson efndi til ljóðsöngvakvölds í Samkomu,- húsi Háskólans' siðastliðinn mánudag. Það var vissulega ekkert smáræði, sem Kristinn færðist í fang, — tveir miklir ljóða- flokkar, ólikir að vísu bæði að anda og formi, en báðir með- al fremstu meistaraverka sinn- ar tegundar, sem samin hafa verið: „An die ferne Geliebte“ eftir Beethoven og „Dichter- liebe” eftir Schumann. Hugðarblær þessara laga- flokka er mjög tilbreytilegur. Margt í þeim er ákaflega við- kvæmt og krefst fyllstu mýkt- ar og næmleika í flutningi. Því er ekki að neita, að und- irr'taður hafði óttazt. að rödd Kristins myndi reynast oí þung fyrir margt það, .sem þarna krefst léttastra og mýkstra taka. En það er sérstaklega ánægjulegt að geta tekið fram, að sá ótti reyndist miklu á- stæðuminni en búizt hafði verið vio. Þetta var að þakka söngkunnáttu Kristins og góðri flutningstækni og þó auðvit- að eigi sizt skilningi hans á því, að hann hafði auðheyri- lega sökkt sér niður í verkefn- ið af lífi og sáh Það leyndi sér ekki, að á bak við þennan flutning lá mikið og heiðarlcga unnið starí. Söngvaranum tókst oft mætavel að túlka til- finningu Ijóðs og lags, og hann náði ósjaldan listrænum á- hrifum, þannig að varla ork- ar tvímælis, að þetta er hans mesti sigur á söngsviði. Söngvarinn átti því láni að fagna að njóta aðstoðar svo ágæts listamanns sem Vladim- írs Ashkenazí, sem þarna sýndi og saanaði, að gáfa und- irleikarans er honum gefin í ríkum mæli. Um gáfu hans sem einleikara þarf ekki að fjölyrða frekar en orðið er hér á undan. Dæmi hennar Krlstinn Hallsson sýndi hann á tónleikunum á þessum sama stað þrem dög- um áður, svo og með flutningi sínum á As-dúr-sónötu Beet- hovehs, op. 110, sem hann lék á þessum tónleikum m.lli ljóða* flokkanna. B. F.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.