Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. júní 1964 29. árgangur 129. tölublað. ! I Norðaustan bræla er nú á stldarmiðunum eystra i VerSlagsróS sjávarúfyegsins ákveSur brœSslusildarverSiS Verksmiðjurnar greiða kr. 185 Skipasmíðar í Færeyjum fyrir málið □ Verðlagsráð sjávarútvegsins mun nú hafa komizt að niðurstöðu varðandi verð á bræðslusíld í sumar, þótt enn hafi ekki verið gengið endanlega frá þessu. Munu síldarverksmiðjumar greiða kr. 185 fyrir málið, en þar em innifaldar kr. 3, sem gert er ráð fyrir að leggja í sérstakan sjóð og greiði hann ákveðnar uppbætur á mál til síldveiðiskipa, sem flytja sjálf síldarfarm um lengri vegalengdir (mlllí Iandshluta), þegar um löndunarerfiðleika eða mikla löndunarbið er að ræða á vissum svæðum. □ í fyrra var verðið á málinu í bræðslu kr 150, en lækkaði um 16 kr. ef lagt var upp í flutn- ingaskip. Hækkun bræðslusíldarverðsins frá því í fyrra nemur því um 23%. < Myndin er tekin í skipasmíðastöðinni við Skálafjörð í Færeyjum fyrir nokkrum dögum. Einn af starfsmönnunum vinnur að ytri frágangi á stjórnpalli 300 brúttólesta stálskips, en liað er annað tveggja fiskiskipa sem verið er að fullgera í skipasmíðastöðinni þessa dagana. Aður hefur verið lok- ið við smíði tveggja stálskipa þarna í Skála og hefur a.m.k. annað þeirra, Goðanes, komið hingað til Iands og vakið athygli sjómanna og útgerðarm anna íslenzkra sem skoðað hafa. — Frá skipasmíða- stöðinni í Færeyjum og endurnýjun færeyska fiski skipaflotans er nánar sagt á 7. síðu blaðsins i dag. Verðlagsráð sjávanátvegsins hefur verið á stöðugum fundum undanfarið um þessi mál, enda voru sjómenn og aðrir orðnir óþolinmóðir að fá einhverja vit- neskju um væntanleg kjör á síld- inni. Hækkunin sem verður á bræðslusíldinni mun m. a. stafa Hvar er stuðningurinn við málstað undirokaðra í Suður-Afríku? við S-Afríku fyrstu 4 mánuði ársins hafa tvöfaldazt Fyrstu 4 mánuði þessa árs fluttu íslendingar inn vörur frá Suður-Afríku fyrir 945.000,00 krónur en á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 488 þúsund krónum, og eru viðskipti íslands við fastistaríki • Verwoerds því um það bil tvöfalt meiri í ár en í fyrra. Þjóðviljinn vill vekja athygli á þessum staðreyndum. ekki sízt með tilliti til stöðugt vaxandi kúgunar Suður-Afríkustjómar á þeldökkum mönnum. Kynþátta- stefna Suður-Afríku hefur verið eitt aðalvandamál á ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfárið, fjölmargar alþjóðastofnanir hafa vikið Suður-Afríku úr samtökum sínum, og virk barátta hefur ver- ið háð gegn stjóm Suður-Afríku víða um lönd, m. a. með því að forðast viðskipti sem mest, þótt Banasiys a síldarbdt Neskaupstað, fimmtudag. — Banaslys varð á síldarbát í morgun. Var báturinn Heimir SU að veiöúm 100-120 sjómílur norður af Hraunhafnartanga og voru skipverjar nýbúnir að kasta á síld og byrjaðir að snurpa nót- ina. Hljóp þá tó upp af spilskífu og slóst í höfuð eins hásetans. Karls Stefánssonar, sem hné þcgar niður og var látinn. Karl heitinn var ættaður úr Breiðdal og á þar foreldra á lífi. Var lík hans fíutt til Stöðvar- fjarðar. Sjópróf út af þessu hörmulega slysi eiga að hefjast hjá bæjar- fógetanum í Neskaupstað seint í kvöld. — H.G. ekki væri um beint viðskipta- bann að ræða. Á Norðurlöndunum hafa við- skipti við Suður-Afríku t. d. dregizt allverulega saman fyrir beinar aðgerðir ýmissa fjölda- samtaka, t.d. verkalýðshreyfing- arinnar. samvinnuhreyfingarinn- ar og mjög sterks áróðurs æsku- lýðssamtaka þessara landa. Þáttur Æskulýðs- sambandsins Æskulýðssamband íslands tók þetta mál einnig upp á sínum tima, og þáverandi formaður, Ólafur Egilsson, boðaði m.a. til blaðamannafundar, þar sem hvatt var til sömu aðgerða hér á landi og í nágrannalöndum okkar. En forysta Æskulýðssam- bandsins náði skammt; fyrir ut- an þennan eina blaðamannafund mun ekki hafa heyrzt orð frá því um þessi mál. Fólk var hvatt til að kaupa ekki vörur frá S- Afríku. en hins vegar með öllu vanrækt að fræða fólk um, hvaða vörur frá Suður-Afríku eru í búðum á hverjum tíma. Innantómt orðagjálfur? Þessa daga er beðið í ofvæni eftir dómsuppkvaðningu fasista böðlanna í Suður-Afríku yfir helztu foringjum blökkumanna vegna þátttöku í baráttu fyrir einföldustu mannréttindum þeim til handa. Er ekki kominn tími til að félagssamtök og al menningur á íslandi gefi þessum málum meiri gaum, og taki virk- an þátt í þeirri baráttu, sem háð er í fjölmörgum löndum gegn kynþáttakúgurum Verwords? Eða ætla íslendingar einir allra menningarþjóða að svívirða á borði mannréttindabaráttu þel- dökkra í S-Afríku, en þykjast fúsir að veita þeim fyllsta stuðn- ing — með innantómu orða- gjálfri? af mikilli verðhækkun á sildar- afurðum erlendis. Verðhækkun á lýsi er 15-20 sterlingspund á tonnið og tonn af síldarmjöli hefur hækkað um 3-4 sterlings- pund. En jafnframt má geta þess, a 5 þrátt fyrir þessa hækkun á bræðslusfidarverðinu, mun hér vera um miklu lægra verð að ræða heldur en t.d. í Noregi. Eins og fyrr segir hefur Verð- lagsráðið ekki gengið endanlega frá þessum málum. Morgunblað- ið birti hins vegar frétt um verðákvörðunina í gær, og hefur það því komizt yfir fréttina eftir einhverjum krókaleiðum. Má í sambandi minna á, að fyrir nokkrum árum voru vissir aðilar í Verðlagsráði með dylgjur í garð Tryggva Helgasonar fulltrúa sjó- manna um að hann hefði látið Þjóðviljanum í té upplýsingar varðandi samningamál, og sendu kæru á hendur honum til ráð- herra. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra nú varðandi frétt Morgunblaðsins um sfidarverðið, áður en gengið hefur verið end- anlega frá málinu í Verðlagsráð- inu. I Norðaustan bræla er nú komin á síldarmiðunum báðum megin við Langanes og hamlaði nokkuð veiði hjá flotanum í fyrrinótt. ■ Flotinn fékk þó dágóð- an afla frá 100 til 150 sjó- mílur úti á hafinu og gætti brælunnar þar minna. Þann- ig fengu 26 skip 26 þúsund mál á þessum slóðum í Eyrrinótt. Raufarhöfn Löndunarstöðvun skall á klukk- an hálf ellefu í gærdag hjá S.R. Raufarhöfn og voru þá til stað- ar í þróm og tönkum sextíu þús- und mál sfidar. Bræðsla hófst í verksmiðjunni klukkan átján í fyrrakvöld og losna tvær þrær með fimm þúsund mála afköst- um verksmiðjunnar á sólar- hring. Þrjú skip biðu losunar fram eftir deginum í gær og fengu löndun klukkan sjö um kvöldið. Það voru Guðrún frá Hafnarfirði með 1000 mál, Bára KE með 250 mál og Sunnutind- ur með 350 mál. Þjóðviliinn hafði sambandd við síldarleitina á Raufarhöfn kl. sjö í gærkvöld og höfðu þá eftirtalin skip tilkynnt afla sinn þangað og höfðu tekið stefnuna á Eyjafjarðarhafnir og Siglu- fjörð. Bára KE 300 mál, Guð- bjartur Kristján ÍS 600 mál, Sigurður Bjamason EA 1100. Oddgeir ÞH 800, Hólmanes SU 800. Hannes Hafsteinn EA 1000. Fengu þeir þennan afla 120 til 150 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn. Norðaustan brælan hafði ekki tekið völdin á þess- um slóðum og var ekki slaemt veiðiveður á þessum slóðum. Siglufjörður I gær komu níu bátar með tíu þúsund mál síldar til Siglu- fjarðar og er þegar hafin Framhald á 9. siðu. Afgreiðsla Happdrætt- is Þjóðviljans er að Týs- götu 3, sími 17514, opin kl. 9—12 og 1—6 e.h. Loka ríkisstofnanirnar á laugardöpm f sumar? í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni um heimild til niðurfellingar vinnu á laugar- dögum yfir sumarmánuðina fjóra hjá ríkisstofnunum gegn því að unnið verði til kl. 6 á mánudögum allt árið um kring í stað kl. 5 áður. »> 2. gr. dóms kjaradóms frá Styðjið Keflavíkurgönguua með fjárframlögum Þegar við höfðum sam- band við skrifstofu hernáms- andstæðinga í gær voru for- stöðumenn göngunnar bjart- sýnir vegna þeirrar undir- tekta, sem gangan hefur hlot- ið. Hinsvegar voru þeir með nokkurn barlóm vegna fjármálanna. Framkvæmd slíkrar göngu kostar mikið starf en ekki síður fjármuni. Kostnaður nemur yfirleitt tugum þúsunda króna. And- stæðingar hersetunnar hafa til engra að leita nema til s’jálfra sín um fjárframlög og verður því hver og einn sem telur þessi mál nokkru skipta að leggja eitthvað af mörkum. Skrifstofa hernámsand- stæðinga er í Mjóstræti 3 og hefur opið í dag og á morg- un kl. 14—18.30. Sími 24701. 3. Júlí 1963, segir svo: tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert er heimilt, með samkomulagi forstöðu- manna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna, að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dagvinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum“. Orðið hefur að samkomulagi, að heimild þessari sé beitt, með því skilyrði, að fært sé að dómi forstöðumanns og viðkomandi ráðuneytis að fella niður störf á umræddum tíma, svo og. að vinnutími þeirra starfsmanna. sem ekki vinna á laugardögum skv. framansögðu, lengist • í staðinn um eina klst. á mánu- dögum allt árið með þeim hætti. að þá verði unnið til kl. 18“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.