Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 12
Ráðstefna Stjórnunaríélags íslands Samstarf um hagræðingu til að auká hagvöxtinn og bæta lífskjörin ■ Dagana 7.—9. júní gekkst Stjórnunarfélag íslands fyrir ráðstefnu að Bifröst í Borgarfirði um hagræðingu í íslenzku atvinnulífi. Markmið ráð- stefnunnar var að kanna, hvar íslendingar væru á vegi staddir í þessum efnum, einkum með samanburði við nágrannaþjóðirnar, og hvernig bezt yrði háttað alhliða starfsemi á sviði hagræðingar í íslenzku atvinnulífi. A milli fyrirlestra og umræöna var ráðstefnunni skipt í sex umræðuhópa og hér á myndinni sézt einn slíkur hópur, talið frá vinstri: Ottó Schopka frá Landssambandi iðnaðarmanna, Eðvarð Sigurðs- son frá Verkamannafél Dagsbrún, Flosi A. Sigurðsson frá Veðurstofu Islands, Aðalsteinn Guðjohnsen frá Eafmagnsveitu Reykjavíkur, Gunnar Grímssonfrá SÍS, Sveinn Guðmundsson frá Sjálfvirkni og Einar ögmundsson frá Alþýðusambandi Islands. Borgarfjariarferð Sósíal- . istafélagsins á sunnudag Föstudagur 12. júní 1964 — 29. árgangur — 129. tölublad. Tvö flutningaskip komin til landsins ■ Tvö flutningaskip hafa bætzt í íslenzka flotann tvo síðustu daga. Annað þeirra er nýtt frystiskip eign Jökla h.f. en hitt er nýlegt skip sem Gunnar Halldórsson út- gerðarmaður og fleiri eiga. ■ Á sunnudaginn keitnin; efnir Sósíalistafélag Reykja- ríkur til skemmtiferðar um Borgarfjörð og verður lagt af stað frá Tjamargötu 20 kl. 9.30 f.h. Fararstjóri verð- ur Björn Þorsteinsson sagn- Ragnar Björnsson tekinn við stjórn hljómsveitar- innar Ragnar Björnsson. Ungverksi hljómsveitarstjór- inn, István Szalatsy, sem stjórn- að hefur hljómsveitinni á sýn- ingum á Sardasfurstinnunni í Þjóðleikhúsinu, fór af landi brott sl. mánudag en í stað hans hefur Ragnar Björnsson tekið við stjóm hljómsveitar- innar. Ragnar hefur áður stjórnað hljómsveit fyrir Þjóðleikhúsið auk þess sem hann hefur stjóm- að Sinfóniunljómsveit Islands nokkrum sinnum og margra ára bil verið stjórnandi Fóstbræðra. fræðingur. . Farseðla þurfa. menn að hafa tryggt sér fyrir kl. 4 síðdegis á laug- ardag hjá Ferðaskrifstofunni Landsýn, Týsgötu 3, sími 22890 en allar upplýsingar um ferðina er einnig hægt að fá á skrifstofu Sósíalista- félags Reykjavíkur að Tjam- argötu 20, sími 17510. ■ Farið verður um Þing- völl og Kaldadal að Kal- mannstungu og hellirinn Víðgelmir í Hallmundar- hrauni skoðaður. Síðan verð- ur ekið að Húsafelli og það- an að Barnafossi og Hraun- fossum. í heimleiðinni verð- ur komið vjð í Reykholti og þaðan ekið út fyrir Dali um Dagana 12,—14. júní verður haldið skátaþing í skíðahótelinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Þangað munu koma um 80—90 fulltrúar frá flestum skátafélög- um á landinu. Ennfremur verða þar áheyrnarfulitrúar og sitja þv á annað hundrað skátar þingið. Skátaþing eru haldin annað hvert ár. Á síðasta þingi voru þessir kosnir { laganefnd: Páll Gíslason varaskátahöfðingi, Ragnhildur Helgadóttir lögfræð- ingur, Erla Gunnarsdóttir frá Kvenskátafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Ástráðsson frá Skátafélagi Reykjavíkur og Ing- ólfur Ármannsson framkvæmda- stjóri bandalagsins. Tillögur nefndarinnar um breytingar á lögum Bandalags Dragháls og Hvalfjörð til Reykjavíkur. Sjá nánari leið- arlýsingu á Kaldadalsvegi á 4. síðu. --------------------1—_ Framlag Þjóð- leikhúsins til iistahátíðar I frétt hér í blaðinu í gær var sagt. að leikritið ..Kröfu- hafar“ eftir August Strindberg væri sýnt í Þjóðleikhúsinu á vegum Bandalags íslenzkra listamanna. Þetta er ekki rétt. Leikritið er framlag leikhússins til listahátíðarinnar sem nú stendur yfir. íslenzkra skáta liggja nú fyrir o.g munu þær verða aðalmál þingsins ásamt fræðslumálum, útgáfumálum og fjármálum BÍS. Þingsetning fer fram í skíða- hótelinu kl. 20 þann 12. júnj og eu áætlað að það standi fram á miðjan dag 13. júní. Skáta- höfðingi fslands er Jócnas B. Jónsson. Nýr ambassador Hinn nýi ambassador Hollands Dr. Jan Herman van Roljen af- henti í dag forseta íslands trún- aðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. (Frá skrifstofu forseta fslands). ■ Formaður Stjórnunarfé- lagsins, Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri, skýrði frá störfum ráðstefnunnar á fundi með blaðamönnum í gær, en auk hans tóku þar til máls Hannibal Valdimars- son forseti Alþýðusambands íslands, Kjartan Thors, for- seti Vinnuveitendasambands íslands Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Iðnaðar- málastofnunar íslands, Egil Ahlsen og John Andrésen, en þeir tveir síðastnefndu voru gestir á ráðstefnunni og fluttu fyrirlestra um hag- ræðingarmál í Noregi. Létu þeir allir í l'jós ánægju sína með ráðstefnuna og töldu hana mikilvægt spor í þá átt að leggja grundvöll að hagræðingu í íslenzku at- vinnulífi, þar sem byggt væri á samstarfi og skilningi heildarsamtaka vinnumark- aðarins. ■ Sveinn Björnsson tók m. a. svo til orða, að segja mætti að með hagræðingu í atvinnulífinu væri verið að leita að leiðum til að gera kökuna stærri, sem til skipta kemur milli þegna þjóðfé- lagsins og væru án efa all- ir sammála um nauðsyn bess. En eftir stæði sem áð- ur að ákvarða í hvaða hlut- föllum kökunni væri skipt, þ.e. hve stóran bita hver fengi í sinn hlut. Beinir aðilar að ráðstefnunni auk Stjómunarfélagsins voru Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasamband Islands, og voru norsku gestimir, Egil Ahlsen frá Aiþýðusambandi Noregs og John Andrésen frá Norska vinnuveitendsambandinu hingað komnir að tilhlutan ASl og Vl. En einnig sóttu ráðstefn- una fulltrúar frá einstökum fé- lögum og fyrirtækjum. Islenzkir fyrirlesarar á ráð- stefnunni voru Sveinn Björns- son, framkvæmdastjóri Iðnað- armálastofnunar Islands, Sig- urður Ingimundarson, for- stöðumaður Verkstjóranám- skeiða, Benedikt Gunnarsson deildarstjóri IKO, en einnig voru flutt nokkur styttri erindi um hagræðingu ; íslenzkum fyrirtækjum og stofnunum. Á milli fyrirlestra og um- ræðna um þá var ráðstefnunni skipt niður í 6 umræðuhópa, sem tóku til meðferðar ýmis vandamál. Þá voru einnig sýnd- ar fræðslukvikmyndir um hag- fræðingarmál. Drög að samkomulagi Á ráðstefnunni kynnti Sveinn Bjömsson greinargerð um drög að samkomulagi samtaka launþega og vinnuveitenda um undirbúning og framkvæmd vinnurannsókna og einnig fengu fulltrúar í hendur reglur, sem Landsamband verkalýðsfélaga í Noregi og norska vinnuveit- endasambandið hafa samþykkt varðandi framkvæmd vinnu- rannsókna, framleiðslunefndir -samstarfsnefndir) og kerfis- bundið starfsmat, en eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, hafa þessi mál verið í athugun hjá Alþýðusambandinu og Vinnuveiendasambandinu. Loks gerði ráðstefnan nokkr- ar ályktanir um hagræðingu í íslenzku atvinnulífi og er þar m.a. lögð áherzla á aukna fræðslu almennt um þessi mál og heil- brigt samstarf vinnuveitenda og launþega til þess að greiða göt- una fyrir hagræðingu og þar með framleiðni, framleiðslu- F-^mhald á 9. síðu. Síðdegis í gær kom nýtt skip Jökla h.f. hingað til Reykjavík- ur. Nefnist það Hofsjökull og er kæliskip. Er það sérstaklega gert til flutnings á frosnum fiski og ávöxtum og á að geta lestað 2500 tonn. Er skipið hið vandaðasta og búið öllum nýj- ustu siglingatækjum og frysti- vélum. Skipið var afhent frá Granga- mouth Dockyard í Sko'tlandi 2. júní sl. og sigldi þá til London til þess að taka þar farm til Reykjavíkur. Skipið reyndist vel Leikfélag Reykjavíkur gerir sér Ieikferð til Færeyja og sýn- ir í Þórshöfn Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Farið verður í tveim hópum, sá fyrri fer með Heklu á morgun, seinni hópur- inn fer út á þriðjudag og lcgg- Ur allur hópurinn af stað heim aftur frá Þórshöfn þann 22. júní. Sýningamar fara fram á vegnm Havnar sjónlcikarfélags og fyrsta sýningin verður þjóð- hátíðardaginn, 17. júní. Þátt- takendur í förinni verða nítján. Fyrirsvarsmenn Leikfélagsins skýrðu fréttamönnum frá þessu ferðalagi í gær. Þeir skýrðu ennfremur frá því, að leikið yrði í hinu gamla leikhúsi Þórs- hafnarbúa, s em tekur álíka marga í sæti og Iðnó. Notuð verða þau ferðaleiktjöld sem höfð voru við leiksýningar úti á hgndi. Ekki verður þvi haldið fram með fullum rétti að þetta sé fyrsta utanferð Leikfélagsins, því það var þess sýning á Gullna hliðinu sem Finnar sáu árið 1938, þótt sú ferð væri farin í nafni Þjóðleikhússins. Fyrir nokkrum árum var áform- uð Færeyjaferð, en þá gat ekki orðið af þvi að þessir næstu grannar okkar væru heimsótt- ir. Ekki er þó félagið með öllu saklaust af leiklist í Færeyjum, því Erna Sigurleifsdóttir, sem töluvert lék fyrir L.R. var bú- Þegar nokkuð var liðið á sýningu . Þjóðleikhússins á „Kröfuhöfum“ Strindbergs í gækvöld tóku áhorfendur. cink- um þeir sem á svölum voru, að ókyrrast í sætum sínum. Megn brunalykt barst inn í sal- inn og mátti ætla að kviknað hefði í húsinu. Allmargir stóðu upp úr sæt- um sínum og leituðu útgangs- dyra. Þeir gengu þó aftur til sæta sinna þegar þeim var sögð skýringin á stybbunni: Mótor í dælu sem dælir lofti á heimieiðinni og er ganghraði þess 13.5 sjómílur. Skipstjóri á Hofsjökli er Ingólfur Möller. 1 fyrradag kom annað nýtt flutningaskip hingað til Reykja- víkur. Nefnist það Jarlinn og er eign Gunnars Halldórssonar útgerðarmanns o.fl. Jarlinn er 10 ára gamalt skip, keypt frá Svíþjóð. Er það ætlun eigend- anna að láta það vera f milli- landasiglingum og sigla einkum á smærri hafnir hér við land. Skipstjóri á Jarlinum er Guð- mundur Kristinsson. sett í Færeyjum um nokkurra ára skeið og stjómaði þar leik- sýningum. Hart £ bak hefur nú verið sýnt 190 sinnum hjá Leikfélag- inu og áhorfendur orðir 40—50 þúsund. Leikstjórinn, Gisli Halí- dórsson, sem einnig fer með hlutverk í leiknum, kvaðst ekki álíta að' leikendur væru þréytt- ir orðnir á verkefninu né held- ur léttúðugir gagnvart þvi, og hefðu leikarar reyndar ekki nema gott af því að leika svo oft í svo vel skrifuðu verki. Starfsemi Leikfélagsins hefur gengið vel í vetur; það hefur sýnt sex leikrit, og voru um tíma fjögur á sviði samtímis, en það hefur ekki komið fyrir áður. Sýningar voru 150» og hafa ekki verið fleiri áður í sögu félagsins — í fyrra voru þær 120 og árin þar á undan sitt hvoru megin við hundrað. f sumar er ráðgert að fara umhvérfis landið og sýna gám- anleikinn Sunnudagur i New York. Fyrsta verkefnið á næsta hausti er Vanja frændi eftir Anton Tsjékhof, og er það ann- að leikrit þessa ágæta Rússa sem L.R. flytur — áður hefur það sýnt Þrjár systur. Gísli Halldórsson verður leikstjóri og leikur auk þess eitt aðalhlut- verkið — af öðrnm leikurum má nefna Helga Skúlason, Helgu Bachmann og Bríet Héðinsdótt- inn í salinn hafði „brunnið yf- ir“. Slökkviðliðið var kvatt á vettvang og slökkti strax á öll- um loftdælum. Hélzt reykjar- lyktin því í húsinu út sýn- inguna. Leikararnir létu þetta ekkert á sig fá. Leiksýningin tókst annars með afbrigðum vel og var leik- endum, þeim Helgu Valtýsddótt- ur, Rúrik Haraldssyni og Gunn- ari Eyjólfssyni og leikstjóran- um Lárusi Páissyni ákaflega fagnað í lok hennar og voru þau kölluð fram á leiksviðið mörgum sinnum. Skátaþing haldið á Akureyrí um helgina Færeyjaför Leikfélagsins Fer með Hart í bak til Þórshafnar ur. Leikhásgestir héldu cð kviknað hefði í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.