Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA Otgef&ndi: Samelnmgarflokkui alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — RitsMórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurdur Guömundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjarnason. Fréttaoritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsia. auglýsingar. prentsmiðja. Skóiavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Sjómannakjör Haft ér eftir Emil Jónssyni ráðherra að hann hafi á sjómannadaginn átalið það að ekki skyldi alltaf ganga greiðlega að manna fiskiskipin ís- lenzku, heldur hnöppuðust menn að störfum í landi. Þetta á þó eðlilegar orsakir, og þá helzt að kjör sjómanna eru ekki nándar nærri nógu góð, og þeir hafa í flestu mætt algeru skilningsleysi af hálfu ríkisstjórnar og samtaka útgerðarmanna. Ekki er líklegt að Alþýðuflokkurinn sé orðinn svo rúinn sjómannafylgi að einhver flokksmanna hafi ekki getað frætt Emil á því hvernig síldveiðisjó- mönnum líkuðu gerðardómslögin og gerðardóm- urinn um árið, þegar loks komu uppgrip af síld eftir mörg og löng aflaleysissumur. Og reiðir urðu bátasjómennirnir í vor, þegar íhaldið í LIU fyrirskipaði að svindlað skyldi á uppgjörinu fyrir þorskveiðarnar í nót. Algert skilningsleysi og þvergirðingsháttur útgerðarmanna við eðlilegum og sjálfsögðum kröfum um leiðréttingar á sjó- mannasamninguhum, sem neytt hefur t.d. togara- sjómenn til að standa í 130 daga verkfalli, er heldur ekki vel til þess fallið að fryggja góðan mannskap á togarana, samtímis því að nóg er um vinnu í landi. jjað er staðreynd sem ekki verður komizt fram- hjá að á síðustu árum hefur. stefrtt-Lil sívax- andi vinnuþrældóms á fiskiskipaflotanum. Þar eiga sinn þátt breytingarnar sem orðið hafa á úthaldstíma, að veiðar mega heita stundaðar hvíld- arlaust áfið um kring. Hóflaus aukning veiðar- færa, ekki sízt þorskanetanna, hefur einnig átt hlut að auknum þrældómi á sjónum. Þetta á ekki einungis við um háseta, heldur líka ekki síður vélstjóra og stýrimenn á bátunum, sem yfirleitt verða að vinna sömu verk og aðrir skipverjar auk sinna eiginlegu starfa, oft ótrúlega langan vinnu- og vökutíma. Það fer áreiðanlega að verða mikil- vægf atriði til að fá menn á sjó að tryggja sjó- mönnum að þeir geti oftar en einu sinni á ári tekið sér frí og annazt heimili sín og notið ein- hvers þess sem þeir fara á mis í svo til stanz- lausri sjósókn. Hér eiga stéttarfélög sjómanna mikið verkefni, að samlaga vinnutíma og vinnu- kjör sjómanna breyttum tímum og sjósóknarað- ferðum. Sjómennirnir sjálfir þurfa að láta þessi mál meira til sín taka, leita úrbóta og koma kröf- um sínum um þær á framfæri. Þeir gætu sjálfir gert sitt til að eyða misskilningi á borð við það sem aðalblað Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar- innar sagði nýlega í forystugrein, að ráðið til að lækna mein togaraútgerðarinnar væri að senda tíu menn í land af hverjum togara. j^ei, það er ekki bjargráð að skerða hlut sjómanna, auka vinnuþrælkunina á sjónum, fækka skip- verjum og lengja vinnutímann, heldur stórbætt kjör sjómanna, styttur vinnutími og rækileg land- frí. Og æskilegur væri aukinn skilningur stjórn- arvalda og útgerðarmanna á því að sjómenn þarf til að stunda fiskveiðar, en framkoma þessara máttarvalda gætí oft bent til þess að sú staðreynd væri þeim ekki alltof ljós. — s. --------— ÞJÓÐVILJINN --------- LISTAHÁTÍÐIN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Brunnir Kolskógar eftir EINAR PÁLSSON leikstjóri HELGI SKÚLASON Föstudagur 12. júni 1964 Frá sýningunni á Brunnir Kolskógar Framlag Leikfélags Reykja- víkur til Listahátíðarinnar er harmleikur í einum þaetti eft- ir Einar Pálsson — auk hans er í sambandi við hátíðina sýndur eýiþáttungur eftir Odd Björnsson. Meiri varð hlutdeild íslenzkrar leikritunar ekki að þessu sinni. Leikrit Einars heitir Brunn- ir Kolskógar. Höfundur víkur sér aftur til þeirra daga sem íslendingar hafa átt versta og djöfullegasta í sögu sinni — til Móðuharðinda árið 1783. Leikurinn gerist þá um haust- ið á Öræfum. Þangað er kom- inn grimmúðugur klerkur, síra Jón á Meðallandi, sem að sjálf- sögðu sér í eldgosi og pest refsingu drottins himnasjóla fyrir ógurlegar syndir mann- anna — og þá sér í lagi þá synd Geirlaugar, dóttur Arnórs bónda í Öræfum, að eiga barn Brynjólfur í Brunnir Kolskógar Aðalfundur Skógræktarfé- iags Reykjavíkur var haldinn 20. maí s.l. Formaður félagsins, Guð- mundur Marteinsson, setti fundinn og tilnefndi fundar- stjóra Hákon Guðmundsson hæstaréttarritara. cn hann til- nefndi fundarritara Guðbrand Magnússon, fyrrverandi for- stjóra. Formaður minntist látins fé- laga, Jónasar Halldórssonar, forstjóra, sem var mikill skóg- ræktaráhugamaður og forustu- maður tveggja • Heiðmerkur- landnemafélaga. Vottuðu fund- armenn honum vírðingu sína með því að rísa úr sætum. Flutti formaður síðan skýrslu stjómar. Gat hann þess, að merkasti viðburður ársins á sviði fé- lagsstarfseminnar hefði verið það, að borgarstjórnin fól fé- laginu varðveizlu höfuðbólsins Elliðavatns. Sú ráðstöfun myndi bæta á ýmsan hátt að- stöðu við störfin á Heiðmörk. Heiðmerkurgirðingin yrði færð út, svo að bærinn að Elliða- vatni. túnið og næsta ná- grenni yrðu hluti af Heiðmörk. Framkvæm^astjóri félags- ins, Einar G. Sæmundsen, í lausaleik með hollenzkum duggara. Boðar klerkur af mælsku að Geirlaugu skuli refsað til að reiði drottins linni. Stúlkan er hins vegar vitskert orðin af margvísleg- um sálarkvölum. Þá er til nefnd systir bónda, Steinvör, sem mísst hefur mann sinn og fjögur börn i harðindunum og hefur einkum það hlutverk í leiknum að reyna að herða Arnór upp gegn yfirgangi prestsins. Þessar eru persón- ur leiksins. Verk þetta er að mínu viti mjög gallað. Persónur eru mjög statískar, höfundurinn er ákaf- lega fljótt búinn að koma því til skila sem han.n hefur um þær að segja, í samskiptum þeirra innbyrðis bætist sára- lítið við Þau átök sem verða í leiknum eru helzt um sál Arnórs bónda: hann á um tvo kosti að velja og eru báðir nokkurnveginn eins slæmir og hugsanlegt er — annar er að framselja dóttur sína vitskerta yfirvöldunum til brennimerk- ingar og Spunahúss og fara þá með klerki niður á Meðalland þar sem máske er einhver von í matföngum; hinn er að sitja kyrr og farast með sínu fólki öllu. En þessi átök renna ein- hvernveginn út í sandisn. Fólk- ið er sett niður við fordyri hel- vítis og þaðan verða allar mannlegar athafnir og ákvarð- anir ósjálfráðar, brjálaðar, marklausar. Helvítistemað er leikið af svo mikilli þrákelkni að það yfirgnæfir raddir per- sóna, einstaklinga; fólkið situr og þylur eða hlustar á margar og langar og hryllilegar lýsing- ar á eldi 0:g hungri, kvöl og dauða — svar þess er lang- varandi og tryllt skelfingaróp. Þannig líkist þetta verk framur mynd en leikriti, mynd, málaðri í sterkum og dökkum litum — og máske einhver for- máli letraður undir. f leikskrá stendur, að „aldarfarslýsing og orðalag" séu „að .mestu eftir lýsingu síra Jóns Steingríms- sonar á Skaftáreldum". Og það er einmitt þessi „aldarfarslýs- ing“ sem ber leikinn ofurliði. Ekki þar fyrir að Einar Páls. son hefur ýmsa kosti til að bera — hann hefur auga fyr- ir ýmsu því sem skapar and- rúmsloft á sviði, penni hans er hressilegur og hreint ekki fátækur. Því má heldur ekki gleyma að þetta er fyrsta leik- rit Einars sem sýnt er á sviði — venjulega er gert ráð fyr- ir því að menn vaxi af reynsl- unni. Ef til vill má og hafa bað í huga, að þótt Brunnir Kolskðgar séu sjálfstætt leik- rit þá er það samið sem nokk- urskonar hliðstæða við annan einþáttung — úr nútimalífi — „Trillan"; hugsanlegt er að þessi tvö verk gætu veitt hvort öðru nokkurn stuðning. Hlutverkin eru misjafnlega þakklát — það hlýtur til að mynda að vera frémur léiðih- legt fyrir Gísla Halldórsson að leika síra Jón, frá hendi höfundar er í þeim manni að- eins til einn tónn. En þar er skemmst frá að segja að leik- endur skiluðu hlutverkum sín- um nokkumveginn eins vel og hægt var að ætlast til. En þeir voru, auk Gísla, Brynjólfur Jó- hannesson (Arnór), Kristín Anna Þórarinsdóttir (Geir- laug) og Helga Bachmann (Steinvör) Steinþór Sigurðs- son gerði leiktjöld sem hæfðu ágætlega þeim voveiflegu tíð- indum sem lýst var í leikn- um. Páll ísólfsson samdi þokkalega tónlist við verkið. Leikstjóm hefur Helgi Skúlason annazt af ágæt.ri sám- vizkusemi. Leikurum, höfundi og öðrum aðstandendum sýningarinnar var vel fagnað í leikslok. Á. B. Ieggja jörðina Elliðavatn til Heiðmerkur. Jafnframt þakk- ar fundurinn borganstjóminni mikilsverðan stuðning við fé- lagið fyrr og síðar. Aðalfundur Skógræktarfé- lags Reykjavíkur 20. maí 1964 lýsir ánægju sinni yfir lögum þeim er samþykkt voru á síð- asta Alþingi og heimila að bú- fjárhald í Reykjavik og nokkr- um .öðrum lögsagnarumdæm- um verði takmarkað eða bann- að. Voru báðar þessar ályktanir samþykktar einróma. Stjóm Skógræktarfélags R- víkur er þannig skipuð: Guðmundur Marteinss., verk- fræðingur. formaður. Sv.ein- björn Jónsson. hæstaréttarlög- maður, varaformaður, Ingólf- ur Davíðsson, grasafræðingurr ritari, Jón Helgason, kaupmáð- ur, gjaldkeri, Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali, með- stjórnandi. Elliðavatnsbýlið í vörzlu Skógræktarfélags Rvíkur flutti skýrslu um verklegar framkvæmdir félagsins i Fossvogsstöðinni og á Heið- mörk og við Rauðavatn á ár- inu 1963. Gat hann þess, að miklar skemmdir hefðu orðið í græði- reitum félagsins í Fossvogi af völdum 9. apríl-veðursins í fyrra. Þá voru um vorið afgreiddar úr Fossvogsstöðinni um 260 þúsund trjáplöntur og dreif- settar rúmlega hálf miljón plantna, og auk þess sáð trjá- frmi 15 trjátegunda á 1000 fer- metra svæði. Á Heiðmörk urðu afföll miklu minni en í Reykjavík, en þó nokkur. Þar voru i fyrravor gróðursettar rúmlega 100 þúsund plöntur, sem var miklu minna en undanfarin ár, sökum vanhalda af völdum aprílveðursins. Þá las gjaldkeri, Jón Helga- son, kaupmaður, reikninga fé- lagsins fyrir árið 1963. Hið óvenjulega óhagstæða tíðarfar hafði einnig sín á- hrif á fjárhagsafkomu félagsins og sýndu reikningamir að um 78 þúsund króna halli hafði orðið á rekstri félagsins áríð 1963. Síðan fór fram stjómar- kosning og kosning fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags Is- lands á komandi sumri. Úr stjóm áttu að ganga Svein- björn Jónsson og Ingólfur Davíðsson. og voru þeir báðir endurkjörnir. Loks voru bornar fram eft- irfarandi tvær ályktanir: Aðalfundur Skógræktarfé- lags Reykjavíkur 20. maí 1964 fagnar þeirri ákvörðun borgar- stjómar Reykjavíkur að FLUCSÝNhJ. sími18823 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla í NÆTURFLUGI yfirlandsflugi blindflugi. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar i nóvember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSÝN h.f. sími 18823

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.