Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.06.1964, Blaðsíða 10
JQ BTÐA HÓÐVILIINN Fðstudagur 12. júní W64 Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG Landamerkinu. Almáttugur minn! Eru þessu þá engin tak- mörk sett? Höfuðin á ykkur hljóta að bólgna upp eins og blöðrur. Hvemig á venjuleg heilbrigð skynsemi að komast fyrir? En fomíslenzka er ekki það versta. Herra Olsen er friðsemd- armaður sem skiptir sjaldan skapi. Hjá honum er hægt að hugsa sia um. Þeir eru ekki lam- aðir af skelfingu og taugaóstyrk. öðru máli gegnir um frönsk- una. Þeir þýða texta um mann sem farið hefur að heiman regn- hlífarlaus, og svo kemur rigning. Og textinn er ekki þungur. En Oremark lektor situr þögull og þungbúinn. Og það leynir sér ekki að honum gremst að eng- ar villur skuli vera gerðar. Og svo hefjast fáeinar samtalsæf- ingar, sem eiga að sýna hvemig frakkamir nota . neitun og á hvem hátt er hægt að koma fyr- ir ne — pas í hinum ýmsu sam- böndum. — Hvernig er þetta á frönsku, Jörgensen: Ég tek regnhlífina mína með? Og: Ég tek hana ekki með? Og ég tók hana ekki með mér? Og ég mun ekki taka hana með mér? Og: Ég mundi ekki hafa tekið hana með méi'?. Spurriingarnar reka hver aðra með ofsahraða. Það má ekki hugsa sig um. Það er merki um öryggisleysi og hik. Oremark sezt á borðið fyrir framan Jörg- ensen. og meðan hann spyr. slær hann lyklakippunni sinni í borðplötuna. til þess að hávað- inn rugli Jörgensen í ríminu. — Ég mundi ekki hafa tekið regnhlífina með mér? Þar sem bað rigndi. varð ég að taka regn- hlífina með? Ef ekki hefði rignt, hefði ég ekki tekið regnhlífina með? — Kemur það? Kemur það? HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðslu og snyrttstofa STETNTJ og DÓDÖ Laneavesi 18 m. h. Oyfta) SfMT 24616. P B R !W A Garðsenda 81 SfMT 33668. Hárgrelðslu- og snyrtlstofa. Dðmnr’ irSrgrelðsla "lð allra hæfl. TJARNARSTOFAN Tlarnargðtn 10. Vonarstrætls- megin. — SfMT 14662. hArgretðslustofa AUSTURBÆJAR (María Gnðmnndsdóttir) Langavesri 13 — STMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — Kemur það? Kemur það? hrópar Oremark og í hvert sinn slær hann æðislega í borðið með glamrandi lyklunum. Ef Jörgensen heldur stillingu sinni þrátt fyrir allt þetta og svarar rétt, þá er alltaf reyn- andi að hrópa: Hvað sagðirðu? Ég heyrði það ekki. Og þá kem- ur hik á Jörgensen og hann lag- færir ögn það sem hann áður sagði. — Já, mér datt það í hug! öskrar Oremark. Það var vit- 26 laust. þess vegna tautarðu niður í barminn. En þér tekst ekki að blekkja mig! Jörgensen leiðréttir sig í flýti. — Hvað nú? Hvað er nú það rétta? hvín í Oremark. Þú kem- ur bara með úrval handa mér! Það er fuligott í mig, ha? Bara láta mig velja, ha? Þannig viltu hafa það! En ég læt ekki biekkj- ast. hvæsir Oremark lágri röddu, Ég lét ekki svívirða mig! Ég læt ekki toga mig á asnaeyrunum! Ef það mundi ekki hafa rignt, hefði ég sennilega ekki tekið regnhlífina með? Þar sém það hefði getað rignt, tók ég regn- hlífina með? Þar sem ég áleit að ékki myndi rigna, tók ég ekki neina regnhlíf með mér? Hvem- ig er þetta? Svaraðu! Svaraðu! Pljótt! Fljótt! Kemur það? Kem- ur það? Kemur það? Og í hvert sinn lemur hann lvklinum í borðið. Og augu Jörgensens fylgja eftir glamrandi kippunni os höfuðið á honum riðar I takt við lyklana. — Nennirðu ekki að svara mér? Nennirðu ekki að svara, leting- inn þinn? Æ, bara þú nenntir að nenna! Og þar kemur að því að Jörg- ensen svarar skakkt. Og Ore- mark stirðnar af bræði. Hann dregur djúpt andann. Hann safn- ar kröftum. Og svo lemur hann lyklunum í höfuðið á Jörgensen og öskrar með brjálæðislegri röddu: Húðarletinginn þinn! Þetta gengur of langt. Þetta er ófyrirgefanleg ósvífni! Það er froða í yfirskegginu á honum. Og hann öskrar inn í andlitið á Jörgensen, svo að Jörgensen verður votur af slefu og hefur þefiilan anda hans í vitunum. Jörgensen er bráðum orðinn fuilorðinn maður. Hann er í jakkafötum og með sjálfbiek- ung og skrúfblýant í vestisvas- anum. En hann er gráti nær. Hann er veikur af hræðslu. Og bað er reglulega sárt að fá lykla- kippuna í höfuðið. Og Oremark tekur eftir þvi að þessi stóri drengur er að gráta. Og hann hallar sér aftur- ábak með krosslagða handleggi og hrópar: Jæja. nú skælir skepnan! Hann er farinn að vola! ■— En þú græðir ekkert á því! hvæsir hann. Þú verður að taka þig á. Taktu rögg á þig, draug- urinn þinn! Svaraðu mér. Hvem- ig er þetta? Ef ég hefði ekki tekið regnhlífina með, hefði komið rigning. Ef það hefði get- að komið rigning, hefði ég ekki tekið neina regnhlíf með mér? Svaraðu Jörgensen! Hunzkastu til að svara mér, Jörgensen litli! Vaknaðu, elsku litli Jörg- ensen! Það er frönskutími! Við erum í skólanum. Þú sleppur ekki, Jörgensen! Væluskjóða! Nei. Oremark sleppir ekki fómarlambi sínu. Hann hvísiar og hvæsir lágt. Hann hækkar röddina svo að hún verður æðis- iegt öskur. Hann urrar og orgar. Og hann stendur þögull og ógn- andi með krosslagða handleggi og slefu í yfirskegginu. Hann baðar út öllum öngum eins og franskur þjónn. Hann togar í hökutoppinn. Og hann lemur Jörgensen með lyklakippu og hnúum. Þetta getur tekið hálfa kennslustundina. Hinir vorkenna þeim sem verður fyrir þessu, en vona samt að þetta taki sem lengstan tíma til þess að sleppa sjálfir. Oremark rífur ekki ístungur úr veggnum eins og Apinn gerði einu sinni. Ofsi hans er allt annars eðlis. Hann grætur ekki af reiði eins og Duemose lektor. Reiði hans er dramatískari. Á- hrifameiri. Fjölbreytnin á sér engin takmörk. Hann teygir handleggina til himins. Hann steytir hnefana og otar þeim að andiitinu á Jörgensen. Hann krossleggur handleggina og stendur stirður og kaldur og ró- legur. Hann talar lágt og hvísl- andi. Og allt í einu öskrar hann fullum hálsi. Já, það er per- sónuleg móðgun að drengur skuli gera villu í frönsku málfræðinni. Nei, þetta gengur of langt. Þetta er ófyrirgefanleg ósvífni! En þú skalt ekki lftillækka mig! Ég sleppi þér ekki! Ég gefst ekki upp. Og ef það hefði ekki getað komið rigning, hefði ég ekki tek- ið regnhlífina með mér? Nenn- irðu að svara? Sváraðu! Svar- aðu! Svaraðu! Oremark er í miklu áliti með- al uppeldisfræðinga. Hann hefur skrifað úrvals kennslubækur. hann er samvizkusamur og kostgæfinn. En kannski væri hægt að læra frösnku á annan hátt. 40. KAFLI. Náttúrufræðistofan er uppi á háalofti með ofanljósi og fiski- kerum og búri með tveim hvít- um músum. Og miklum söfnum steina og kuðunga og dýra í spíritus. Það er Lassen undirkennari sem hér ræður ríkjum. Hann hefur sjálfur keypt hvítu mýsnar tvær og hann hefur gengið úr skugga um að það séu karlmýs, svo að þeim fjöigi ekki enda- laust. En einn daginn gerist það að mýsnar eignast litla, rauðbleika unga, i trássi við öll vísindaleg rök og herra Lassen gerir sér ljóst að þama hafa átt sér stað skemmdarverk og má'lið er bor- ið undir rektor. — Ég veit með vissu, segir herra Lassen, að þetta voru tvær karlmýs. Og nú eru þær búnar að eignast unga! — Mér virðist cem margt bendi til, að önnur þeirra að minnsta kosti hafi verið kvenmús, seg- ir rektor. — En ég veit þetta með vissu. Ég keypiá þær sem karlmýs. Og ég hef athugað þær persónulega og gengið úr skugga um kyn- ferði þeirra. — En hvað viljið þér að ég geri í málinu? segir rektor. — Ég lít svo á að þarna sé um skemmdarverk að ræða. Ein- hver nemendanna hlýtur að hafa skipt á annarri músinni og kven- mús. Og mér þykir þetta dæma- laus ósvífni. Alveg sérlega ill- gimisiegt og ósiðlegt spaug. Það er þess vegna sem ég legg málið í hendur rektors. — Þetta er vandræðamál, segir rektor. Mjög hörmulegt. Hinn seki verður að sjálfsögðu að fá þyngstu refsingu. Er nokkur sem þér grunið sérstaklega? — Já, reyndar. Margt bendir til þess að Hans Thorsen sé hinn seki. Herra Lassen veit að þessi Thorsen á skjaldbökur og snígla og þess háttar heima hjá sér og alls ekki ólíklegt að hann eigi einnig hvítar mýs. Þessi Thor- sen ímyndar sér líka að hann viti alveg eins mikið í náttúru- fræði og herra Lassen og hann leggur oft spurningar fyrir und- irkennarann sem hann á erfitt með að svara. Hann kemur með náttúrugripi af öllu tagi sem býsna erfitt getur verið að greina. Og það er frámunalega óþægi- legt og vandræðalegt fyrir kenn- ara, sem vill ógjarnan láta reka sig á gat. — Hvað getur þetta verið, herra Lassen? spyr hinn ósvífni Thorsen og réttir honum hom- laga hlut? Hvar fannstu þetta? — Á Jótiandi í sumar. Það hlýtur að vera af einhverju dýri, en það ekki? — Jú, auðvitað er það af dýri. Hélztu kannski að það væri af manni? Þú berð ekki mikið skynbragð á náttúrufræði, kæri Thorsen. Þig vantar neistann. — En hvað er þetta þá? Herra Lassen snýr hlutnum á alla vegu. Þetta minnir í víg- tönn úr villisvíni. En það eru vfst aðeins tamin svín á Jótlandi. Og þetta er of létt til að vera tönn. En ekki dugar að gefast upp. Drengimir horfa á hann með miklum áhuga og sumir eru famir að flissa. — Ég held, segir herra Lassen, að betta sé horn af mjög ungum geithafri. — En það er það ekki, segir Thorsen og brosir. Þetta er hanaspori, herra Lassen. Og allir í bekknum hlæja hátt og sigri hrósandi. — Auðvitað þarf helzt að sjá svona hlut í sínu rétta samhengi. segir herra Lassen gramur. Ég er alls ekki viss um að ég hafi ekki samt sem áður rétt fyrir mér. Þangað til annað verður sannað, mun ég hallast að þeirri skoðun að þetta sé ungt, hálf- þroskað hom. — Já, en ég tók þetta sjálfur úr hænsnastíunni hennar frænku minnar. Og ég þekki persónulega hanann, sem er búinn að missa annan sporann, segir Thorsen brosandi og allir 1 bekknum glotta. Þetta er hanaspori. Þér megið gjarnan fá hann i safnið. Og bekkjarbræðurnir skemmta sér. Undir þessum kringumstæðum getur Thorsen ekki vænzt þess að fá góða einkunn í náttúru- fræði. Lélegur árangur, skrifar herra Lassen í einkunnarbók hans fyrir aftan einkunnina Mið- ur gott. — Þetta er skrýtið, segir faðir Thorsens. Þú sem hefur þennan feikna áhuga á öllu þessu og fyllir húsið af skriðdýrum og skepnum. Hvemig stendur á því að þú skulir standa þig evona illa í náttúrufræði? SKOTTA Ég vona bara að ég fái endurgreiddar þessar 40.00 kr. sem ég borg- aði fyrir sólarolíuna. FERÐIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVN 1r TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — EEYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. STAÐA deildarhjúkrunarkonu við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi er laus til umsóknar. Ætlazt er til að deildarhjúkrunar- konan gegni stöðu forstöðukonu við Farsóttahúsið, þar til Borgarsjúkrahúsið tekur til starfa. Staðan veitist frá 1. október n.k. Umsóknir sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 1. ágúst n.k. — Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri nefndarinnar, Heilsuvemdarstöðinni. Reykjavík, 11. 6. 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.