Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 9
ÞriSjudagur 16. júní 1964 - Lúivík Jósepsson Framhald af 7. síðu. þingflokks Alþýðubandalagsins hefur hann verið síðustu árin. Gefur þessi upptalning, þótt ekkí sé tæmandi ,nokkra hug- mynd um það traust sem Lúð- vík Jósepssom nýtur meðal samherja sinna og hve sjálf- sagt 'þeim hefur þótt að velja hann til vandasamra ábyrgðar- starfa bæði innan samtakarina og á opinberum vettvangi. Þeir verða áreiðanlega marg- ir I dag, á fimmtugsafmseli Lúðvíks Jósepssonar, serp vilja tjá honum þakklæti og virð- ingu . fyrir þau margþættu störf, sem hann hefur, þegar á miðjum aldri, innt af hendi bæði fyrir ættbyggð sína og alla islenzku þjóðina. Við fé- lagar hans og vinir þökkum sérstaklega allt hans mikla framlag í þágu sameiginlegs málstaðar og sameiginlegra hugsjóna um friálsa alþýðu á íslandi, er byggi nýtt og rétt- látara þjóðfélag á grundvelli félagshyggju og sósíalisma. Það er mikil gæfa hverjum þeim sem stendur í storma- samri baráttu og margvíslegri önn að eiga skilningsríkan lífs- förunaut og friðsælt heimili til að hverfa að þegar færi gefst. Þessarar gæfu hefur Lúðvik orðið aðnjótandi. Hvort sem það er hér í höfuðstaðnum eða austur í Neskaupstað sem heimilið stendur, sér hans á- gæta kona, Fióla Steinsdóttir, um að það sé sá hlýlegi frið- arreitur sem veitir hvíld frá önn og stríði dagsins; og þar þykir vinum þeirra og félög- um vissulega gott að koma og dvelja við hlýjar og rausnar- legar móttökur. Persónulega vil ég, fyrir mína hönd og konu minnar, nQtar,,,þ^ffa tækifæri til að þakka þeim hjónum vináttu og tryggð, sem aldrei hefur borið sku(gg3,)á,vog árna þeim allrar blessunar á ókomnum tímum. Þau Fjóla og Lúðvík eiga einn son uppkominn, Steinar, íþróttakennara í Kópavogi. Það er ósk mín við þessi tímamót í lífi Lúðvíks Jóseps- sonar að íslenzk alþýðustétt, samtök hennar og samherjar hans í stjórnmálabaráttunni megi sem lengst njóta ágætra hæfileika hans, samstarfs og forystu um lausn þeirra marg- háttuðu verkefna og vanda- mála sem nútíð o.g framtið færa að höndum. Guðmundur Vigfússon. Flestir munu eimhverntíma verða fyrir því, að minnast snögglega þeirrar staðreynd- ar, að eimhver samferðamanna hefur náð aldursmarki, mun hærra, en manni finnst rétt vera miðað við kynningu alla, er maður hefur af viðkom- andi einstaklingi. Svo fór mér, er ég nýlega áttaði mig á þvi að Vinur minni og félagi, Lúð- vík Jósepsson alþm. væri nú í þann veginn að fylla fimmta áratuginn. Því þrátt fyrir okkar löngu kynningu hefur mér ætíð fundizt hann eiga langt að því marki. Með þessum línum verða ekkj rakin æviatriði Lúðvíks Jósepssonar, heldur aðeins minnzt lauslega á þá höfuð- þætti í starfi hans, sem öll þjóðin er í • þkkkarskuld fyrir. Það virðist vera staðreynd að einatt komi fram hæfi- leikamenn til forustu þegar samtíðin og nmhverfið þarf sérstak'ega á beim oð halda. Þeir sem muna áratuginn 1930—’40, sem jafnan er kenndur við kreppu, munu osr minnast þess, að ekki sízt í uppvaxandi bæjum eins og Neskaupst. var á þeim tíma var mjög þörf nýrra krafta. er kynnu að beio-s bróun at- vinnu)iFsinq inn á 'Tkvíamav' brautir, Flestum kunnugum mun vera ljóst, hve ómetan- legt það reyndist þessu unga og vaxandi bæjarfélagi, að þá voru einmitt til staðar nokkr- ir ungir menn, er ákváðu að helga krafta sína því st-arfi, að vinna að framförum þess, eða „vinna það unp“, eins og oft er sagt, bæði í atvinnu- legum og menningarlegum efnum. Einn þessara ungu manna var Lúðvík Jósepsson. Og þótt hann i reynd yrði for- inginn, einkum í þeim efnum, er út á við sneru, þá er það víst, að honum mundi þykja illa mælt ef farið væri að þakka honum einum það starf, er hann og félagar hans hafa unnið í framfaramálum Neskaupstað-ar um siðustu þrjá áratugi, en störfum þeirra gleymt. Enda kom að því fyrr en varði að starfssvið hans stækkaði langt út fyrir bæjarfélagið, er hann tók sæti á Alþingi að loknum haust- kosningum 1942. Það var þó ekki fyrr en tveim árum síð- ar að kynning okkar hófst, er ásamt margskonar samstarfi hefur varað síðan. Þegar Lúðvík settist á Al- þingi í þingflokki Sósíalista- flokksins, kom fljótt í ljós, að hann var flestum betur fær um að leggja til þau ráð, er að haldi kæmu í málefnum sjávarútvegsins. Kom þar fyrst og fremst til, að hann hafði frá barnsaldri unnið við þennan atvinnuveg, • fylgzt með þróun hans frá frum- stæðum tækjum til tæknibylt- ingar og verið driffjöðrin í að byggja upp fiskiðnaðinn í heimabæ sínum. Einnig tekið beinan þátt í útgerðariækstri sjálfur. Ég hygg að þessi praktíska reynsla hafði orðið honum drýgst til að skapa yfirsýn um málefni þessa at- vinnuvegar. Mun óhætt að fullyrða, að vart muni finnast sá samþingsmaður hans, ekki aðeins í eigin flokki heldur einnig í andstæðingaflokkun- um, er ekki viðurkenni full- komlega hæfileika hans og þekkingu á þessu sviði. Enda er einnig alkunnugt um hið almenna traust er hann nýtur meðal þeirra er þenr.an at- vinnuveg stunda, bæði útgerð- armanna og sjómanna. Sumum mönnum er þannig verða á Vissan hátt sérfræð- ingar á einu sviði hættir oft til að líta á það viðfangsefni sem höfuðatriði er mestu máli skipti, og vanmeta önnur mál- efni. Þannig getur oft skapazt viss þröngsýrti hjá hæfileika- mönnum. Mér hefur fundizt þessu öfugt farið með Lúð- vík Jósepsson. Þrátt fyrir sina miklu þekkingu á íslenzkum sjávarútvegi og aðstæðum hans, þá hefur hann einnig haft fullkomlega, glöggt auga fyrir þýðingu annarra at- vinnuvega og þörfum þeirra, Þessi yfirsýn ásamt hæfi- leikanum til að umgangast menn á þann vinsamlega hátt sem honum er lagið, er ein- mitt það sem stjórnmála- mönnum er nauðsynlegt til þess að vinna góðum málum brautargengi. Þegar Alþýðubandalagið, nýstofnað, tók þátt í stjórn- armyndun árið 1956, var samkomulag um það að Lúð- vík væri siálfsagður maður ; embætti sjávarútvegsmálaráð- herra. Það kom líka fljótt 5 ljós að svo var, því reynslar varð sú o,ð bann tíma, er hann hafði æðstu yfirstjór" be’rra mála á hendi, kom ekk fvrir einn einasti dagur, er fiskiskipaflolinn lægi í höfn HÖÐVILJINN SlÐA vegna vinnudeilna. Var slíkt fullkomin gjörbreyting frá því ásband'i er áður hafði ríkt, sem flestir muna, og má raun- ar segja, að enginn hafi betur en Lúðvík gerði með stjórn sinni á þeim málum afsannað þann pólitísk-a áróður, að sósí- alistar vildu jafnan skapa öngþveiti í atvinnulífinu. En höfuðmáíið sem beinlín- is beið Lúðvíks Jósepssonar, á ráðherraferli hans var þó stækkun landhelginnar. Enda er ekki of sagt, að það mál gnæfi yfir öll önnur viðfangs- efni þessa tímabils. Fyrirfram var vitað að við ramman reip var að dr-aga, og mál'ið allt svo vandasamt að eitt einasta víxlspor gæti eyðilagt það í framkvæmd. Ofurlitla reynslu höfðu ls- lendingar þegar fengið í þessu efni. Það var þegar landhelg- in var stækkuð um eina mílu árið 1951. Þá.var sett löndun- arbann á íslenzkan fisk í Bretlandi. Ósvifin t'ilraun hins máttarmeiri til að knýja hinn máttarminni til að láta af sín- um rétt. Hins vegar var ís- lenzka þjóðin svo ákveðin að neyta, réttar síns, að allir stjórnmálaflokkar höfðu séð það vænst, að lýsa sig því fylgjandi. Þótt gangur landhelgismáls- ins verði ekki ræddur hér í einstökum atriðum er ekki hægt að komast hjá að minna á það, að þegar til úrslitanna dró á fyrri hluta árs 1958. brast flótti í lið sumra þe'irra sem allhátt höfðu haft um óskorað fylgi sitt við fram- gang málsins. Og það var sá flótti, sem stórum jók á erf- iðleikana, og jók einnig um allan helming vanda þann er hvíldi á herðum sjávarútvegs- málaráðherrans. En það var einm'itt í þeirri raun, að Lúðvik Jósepsson sýndi að hann var vandanum vaxinn. Enda var allur al- menningur öruggur í málinu og vissi hvað hann vildi. Svo langt geta öfugmæli gengið í íslenzkri pólitík, að reynt hefur verið að túlka sem höfuðsigur í landhelgis- málinu þann undanslátt er síðar var gerður, er samið Var um að Islendingar mættu ekki helga sér meira af land- gnmninu, án þess að fá það staðfest af erlendum dómstól. Sé þetta sett upp með ein- földu dæmi, og bent á það, að ef við hefðum samið á sama hátt 1951 til þess að fá lönd- unarbanni aflétt þá, hefði ver- ið lokað fyrir alla frekari út- færslu um ófyrirsjáanlega framtíð. Engin útfærsla hefði orðið hvorki 1958 né siðan. Og af flestum mun talið að þau miklu aflabrögð, er síð- ustu ár hafa staðið undir þjóðarbúskapnum, hefðu þá verið mun minni. Sem betur fer er sá siður nú ríkjandi að geyma vand- lega ski-iflegar heimildir um gang málanna. Þetta mun gera sagnfræðingum framtíð- arinnar auðveldara en oft fyrir að skrifa söguna rétta. Og takist Islendingum að halda sjálfstæði sínu og þjóð- legri reisn, mun ekki þurfa að efa, að dómur sögunnar verði sá, að hina spennandi maí- daga 1958, þegar átökin voru hörðust um landhelgismálið, hafi þjóðin einmitt verið að vinna einn af sínum stærstu sigrum undir forustu Lúðvíks Jósepssonar. Ásmundur Sigurðsson. TFCTYL er ryðvörn Tilkynning frá byggingarnefnd Seltjarnarneshrepps Bygginganefnd Seltjarnarneshrepps hefur ákveðið skv. heimild í byggingarsamþykkt að taka upp löggildingu iðnmeistara. Hér með er því auglýst eftir mnsóknum allra þeirra, húsasmíðameistara, múrarameistara og pípulagningameistara, er hér eftir ætla að standa fyrir byggingum í hreppnum, um ofangreinda löggildingu. Hverri umsókn skal fylgja: Meistarabréf, vottorð um meistaraskóla, ef fyrir hendi er, vottorð um löggild- ingu annarg staðar ef fýrir hendi er, og skrá um þær byggingar er umsækjandi hefur staðið fyrir í Seltjarn- arneshreppi. Umsóknir skulu berast skrifstofu Seltjarnarneshrepps, Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi, eigi síðar en 30. júní 1964. SVEITARSTJÓRI SELTJARNARNESHREPPS. Laus staða Starf fulltrúa IH. stigs hjá ríkisstofnun er laust til umsóknar. Laun samkvæmt 14. flokki hins almenna launakerfis starfsmanna ríkisins. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða íslenzku kunnáttu, Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 24. þ.m. auðkenndar „Opinber stofnun". Franskur stúdent vill taka nokkra nemendur í frönsku á timabilinu frá júlí til september í Reykjavík. Kennslan færi fram á ensku. Þeir sem vildu sinna þessu leggi þátttökutil- kynningar inn á afgreiðslu Þjóðviljans merkt: „Frönskukennsla hjá Gérard Vautey.“ Síldarstú/kur Viljum ráða síldarstúlkur til söltunarstöðvanna Sunnu, Siglufirði og Sunnuvers, Seyðisfirði. — Fólk verður flutt milli stöðvanna eftir því, sem síldin veiðist. — Kauptrygging. — Frítt húsnæði. — Fríar ferðir, — Upplýsingar á skrifstofu Isbjarnarins, Hafnarhvoli, sími 11574. GLER Fyrirliggjandi, 2, 3, 4 og 5 mm. rúðugler. Fljót afgreiðsla. — Greiður aðgangur. MÁLNINGARVÖRUR s.f. Bergstaðastræti 19. — Sími 15166. VDNDUfl F VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. ALMENNA FASTEIGNASAL AN UNDARGATA 9 SÍMI 21150 lÁmJS^ÞjJfAimMARSS^ SELJENDUR ATHUGIÐ! Höfum kaupendur með miklar útb. m.a. að 2, 3. og 4 herb. íbúðum, að 3-4 herb. góðum risibúðum og javðhæSum. að 4-5 herb. íbúð og 2. herb. íbúð, helzt risíbúð £ sama húsi, má vera í Kópavogi, að hæðum með allt sér, að góðu raðhúsi að einbýlis- húsum. Höfum einnig fjár- sterka kaunendur að íbúðum í smíð- um af öllum stærð- um. TIL SÖLU: vandað timburhús, 3 herb. íbúð ásamt 2 herb. í risi og fl. selst til flutn- ings, tilvalið fyrir kaup- anda sem á lóð í kaup- túni i nágrenni Reykja- víkur. Selst mjög ódýrt, engin útborgun 3 herb nýleg kjallaraíbúð í gamla Vesturbænum, sólrík og vönduð, ca 100 ferm. með sér hitav. Einnig 2, 3, 4 og 5 herb. íbúðir, einbýlishús, rað- hús víðsvegar um borg- ina. m u u Siyurfyórjónsson &co Jfafnansímíi 4- íbiúSir til sölu HÖFUM M.A. TIL SÖLU: 2ja hcrb. rishæð við Kapla- skjól. 2ja herb íbúð við Nesveg. 3ja herb. fbúð á hæð við Njálsgötu. 3ja herb. íbúð á hæð við Ljósheima. 3ja herb. rishæð við Lang- holtsveg. 3ja herb. ibúð á hæð við Hverfisgötu. 3ja herb. íbúð i risi við Sigtún. 3ja herb. íbúð á hæð við Grettisgötu. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Stóragerði, allt sér. 4ra hcrb, íbúð á jarðhæð við Kleppsveg. 4ra herh. íbúð á hæð við Leifsgötu. 4ra herb. fbúð á hæð við Eirfksgötu. 4ra herb. fbúð á hæð við Stóragerði. 4ra herb fbúð á hæð við við Hvassaleiti. 4ra hcrb. risfbúð Kirkjuteig. 4ra herb. íbúð á hæð Hlíðarveg. 4ra herb. fbúð á hæð öldugötu. 4ra herb. fbúð á hseð Freyjugötu. 5 herb. fbúð á hæð Bárugötu. 5 hcrb. fbúð á hæð Rauðalæk. 5 herb. ibúð á hæð Hvassaleiti. 5 herb. fbúð á hæð Guðrúnargötu. 5 herb. fbúð á hæð við As- garð. Einbýlishús, tvíbýlishús, raðhús fullgerð og í smíðum. fbúðir í smíðum viðs vegar um borgina og í Kópavogi. Tjamargötu 14 Sími: 20190 — 20625 B U Ð | u Klapparstío 26 Sími 19800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.