Þjóðviljinn - 25.06.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 25.06.1964, Side 12
Loftleiðakvikmynd og Ijósmyndasýning frá ísiandi í NY Sýningargestir í KODAK-sýningarhöIIinni í New York á dög- unum að skoðr Ijósmyndirnar frá ÍSLANDI. Hér á landi er staddur þessa daga bandarískur verk- fræðingur, William A. Keith, ásamt konu sinni Venny Keith, en hún er íslenzk að uppruna, fædd og uppalin hér í Reykjavík og er systir Vals Fannars, gullsmiðs. Þau eru búsett í New York og starfar W. A. Keith sem verk- fræðingur hjá Pepsi-Cola- verksmiðjunum þar í borg. W. A. Keith er áhugaljós- myndari og kvikmyndfitöku- maður og á merkilegt safn W. A. Keith kvikmynda af fuglalífi. Hann kemur nú færandi hendi með kvikmynd í fórum sínum, sem hann tók hér á þriggja vikna ferðalagi í fyrrasumar. 2 íslendingar, Valur Fannar og Ásgeir Long eiga þó nokkur skot í þessari kvik- mynd meðal annars af Surts- eyjargosi og 17. júní hátíða- höldum í Reykjavík í fyrra. Efnisþráður myndarinnar er byggður upp sem land- kynningarmynd fyrir erlenda ferðamenn og bregður upp skyndimyndum víða að af landinu, meðal annars frá Þingvöllum, Geysi, Hvera- gerði,, Gullfossi, Snæfells- nesi, þar á meðal Ólafsvík, Akureyri, Mývatnssveit og Dettifossi. Þá eru skyndi- myndir úr götulífi Reykja- víkur, frá söfnum Qg hótelum borgarinnar og frá höfninni. Þessi kvikmynd er að nokkru tekin á vegum Loft- leiða og hefur hún verið gef- in út í tuttugu og fimm ein- tökum og er ættluð til dreif- ingar í Evrópu og Ameríku og víðar um heim. Sýningartími myndarinnar er tuttugu og átta mínútur og er þrjátíu og fimm mm. litfilma og er ætlunin að endurnj’ja hana frá ári til árs í þessum ramma. W. A. Keith lét í ljós von um að geta betrumbætt myndina og ætlar að hefjast þegar handa næstu vikur á ferðalagi um landið. Fara þau hjón til dæmis á hesta- mannamót í Skagafirði um næstu helgi. Þá skýrði W. A. Keith frá sýningu á litljósmyndum frá íslandi er haldin var í Grand Central Exhibition Hall í New York og var hún opnuð 8. þessa mánaðar og verður eitthvað opin í sambandi við heimssýninguna í sumar. Þessar ljósmyndir tók W. A. Keith á ferðalagi sínu í fyrrasumar. Áttatíu þúsund gestir hafa þegar skoðað sýn- inguna og er þetta mikil land- kynning fyrir ísland. Kodak fyrirtækið á þessa sýningar- höll og er ætlunin að láta þessa sýningu inn á farand- sýningar Kodak fyrirtækisins um Bandaríkin. Þessi viðamikla litljós- myn'dasýning telur áttatíu litljósmyndir hvaðanæva af íslandi. Tveir íslendingar eiga þarna tvær myndir og eru báðar af Surtseyjargos- inu. Þær eru eftir Hjörleif Gunnarsson og Ásgeir Long. Loftleiðir hafa kostað þessa sýningu að nokkru og er henni ætlað að auglýsa fs- land sem ferðamannaland. FeriLandsýnarum Reykjanesskaga Ein af myndskreytingum NOSKOFS. fslandsklukkan á rússnesku í eitt hundrað þúsund eintökum Ferðaskrifstofan Landsýn efn- ir til skemmtilegrar einsdags fer'ðar næsta sunnudag. Farið verður á bílum um Keykjanes- skaga en þann hluta leiðarinnar sem ekki er akfær verður geng- ið, um tveggja tíma gangur. Fararstjóri verður Björn Þor- Piltur í Þorláks- höfn drukknar Aðfaranótt þriðjudags varð það slys í Þorlákshöfn að ung- ur piltur, Gunnar Gunnarsson að nafni drukknaði í höfninni er bát sem hann var í hvolfdi. Gunnar heitinn hafði ætlað á- samt öðrum pilti, Pálma Jóns- syni, að fara á bátnum úr landi í mfb Klæng er lá úti á höfn- inni. Á leiðinni hvolfdi bátnum undir þeim með einhverjum hætti. Um það bil hálftíma síðar sást maður hangandi á legufær- Um Þorláks II. Var það Pálmi og var hann orðinn aðframkom- inn og rænulaus. Liggur hann i sjúkrahúsi á Selfossi með lungna- bólgu. Lík Gunnars hefur ekki fundizt þrátt fyrir mikla leit, Aðvörun í öllum síga- reHupökkum WASHINGTON 24/6 Banda- ríska stjórnin tilkynnti það í dag að héðan í frá sé öll- um sígarettuframleiðendum skylt að háfa í pökkunum aðvörun, þar sem skýrt sé tekið fram, að sigarettureyk- ingar séu hættulegar og geti orsakað banvænan lungnakrabba. steinsson, sagnfræðingur, og kynnir hann helztu sögustaði á leiðinni. Lagt verðnr af stað frá Týsgötu 3 kl. 9,30 og komið aftur um kvöldið, fargjald er 250 krónur. Á leið þeirri sem farin verður er margt skemmtilegra og sér- kennilegra staða að sjá. Ekið verður eftir steinsteypta vegin- um suður að Kúagerði, þaðan liggur dágóður bílvegur upp hraunið í átt að Trölladyngju, það er gamall heybandsvegur § bænda á Vatnsleysu. Eftir þeim vegi verður ekið svo langt sem komizt verður, en síðan hægan tveggja tíma gang á veginn milli Krýsuvíkur og Grindavík- ur. Þótt Reykjanesskagi sé ekki svo rómaður fyrir náttúrufegurð sem margir aðrir staðir á land- inu, eru þar margir unaðslegir staðir, þar sem lækir falla og hafa breytt hraunflákum í vali- lendisvinjar undir grænum hlíð- um, sem skera sig úr auðninni, þar er mikill jarðhiti og eld- stöðvar fjölbreyttar, djúpir hraunkatlar, gígvötn. eldborgir og marglitir leirhverir. Menn eru nú sem óðast að vakna til skilnings á þeim unaðssemdum sem Reykjanesskagi hefur upp á að bjóða, og munu þátttakendur í ferð Landsýnar bezt sannfær- ast um það á þessum hluta leið- arinnar, sem farinn verður gang- andi. Er kemur á veginn til Grindavíkur verða bílarnir þar fyrir og aka fólkinu sem leið liggur til Grindavíkur og þaðan á Reykjanes. Þar verður vitinn skoðaður og margt fleira sem þar er að sjá. Á leiðinni það- an í Hafnir verður komið við á Hafnarbergi, þar er mikill fugl í berginu, og er flestum vafa- laust nýstárlegt að sjá það. Síð- an verður ekið yfir á Keflavík- urveginn og komið til Reykja- víkur um kvöldið. Óhætt er að hvetja fólk t'l að nota betta ágæta tækifæri að ferðast um bessar slóðir undir leiðsögn hihs ágæta fararstjóra, Björns Þorsteinssonar. Skáldsaga Halldórs Laxness, íslandsklukkan. Hið Ijósa man og eldur í Kaupinhafn er ný- lega komin út í rússneskri þýð- ingu í einu bindi, og er upp- lagið 100 þús. eintök. Þýðendur eru N. Krimova og A. Emsína, en þær hafa þýtt fleiri sögur Halldórs á rússn- esku. Þýddu þær báðar fyrsta hlutann, Islandsklukkuna, Ems- ina þýddi Hið Ijósa man og Krimova Eld í Kaupinhafn. Rithöfundurinn A. Pogodín ritar alllangan formála um söguna. Rússneskur listamaður, V. Nos- koff, hefur myndskreytt þessa ú.tgáfu, og er ein mynda hans birt hér með. Ymsar helztu bækur Halldórs hafa áður komið út á rússnesku. þeirra á meðal Sjálfstætt fóllt, Salka Valka. Atómstöðin, Brekkukotsannáll, SilfurtungliS og smásögur. Bókaverzlunin ístorg, Hall- veigarstíg 10, sendi blaðinu ein- tak af bókinni. „Islandskíj kolkol” fæst þar og kostar 80 krónur. Ekið á mannlais- an bíl á Vitatorgi I fyrradag var ekið á bifreið er stóð á bílastæðinu á Vita- torgi og varð hún fyrir veruleg- um skemmdum. Þetta var Taunusbifreið, árgerð 1963, grá að lit. Stóð bifreiðin þarna frá þvf kl. 8 um morguninn til kl. 19.15 um kvöld'ð og hefur þetta gerzt á þessum tíma. Norræna fiskimálaráðstefnan: Erindi um fækniþróun i síldveiéum Islendinga I dag er næstsíðasti dagur nor- rænu fiskimálaráðstefnunnar, er staðið hefur yfir þessa viku. Fyrsta atriði á dagskrá í dag er fyrirlestur Per Rogstad, ráðu- neytisstjóra, frá Noregi. Fyrirlesturinn fjallar um sölu á ferskfiski í Noregi. hann hefst klukkan 10.00 í Háskólanum. Samtök fiskframleiðenda og fisk- útflj’tjenda bjóða þáttakendum ráðstefnunnar til hádegisverðar að Hótel Borg. Klukkan 14.30 flytur Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, fyrirlestur um tækni- þróun í síldveiðum Islendinga. Á morgun fara þátttakendur ráðstefnunnar í ferðalag að Geysi og Gullfossi og síðan til Þing- valla. Þar lýkur svo ráðstefn- unni um kvöldið. Færeyjaferðir Leikfélagsins: Leikfiokkurínn fékk frábærar méttökur Eins og sagt hefur verið frá í fréttum fór Leikfélag Reykja- víkur i leikför til Færeyja og sýndi þar Ieikrit Jökuls Jakobs- sonar, Hart í bak. Var Ieikurinn sýndur fímm sinnum í Sjónleik- arhúsinu í Þórshöfn, ávallt við húsfylli og afburða góðar undir- tektir. Leikflokkurinn kom heim úr sýningarförinni í gær og lét vel af dvölinni I Færeyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem Is- lendingar sýna leikrit í Færeyj- um. og var frumsýning þann 17. júni. I byrjun var ráðgert að hafa þrjár sýningar í Færeyjum, en vegna geysimikillar aðsóknar var sýningum fjölgað. Mótttökumar í Færeyjum kváðu leikararnir eins góðar og bezt varð á kosið. Þeir bjuggu á einkaheimilum á meðan á dvöl- inni stóð og riutu mikillar gest- risni. Þeim til heiðurs voru haldnar veizlur hvert kvöld og skipzt var á gjöfum. Leikfélag Reykjavíkur færði starfsbræðrum sínum í Þórshöfn málverk eftir leiktjaldamálarann Steinþór Sig- urðsson. Félagið Færeyjar ísland gáfu L. R. fallega pastelmynd eftir færeyska listamanninnl Willi- am Heinesen og var hún afhent í hófi sem haldið var síðasta kvöldið á heimili listamannsins. Auk þess færði listamaðurinn Sigmund Petersen öllum leikur- unum myndir eftir sig. Nokkuð bar á því í byrjun að óttast væri að frændur okkar Færeyingar myndu ekki skilja ís- lenzkuna vel, en sá ótti rejmdist ástæðulaus. • Bar ekki - á öðru en að leikhúsgestir fylgdust fullkom- lega með því sem sagt var á leiksviðinu. Hið færeyska leik- ritaskáld Olavur Mikkelsen rakti efni leiksins í útvarpinu fyrsta kvöldið og hefur það eflaust auð- veldað fólki að skilja leikinn. Færeysk blöð eru á einu máli um ágæti leikritsins og góða frammistöðu leikenda. Og komu fram margar óskir um áfram- haldandi heimsóknir L. R. til Færeyja. Einnig mun Leikfélagið hafa mikinn hug á að bjóða færeýskum starfsbræðrum sín- um hingað, <?n ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvenær það geti orðið. Vísir heldur fast viB irétt- ina um úthiutun 1000íbúða! Vísir varð fyrir því óláni að hlegið var að „fréttamennsku“ hans í fyrradag um alla Reykja- vík, og sennilega víðar. Engin leiðrétting á furðufrétt- inni um hina stórkostlegu út- hlutun á íbúðum og lieilum ein- býlishúsum er þó finnanleg í blaðinu í gær. Samkvæmt því er ekki annað að sjá en rit- stjóri Vísis og fréttastjóramir tveir ætli lesendum blaðsins að trúa því (til lofs og dýrðar í- haldinu) að í fyrradag hafi borgarráð Reykjavíkurborgar út- hlutað eitt húsund íbúðum! — (Rosafyrirsögnin, fimm dálka á forsíílunni var á þessa leið: „1000 íbúðum úthlutað til Reyk- víkinga í dag“. Vísir virðist ætlast til að les- endur trúi fréttaflutningi á borð* við þetta: „í n^estu viku mun borgarráð ganga frá úthlutun 144 einbýlishiisa á sama svæði. en með þessum og öðrum nýleg. um útlilutunum eru þær íbúðir rúmlega orðnar eitt húsund, sem borgin hefur ráðstafað á þessu iri,“ Os síðar í furðufréttinni segir: „Eins og fyrr segir geng- Jir borgarráð frá úthlutun 60? íbúða í fíöibýlishúsum i Árbæj- arliverfi í dag“. •k Nýr fréttaflokkur? Þessu er lesendum Vísis ætl- að að trúa, a.m.k. í tvo sólar- 'hringa; hver veit nema skýring fáist á furðufréttihni í dag! Fá- ist hins vegar engin skýring á henni eða leiðrétting, væri ekki óeðlilegt að Vísir tæki það sér- staklega fram við fréttir sínar eftirleiðis hverjar þeirra væru af þessum fréttaflokki. Það er að visu ekki gott fyr- ir blað, að öll Reykjavík skop- ist að „frétt“ sem flennt er yf- ir alla forsiðu þess. En miklu hraustlegra væri að játa mis- tökin en ætla að halda fast við „fréttina". Taupaéstyrkir bílsffórar Reykjavík 24 júní. Bílstjórar bæjarins hafa verið í ,meira lagi taugaóstyrkir þennan dag. i ýmsum hverfum borgarinnar urðu hvorki meira né minna en fjórtán árekstrar frá þvi kl. 6 í morgun, til kl. 20. Þó voru betta flest meinlausir árekstrar og ekki talið að verulegt tjón hafi af þeim hlotizt. •i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.