Þjóðviljinn - 03.07.1964, Qupperneq 6
I
SIÐA
HðÐVILIINN
FöstudagUT 3. júlí 1964
//
Mr. Árás" sendur til Suður
Maxwell Taylor
Pólverjar með t
GATT-viðræðum?
GENF 29/6 — Pólska stjómin
hefur farið fram á að mega
taka þátt í hinum svonefndu
Kennedy-umræðum sem fara
fram á vegum tollabandalags-
ins GATT og hófust viðræður
um þá umsókn hennar í Genf
í dag. Fleiri riki Austur-Evr-
ópu munu hafa hug á að fá
einhverja aðild að GATT.
Mr. Attack — eða Mr. Árás
— er hinn. nýi sendiherra
Bandaríkjanna í Saigon nefnd-
ur vestanhafs. Sendiherrann
var áður raunverulegur yfir-
maður alls herliðs Bandaríkja-
manna.
Skipun Maxwells Taylors i
embætti hafa fylgt hátíðlegar.
bandarískar hótanir þess efn-
is, að nú eigi að stöðva „fram-
sókn kommúnista" í Suðaust-
ur-Asíu. Vopn og annar útbún-
aður er á leiðinni. Langöngu-
lið er tilbúið hvar sem er í
Suðaustur-Asíu. Því er lýst yf-
ir, að Bandaríkjamenn séu
reiðubúnir að ,.hætta á stríð"
við Kína.
Þær tuttugu þúsundir manns,
sem Bandaríkin hafa þegar
sent gegn íbúunum í Suður-
Víetnam, og allar þær þús-
undir, sem bíða reiðubúnar,
fá nú senn af sjá yfirmann
sinn augliti til auglitis.
En af þeim fjölmörgu yfir-
lýsingum, sem Bandaríkja-
stjóm hefur gefið út, er ein,
sem sérstaka athygli og undr-
un vekur. Johnson forseti
heldur því nefnilega fram, að
tilgangurinn með hernaði
Bandarikjanna í Suðaustur-
Asíu sé sá einn, að fá alla
aðila til þess að halda Genfar-
samningana frá 1954.
Þetta er frjálsmannlega sagt:
Bandaríkin lýstu því yfir þeg-
ar er samningamir voru und-
irritaðir, að þau væru ekki
ánægð með þá, væru ekki
-<•>
Strauss gerír landakröfur
til Póllands og Rúss/ands
Franz Josef Strauss, scm áð-
nr var illræmdur vamarmála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, en
hrökklaðist úr því embætti,
hefur nú enn einu sinnj vakið
á sér miður skenuntilegá at-
hygli. í grein sem Strauss
skrifaði nýlega, krefst hann
þess að Þýzkaland fái sömu
Iandamæri og það hafði 1937.
Greinin er skrifuð í tíma-
ritið Bayem-Kurier, en sjálfur
er Strauss útgefandi þess.
Strauss segir hér, að hvorki
Vestur-Þýzkaland né sameinað
Þýzkaland muni gera landa-
kröfur á hendur Tékkóslóvakíu,
en hinsvegar muni Þýzkaland
berjast með öllum hugsanleg-
um aðferðum til þess að end-
urvekja landamæri þýzka rík-
isins frá þvi árið 1937. Þetta
hefur í för með sér, að Strauss
Franz Josef Strauss
krefst fyrir höpd Þjóðverja
landsvæða, sem nú em í eign
Póllands og Sovétríkjanna.
bundin af þeim og vildu ekki
ábyrgjast þá.
Það sýndi sig líka strax. að |
Bandaríkin, sem fómað höfðu
120 miljörðum króna til þess
að hjálpa hinum frönsku ný-
lenduherrum að halda völdum
i Indókína. yfirfærðu strax
aðstoð sina á einræðisherrann
og kvislinginn Ngo Dinh Diem.
Bandaríkin neituðu frjálsum
kosningum Suður-Víetnam
og vísuðu til þess, að 90% íbú-
anna myndu kjósa kommún-
ista!
En nú hætta Bandarikin sem
sagt á stórstyrjöld til þess að
staðið sé við samning. sem
þau töldu allsendis ófullnægi-
andi og hafa ein þjóða eklci
haldið.
Sumir hafa viljað skoða þá
ákvörðun Johnsons að senda
Taylor, til Suður-Víetnam til
þess að herða stríðið, ein-
göngu sem leik í kosningabar-
áttunni gegn Goldwater. En út-
litið í þessum hluta heims er
of alvarlegt til þess að sú
geti verið nægileg skýring.
Skynsamir menn aðvöruðu
Kennedy forseta á sínum tíma:
, ,Su ður-V íetnam er Alsír
Bandaríkjanna". Og því er
ekki að neita. að ástandið er
lfkt um margt. Ekki hvað sízt
það atriði, að altaf var það
boðað að bandarískur sigur
stæði fyrir dyrum. Taylor
sjálfur hélt þessu fram 1962,
síðan vamarmálaráðherrann
McNamara og nú síðast Henry
Cabot Lodge. Allan tímann var
herförinni í þann veginn að
Ijúka — og ástandið varð sí-
fellt verra og verra fyrir
Bandaríkjamenn og bardag-
amir umfangsmeiri.
★f
En þetta breytir engu um
það, hve hættulegar gela
reynzt fyrirhugaðar aðgerðir
Bandaríkjamanna á þessum
slóðum. Það er rétt að minna
á þau orð. sem ungur, banda-
rískur öldungadeildarþingmað-
ur lét falla fyrir 'um það bil
tíu árum. 6. apríl 1954 lét
hann svo um mælt í ræðu:
„Bandarísk hcmaðaraðstoð í
Indókína, hversu mikil sem
hún verður, getur ekkt sigrað
fjandmann sem er allsstaðar
og hvergi, fjandmann, sem
nýtur samúðar fólksins og
leynilegs stuðnings þess“.
Þessi ungi öldungadeildar-
þingmaður var John Fitzgerald
Kennedy, sem gleymdi sínum
eigin orðum þegar hann varð
forseti Bandaríkjanna.
Sjirali Muslimoff er ckki lengur á barnsaldri. Nýlega átti hann 159 ára afmæli og niyndin er úr
afmælisveizlunni i fjallaþorpinu Barzavu í Azerbajdjan. Meðal þeirra sem afmælisbaminu óskuðu
til hamingju var forseti Sovétlýðveldisins, Iskendeoff að nafni, sem jafnframt flutti honum kveðju
Krústjoffs, forsætisráðherra. Óskaði Krústjoff af mælisbarninu þess, að það mætti Iifa minnst önnur
159 ár. Muslimoff heldur enn fullri heilsu.
Flóttamenn
tíl Ahikulandanna
í Iok maí var gerður samn-
ingur um flutning 10.000 flótta-
manna frá Burundi til Tanga-
njíka. Aðilar að þessum samn-
ingi eru forstjóri flóttamanna-
hjálpar Samcinuðu þjóðanna,
Felix Schnyder, sambands-
lýðveldið Tanganjíka-Zanzibar
og Lútherska heimssambandið.
Samningurinn er Iiður í víð-
tækri áætlun um að finna
þessum flóttamönnum varanleg
heimkynni í Mið- og Austur-
Afríku. Flóttamannahjálp Sam-
einuðu þjóðanna hefur ákveð-
ið að leggja fram 750.000 doll-
ara til aðstoðar flóttamönnum
frá Rúanda.
Flóttamannahjálp S.Þ. hef-
ur ennfremur skorað á ríkis-
stjómir aðildarríkjanna að
taka upp frjálslynda innflytj-
endastefnu gagnvart flótta-
mönnum, einkum þeim sem
hafa örkumlazt eða eru ófærir
til vinnu. Rúmur helmingur
örkumla flóttamanna í Evrópu
hefur átt þess kost að setj-
ast að i nýjum heimkynnum,
en horfur þeirra. sem eftir eru,
munu vera mjög slæmar eða
því sem næst vonlausar. Hér
er um að ræða 202 fjölskyldur,
alls 417 einstaklinga, og eru
margir meðal þeirra heilir
Ærulausum aðgerium lokii í Kongó
Prrir nokkru héldu síðustu
hersveitir Sameinuðu þjóð-
anna burt úr Kongó. Hlut-
verki þeirra var lokið.
Fjögur ár tóku þessar að-
gerðir. hinar lítilmannleg-
ustu síðan Kóreustyrjöldina
leið.
Svo var til ætlazt, að Sam-
einuðu þjóðimar vemduðu
löglega kosna stjóm Lúm-
úmba gegn árásum hinna
belgísku nýlendukúgara og
leiguliða þeirra. tryggðu
landinu frjálsa, lý’ðræðislega
þróun og efnahagslegar fram-
farir.
Arangurinn: Lúmúmba og
félagar hans myrtir eftir að
þeir höfðu verið sendir
bundnir og meiddir af hin-
um sjálfskipaða forsætisráð-
herra Adoula til hins álíka
sjálfskipaða Katanga-forseta
Moise Tsjombe. Aðalritarí
Sameinuðu þjóðanna, Dag
Hammarskjöld, myrtur eða
látinn af slysförum. Ekkert
lýðræði né þingræði en ný-
lendustefna Belgíu. Frakk-
lands og Bandaríkjanna enn
við lýði og í fullu fjöri. Sam-
bandsstjóm sem litlu ræður
út fyrir bðrgarmörk Leopold-
ville. Efnahagslegt öngþveiti,
sem meðal annars sést á því,
að hálf miljón manna er at-
vinnulaus í Leopoldville einni
saman. 14 miljónum Kongó-
búa ógnað af hungursneyð.
Allt landið í upplausn.
Vestur-þýzka tímaritið Der
Spiegel lætur svo um
mælt: Sameinuðu þjóðimar
gerðu eitt og aðeins eitt i
Kongó: þegar Lúmúmba hafði
verið myrtur, Adoula hafði
skipað sjálfan sig forsætis-
ráðherra og Móbútú útnefnt
sig hershöfðingja og hæstráð-
anda, tókst Sameinuðu þjóð-
unum að binda enda á .,á-
hrif Moskvu" í landinu. Þeim
tókst með öðrum orðum að
gera Kongó að einkaáhrifa-
svæði nýlenduveldanna
Belgiu, Frakklands og Banda-
ríkjanna.
Þau bjuggu her Móbútús
öllum nýtízku vopnum.
Tsjombe var að vísu sett-
ur af sem forseti Katanga
og kostaði sú herför hundr-
uð mannslífa. En Sameinuðu
þjóðimar höfðu þó ekki er-
indi sem erfiði: Adoula hef-
ur kallað hann heim og í
þetta skipti ekki sem forráða-
mann eins héraðs heldur
landsins alls.
Adoula segir sjálfur: „Ég
er búinn að vera, ég er ein-
mana maður. Allir segja að
ég sé leppur Bandaríkjanna".
En Kongó er annað og
meira en stjórnmála-
flækjumar í Leopoldville.
Gizenga, hinn löglegi for-
sætisráðherra landsins, hefur
verið handtekinn með góðj
samþykki Sameinuðu þjóð-
anna og haldið í fangelsi á
lífshættulegri Djöflaey. Hann
er þó enn óbugaður og neit-
ar að taka þátt i leiksýn-
ingu þeirra Adoula og
Tsjombe, leiksýningu sem
þeir nefna sáttafund.
Herlið Þjóðfrelsishreyfing-
arinnar hefur frelsað mikinn
hluta landsins og komið
skipulagi á þar sem áður
ríkti öngþveiti eitt.
Hryllingsfréttum af hegðun
og framkomu þess hefur
verið rækilega mótmælt af
trúboðum og öðrum útlend-
ingum: Hersveitir Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar hafa komið
vel fram og vemdao vin jafnt
sem fjandmann.
Glæpir og hryðjuverk hafa
hinsvegar yerið framdir af
hersveitum Móbútús, sem fá
lítinn sem engan mála
greiddan og hirða því borg-
un sína á annan hátt.
Þjóðfrelsishreyfingin er hið
raunverulega Kongó, hún
nýtur stuðnings fólksins og
hefur því hlotið hatur ný-
lendukúgaranna.
MÖBtJTtr hcrshöfðingi
Einn af fulltrúum hennar,
Kashamúra að nafni, hefur
svo lýst tilgangi baráttunnar:
,,Sú barátta, sem nú er háð.
hefur ekki að takmarki að
skipta á Adoula fyrir
Tsjombe. Tilgangurinn er að
binda endi á yfirráð heims-
valdasinnanna í Kongó".
(Land og Folk).
heilsu. en geta sig hvergi
hreyft vegna þeirra í fjölskyld-
unni sem örkumla eru. 1 hópn-
um eru líka allmargir einstakl-
ingar, sem gerzt hafa sek-
ir um afbrot eða þjást af geð-
veilum.
Á síðustu árum hafa 462
einstaklingar í fjölskyldum,
þar sem a.m.k. einn meðlim-
ur er alvarlega örkumlaður,
átt þess kost að festa rætur
í nýjum heimkynnum. Belgía
hefur tekið við 133 þessara
manna, Svíþjóð 83 (þeirra á
meðal voru allmargir geðtrufl-
aðir), Ástralía 50, Kanada 42,
Danmörk og Noregur hvort 16,
svo að nokkur dæmi só'j
nefnd. Frá því hefur verið
skýrt nýlega, að Belgía og
Svíþjóð hafi afráðið að veita
viðtöku allmörgum örkumla
flóttamönntun til viðbótar.
(Frá S.Þ).
Fjórtán ára
drengurfann
helluristur
Fjórtán ára gamall drengur,
Alf Martin Vangel að nafni,
uppgötvaði nokkrar helluristur
hjá bóndabænum Ystheim í
Kvam í Harðangri. Hann til-
kynnti þetta háskólanum í
Björgvin og í ljós kom. að hér
er um mikilsverðan fund að
ræða.
Safnvörður sá, er ristumar
hefur rannsakað, skýrir svo frá,
að þær sýni hjört og elg, og
er það í fyrsta skipti, sem
myndir af elg finnast á hella-
ristum á vesturströnd Noregs.
Báðar eru myndirnar mjög
skýrar. Safnvörðurinn telur, að
myndirnar séu frá steinöld og
þá sennilegast frá lokum eldri
steinaldar.
*