Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 3
Sunnwdagur t9. Jútl 1964
HðÐTnjINN
srn \ 3
BRYNASTA VERKEFNID
Framf^rir
Á undáhförnum árum hafa
orðið miklar framfarir í síld-
veiðum hér við land og hefur
margt lagzt á eitt til að ná
þe'm árangri. Fiskifraeðingum
okkar hefur tekizt mjög vel að
tengja saman vísindarannsókn-
ir og hagnýta veiðimennsku.
ný fiskileitartæki hafa komizt
í gagnið og Islend'ngar verið
fljótir að hagnýta sér þau,
bátaflotinn hefur verið endur-
nýjaður að verulegu leyti, ný
vinnutæki hafa verið tekin í
notkun svo sem kraftblökk og
heppilegri nætur. Afleiðingin
er sú að við getum nú mokað
upp afla við aðstæður sem fyr-
ir nokki-um árum hefðu verið
taldar jafngilda sárum afla-
skorti. Hér er um að ræða
stökkbreytingu á veiðiafköstum
sem ekki verður reiknuð i
hundraðshlutum heldur með
aðstoð margföldunartöflunnar.
Stöðnun
grein er í höndum smábrask-
ara, og lítið magn af saltaðri
síld tryggir þeim mikinn gróða,
þannig að þeir sjá enga ástæðu
til þess að stuðla að framför-
um í atvinnugrein sinni. Hjá
öðrum þjóðum hefur véltækni
verið notuð árum saman og
gefið góða raun; þannig hafa
Rússar fundið upp vélar sem
salta í tunnur með margföldum
afköstum; hafa íslenzkir síld-
arsaltendur lengi yitað um
þá tækni en ekki haft neinn
áhuga á að hagnýta sér hana.
Því er þannig ástatt að síldin
er veidd með fullkomnustu
tækni í heimi, en um leið og
hún kemur í land tekur við
frumstæðasta tækni sem um
getur.
Stórfelldir
möguleikar
Því er einatt borið við að
fyrir saltsíldina sé næsta þröng-
ekki er talin hæf til söltunar.
Og hefji íslendingar fullkom-
inn fiskvinnsluiðnað og taki
vísindi og tækni í þjónustu
sina á því sviði, mundu ef-
laust fljótlega finnast nýjung-
ar í matvælagerð sem byltingu
gætu valdið.
Auðvelt að tvö-
falda verðmætið
Framfarirnar í veiðitækni
valda því að afli okkar á
sjómann er mestur í heimi,
um það bil tvöfalt meiri en
þeirra þjóðar sem næst er í
röðinni, Vestur-Þjóðverja. En
frumstæð vinnubrögð í landi
valda því að aflaverðmæti á
sjómann er lægra en hjá V-
Þjóðverjum. ' Ef fiskiðnaður
okkar kæmist aðeins á sama
stig og hjá Vestur-Þjóðverjum
— og enginn ætti að þurfa að
telja það neinar skýjaborgir —
myndi verðmæti aflans hvorki
hátt og gæti fært þjóðinni
margfaldan ábata. Þeir menn
sem þykjast hafa hug á efna-
hagslegum framförum en
koma ekki auga á annað en
þjónustu við erlenda stóriðju
í því skyni virðast enn ekki
hafa áttað sig á þeirri al-
kunnu staðreynd að fiskveiðar
íslendinga eru arðbærari en
nokkur stóriðja sem fyrirfinnst
í víðri veröld — jafnvel nú,
áður en ókkur hefur lærzt að
hagnýta afiann til nokkurrar
hlitar.
Fiskveiðar eru
sérfræði
Sú nýja tækni og stóraukna
þekking sem nú er komin i
gagnið í síldveiðunum hefur
gerbreytt öllum vinnubrögðum
á sjónum. Nú þurfa sjómenn
okkar ekki aðeins að vera ó-
trauð karlmenni og harðgerir
Fiskiðnaður er
sérfræði
En alveg hið sama á við um
fiskiðnaðinn, ef hann á að
verða að fullkominni atvinnu-
grein hér á landi. Allt til
þessa hefur það verið ríkjandi
viðhorf hjá atvinnurekendum
í fiskiðnaði að gera sem
allra verst við verkafólkið. I
frystihúsunum. þar sem fram-
farir hafa þó orðið mestar á
undanförnum árum, hafa at-
vinnurekendur greitt verka-
fólki svo hrakleg laun að þeim
hefur ekki haldizt á fólki og
langtímum saman orðið að
starfrækja fyrirtæki sín með
börnum og gamalmennum. 1
síldariðnaðinum er fólki smal-
að saman til keppni í nokkra
mánuði. Atvinnurekendur hafa
ekki áttað sig á þeirri stað-
reynd að jafnvel þótt keyptar
séu hinar fullkomnustu vélar
En í sambandi við þessar
stórfelldu framfarir hefur
komið í ljós betur en nokkru
sinni fyrr sú veila sem um-
fram allt háir íslenzku at-
vinnulífi, skorturinn á sam-
hengi í framkvæmdum og
skynsamlegri áætlunargerð.
Fullkomin tækni við að draga
fisk úr sjó er aðeins einn þátt-
ur í langri atburðarás; bátarn-
ir þurfa að geta losað sig við
afia sinn tafarlaust þegar þeir
koma að landi og hagnýtt þann.
ig hina fullkomnu tækni sína
til hlítar þegar veður leyfir;
og síðan þarf að gera aflann
sem verðmætastan, vinna úr
honum sem fullkomnasta og
dýrmætasta vöru. En þegar
sjálfum veiðunum sleppir hef-
ur ekkert gerzt á Islandi ára-
tugum saman í sambandi við
sildariðnaðinn; það sem ekki
er saltað með svipuðum vinnu-
brögðum og tíðkuðust um
aldamót er sett í gúanó.
Fyrirhyggjuleysi
Sinnuleysið á þessu sviði er
í algerri andstöðu við fram-
farimar í veiðitækni. Það var
ömurlegt að fylgjast með því
að þégar veiðin hófst í sumar
og bátamir fylltu sig á svip-
stundu, urðu þeir því næst að
bíða dögum saman á Aust-
fjörðum í ágætu veiðiveðri eft-
ir þvi að iosna við aflann. Á
þennan hátt hafa nú þegar
farið í súginn verðmæti sem
vafalaust nema hundruðum
miljóna króna. Svo lítil var
fyrirhyggjan að þegar veiðin
hófst voru ekki tiltæk nein
flutningaskip til þess að flytja
-aflann til Norðurlandshafna,
og hafa menn þó haft það fyrir
augunum árum saman að Norð-
menn telja sjálfsagt að senda
flutningaskip sín á miðin um-
hverfis Island á undan veiði-
flotanum. Nú eru að vísu kom-
in flutningaskip í gagnið. en
aðstaðan til þess að ferma þau
er víðast hvar ákaflega frum-
stæð og erfið og veldur það
miklum töfum. Norðmenn telja
það leik einn að flytja sild
yfir Atlanzhafið, Rússar flytja
síldina miklu lengri leið, en
sjávarútvegsmálaráðherra og
embættismenn hans ætla aldrei
að geta lært að leysa það
vandamál, að skjóta aflanum
milli landsfjórðunga eftir því
hvar bátana ber að landi og
aðstaða er til að vinna afl-
ann.
- 1
Frumstætt ástand
Aðeins örlítið brot af síld
þeirri sem veiðist við Island
er notað !til manneldis, og þá
aðallega saltað, en öðrum þjóð-
um eftirlátið að vinna frekar
úr hráefninu. I síldarsöltun
hafa engar framfarir orðið sem
umtalsverðar séu. Sú atvinnu-
ur markaður og að við önnum
hæglega þörfum hans með
forneskjulegum starfsaðferðum.
En þessi einhæfa framleiðsla
er einnig til marks um það
hvflík stöðnun er í síldariðnað-
inum. Enda þótt íslenzka síld-
in sé einhver bezta fæðuteg-
und sem fáanleg er hefur okk-
ur enn ekki lærzt að gera úr
henni matvæli sem eftirsótt
yrðu á heimsmarkaðnum. Við
kunnum hvorki að sjóða síld
niður né leggja hana niður að
neinu gagni, og tilraunir til
þvílíkrar iðju hafa verið svo
frumstæðar að þær hafa einna
helzt líkzt skemmdarverkum.
Það stoðar lítið að stofna verk-
smiðju á Sigluflrði til niður-
lagningar ef engar ráðstafanir
eru gerðar til að afla markaðs
fyrir framleiðsluna eða sjá fyr-
ir því að varan bragðist vænt-
anlegum viðskiptavinum. Til
þess að hefja fullvinnslu á síld
í stórum stíl þarf að beita
sömu vinnubrögðum sem hafa
fært hvað beztan árangur í
veiðitækni, veita stórfé í vis-
indarannsóknir, fullkomna
tækni. markaðsleit og samn-
inga við aðrar þjóðir um fram-
leiðslu á matvælum sem þeim
falla í geð. Auk niðursuðu og
niðurlagningar er mjög víða
markaður fyrir reykþurrkaða
síld, til að mynda í Vestur-
Afríku, og til slíkrar vinnslu
hentar sú síld mjög vel sem
meira né minna en tvöfaldast.
Og þar sem fiskafurðir eru yfir
90% af útflutningi okkar og
um fjórðungur af þjóðarfram-
leiðslunni ætti ekki að þurfa
að lýsa því hver gerbreyting
þá yrði á afkomu og lífskjör-
um landsmanna. Ástæðan til
þess hve verðmæti aflans er
lítið hér á landi er sú að hin-
um ágætustu mætvælum sem
úr sjó koma er kastað í gúanó.
Fyrir tveimur árum fór hvorki
meira né minna en 44% afl-
ans í fiskimjölsvinnslu, næst-
um þvi helmingurinn!
Arðbærara en
stóriðja
Engum ætti að dyljast að
einmitt á þessu sviði blasa við
þær framfarir sem mikilvæg-
astar geta orðið í atvinnulifi
Islendinga. Kísilgúrverksmiðj-
an við Mývatn sem mest er
gumað af veitir aðeins smá-
peninga í aðra hönd í sam-
anburði við matvælaframleiðsl-
una, Bollaleggingar um það
að selja erlendu auðfélagi raf-
mwgn fyrir spottprís til þess
að framleiða alúminíum, eða
um að hreinsa olíu hér á landi
úr innfluttu hráefni. eru hlægi-
legar og til marks um skamm-
sýni vaidhafanna á sama tíma
og okkar eigið hráefni er að-
eins hagnýtt á frumstæðasta
erfiðisvinnumenn, heldur þurfa
þeir fyrst og fremst að til-
einka sér hina nýju þekkingu
og ná valdi á tækninni. Það
er engin tilviljun að þeir skip-
stjórar og áhafnir sem bezt
kunna til slikra verka ná mest-
um árangri" ár eftir ár. Hilmar
Kristjónsson, sem er einn af
helztu sérfræðingum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna á sviði fisk-
veiða, benti á það í viðtali við
Alþýðublaðið fyrir nokkrum
dögum að það væri tímabært
orðið að kenna veiðitækni í
skólum hér á landi. Hafi
Rússar tekið fiskveiðar upp
sem skólaném og hafi það
stuðlað að því að þeim hafi á
örskömmum tíma tekizt að
koma á laggirnar hinum um-^
fangsmestu og nýtízkulegustu
úthafsveiðum. Myndi slíkt
skólanám auka afköst bátanna
hér til niikilla muna umfram
þá stökkbreytingu sem þegar
er orðin. Enginn efi er á því
að þessi skoðun Hilmars er
rétt. Hin flókna tækni og
margbrotna þekking sem nú er
beitt við fiskveiðar gerir það
að verkum að sjómenn allir
þurfa að verða sérfræðingar f
sinni grein, lærðir tæknifræð-
ingar og \»erkfræðingar í fisk-
veiðum. Þá aðeins koma tækni
og vísindalegar niðurstöður að
fullum notum.
og þótt ný og mikilvæg þekk-
ing sé tiltæk, kemur hvorugt
að fullu gagni nema starfs-
fólkið sé sérfræðingar í sinni
grein. Það er fávíslegt fyrir-
komulag að við skulum gera
kröfu til fjögurra ára skóla-
náms ef menn vilja smíða eða
múra eða sauma föt eða vinna
á setjaravél í prentsmiðju þótt
hinar gömlu handiðnarforsend-
ur séu nú víðast að hverfa,
en hver sem er á að geta um-
svifalaust tekið upp störf um
borð í fiskiskipi með hinum
flóknasta útbúnaði eða í fisk-
iðjufyrirtæki þar sem fram-
leiðslan verður stöðugt full-
komnari og vandasamari. Eigi
að verða framþróun á þess-
um sviðum á íslandi þar sem
fyrst að koma upp sérstökum
skóla sem kennir fiskveiðar og
fiskiðnað með nútímaaðferðum
og tryggir að við séum í far-
arbroddi á þeim sviðum, en
starfsfólk á fiskiskipum og í
fiskiðnaðarfyrirtækjum þarf
allt að vera sérmenntað í sinni
grein.
Gerbreyttar
aðstæður
Ef lagt væri fram það fjár-
magn og sú vísindalega könn-
un sem til þarf að koma upp
fullkomnum síldariðnaði,
myndu aðstæður gerbreytast
um land allt, ekki ,.sízt fyrir
norðan og austan. Síldarvinna
hætti þá að vera einvörðungu
vertíðaráhlaup. þar sem þeir
staðir yrðu afskiptir sem fjar-
lægastir eru síldargöngunum
það og það árið. Hráefnið yrði
þá geymt og unnið úr því all-
an ársins hring í fullkomnum
iðnfyrirtækjum af sérmenntuðu
fólki sem með starfi sínu gæti
margfaldað útflutningstekjur
landsmanna. Þá hættu staðir
eins og Siglufjörður og Skaga-
strönd að vera e:ns og gull-
grafarabæir, þar sem menn
hrepptu happ nokkur ár í röð
og berðust þess á milli við
vonleysið. Þar yrðu miðstöðv-
ar fyrir síldariðnað, árvissan
og umfangsmikinn, þvi það á
að vera auðleyst vandamál fyr-
ir vísindamenn og tæknifræð-
inga okkar tíma að flytja hrá-
efnið óskemmt milli lands-
fjórðunga og geyma það.
Þörf áætlunar-
gerðar
Reynslan sýnir að íslenzkir
einkaatvinnurekendur eru eng-
ir menn til að tryggja þá þró-
un sem hér hefur verið vikið
að. Þeir sem starfa að síldar-
iðnaði eru gagnteknir af
skammsýnum smágróðasjón-
armiðum, þekkingarlausir og
framtakslausir, auk þess sem
þá skortir það fjármagn s.em
til þarf ef hefja á nýtízkuleg-
an iðnað. Síldarverksmiðjur
ríkisins, sem ættu að geta haft
verulegt bolmagn til þarflegra
framkvæmda. eru því miður
undir stjóm spekúlanta sem
láta einkahagsmuni sína ráða
ferðinni. Því fer það svo að
þegar útgerðarmenn gera stór-
fellt átak í veiðitækni, kemur
afrek þeirra aðeins að hálfum
notum vegna þess að í landi
hjakkar allt í sama fari fram-
taksleysis og getuleysis. Ef
hér á að verða sú breyting
sem er öllu öðm nauðsynlegri
í íslenzku atvinnulífi, þarf að
koma til áætlunargerð af hálfu
ríkisins, þar sem lögð eru á
ráðin um alla atburðarrásina,
allt frá því að síldin finnst í
sjónum og þar til hún er
flutt úr landi og seld sem full-
unnin gæðavara. Og við þurf-
um að. leggja fram og taka
að láni það fjármagn sem
nauðsynlegt er til vísindarann-
sókna, tæknivæðingar, mark-
aðsöflunar og annarra fram-
kvæmda á þessu sviði; það
viðfangsefni er viðráðanlegt
fyrir Islendinga sjálfa og öllum
öðrum brýnna. — Austri.
VDNDUfl
FALLEG
OÐYR
Sjcptfvrjfaissori &co
Jkfnaxftœtt *t
r
t