Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 10
— Sýndu betri hliðina á þér í þetta sinn. — Nei, ekki eins og i gær- kvöldi, sagði Jack og hugsaði: Það vona ég ekki. — Guido veit heimilisfangið. Delaney og Hilda óku burt. í bílnum á leið til Piazza dei Santissimi Apostoli uppgötvaði Jack að Guido kunni frönsku og þeir fengu sér hvor sína sígar- ettuna i tilefni af því, að þeir gátu nú taiazt við. Fyrstu orðin sem þeir skipust á voru almenn og lítilvæg. Guido sagðist hafa lært frönsku þegar hann var í hemum og staðsettur hjá Toulon á stríðsárunum, og Jack notaði tækifærið til að segja að umferð- in í París væri verri en í Róm og veðrið yfirleitt drungalegra. En samt sem áður var nýtt og notalegt andrúmsloft í græna Fi- atnum og Jack sá sér til ánægju að þegar Guido hafði tækifæri til að tala, ók hann hægar og lagði sig síður i lífshættu. Þeg- ar allt kemur til alls á það trú- lega eftir að sýna sig að franska tiingan hefur bjargað lífi mínu, hugsaði Jack. Hún sat í aftasta salnum upp við hvítan vegg og horfði til dyra. Hún var í sömu fötunum og daginn áður og hún horfði djarf- lega á þrjá karlmenn sem sátu saman við borð í hinum enda salarins. Um leið og Jack nálg- aðist og rétt áður en hún sneri til höfðinu til að heilsa honum, hugsaði hann: Hver sem hún er og hvað sem hún aðhefst, þá er hún alltaf í einhverju sambandi við karlmenn. Hún brosti til hans og hann komst úr jafn- vægi við hið ástríðuþrungna bros hennar. Hann fann á sér að karlmennimir þrír horfðu á hann, og hann faim til sömu óþægindakenndarinnar og hann hafði fundið til unglingur, þeg- ar hann fór út með stúlkum, sem voru of ljóshærðar eða alltof vel vaxnar eða áberandi klædd- ár. Við þau tækifæri hafði hann álltaf hugsað: Það er aðeins ein ástæða til þess að ég fer út með þessari stúlku og það vita það allir. Hann settist í stólinn við hlið- Ina á henni. snart hönd hennar og sagði: — Ég er alveg vitiaus HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDð Laugavegi 18. III h. (lyfta) SIMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömurl Hárgreiðsla við allra hæfi T J ARN ARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SÍMT- 14662 HÁRGRETDSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SfMI: 1465' — Nuddstofa á sama stað. I i stúlku sem skildi hvorki eftir I símanúmer né heimilisfang. Haf- I ið þér nokkra hugmynd um hvar ég get haft upp á henni? Það var ekki fyrr en þau voru búin að borða og voru að drekka kaffið — þau voru nú einu gest- imir í veitingahúsinu — að Jack 6agði: — Þú fluttir í gær. Hvert fluttirðu? — Við hvað áttu? spurði Ver- onica undrandi. — I gærdag, þegar þú fórst frá mér sofandi á hótelinu, sagði Jack blátt áfram, — fórstu þang- að sem þú bjóst, pakkaðir niður í töskur þína og fluttir. Hvar áttu núna heima? Veronica leit skelkuð á hann. — Hvemig veiztu allt þetta? spurði hún. Þá sagði hann henni frá heim- sókn Bresachs og lýsti hnífnum. tárunum ofsa hans í svefnher- berginu. Meðan hann talaði varð andlit Veronicu hörkulegra, miskunarlaust, reiðilegt. — II cafone, sagði hún. — Hvað þýðir það? Hún yppti öxlum. — AUt mögulegt, sagði hún. — Vitlaus. huglaus...... — Hvemig vissi hann um mig? spu’rði Jack. — Ég sagði honum það, sagði Veronica. — Þykir þér það leið- inlegt? — Onei. sagði Jack vingjam- lega. — I svipinn þykir mér það ekkert leiðinlegt. En það var ekki laust við það í nótt, þegar hann stóð og otaði hnífnum.... — Ef þú vilt endilega fá að vita það.... Hún setti stút á munninn og varð svolítið fýluleg. — Þá var það eina leiðin til að sleppa frá honum. Annars hefði hann gert hræðilegt uppistand; hann hefði elt mig. Hann lofaði því. að ef ég segði honum með hverjum ég hefði verið og nafn- ið á manninum, bara nafnið. þá myndi hann leyfa mér að fara. Og hann lofaði. að hann skyldi ekki gera uppistand, hver svo sem það væri. — Honum fannst það kannski ekki neitt uppistand að stinga hníf inn á milli rifjanna á mér. sagði Jack. — Vertu ekki að narrast að þessu, sagði Veronica. — Það væri alveg eftir honum að gera bað. Hún hló beisklega. — Og ég sem hélt, að ég væri búin að finna mér þokkalegan banda- ríkjapilt og væri laus við alla þessa brjálæðislegu ítölsku af- brýðisemi! __ Hver er hann? spurði Jack. — Hvað er hann að gera í Róm? Hvemig er sambandi ykkar hátt- að? Veronica opnaði munninn, svo lokaði hún honum aftur og þagði. Hún horfði á hendur sínar. Frítt, tilfinningarikt andlitið varð dálítið undirfurðulegt með- an hún velti fyrir sér hvort hún ætti að segja sannieikann eða ekki. — Af hverju viltu vita þetta allt? spurði hún til að fá frest. — Ef einhver reyndi að drepa þig, sagði Jack. — vildirðu þá ekki gjaman fá að vita allt um hann? — Hann hefur verið hér í Róm í næstum tvö ár. sagð: Veronica. — hann hefur ein- hvem smástyrk frá bandaríska ÞJÖÐVILJINN hemum, Hann segist eiga mjög ríka foreldra, en það lítur ekki út fyrir að hann fái mikla pen- inga frá þeim. Hann segist vera hér til að kynnast kvikmyndum. Hann er alveg vitlaus í ítalskar kvikmyndir. Hann langar til að verða leikstjóri eða framleið- andi eða eitthvað þessháttar. Það er honum að kenna að ég íór að horfa á myndina sem þú ieikur í. Hún brosti dálítið neyð- arlega. Hann sagði að ég yrði að kynnast því hvað þú gætir. Jæja, ég fékk að kynnast því, finnst þér ekki. — Hamingjan góða, sagði Jack. — Hann þýðir úr ítölsku á ensku, hélt Veronica áfram. — Hann fær aukaskilding á þann hátt. — Hefur hann nokkra hæfi- leika, spurði Jack forvitnislega. — Það heldur hann. sagði hún. — Að eigin áliti hefur hann me:ri hæfileika en nokkur annar í Róm. — Eru fleiri þeirrar skoðun- ar. — O, hann umgengst heilan sæg af soltnum leikurum og skáldum, fólk sem enginn hefur heyrt minnzt á og þeir segja honum allir að hann sé snill- ingur. Hún hló fyrirlitlega. — Þeir hata alla aðra. Þeir hafa ekki áhuga á neinum nema öðru fólki sem er eins og þeir og enginn hefur heyrt minnzt á. Hann hefur skrifað handrit, sem hann getur ekki fengið neinn til að taka, en þegar vinir hans 23 tala um það, er engu líkara en hann hafi verið að enda við að skrifa Divina Cómedia. — Hvað finnst þér? — Ef séní eru svona, sagði hún. — Þá er bezt að þau finni sér annað kvenfólk. Þetta á ekki við mig. — Hvað hefur þú þekkt hann lengi? — Um það bil ár. sagði Ver- onica. —Hvað hefurðu búið lengi með honum? Hún hikaði og Jack sá að hún var á báðum áttum um hvort hún ættj að sggja satt eða ljúga. — Bara þrjá mánuði, sagði hún. — Hann elti mig á röndum. Hann er mjög laglegur, sagði hún sér til afsökunnar. — Já, hann er það, sagði Jack. — Ég sagði honum að ég elskaði hann ekki, sagði Veron- ica og rödd hennar var dálítið ó- notalega gremjuleg meðan augu hennar flöktu órólega og svik- samlega fram og aftur, eins og hún væri ekki að tala við Jack. heldur við yfirgefna elskhugann. — Ég sagði honum, að ég yrði að vera frjáls, svo að ég gæti farið út með öðrum karlmönn- um ef ég vildi. Hann sagði auð- vitað, en þegar við vorum búin að vera saman einu sinni — — Hún yppti öxlum. — alveg eins og Itali, sagði hún bitur. — Ef ég gerði svo mikið sem heilsa manni á götu, Tragedia. Það er ekki að undra þótt hann sé hrifinn af Róm. Hann er It- ali innst inni. Og svo þetta með hnífinn . . . Hún hnussaði fyr- irlitlega. — Ég gæti hugsað mér að tala yfir hausamótunum á honum. Hvað vill hann eigin- lega að ég geri — sofi hjá hon- um, þegar ég er ástfangin af öðrum manni? Og ég sem hélt að Bandaríkjamenn væru stoltir. — Sagðistu vera ástfangin af mér? spurði Jack vantrúaður. — Já. auðvitað, sagði Veron- ica mjúkum rómi, meðan lang- ar hendurnar fitluðu við tösku- hankann. — Hvað sagði hann við því, spurði Jack. — Þetta vanalega. Hún hnussaði aftur fyrirlítlega. Hann kallaíH mig hóru. Ég skal segja þér, að það ætti að gera hann að ftöísfcum heiðursborgara. — Hótaði hann þér líka? — Nei, ekki ennþá, sagði Ver- onica áhyggjulaus. — En það kemur sjálfsagt að því. — Hvað ætlarðu að gera, spurði Jack. Hann sá í huganum Veronica liggja í blóðpOHi og blaðaskrif- in og yfirheyrslurnar í réttinum. Ég ætla etj rwmsta kosti uxeð tilliti til alls þessa að geta sagt henni að ég elski hana. Að minnsta kosti svolítið. — Hvað á ég að gera? Hún yppti öxlum. — Ekki neitt. Ég segi honum ekki hvar ég á heima og hann finnur mig aldrei. — Hann fer þangað sem þú vinnur, sagði Jack. — Hann er búinn að því, sagði Veronica. — 1 morgun. Þeir hringdu í mig. Ég á vin þar og hann hringdi í mig. Ég tek mér fri. Ég ætla mér ekki að vinna næsta hálfa mánuðinn. Hún brosti elskulega til hans. — Ég ætla að helga mig þér eingöngu. Og auk þess þarf ég að fá frí. Það væri indælt . . . hún lagði höndina ofaná hönd hans og lék varlega við fingur hans. — Það væri indælt, ef við gætum farið burt saman í hálfan mánuð . . . • — Já, það væri indælt, sagði | Jack og honum var ekki alvara; 1 honum fannst tilhugsunin um að vera aleinn með henni í hálfan mánuð ekki sérlega freist- andi. — Það er bara, að ég get ekki tekið mér frí í hálfan mán- uð. Ég verð að vera hér um kyrrt. Hann veit hvar ég er. Jafnvel þótt ég flytji getur hann fundið mig á tíu mínútum. — Mér finnst þú ættir að fara til lögreglunnar, sagði Ver- onica. — Segðu þeim að hann ■ hafi ógnað þér með hnífi. Þá ! setja þeir hann inn í hálfan mánuð og hann ónáðar okkur ekki. Jack tók höndiná burt vit- andi vits. — Hvað sagðist þú heita, stúlka mín? spurði hann. — de Medici? Borgia? — Hvað þá? sagði Veronica undrandi. — Hvað varstu að segja? — Nei, sagði Jack. — Við skulum gleyma lögreglunni í bili. — Ég var bara að reyna að vera hagsýn, sagði Veronica dá- lítið sár. — Leyfðu mér að spyrja þig einnar spumingar enn. sagði Jack. — Hvað ætlarðu að gera, þegar þessi hálfi mánuður er l'ðinn og ég fer burt? —Ég hugsa um það þegar þar að kemur, sagði hún blátt áfram. Jack andvarpaði. Fjandinn hirði Despiére, hugsaði hann ó- maklega. Hann þurfti endilega að heilsa öllum á Via Veneto gærdag. — Það er eitt sem við gætum gert, sagði Jack og rödd hans var kæruleysisleg. — Við gætum skilið. Hún varð á svipinn eins og bam sem hlotið hefur refsingu. — Vilfcu það. Jack hikaði. Hverju sem hann svaraði, þá væri það ekki satt. Nei, sagði hann. Klapparstíg 26 Sími 19800 BÍLALEI6AN BÍLLINN RENT-AN-ICECAR SÍM1 18833 (^onóui (^ortina ^ercary ((omet úóia-jeppar 2ephyr 6 & BILALEIGAN BILLINN HÖFÐATÖN 4 SÍM1 18833 Sunnudagur 19. júíí 1964 Skrá yfír umboðsmenn Þjóð viljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Simi 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð HAFNARFJÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helgi Björnsson. HÓLMAVÍK: Árni E. Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVÍK: Arnór Kristjánsson. HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæfnundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir. RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. BÚÐAREYRI, REYÐARFIRÐI: Helgi Seljan. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 201. SELFOSS: Magnús Aðalbjarnarson. Kirk'juvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR: Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. FERÐIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SIÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN ' FERÐASKRIFSTOFAN LANDSYn TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. UMBOÐ LOFTLEIÐA. P.O. BOX 465 - REYKJAVÍK. Auglýsið í ÞjóðvHjanum I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.