Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 7
Það viðrar ckki alltaf til sól- oc sjóbaða á hinum róniuðu bað- ströndum moginlandsins fremur en í Nauthólsvíkinni okkar við Skerjafjðrð, en þegar veðurguðirnir eru hliðhollir sóldýrkendum er líka manngrúa að sjá á þessum stöðum. Myndirnar cru frá bað- stað við Eystrasaltstrðnd Þýzka alþýðulýðveldisins. Á baðströndinni Sunnudagur 19. julí 1964 ÞJ6ÐVILIINN SÍÐA <J SKÓLASTJÓRAR RÆÐA FELAGS- LEG VANDAMÁL UNGLINGA Dagana 2.-5. júli var hald- inn fundur á AlþýðuskóUnum á Eiðum með *kólastjórum héraðs- mið- og gagnfræðaskól- anna. Fræðslumáiastjóri boðaði til fundarins í *amráði við menntamálaráðherra og stjóm jagnfraeðastig»ins. Aðalumræðuefni fundarins' var félagsleg vandamól ungl- inga og flutti Jónas Fálsson, ■ ilfraeðingur, mjög athyglisvert amsöguerindi. Miklar umræður urðu um etta vandamál. ^amþykkt var ð vekja athygli almennings, fræðslumálastjómar og stjóm- arvalda á eftirfarandi atriðum: I. 1. Félagsleg vandamál ungl-, inga verði ekki aðgreind frá félagslegum vandamál- um þjóðfélagsins í heild. 2. Störf unglinga í skólum og á fjölmörgum sviðum atvinnu- og þjóðlífs sýna, að þorri islenzks æsku-^ fólks þroskast eðlilega og vex upp til að verða nýt- ir og dugandi þjóðfélags- þegnar. Eigi að síður á allstór hópur unglinga v-ð alvarleg félagsleg vanda- mál að stríða, sem leiða til óreglu og hegðunar- vandkvæða eins og dæmi eru um. Sum þeirra vandamála eru í eðli sínu persónuleg og s:ð- ferðileg og verða ekki leyst með félagslegum úr- ræðum einum. 3. Hinir fullorðnu, sem raun- verulega eru allir með einhverjum hætti uppal- endur í þjóðfélaginu maettu ávallt yera þess minnugir, hver áhrif for- dæmi þe'rra hefur. Ungl- ingamir tile'nka sér sjálf- rátt og ósjálfrátt mat . þeirra á andlegum og efnalegum verðmætum svo og siðgæði þeirra og þá hætti og siði, sem æskufólki þykja eftir- breytniverðir. 4. Vinna unglinga á almenn- um vinnumarkaði hefur leitt til þess, að margir þeirra hafa mikil fjárráð. Hins vegar njóta þeir oft lítillar leiðsagnar um með- ferð fjárins. enda veikja fjárráðin iðulega uppeldis- aðstöðu foreldra. Aukin fjárráð unglinga hafa eínnig le'tt til þess. að magnazt hefur sérstök viðskipta-starfsemi í land- inu, sem hefur það að markmiði að hagnýta fjár- muni unglinganna í gróðaskyni, með því að m'snota eðlilega skemmt- anaþörí þe'.rra. Af þessu stafar íslenzkri æsku nú meiri hætta en fyrri kyn- slóðir hafa átt við að stríða. 5. Mjög skortir á. að ýmsum reglum. sem bömum og unglingum eru settar af hálfu stjórnarvalda, sé framfylgt. Foreldrar, og allur almenningur í land- inu gerir sér oft ekki ljöst uppeld'slegt gildi þess, að reglur og fyrirmæli séu virt. Agaleysi sumra ungl- inga má að nokkru leyti rekja til þessa. II. Fundinum er ljóst. að á skól- unum hvílir mikil ábyrgð aö því er snert.r félagsleg vanda- mál unglinga ekki síður en fræðslu þeirra. Það starf ber skólunum að rækja eftir því, sem aðstæður leyfa. Til þess þarf einkum færa menn í þjónustu skólanna, og gera verður skólunum fjárhagslega kle'ft að tryggja sér störf slíkra manna að félagsmálum unglinga og efla að öðru leyti aðstöðu þeirra til félagsstarf- semi. Hins vegar er skólunum ekki fært, og 'raunar ekki æskilegt, að taka einir að sér að sjá fyr'r félagslegri þörf unglinga, og því telur fundurinn rétt. að efld sé ýmis heilbrigð fé- lagsstarfsemi á meðal æsku- fólks. svo fremi að ekki komi í bága við skyldustörf nem- enda vegna skólans. Kennslu og fræðslustörf skólans eru í sjálfu sér snar þáttur félagslegs og persónu- legs uppeldis unglinga. Því er mjög mikilvægt, að skóla- starfið sé aðhæft og end- umýjað t'l samræmis við breyttar aðstæður. Minnir fundui'inn í því sambandi á tillögur, sem samþykktar voru um það efni á fundi skóla- stjóra héraðs-, mið og gagn- fræðaskóla sl. vor, og telur miður farið, að þær hafa ekki enn komið til framkvæmda. 1 sambandi við fund skóla- stjóranna á Eiðum, var hald- inn aðalfundur s.kólastjórafé- lags gagnfræðastigsins. Stjóm félagsins skipa: Árni Þórðarson, Reykjavík. formaður. Ölafur Þ. Kristjáns- son, Hafnarf., varaformaður. Jón A. Gissuraron, Reykjavík. r'tari. Magnús Jónsson, Rvík. gjaldkeri og Þórarinn Þórarins- son, Eiðum. Norrænt húsmæðrakennara- mét í Reykjavík næsta sumar Aðalfundur kennarfélagsins Hússtjómar var haldinn í Hús- mæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni dagana 25.—28. júní sl. Aðalmál fundarins voru kennslumál og undirbúningur norræns hú*mæðrakennaramóts í Reykjavík í júlí 1965. Álykanir fundarins um fræðslumál voru þessar; I. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjóm að hefja nú þeg- ar undirbúning að byggingu nýs skólahúss íyrir Húsmæðra- kennaraskóla Islands, núver- andi húsnæði skólans er al- gerlega ófullnægjandi. einkum kennslustofur fyrir aðalverk- námsgreinar skólans, mat- leiðslu, þvott og ræstingu. Skortur er nú mikill á hús- mæðrakennurum, er því að- kallandi að húsnæðismál skól- ans komist í viðunandi horf, svo að hægt verði að braut- skrá nægilega marga kennara. Ennfremur bein'r fundurinn þeim eindregnu tilmælum til sömu aðila að flýta svo sem unnt er afgreiðslu frumvarps til laga um Húsmæðrakenn- araskóla íslands, er nú ligg- ur fyrir hjá menntamálaráðu- neytinu, II. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til hátt- virts menntamálaráðherra, að hann í samráði við námsstjóra húsmæðrafræðski og handa- vinnu. skipi nefnd sérfræðinga til að endurskoða og semja reglugerð um nám handavinnu- og vefnaðarkennara. III. Fundurinn skorar á fræðslumálastjórn. að hun hlutist til um að hraðað verði byggingu kennslueldhúsa i gagnfræðaskóíum landsins. Eins og nú er ástatt er mik- ill skortur á kennslueldhúsum, og er því ekki hægt að veita neniendum gagnfræðaskólanna þá hússtjórnarfræðslu sem nauðsyn er, og þeir e'ga heimt- ingu á að njóta. IV. Fundurinn skoxar á Kven- félagasamband lslands að efla og auka upplýsingaþjónustu fyrir húsmæður og ráðunauta- starf í þeirra þágu. V. Fundurinn beinir þeirri fyrirspurn til Iðnaðarmála- stofnunar Islands, hvað miði athugunum og undirbúningi þess, að koma á stöðlun eld- húsa og skápainnréttinga i íbúðarhús. Jafnframt skorar fundurinn á Iðnaðarmálastofn- unina að hraða þeim fram- kvæmdum. VI. Fundurinn skorar á Al- þingi og ríkisstjóm að hraða afgreiðslu frumvarps til l$ga um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, sem nú liggur fyrir Alþingi, og fella nú þeg- ar inn í frumvarpið grein um rannsóknarstofnun heim'l- anna. svo sem komið hefur fram og grein er gerð fyrir í bréfi frá Kvenfélagasam- bandi Islands til ríkisstjórnar- innar og alþingismanna. Nú á dögum verða svo örar breytingar á framle'ðsluháttum og vöruframboði, að æ örð- ugrá verður fyrir kennara og leiðbeinendur húsmæðra að afla sér upplýsinga og þekk- Framhald á 9. síðu. 18. DAGUR. Þann vetur giíti Jarizleifur konungur dóttur sína Haraldi. Sú hét Elísabet; þá kalla Norðmenn Ellisif. En að vori byrjaði hann ferð sína úr Hólmgarði og fór um’ vorið til Aldeigju- borgar, fékk sér þar skip og sigldi austan um sumarið; sneri iyrst til Svíþjóðar og lagði^il Sigtúna. Haraldur fann þar Svein Olfsson. Það haust hafði hann flúið fyrir Magnúsi konungi við Helganes. En er þeir fund- ust, fagnaði hvor cSrum vel. Ölafur sænski Svíakonungur var móðurfaðir Ellisifjar, konu Haralds, en Ástríður, móðir Sveins, var systir Ölafs konungs. Gerðu þeir Haraldur og Sveinn íélagskap og bundu einkamálum. Allir Svíar voru viair Sveins, þvi' að hann átti þar ina stærstu ætt í landi. Gerðust þá og allir Svíar vinir Haralds og liðsinnismenn. Var þar margt stórmenni bundið í mægðum við hann. Síðan réðu þeir sér til skipa, Haraldur og Sveinn, og dróst þeim brátt her mikffl. Og er lið það var búið, þá sigla þeir austan til Danmerkur. Þeir lögðu fyrst til Sjálands og herjuðu þar og brenndu víða þar. Síðan héldu þeir til Fjóns, gengu þar upp og herjuðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.