Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.07.1964, Blaðsíða 12
3 4 rIond I' er nú komii í nánd vii Venus Þetta er ekki draumahúsið, KÆRUSTUPAR í SÍLDINNI Þau hafa aldrei saltað síld Sður og lögðu upp á Fíatbiln- um sínum norður í land til þess að salta í sumar. Hún v'áf'bdin að ráða sig hjá Síld- inni á Raufarhöfn og hann ætlaði að fljóta með og ráða sig jafnframt á það síldar- plan. Þegar þau komu til Raufar- hafnar var fuliráðið á þessu plani og héldu þá aaustur á bóginn og höfnuðu loks á Vopnafirði. Vopnafjörður er ungur síld- arbær og þar er mikið af gömlum húsum frá kreppuár- unum og íbúatala þorpsins tvöfaldast á nokkrum dögum. þegar síldarvertíðin hefst á sumrin. En það er nóg að gera á Vopnafirði, það vantar bara húspláss undir fólkið. Þannig gerðust þau tjaldbúar í sumar, og er tjaldið þeirra á grænu túni með lömbum og kríum að nábúum og einkavinum. Er stutt að fara ofan á síldar- planið Auðbjörgu, þar sem þau salta bæði í sumar. Þau heita Hrefna Haralds- dóttir og Jósip Kujundzic og eru búsett að Laugarásvegi 51 í Reykjavík. Hún er reykvísk og hann er júgóslavneskur og hefur unnið fimm ár hér á landi, — fyrst á Álafossi og síðar x Hampiðjunni. Þau hafa verið trúlofuð í þrjú ár og eiga litla stúlku, sem er í gæzlu hjá eldri konu í sum- arbústað upp við Elliðavatn. Þetta hafa verið erfiðir dag- ar, segir húsfreyjan á staðn- um og býður upp á kakó, og eldum við mat okkar á prím- us. Er hér allt fullt af sóti og skít. Við þurfum að ganga langar leiðir til þess að ná í vatn til eldamennsku og þvotta og mér finnst stundum sal- emið vera hinum megin á hnettinum. Undanfarna daga hefur verið norðaustan næð- ingur og hef ég - aldrei hlusi- að svona spennt á veðurfréi ir fyrr á ævinni og er stund um að hugsa til þeirra á '?eð- urstofunni fyrir sunnan. /Etli sé hlýtt þar? Svo er svo m k- ið kæruleysi í málrómi þul- anna í útvarpiru. þegar þeir eru að tilkynna kuldann hér fyrir norðaustan. Við tökum langar vinnu- tamir bæði við söltun og í tímavinnu og er hrollkalt að setjast að í tjaldinu eftir hverja slíka törn. Þá er mað- ur þreyttur, kaldur og skít- ugur og allt svo leiðinlegt. Ég hef aldrei skilið fyrr mikilvægi húsnæðis í heimin- um. Hana nú, — nú ætlar hún að byrja að tala um draumahúsið, segir júgóslav- neski kærastinn. Þetta er orð- ið mikið hús og verður erfitt að fá lóð í Reykjavík undir öll þau ósköp. Við erum búin að salta áttatíu tunnur í sumar og er það mikil vinna þegar svona mikið úrkast er úr síldinni. Mest sakna ég þó litlu stúlk- unnar minnar. Hún verður tveggja ára í ágúst. En hér verðum við þangað til í september. — g.m. LONDON 17/7 — Brezkir vís- indamenn við stjömuathuguna- stöffina í Jodrell Bank reyndu i Sovétríkin munu styðja Indónesín MOSKVU 17/7 — A föstudag lýstu Sovétríkin stuðningi sín- um við Indónesíu í baráttunni gegn Malasíusambandinu. 1 sam- eiginlegri yfirlýsingu, sem var birt í Prövdu eftir heimsókn dr. Subandrios utanríkisráðherra Indónesa, var það látið uppi að rætt héfði verið um aukin vopnakaup frá Sovétríkjunum. Samkvæmt fregnum frá Indó- nesíu hafa Sovétríkin fallizt á að birgja her þeirra töluverðu magni nýrra vopna. I yfirlýsingunni var það tek- ið fram, að Sovétríkin hefðu samúð með baráttunni fynr frelsi íbúa Norður-Bomeo og séu, eins og Indónesía andvíg á- ætlunum nýlendustefnunnar nýju um Malasíu og fleiri lands- syæði. Auk samninganna um vopna- kaup urðu báðir aðilar ásáttir um að auka verzlunarviðskipti gær að rekja ferðir sovézks geimskips sem ætlað er að sé nú í nánd við reikistjömuna Venus. Má vera að á næstu sólarhringum fari geimskipið svo nálægt reikistjörnunni, að það geti tekið fyrstu sjónvarpsmyndir af henni. Geimskipið heitir „Zond 1“ og var því skotið á loft 2. apríl, og skyldi hlutverk þess vera að greiða fyrir fullkomnun geim- skipa sem skotið er til annarra hnatta. Sovézkir hafa síðan sagt fátt um geimskipið og Sir Bern- ard Lovell, einhver helzti stjam- fræðingur Breta, segir að þeir hafi ekki viljað gefa Jodrell Bank upplýsingar um öldutíðni þá, er sent er út frá því. né held- ur um upphaflega stefnu þess. Ekki var vitað hvort það ætti að fara til Venusar eða ein- hverrar annarrar reikistjömu í upphafi, en síðan hafa sovézkir breytt stefnu þess með merkja- sendingum frá jörðu, og Sir Lov- ell álítur að nú nálgist það senn Venus, sem fyrr segir. Fyrri tilraunir sovézkra vís- indamanna til að skjóta geim- skipi til Marz eða Venus heppn- uðust ekki fullkomlega. þar sem senditæki biluðu. Austur-Evrópuríki ræiu verzlunurmál Mjólkursamlag á Þórshöfn Þórshöfn, — Verksmiðjuhús fyrir mjólkUrsamlag hefur ver- ið í byggingu á Þórshöfn síðan sumarið 1963. Það er staðsett í útjaðri þorpsbs og er nú orð- ið fokhelt. Frekari framkvæmd- ir liggja nú niðri vegna láns- fjárskorts og verður ekki haf- izt handa fyrr en næsta vor. Vélakostur er ætlaður góður og eiga gerilsneyðingartækin að vinna um tólf hundruð lítra á klukkustund. Þama verður framleitt smjör, skyr og geril- sneydd mjólk og hugað er að viðbyggingu fyrir cstagerð. Þetta er mikið lífsspursmál fyrir sveitimar í Þistilfirði og á Langanesströnd og þegar fréttist um tilkomu mjólkursam- lagsins hófu tveir menn búskap að nýju. Þeir höfðu brugðið búi og flutzt á mölina. Þeir búa í Hvammi og hafa nú byggt raðhús fyrir tvær fjölskyldur á jörðinni. MOSKVU 18/7 — Lokið er fundi í efnahagssamvinnustofn- un iAustur-Evrópurikja, COM- ECON og stóð hann þrjá daga. Tilkynning um ráðstefnuna boð- ar aukna verzlun milli sósíal- istisku landanna með almennan neyzluvaming, en á síðustu þrem árum hefur verzlun á þessu sviði þegar aukizt um 56 af hundraði. í tilkynningunni er einnig sagt að samstarfið hafi orðið öllum aðilum til mikilla hags- bóta. Öll aðildarríki tóku þátt í ráðstefnunni, einnig Rúmenía, sem hingað til hefur verið tal- in fremur óánægð með sitt hlut- skipti í efnahagssamvinnu á vettvangi COMECON. Maður er þreyttur og kaldur. Bundurískir fíokkur eru ui ríilust _ Útnefning Barry Goldwat- tíðindi frá suðurríkjademókrat- er sem forsetaefni Repúblikana anum Wallace ríkisstjóra í Ala- er líkleg til að riðla mjög bama, að hann hafi fullan hug flokkaskiptingu í Bandaríkjun- á að bjóða sig fram sjálfur ,,ef um. Og muni hinir afturhalds- ekki kemur fram frambjóðandi sömu Demókratar í Suðurríkj- sem virðir rétt einstakra ríkja'* unum margir hverjir styðja eins og hann orðar það, en Goldwater, þar eð hann hefur Wallace er mikill andstæðingur eins og þeir lýst andstöðu við jafnréttis kynþátta. Stuðnings- mannréttindafrumvarp það sem menn hans mun þó reyna að fá fyrir skömmu var samþykkt af hann til að styðia Goldwater. þinginu. Hinsvegar muni hinir 4>- - frjálslyndari meðal Repúblikana snúa baki við flokknum, a.m.k. í þessum kosningum. Nelson Rockefeller, sem um tíma var álitinn líklegur fram- bjóðandi Repúblikanfl hefur nú ákveðið að snúa baki við Gold- water. Hinsvegar berast þau HVALKJOT TIL ENGLANDS Goðafoss hefur undanfama daga lestað 650 tonn af hval kjöti á Akranesi. Skipið heldur til Englands með þennan varn- ing. Afli glæðist á Þórshöfn ÞÓRSHÖFN. — Fiskafli Þórs- hafnarbáta hefur veriff meff af- brigðum lélegur síðastliðiff vor og hafa bátarnir fengið þetta tvö til fjögur skippund eftir róðurinn, en hann hefur tekið tvo sólarhringa, því að bátarn- ir hafa sótt á mið suður fyrir Langanes. Síðustu daga hefur þótt skipta um með aflasæld og hafa bátarnir fengið allt að tíu skip- pundum og þykir gott eftir allt fiskileysið. Við hittum Georg Ragnarsson niðri á bryggju á Þórshöfn fyrir skemmstu og var hann að dútla við vélina í Hlíf sinni. Hann er fæddur að Skor á Langanesi og hefur verið sjó- maður alla sína tíð á Þórshöfn. Hann segir að ellefu dekkbátar séu gerðir út frá Þórshöfn og sé þetta atvinnuvegur þorpsbúa og svart sé nú í álinn fyrir eyjum og gerðu það sæmilegt. byggðarlagið vegna fiskleysis Þrír bátar hafa verið á kola að undanfarin tvö ár. Tveir bátar undanförnu og fengið fimmtíu voru þó á vertíð í Vestmanna- körfur eftir lögnina. Seinsprottið á Bakkafirði Bakkafirffi, — Hann er að spenntir fyrir síldarverksmiðj- brýna ljá sinn og segist hafa unni, en útvegurinn má ekki byrjað slátt um síðustu mán- gleymast, segir Árni. aðamót. Það hefur verið föst regla hjá honum að byrja slátt fyrsta daginn í júlí alla hans búskapartíð á Bakkafirði. Hann heitir Ámi Friðriksson og varð einmitt sjötíu og fjögurra ára 1. júlí. Svona hefur hann alltaf byrjað á afmælisdaginn. Hann var tíu ára gamall, þeg- ar hann fluttist til Bakkafjarð- ar úr Þistilfirðinum og hóf þá sjómennsku og hefur stundað hana alla sína tíð og á nú tvo syni og einn tengdason, sem róa allir frá Bakkafirði. Nokkuð er seinsprottið í ár og hafa þó fleiri hafið slátt í kauptúninu og stendur einna helzt á hrepp- stjóranum. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á hvernig útveg- urinn er að lamast í þorpinu vegna fiskileysis. Allir eru svo Gelt frá Gufuskálum í eyrum Ólsara ÓLAFSVÍK. — Ferðamanna- straumur hefur verið með mesta móti nú í sumar, enda getur fólk nú farið hringferð um allt Snæfellsnes. Nú er hér í fyrsta sinn einhver aðstaða til að taka á móti ferðafólki. — Verzlunin Skemman hefur opnað gistihús, þar sem er rúm fyrir 14 manns og geta gestir fengið morgun- mat, Þá hefur Jafet Sigurðsson sétt upp greiðasölu hér í þorp- inu. Eitt er það sem angrar okkur Ólsara og hefur gert all lengi, við getum semsé ekki hlustað á útvarp eins og aðrir landsmenn, því að oftast heyr- ist lítið í því annað en alls kon- ar óhljóð einna líkast gelti. Truflanir þessar munu vera svona áberandi végna þess að í næsta nábýli við okkur er hin mikla Loranstöð bandarískra á Gufuskálum. Þótt útvarpsefnið sé kannski ekki alltaf upp á það bezta, hlýtur það þó að vera skárra en þetta déskotans gelt sem hljómar í eyru okkar í hvert sinn sem við opnum út- varpið. Moro myndur uftur stjórn á ítulsu Róm 18/7 — Forystumenn þeirra fjögurra stjómmálaflokka sem stóðu að samsteypstjóm Moros er hrökklaðist frá á dögunum, hafa nú komið sér saman um myndun nýrrar stjómar. Aldo Moro verður áfram forsætisráð- herra, en hann er e'nn af for- ingjum þeirra kristilegu demó- krata sem hafa stefnt að því að flokkurinn leitaði pólitísks sam- starfs til vinstri. Myndun hinnar nýju stjórnar hefur genglð heldur erfiðlega, og nú síðast sátu fulltrúar flokk- anna fjögurra þrettán klukku- stundir samfleytt á fundi. Sósí- aldemókratar og Repúblikanar hafa þegar gengið frá aðild sinni að hinni nýju ríkisstjórn, en Sósialistaflokkur Nenni og Kr'stilegir demókratar bíða enn eftir staðfestingu miðstjóma flokka sinna. Sunnudagur 19. júlí 1964 — 29. árgangur — 160. tölublað. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.