Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÖA MÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júli 19G4 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðslá, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Birgðastöð JJernámssinnar hafa allt til þessa streitzt við að neita þeirri augljósu staðreynd, að hernaðarleg þýðing landsins hafi stórum minnkað með nýjustu hemaðartækni, flugskeytum, sem draga heimsálf- anna á milli. En nú hefur dr. Kliesing frá þing- mannasambandi NATO-ríkjanna komið þeim í slæma klípu með því að viðurkenna þessa stað- reynd opinberlega. Sú „illa nauðsyn“ sem her- námssinnar hafa svo oftlega afsakað hernámið með er því ekki lengur fyrir hendi, og hefði því mátt ætla að þeir fögnuðu þessari yfirlýsingu sérstaklega. En það er öðru nær; ekki voru þessi ummæli dr. Kliesings þornuð á prenti, þegar her- námssinnar voru búnir að finna upp nýjar rök- semdir fyrir nauðsyn áframhaldandi hernáms. Þannig segir Vísir í fyrradag, að eftir sem áður verði ísland „eftirsóknarverð birgðastöð“; „Þess vegna má búast við árás, ef varnirnar eru ekki í lagi“, segir Vísir í áköllun sinni um áframhald- andi hernám. J þessari röksémdafærslu Vísis er með öllu geng- íð fram hjá þeim sannindum, sem liggja jafn- vel opin fyrir hverju skólabarni og ritstjóri Vísis ætti því einnig að gera sér grein fyrir, að enginn staður á jörðinni verður af sjálfu sér hernaðarleg „birgðastöð“. Það gerist þá fyrst, þegar birgðirnar eru komnar þangað. Þessu atriði er lýst á áhrifa- mikinn og eftirminnilegan hátt bæði 1 máli og myndum í hinni kunnu dauðaskýrslu, sem dr. Ágúst Valfells forstöðumaður almannavarna samdi fyrir dómsmálaráðherra. Þar er rækilega undirstrikað, að það eru einmitt ýmsax „birgðir“, hernaðarútbúnaður og annað þess háttar, sem kallar árásarhættu yfir Keflavíkursvæðið og hugs- anlega herstöð í Hvalfirði. Það er líka athyglis- vert, að Vísir leggur á það höfuðáherzlu að her- námsliðið sé hér til þess að verja „birgðastöð“ á vegum Atlanzhafsbandalagsins, — „birgðastöð“ sem býður heim tortímingarhættu fyrir þorra ís- lenzku þjóðarinnar i stað þess að bægja þeirri hættu frá. Þannig er ekkert orðið eftir af hinum svokölluðu rökum fyrir hernáminu; eftir standa málsvarar þess ávallt reiðubúnir að verja her- námið sem slíkt hvað sem í skerst. • /ii „Erlend fors/a 'Jh'minn ásakar ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir það að láta íslendinga búa við „erlenda forsjá“ í sjónvarpsmálum, og leggur réttilega áherzlu á, að í „engu frjálsu landi þekkist slíkt einkaleyfi erlends aðila“. Hins láist Tímanum að geta, að það var Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra í samstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem leiddi þessa „djöfuls forsmán" yfir þjóðina, svo notað sé annað orðalag, sem einnig hefur séz't á síðum Tímans um þessa „erlendu forsjá“. En þetta er svo sem ekki eina málið. þar sem Fram- sókn hefur lagt blessun sína yfir sjálfan verknað- inn, en þykist svo skeleggust allra í baráttunni gegn afleiðingum hans. — b. Hin mikla búbót Vopnfirðinga Síldarverksmiðjan á Vopna- firði var fyrir helgina búin að brasða hundrað og þrjátíu þúsund mál og tuttugu þúsund mála þróafpláss fyllist jafnóð- um frá þreyjandi flotanum í löndunarbið. Þetta er sama magn og verksmiðjan bræddi í allt fyrrasumar. He'fur verksmiðj- an braett óslitið sið&n þrett- ánda júní og gengur þar allt e ns og í svissnesku úrverki; hefur braeðslan aldrei slitnað í sundur frá fyrsta bræðslu- degi. Tekti og myndir G. M. Þessi verksmiðja er í miklu uppáhaldi hjá sjómönnum og eru þeir alltaf að hæla henni á bátabylgjunum, eins og þeir skammast mikið út í ríkis- verksmiðjurnar á Seyðisfirði og Reyðarfirði. Stundum hefur einn skip- stjóri orðið á bátabylgjunum og svara þá margir í kór á móti. — Vopnfirðingar eru fæddir sildarmenn sagði einn skipstjórinn í lof/inu á dögun- um og samþykkjandi kurr heyrðist í öllum áttum. Þeir eru slappir á Seyðis- firði. — O, — ho, heyrðist þá allstaðar að í loftinu. — Staðsetning verksmiðj- unnar á Vopnafirði var happa- sæl ráðstöfun og hefur lyf fc heilu byggðarlagi upp úr fá- tækt og dróma, sagði gamall maður með staf á götu utar- lega í þorpinu. 'ÍT ☆ ☆ I gömlu bárujámshúsi sem er hálffalið innan um stór- byggingar verksmiðjunnar. eru skrifstofur hennar og efna- rannsóknarstofa. Maður verður hissa að rek- ast á þessa lágkúrulegu bygg- ingu sem titrar öll og skelfur við tröllaukinn dyn vélanna. Þama inni situr rauðhærð- ur þrekskrokkur í stól og er það framkvæmdastjóri verk- smiðiunnar. Hann heitir Sigur- jón Þorbergsson. Hann er heldur -léttur á brúnina og talar létt við ein- hvern í símanum og hann er ekki fyrr búinn að leggja tól ð á sinn stað en r.áðskona mötu- neytisins kemur inn og heimt- ar •peninga, eins og eigmkona á stóru heim li. Fær hún skjóta afgreiðslu og er rokin á dyr. — Ég er illa svikinn, ef við bræðum ekki þrjú hundruð þúsund mál í sumar og reikna ég þá með óslitinni bræðslu til ágústloka, segir Sigurjón. — Það verður einhver orð- inn lágur til hnésins þá er spá mín. — Annars höfum við verið heppnir með starfsfólk í verk- smiðjunni og eru þeir strmir hér sumar eftir sumar Áttatíu og f'mm menn eru starfandi í verksmiðjunni og er hélming- urinn aðkomumenn. t Verksmiðjustjórinn heitir Guðlaugur Gíslason og vakta- formennimir Tryggvi Jónsson frá Akureyri og S'gurður Ingi- bergsson frá Reykjavík og eru þetta úrvalsmenn á sínu sviði. Þetta er sjötta sumarið, sem verksmiðjan er rekin. Eru margir heimamenn úr þorpinu Sildarverksmiðjan i Vopnafirði. — Allar myndirnar tók G.M. búnir að ná góðri þjálfun við gæzlu vélanna og emm v ð að festast í sessi í síldariðnaðin- um. Annars er verksmiðjan tuttu- ugu ára gömul og var flutt á Steingrimur Sæmundsson er á öðrum löndunarkrananum hjá verksmiðjunni á Vopnafirði. Hann er heimamaður. sínum tima frá Dagverðareyri. Höfum við reynt að endurbæta vélakostinn eins og með auk- inni sjálfvirkni á kynditækj- um og þurrkurum. Verksmiðjan hefur þó enga stækkunarmöguleika, en hún bræðir fimm þúsund mál á sólarhring. Næsta skrefið hjá okkur er að byggja stóran tank til geymslu á síld'nni og nota hann jafnframt sem lýsis- geymslu. Tuttugu þúsund mála þróarrými er of lítið fyrir verksmiðjuna og er hætta á því að bræðslan slitni í sund- ur. Þá erum við í vandræðum með geymslu á lýsinu og höf- um leigt á Hjalteyri í sumar geymslupláss fyl’ir þúsund tonn. Mjölið reynum við að af- greiða eftir hendinni, en auð- vitað vantar stærri mjöl- geymslu. Þá erum við byrjaðir að grafa fyrir grunni á verbúðum fyrir fimmtíu menn og verður þar bæði mötuneyti og svefn- pláss. I vetur unnu að staðaldri tíu til fimmtán menn að við- haldi og endurbótum og vél- stjórar og járnsmiðir komu á Signrjón Þorbergsson verk- smiðjustjóri í skrifstofu sinni. vettvang í aprílmánuði. Vorum v'ð snemmbúnir til þé'sk að taka á móti síldinni og reynd- ist það farsæl fyrirhyggja. Verksmiðjan hefur reynzt mikil búbót fyrir Vopnfirðinga og skilur nú enginn hvemig Vopnfirðingar gátu lifað -áður en þessi atvinnuaukning kom í plássið. — g.m. Einn kventrillari er á mjölhúsloftinu og heitir Birna Ketilsdóttir, 16 ára, til hcimilis að Langagerði 108 í Reykjavik. Hún býst við að sumarhýran verði 60 þúsund krónur. í pústum reykir hún pipu og skýzt út á efnarannsóknastofu, þar sem hún masar við vinkonu sina, Margréti Tryggvadótt- ur frá Akureyri. — Fimm stúlkur vinna í síldarverksmiðjunni á Vopnafirði VÖRUK Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó KRON b ú ð i r n a r . Læknirinn og ljósmóðirin eru til viðtals um Fjölskylduáætlanir og frjógrvunarvamir á mánudögum kl. 4—6 e.h. — Gjald kr. 300,00. káðleggingarstöðin um hjúskaparmál os fjölskylduáætlanir Lindargötu 9 *— II. hæð. I M

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.