Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 10
SÍÐA
tmmmm
Þrjú eða fjögur dugleg högg, og
alit væri um garð gengið. Jack
hristi höfuðið og hætti við þetta.
Ef Bresach hefði verið stærri
og sterkari, hefði hann getað
gert það. En meira að segja í
æsku hafði Jack forðazt að berja
neinn þann sem ekki var jafnoki
hans. Hann hataði alian fauta-
skap, líkamlegan sem andlegan,
og jafnvél sá möguleiki að smá-
vegis ofbeldi nú gæti komið í veg
fyrir mikið ofbeldi síðar, gat
ekki fengið hann til að standa
upp og ganga tii Bresachs og
fara að berja hann.
— Ef ég hef skilið yður rétt,
sagði Jack, — þá eruð þér að til-
kynna mér að þér áskiljið yður
rétt til að drepa mig einhvem
tima í framtíðinni.
— Já, sagði Bresach.
— Hvað kom til að þér ákváð-
uð að halda frið í dag? spurði
Jack.
— Ég vildi tala við yður. sagði
Bresach blátt áfram. — Það er
ýmislegt sem ég verð að fá að
vita.
Hann var að opna dymar að
herbergjum sínum, þegar hann
heyrði hávaða í auðum gangin-
um. Dyr sem lágu að lítilli
! geymslu skammt frá honum,
opnuðust og þegar Jack sneri
sér við, sá hann Bresach flýta
sér'útúr litla skápnum og koma
i áttina til hans úr launsátri sínu
milli þvottafata og kaffikanna. í
óhnepptri, flaksandi úlpu. •
— Hamingjan góða, sagði Jack
reiðilega, gekk til móts við Bres-
ach og hélt á þungum lyklinum
með plastplötunni í hendinni eins
og vopni. — Byrjið nú ekki aft-
ur!
Bresach stanzaði. — Ég var að
bíða eftir yður, sagði hann og
deplaði augunum bakvið gleraug-
un. — Ég er óvopnaður. Þér
þurfið ekkert að óttast. Svei mér
þá. Ég er ekki með hnífinn.
Rödd hans var sárbænandi. —
Ég sver að ég er ekki með hníf-
inn. Þér megið leita á mér. Mig
langar bara til að tala við yður.
tSvei mér þá. Hann teygði hand-
leggina upp fyrir höfuð. — Ger-
ið svo vel að leita á mér!
* Jack hikaði. Jæja. hann á það
víst hjá mér, hugsaði hann. —
Allt í lagi, sagði hann. — Komið
innfyrir.
— Ætlið þér ekki að leita á
mér? sagði Bresach. Hann var
ennþá í kryppluðum molskinns-
buxum og dökkblárri vinnu-
skyrtu og þykkum, upplituðum,
brúnum tvídjakka. Á fótunum
var hann með gamla hermanna-
6kó.
— Nei. ég ætla ekki að leita
á yður. sagði Jack. Bresach lét
hendumar síga og var næstum
vonsvikinn á svip, þegar Jack
opnaði dymar og gekk inn,
Bresach kom hægt á eftir hon-
um. Jack fór úr frakkanum,
fleygði honum yfir stól og snéri
sér að honum.
— Og hvað viljið þér svo?
-,spurði Jack. Yfir hurðinni var
lítil. gyllt klukka greypt inn í
vegginn og Jack sá að klukkan
var fimm mínútur yfir fjögur.
Ef Veronica stæði við orð sín og
kæmi klukkan fimm. yrði hann
að flýta sér, ef honum ætti að
takast að losna við Bresach.
— Má ég setjast? spurði Bres-
ach hikandi.
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiSslu og
snyrtistofa STETNU og DÖDO
taugavegi 18. III h. (lyfta)
SlMI 24616
P E R M A Garðsenda 21
SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa
Dömur) Hárgreiðsla við
allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SÍMI' 14662
HÁRGREIÐSEUSTOFA
AUSTURBÆJAR
OVIaría Guðmundsdóttirl
Laugavegi 13. — SlMI !46Se
— Nuddstofa á sama stað.
— Setjizt endilega, sagði Jack.
Bresach var þreyttur og úrvinda
að sjá, eins og stúdent sem hef-
ur vakað margar nætur til að
lesa undir próf. sem hann er
hræddur um að falla á. Það var
ómögulegt annað en vorkenna
honum. — Viljið þér whiský?
— Kærar þakkir. Bresach
settist í þægilegan stól. Vand-
ræðalega krosslagði hann fæt-
uma og tók með annarri hendi
um öklann á fætinum
eins og hann væri að sitja fyrir
hjá ljósmyndara.
Jack hellti whiskýi í glas
handa honum og sódavatni úr
flösku sem hafði staðið opin frá
þvi kvöldið áður og allt gos
farið úr. Hann hellti ögn í glas
handa sér og rétti Bresach síð-
an glasið. Bresach lyfti þvl stirð-
lega — Salute, sagði hann.
— Salute, sagði Jack. Svo
drukku þeir. Bresach drakk á-
fergjulega og svolgraði í sig
fjórðung af drykknum í löngum
teyg. Hann lagði annan hand-
legginn yfir stólbakið eins og
til að sýnast hagvanur.
— Þér búið notalega héma,
sagði Bresach og benti með glas-
inu. — Hér er vistlegt.
— Eruð þér kominn til að-
dást að herberginu mínu? sagði
Jack.
— Nei, sagði Bresach auðmjúk-
ur. — Nei. auðvitað ekki. Ég
verð að segja yður eitt, herra
Andrus. Hann horfði mildum
augum á Jack gegnum gleraug-
un eins og nemandi með lélega
sjón sem situr aftast í skóla-
stofunni og reynir að lesa for-
múlu sem krotuð er með krit á
töfluna. — Ég er ekki með hníf-
inn í dag. En það táknar ekki að
ég geti ekki haft hann með mér
í annað sinn. Eða að ég hafi ekki
hugsað mér að nota hann. Það
vildi ég bara að þér vissuð.
Jack lét fallast niður í hæg-
indastól með glasið i hendinni,
sneri andlitinu að Bresach. —
Þökk fyrir, sagði hann. — Það
er vingjamlegt af yður að segja
mér bað.
— Ég vil ekki að þér fáið rangt
álit á mér, sagði Bresach með
djúpri. þægilegri og alvarlegri
rödd sinni. — Ég vil ekki að
þér haldið að ég sé búinn að
fyrirgefa yður eða þér getið
snúið á mig.
Jack lagði glasið sitt rólega
frá sér á borðið. Kannski er nú
rétta stundin hugsaði hann. til
að rísa á fætur og gefa honum
utanundir. Nokkra hraustlega
löðrunga. Láta hann finna fyrir
því, eins og Frakkamir segja.
Kannski gæti það losað hann
við eitthvað af grillunum. Bres-
ach var hávaxinn en magur und-
ir fyrirferðarmikilli úlpunni. og
úlnliðimir sem komu fram úr
trosnuðu tvídermunum, voru
grannir og veiklulegir. Jack hafði
ekki slegist síðan í stríðínu, en
hann var sterkbygpður rneð svera
handleggi og herðar og stórar
hendur og hann hafði fengið
meira en nóg af slagsmálum í
æsku. Hann hafði iðkað hnefa-
leika sér íil ánægju. bar til er
hann særðist. og hann var sann-
færður um að hnnn væri ekki
dauður úr öllum ■nðum enn Auk
bess byrfti engan mei-.tara f
þungavigt til að mala Bresach.
— Hvað fær yður til að halda
að ég vilji tala við yður?
— Þér eruð héma, er ekki
svo? sagði Brésach. — Þér
hleyptuð mér inn. Þér eruð að
tala við mig.
— Heyrið mig nú, Bresach,
sagði Jack. — Nú ætla ég að
vara yður við. Kannski tek ég
símann eftir tvær mínútur og
segi við hótelstjórann að ég þurfi
að senda eftir lögreglunni. svo
25
að hægt sé að taka yður fast-
an. Þér kæmuzt í mikivand-
ræði. ef ég ynni eið að því að
þér hefðuð ætlað að drepa mig,
það skiljið þér.
— En þér gerið það ekki, sagði
Bresach.
— Ég veit svei mér ekki, sagði
Jack.
— Þá kæmist þetta allt upp,
sagði Bresach rólega. — Það
kæmi í blöðunum. Konan yðar
kæmist að þvi. Hvað haldið þér
að þér fengjuð að halda stöðu
yðar lengi. ef blöðin væru full
af skrifum um erfiðleika yðar
í Róm, vegna þess að þér hátt-
uðuð hjá ungri, ítalskri stúlku?
Hvort sem hann er skinhorað-
ur eða skinhoraður ekki, hugsaði
Jack, þá ætti ég kannski að
berja hann.
— Nei, sagði Bresach. — Þér
kallið ekki á lögregluna. Hann
drakk með áfergjju. — Ég er bú-
inn að reikna það út. Hann
tæmdi glasið og setti það á borð-
ið. — Hafið þér hitt Veronicu
í dag?
— Já, sagði Jack. — Við borð-
uðum hádegisverð saman. Viljið
þér fá matseðilinn?
— Hvemig líður henni? Bres-
ach laut fram og horfði rann-
sakandi framaní Jack til að sjá
hvort hann segði sannleikann.
— Hún blómstrar, sagði Jack
illgimislega og hefndi sín fyrir
umtal Bresachs um konu hans
og stöðu. — Hún er altekin hinni
fyrstu, hugljúfu hrifningu ástar-
innar.
— Verið ekki að hæðast að
mér. Bresach reyndi að gera rödd
sína ógnandi en árangurinn var
aðeins raunalegur og harmþrung-
inn. — Hvar er hún núna? Hvar
býr hún?
— Það veit ég ekki, sagði Jack.
— og ef ég vissi það. myndi ég
ekki segja vður það.
— Hvað sagði hún um mig?
Jack hikaði. Þörf hans fyrir
grimmd var liðin hjá. — Hún
sagði ekkert um yður, laug hann.
— Ég trúi yður ekki. sagði
Bresach. — Verið ekki að Ijúga
að mér. Ég er nógu taugaóstyrk-
ur samt. Ef þér ljúgið að mér.
ábyrgist ég ekki hvað ég geri...
— Ef hér komið með hótanir.
sagði Jack. — Þá fleygi ég yður
út á sfundinni.
— Já. iá. ágætt. ég skal vera
rólegur. Ég skal gera mitt vtr-
asta til að vera rólegur Ég er
ekki kominn hingað til að slást
við yður. Mig langar til að leggia
fvrir vður nokkrar spTimingar
Vullkomlega sanngiamar snum-
ingar. Og ég fer aðeins fram
á heiðarleg svör Ég hef vissan
róft til bess saeöí Vienn öeran'ií
— Hef óe ekki nnkknrr, röi-t t-f 1
þess? Að minnsta kosb til þess
að fá svar við sumum af spurn-
ingum mínum?
— Hvað er það sem þér viljið
vita? spurði Jack.
Ungi maðurinn var sýnilega
svo miður sín, var svo altekinn
andlegum þjáningum. að Jack
varð fyrst fyrir að reyna að
hugga hann eftir megni.
— í fyrsta lagi — mikilvæg-
asta spumingin. Hakan á Bres-
ach seig niður á bringu og hann
umlaði eitthvað óskiljanlegt nið-
ur i kragann. — Elskið þér
hana?
Jack hikaði, ekki vegna þess
að hann legði svo mikla á-
herzlu á að segja sannleikann,
sem var einfaldur og óbrotinn,
heldur vegna þess að hann
vildi helzt segja það sem ylli
Bresach minnstum sársauka.
— Fjandinn hafi það And-
rus, sagði Bresach hátt. — Sitj-
ið ejdji þama og semjið skáld-
sögur. Þér þurfið aðeins að
segja já eða nei.
— Jæja þá — nei. sagði Jack.
— Þá er hún bara — dálítið
stundargaman fyrrr yður, sagði
Bresach.
— Já, og ef þér hafið ánægju
af að vita það, sagði Jack, —
þá dregur það töluvert úr
gamninu. að þér skuluð alltaf
vera að flækjast i kring.
— Hafið þér sagt henni það?
hélt Bresach áfram.
— Sagt hvað?
— Að þér elskið hana ekki.
— Sú spuming hefur eijki ver-
ið til umræðu, sagði Jack.
— Ég elska hana, sagði Bres-
ach hreinskilnislega. Hann leit
á Jack eins og hann biði eftir
ákveðnum viðbrögðum. Jack var
rólegur. Bresach neri saman
höndum til að hita sér á þeim.
— Hafið þér ekkert að segja?
spurði Bresach.
— Hvað viljið þér að égsegi?
sagði Jack. — Hallelúja, þér
elskið hana?
— Ég vil giftast henni, hvisl-
aði Bresach. — Ég er búinn að
biðja hennar tíu sinnum. Það
er aðeins tæknilegt vandamál
sem veldur því að við erum
ekki gift nú þegar.
— Hvað þá? spurði Jack
undrandi.
— Tæknilegt. Hún er, kaþólsk.
Fjölskylda hennar er mjög trú-
uð. Ég er heiðingi. Jafnvel henn-
ar vegna vil ég ekki ganga í
gegnum þessa hræsnisfullu....
— Já, þá skil ég, sagði Jack
og hugsaði um Holt og konuna
hans. Trúarleg vandamál eru
fióknari í Róm en nokkurs stað-
ar annars staðar i heiminum,
hugsaði hann.
— En hún hikaði, sagði Bres-
ach. — Hún fer til Flprens og
heimsækir fjölskyldu sína um
hverjq helgi og þar er nuddað
í henni og hún neydd til að
sækja kirkju. En þetta er bara
tímaspursmál. Og þetta er það
eina. Hún veit að allt annað
Klapparstíg 26
Sími 19800
o
BILALEIGAN BÍLLINN
RENT-AN-ICECAR
SÍM118833
(Koníui (^ortina.
yYlercu-rij domet
!\iíiía-jeppctr
THepliy 6
BÍLALEIGAN BÍLLINN
HÖFÐATÖN 4
SÍM118833
MTBvikudagur 22. júll íð@4
Skró yfir umboðsmenn
Þjóð viljans útí á landi
AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714
BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson.
BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson
DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
EYRARBAKKI: Pétur Gíslason
GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð
HAFNARFJÖRÐUR: Sófus Bertelsen
Hringbraut 70. Sími 51369.
HNÍFSDALUR: Helgi Bjömsson.
HÓLMAVÍK: Ámi E. Jónsson, Klukkufelli.
HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson.
HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f.
HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson.
ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f.
KEFLAVlK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319
NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson.
YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson.
ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson.
ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir
RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson.
BÚÐAREYRI. REYÐARFIRÐI: Helgi Seljan.
SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16.
SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjömsdóttir,
Skagfirðingabraut 37. Sími 201.
SELFOSS: Magnús Aðalbjamarson. Kirk'juvegi 26.
SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason.
SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjamarson,
Suðurgötu 10. Sími 194.
SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gíslad'óttir, Hof-
túni við Vífilsstaðaveg.
SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu.
STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri.
STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson.
VESTMANNAEYJAR: Jón Gunnarsson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson.
ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúiO sér
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
Sími 17-500.
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\ N □ SVN nr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Auglýsið / Þjóðviljanum