Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1964, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. júlí 1964 MðÐVIUINN SlÐA 2 FORNAR MINJAR Á SÖGUSTÖÐUM / Frá Kirkjubæ á Straumey. Fremst sést kóngsbóndabærinn og er stokkhúsið gamla iengst til vinstri er ...’ir bænum miðjum steinkjallari biskupssetursins tii forna. Til hægri og nær sjón- um sést í kjan, sóknarkirkjan í Kirkjirbæ, þar sem nú er leitað fornra minja í kirkju- gólfinu. Því var lýst í einni Fær- eyjagreininni, hvemig höfuð- staður eyjanna hefur byggzt við víkur tvær. Eystaravág og Vestaravág. Milli voganna gengur Tinganes í sjó fram og þar er elzti bæjarhlutinn í Tórshavn; þétt húsaþyrpingin þar sem nesið er breiðast en gisnari eftir því sem utar dregur og tanginn mjókkar, og allra yzt berar sæbarðar klappimar.' Á Tinganesi Tinganes hefur löngum verið nátengt sögu Færeyja líkt og Þingvellir Islandssögunni; þar var þing haldið til forna, eins og nafnið bendir til. þar var kristni tekin í færeysk lög og haldin annexía frá biskups- setrinu í Kirkjubæ, Munka- stovan. 1 þessum stað hafði Magnús Heinason, sú fræga sjóhetja Færeyinga, aðsetur sitt og þama bjuggu lengi yfir- völdin á eyjunum og kaup- menn. Og á Tinganesi var um langt skeið miðstöð dönsku einokunarverzlunarinnar i Færeyjum; eitt af pakkhúsum verzlunarinnar hefur í . hálfan áratug verið einskonar fær- eyskt stjórnarráðshús. eða síð- an húsakynni þar voru lagfærð og endurbætt 1949 og skrifstof- um landstjórarinnar komið þar fyrir. Af Tinganesodda er útsýn góð til bæjarins og hæðanna þar of- ar og austur yfir um Eystara- vág að Skansinum. hinu gamla virkisstæði Tórshavnar. Þar hvíla í hávöxnu grasinu nokkr- ir koparhlunkar, gömul fall- stykki sem púðurskotum var hleypt af til skamms tíma á afmælisdegi Danakonungs ár hvert. *Brezkur her hafði bæki- stöð á Skansinum stríðsárin og þegar Bretarnir fóru með flest sitt haíurtask í stríðslok skildu þeir eftir tvær eða þrjár stór- ar fallbyssur faldar í stein- steyptu víghreiðri efst á skans- hólnum. í Kirkjubæ í síðustu gre'n og þvi sem hér er sagt að framan hefur verið drepið á það helzta sem vekur forvitni ferðalangsins í höfuðstað Færeyja. Og þegar það hefur verið skoðað er sjálfsagt að halda til þes3 staðar í næsta nágrenni Tórs- havnar sem allir, er leið sína leggja þangað, skoða, eigi þeir þess nokkurn kost: Kirkjubæj- ar, biskupssetursins gamla syðst á Straumey. Það er um 20 mínútna akstur frá Tórs- havn til Kirkjubæjar; leiðin er um 11 kílómetrar og er fyrst ekið vestur úr bænum, síðan upp Havnardalinn og yfir fjallið til vesturstrandar eyj- arinnar. Blasir þá Sandey við í suðri, í vestri eyjamar Hestur og Koltur, en norðar og vest- ar sér til Vága. Það var ævintýri líkast að koma þangað segja menn stundum þegar þeir vilja tjá öðrum hrifningu sína á stað eða stöðum sem leið þeirra hefur legið um. Ekki ætla ég að taka svo djúpt í árinni, heldur láta nægja, í fullri meiningu, að segja að það sé alltaf minnisveröur viðburður að koma til Kirkjubæjar, hvort heldiir er í fyrsta skipti eða f ' ^nr skynjar maður ná- 1 "'ar og hún verður á .. - g í fornminjunum, byggingum frá miðöldum sem tala sínu máli og eiga ekki sinn líka hér á Islandi. Af fomum minjum í Kirkju- bæ er fyrst að geta kirknanna á staðnum; þær eru þrjár og allar frá miðöldum. Syðst í túninu, niður við fjöruborð, sér á rústir einnar kirkjunnar; nokkur hluti brot- inna kirkjuveggja blasir við, að öðru leyti hefur sjórinn bro'tið þetta forna guðshús nið- ur. Á liðnum öldum hefur haf- ið gert mikinn usla í landi Kirkjubæjar, því að talið er að hólminn framundan sem nokk- urra tuga faðma breitt sund skilur nú frá túnfætinum hafi verið landfastur tangi á mið- öldum, þegar biskupsstóll var í Kirkjubæ. Nokkur spölur er frá bæjar- húsum í Kirkjubæ að lágum rústum kirkjunnar sem fyrr var getið. Miklu nær er sú kirkjan sem mesta hefur reisn- ina á ytra borði, dómkirkjan mikla hlaðin úr færeyskum móbergssteini. Var kirkjusmíð- in hafin á þrettándu öld en verkinu aidrei lokið. öldum saman hefur svalt sjávarloftið nætt um bera steinveggina, inn um óvarin gluggaop og dyragættir. og úrkoman steypzt yfir þá; myndskreytingar i hleðslusteinunum hafa víða máðst og molnað, en þó furð- ar maður sig á því að vindur Færeyjar IV og regn skuli ekki hafa unnið enn meir á steinhleðslunni en raun ber vitni. 1 einíum veggn- um mót suðri er sagt að séu skrín er geymi helga dóma, bein heilagra manna, m.a. Þorláks biskups í Skálholti og Magnúsar Orkneyjajarls. Þriðja kirkjan á staðnum er Ólafskirkja, steinkirkja all- miklu minni en dómkirkjan, Magnúsarkirkja. Þetta er nú- verandi sóknarkirkja í Kirkju- bæ og jafnframt talin elzt af miðaldakirkjunum þrem. Um miðja síðustu öld voru gerðar stórfelldar breytingar á kirkju þessari og ,.endurbætur” svo gagngerðar og hlífðarlausar við fom verðmæti, að þessu gamla guðshúsi á sjávarkamb- inum var stórspillt. Það sem helzt hafði prýtt kirkjuna að innan, eins og t.d. biskupsstóli frá því um 1300 og fagurlega útskornir kirkjubekkir frá tímum Eiríks af Pommern, var fjarlægt og selt danska þjóð- minjasafninu fyrir nokkur hundruð krónur. sem látnar voru mæta kostnaði við máln- ingu á kirkjunni! I rétt ár hefur umrót verið mik:ð í þessari gömlu kirkju og messuföll orðið óhjákvæmi- leg af þeim sökum. 1 fyrra- sumar var sem sé ákveðið að gera gaumgæfilega leit að gömlum minjum í kirkjunni; bekkir voru fjarlægðir, t'mb- urgólfinu lyft og gröftur ha'f- inn. Þessi • leit og fornmmja- gröftur hefur síðan staðið yf- ir og er enn ekki nærri lokið, en árangur þó þegar orð'nn mikill. Þama f kirkjugólfinu hafa verið opnaðar margar grafir geistlegra manna og með vissu er vitað að einn þeirra að minnsta kosti sem þama var búinn hvílustaður hefur verið biskup, því að skrautlegur biskupsstafurinn hefur fylgt honum í gröfina. Það er þjóðminjavörður Færeyja, Sverre Dahl, sem haft Framhald á 9. síðu. Sundin milli gamalla timburhúsanna á Tinganesi cru þröng og lilykkjótt. iiílíiiil 20. DAGUR. Fengu þar til danska menn, þá er fullkomnir voru vinir Magnúss konungs, að bera þetta örendi Haraldi. Þetta mr fór mjög af hljóði. En er Haraldur heyrði þetta sagt, að Magnús konungur, framdi hans, myndi bjóða honum sætt o) félagskap og Haraldur myndi hafa skulu hálfan Noreg vir‘' Magnús konung. en hvor þeirra við annan hálft lausafé beggja þeirra. þá játaði Haraldur þeirri sætt af sinni hendi. Fóru þessi einkamál þá aftur til Magnúss konungs. Litlu siðar vai það, að Haraldur og Sveinn töluðu kvöld sitt við drykkju. Spurði Sveinn, hverja gripi Haraldur hefði, rá er honum væri virkt mest á. Hann svárar svo, að það var merki hans, Landeyðar, Þá spurði Sveinn, hvað merkinu fylgdi bess, er það var svo mikil görsimi. Haraldur segir, að það var ■nælt, að sá myndi hafa sigur, er merkið er fyrir borið, segir, 'ð svo hafði orðið. siðan er hann fékk það. Sveinn svarar; „Þá mun ég trúa, að sú náttúra fylgi merk- inu, ef þú ótt þrjár orustur við Magnús konung, frænda þinu, og hefir þú sigut í öllum“ Þá segir Haraldur stygglega: „Veit ég frændsemi okkar Magnúss, þótt þú minnir mig ekki á það, og er eigi fyrir því svo, að við förumst í mót með herskildi, að eigi myndi okkar fundir aðrir vera skaplegrí“. 4 r l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.